Mér finnst alveg frábært að...

...halda úti bloggsíðu þar sem hægt er að hafa fjörug skoðanaskipti um hin ólíklegustu mál. Ég hef hins vegar rekið mig á það í umræðum um pólitík að skoðanaskiptin geta orðið dálítið neikvæð og stundum jafnvel persónuleg OG neikvæð sem er slæm blanda.

Þess vegna hef ég ákveðið að í þeirri bloggtörn sem framundan er muni allar mínar færslur hefjast á orðunum "Mér finnst alveg frábær að..." Ég held að það skipti máli að hefja umræðuna á jákvæðum nótum, jafnvel þótt maður sé að fara að gagnrýna eitthvað. Ég þori ekki að fullyrða að öllum muni líka allt sem ég hef fram að færa en það er útaf fyrir sig ekki markmið í lífunu að allir séu sammála manni. Tilgangurinn er að skiptast á skoðunum.

Sem er gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Skemmtilegar pælingar og góður ásetningur að byrja öll blogg á jákvæðum nótum.

Björg K. Sigurðardóttir, 6.2.2007 kl. 19:34

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Líst vel á allt þetta frábæra. Maður á það til að gelyma sér í nöldrinu. Sem skilar auvðitað engu. Gott framtak.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband