Íbúar hafi síðasta orðið

Það er frábært framtak hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði að leyfa íbúum Hafnarfjarðar að kjósa um stækkun álversins. Þetta mættu Sjálfstæðismenn á Reykjanesi svo sannarlega taka sér til fyrirmyndar en á því virðast ekki vera miklar líkur ef marka má yfirlýsingar Árna Sigfússonar.

Það verður hins vegar að hafa í huga að þarna er ekki verið að færa allt vald og alla ábyrgð á stóriðjuframkvæmdum yfir á íbúa sveitarfélaganna. Þessi ágæta íbúakosning er ekki upphafið, heldur síðasta ákvörðunin í löngu ferli. Það er verið að gefa Hafnfirðingum síðasta orðið.

Íbúakosning um stór mál er loforð sem Samfylkingin gaf fyrir kosningar 2002 og efnir nú með glæsibrag. Samfylkingin er með um 56% fylgi í Hafnarfirði sem er til vitnis um vinsældir hennar og traust á meðal bæjarbúa. Yfir 90% Hafnfirðinga eru hins vegar ánægðir með að fá að kjósa sérstaklega um þetta stóra mál.

Það er staðreynd sem Sjálfstæðismenn og aðrir flokkar sem fundið hafa íbúakosningunni allt til foráttu ættu að hugleiða.


mbl.is Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Er sammála Dofra um að Hafnfirðingar fái að kjósa um stækkun álversins, sé líðræði, leifa hinum almenna íbúa að hafa áhrif á umhverfi sitt.  Þetta segi ég án þess að hafa sérstaka skoðun á hvort álver eigi að vera eður ei.  En samt er nú ein spurning sem læðist í huga minn, en hún er sú, hvort það séu fleiri bæjafélög sem ættu að fá að kjósa um þessa stækkun.  Datt þetta bara svona í hug.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 24.1.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband