Sjálfstæðisflokkurinn stikkfrí?

Fjölmiðlar hafa nú krafið umhverfisráðherra um stefnu í loftslagsmálum. Hún mun vera í smíðum. Vonandi er það rétt og vonandi gengur hún ekki út á reiknibrellur til að hægt sé að fara út í álla þá stóriðju sem nú er í bígerð.

Umhverfisráðherra svaraði reyndar á afar undarlegan hátt þegar hún var spurð út í þetta atriði í fréttum í gær. Hún vildi meina að ef stóriðjan færi fram úr heimildum Íslands yrðu álfyrirtækin bara að koma með kvóta með sér. Ég hef frétt að Valgerður Sverrisdóttir hafi sagt það sama á kosningafundi vegna prófkjörs í Þingeyjasýslu í síðasta mánuði.

Ég hef engann sérfræðing heyrt eða hitt sem telur að þetta sé mögulegt. Kvóti skv. Kyoto er eign þjóðríkjanna en ekki alþjóðlegra auðhringa s.s. Alcoa. Þannig er t.d. íslenska ákvæðið sem heimilaði aukinn útblástur vegna stóriðju ekki framseljanlegur á nokkurn hátt. Ólíklegt er að annað gildi um önnur ríki.

Þetta er ódýr brella stjórnvalda til að breiða yfir þá staðreynd að þau hafa skapað stóriðju og orkufyrirtækjum sjálftökurétt hvað varðar virkjanir og losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld hafa enga stjórn á því hvort Ísland fer fram úr Kyoto heimildunum eða ekki.

Kjósi Hafnfirðingar að stækka álverið í Straumsvík eru heimildir Íslands meira en fullnýttar. Taka þarf af almenningskvótanum til að stækkunin rúmist innan Kyoto. Allt umfram það setur Ísland í skammarlega stöðu gagnvart alþjóðasamfélaginu.

Nú þegar búið er að kreista þetta skrýtna og ótrúverðuga svar upp úr umhverfisráðherra væri gaman að fá að heyra afstöðu Sjálfstæðismanna.

Af hverju þegja þeir þunnu hljóði um hlýnun loftslags og skýrslu Sameinuðu Þjóðanna? Er það af því lína Sjálfstæðismanna, ættuð frá Bush, AEI og ExxonMobile hefur verið afhjúpuð og afsönnuð?

Standa þeir kannski bara stikkfrí í þessu eins og öðru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfgræðisflokkurinn ætlar að mála loftið blátt.

Eiríkur Kjögx, ríkasti fátæklingurinn (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Já,allir ráðast að Samfylkingunni vegna meints stefnuleysis í hinum ýmsu málum (sem bara stenst ekki þegar málin eru skoðuð með sanngjörnum hætti) en á meðan bendir enginn á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki komið hreint fram hvað varðar virkjunarstefnuna.  Hvað vilja Sjallar í þessum málum?  Getur einhver svarað því?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 4.2.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég man á minni tíð ekki eftir annarri stefnu hjá Sjálfstæðisflokknum aðra en að nýta allt sem getur búið til peninga! Mér finnst að það sé kominn tími til að staldra aðeins við í virkjunarmálum og sporna aðeins við þeirri allsherjar græðgi sem ríkir í okkar samfélagi.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn vill ekk þurfa að verja einhverjar leiðindaathugasemdir á hann til aðra aðferð en smjörklípuna, hann bara þegir málið í hel og lætur sem það sé ekki til. 

Haukur Nikulásson, 5.2.2007 kl. 08:31

4 identicon

Það er ekkert skrítið að þið sem kynnið kreppustefnu séuð að missa allt fylgið.   Fyrir mér landsbyggðamanninum þá eruð þið vinstrimennirnir upp til hópa raunveruleikafirrtir vitleysingar..   Núna loksins þegar erlend stórfyrirtæki hafa áhuga á að fjárfesta hérlendis út á orkuna, sem er það eina sem við erum virkilega samkeppnishæf í á alþjóðlegum grundvelli þá viljið þið stöðva það með öllum ráðum - af hverju?  TIl að koma höggi á pólitíska andstæðinga?  

Röksemdafærsla ykkar er alla vega algjörlega úti á þekju; ef ykkur er raunverulega annt um umhverfi heimsins þá ættuð þið að styðja nýtingu endurnýjanlegra íslenskra örkulinda í stað jarðeldsneytis sem er að eyðileggja hnöttin okkar.   Ef ykkur er raunverulega annt um að byggja upp mannsæmandi líf annars staðar en á suðvesturhorninu, þá ættuð þið að styðja uppbyggingu öflugrar kjölfestu í atvinnulífinu sem hægt er að byggja annað upp í kringum.  

Og hvernig væri að þið færuð að tala á uppbyggilegan hátt, frekar en sífellt hvað aðrir eru slæmir í ykkar smáu hugum.  Hver eru ykkar úrrræði?  Efla Byggðastofnun og sóa þannig meira af almannafé?   Stofna sprotafyrirtæki, sem tekur 10-20 ár að koma á legg og 90% af þeim fer á hausinn á fyrstu 5 árunum?   Nei, það þarf að byggja sterkan grunn fyrst.   

Annars endilega haldið áfram á þessari braut, þá losnum við við ykkur fljótlega....

Sigurður J (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband