"Mér fannst ég finna til"

Vesalings Illugi Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðamaður vandræðabakarans í bolludagsmálinu, átti bágt með að verja vondan málstað í Silfrinu í dag. Allir gestir Silfursins, rétt eins og bróðurpartur þjóðarinnar voru á einu máli máli um að afskipti sjálfstæðismanna af Baugsmálinu sem hvað eftir annað hafa "talað sig titrandi reiða" um málið væru með öllu ólíðandi og einsdæmi í vestrænu lýðræðisríki.

Það er öllum ljóst hvernig er í pottinn búið, ef einhver var í vafa þá eyddu tölvupóstar Jóninu þeim vafa þar sem fram kom að ritstjóri Flokksblaðsins, framkvæmdastjóri Flokksins og innmúraður einkavinur (sem nú er orðinn hæstaréttardómari) Hins Ónefnda hittust á ritstjórnarkontórnum til að leggja á ráðin um aðför að Baugi. Keisarinn er allsber eins og bloggað er um í dag.

Illugi reyndi að dreifa athyglinni frá þessum staðreyndum með því að segja að Ingibjörg Sólrún væri með ósannaðar dylgjur og vitnaði í dægurlagatexta "mér fannst ég finna til". Ég kannast ekki við textann en efast ekkert um að Illuga finnist hann finna til. Sjálfstæðisflokkurinn sem pólitískt afl ætti líka að finna til - sektar. Og biðjast afsökunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tilvitnunin er í kvæði eftir afabróður minn Sigurð Grímsson, sem var skáld og gagnrýnandi á Morgunblaðinu. Kvæðið er að finna í ljóðabók hans "Við Langelda" og olli þessi ljóðlína miklum úlfaþyt og ritdeilum, þar sem Unuhússklíkan lagði hann í einelti.   Ástæða þess var að sjálfsögðu skrif hans og gagnrýni um rit þessara merku skálda.

Hvað Baugsmálið varðar, þá skiptir ekki miklu máli hvaðan "uppljóstrunin kom" því í ljós kom að margt vafasamt var í viðkiptaháttum samsteypunnar. Sýknudómar eru fyrst og fremst komnir til við tæknigalla í rannsókn og framsetningu málsins og afsannar ekkert um viðskiptasiðferði þessa einokunarbákns.  Sjáum svo til hvað setur, með það sem eftir situr af þessum málum kæri Dofri. 

Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður Dofri, að halda hlífiskyldi yfir sakborningunum hjá Baugi þó ekki sé búið að fella dóma nema að litlum hluta.

Skattsvikin eru eftir t.d.

Það er vart á verkefnaskrá krataflokks að vernda skattsvikara.

þeir hafa líklega greitt það mikið til flokksins ykkar að þið verjið þá fram í rauðan dauðann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Eftir að búið er að sýkna Baug af öllum upphaflegu 40 ákæruatriðum málsins,liggur fyrir ,að hér er um að ræða stærstu mistök í málsmeðferð og lögreglurannsóknum Íslandssögunnar.Við endir málsins skal upphafið skoða og það verður aðeins gert  með því,að fram fari ýtarleg heildarrannsókn á öllum þáttum frumrannsóknar málsins og tildrögum þess.Um meint ráðbrugg ákveðinna ráðmanna Sjálfstæðisfl.að upphafi málsins þarf náttúrlega að rannsaka sérstaklega.

Kristján Pétursson, 28.1.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað hafið þið varið þá í bak og fyrir og hefur Ingibjörg Sólrún ekki legið á liði sínu.

Hafið þið ekkert um skattsvikamál Baugs að segja?

Ég skora á ykkur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2007 kl. 23:40

5 identicon

Tek undir með þér Anna. Það má sannarlega bæta Írak á listann yfir það sem þeir félgar ættu að biðja þjóðina afsökunar á. Held að Írak sé reyndar ein megin ástæða þess að Halldór og Davíð hafa forðað sér úr pólitík.

Dofri (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband