7.2.2007 | 19:05
Framtíðarlandið
Mér finnst alveg frábært að það séu til samtök á borð við Framtíðarlandið - þverpólitísk samtök um náttúru- og umhverfisvernd sem hafa það markmið að vera stjórnvöldum aðhald, hvatning og hugmyndaveita í þessum málum.
Þetta finnst greinilega fleirum en mér því þegar samtökin voru stofnuð skráðu tæplega 3000 manns sig sem félaga. Margt af því fólki er virkt í starfi stjórnmálaflokka, einmitt af áhuga fyrir því að koma náttúruverndarmálum áleiðis á vettvangi stjórnmálanna. Þetta fólk mun ekki sætta sig við að Framtíðarlandið bjóði fram í Alþingiskosningum. Það get ég vel skilið enda er þar með orðinn trúnaðarbrestur á milli þessa fólks og Framtíðarlandsins.
Ef boðið verður fram í nafni Framtíðarlandsins til Alþingis mun það eyðileggja Framtíðarlandið sem öflug grasrótarsamtök. Það væri mikill skaði því 3000 manna samtök sem búa að mörgum af öflugustu hugsuðum landsins verða ekki gripin upp af götunni.
Ef leiðandi aðilar í Framtíðarlandinu (því enn hefur ekki verið kosin stjórn) ákveða að bjóða sig fram undir eigin merkjum eru viðkomandi aðilar sömuleiðis búnir að rjúfa trúnað við Framtíðarlandið og geta ekki að mínu mati leitt samtökin.
Sumir líta svo á að þessir aðilar hafi þegar rofið trúnað við þá fjöldahreyfingu sem fólk hélt sig vera að ganga til liðs við þegar þeir skráðu sig í Framtíðarlandið. Ástæðurnar eru nokkrar t.d. sú að byrjað var að undirbúa framboð fyrir 10 mánuðum eða um 2 og 1/2 mánuði áður en efnt var til stofnfundar. Einnig að enn hefur ekki verið kjörin stjórn þrátt fyrir áskoranir félagsmanna.
Íslensk stjórnmál hafa þörf fyrir hugmyndaveitu, hvatningu og aðhald. Þess vegna væri kvöldinu í kvöld best varið í að setja lög og kjósa stjórn Framtíðarlandsins.
Það væri alveg frábært!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Svona samtök geta aldrei orðið þverpólitísk, þrátt fyrir góðan vilja. Ef þau ætla sér að halda sig við slíkt, þá verða þeir einvörðungu í að taka á afleiðingum náttúrunauðgana, eftir að skaðinn er skeður. Orsök náttúrumisþyrmingar er hápólitískt mál og snertir auðsöfnun, græðgi og hringamyndun, sterkra afla í landinu. Það er eitthvað galið við rætur stjórnskipunarinnar. Kvótakerfið og stóriðjustefna er hluti þessa grunnvanda og því verður aldrei breytt með þverpólitískri samstöðu fyrr en illa er farið.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2007 kl. 19:46
Ég tek mér það bessaleyfi að setja inn færslu af bloggi mínu þar sem ég kann ekki að setja inn link. | 23:03
Framtíðarland í fjötrum...eða fuglinn Fönix loks að rísa úr öskunni?Ég var ein af þeim sem sótti stofnfund Framtíðarlandins í sumar. Þar virtist losna úr læðingi falinn kraftur þjóðar sem hafði of lengi orðið fyrir vonbrigðum. Fólk sem þráði raunverulegar breytingar og öðruvísi gildi. Hitti fólk sem var með tárin í augunum yfir þessari sérstöku von sem þarna kviknaði. Sem var búið að fá nóg af þykjustuleikjum og baktjaldamakki sem hefur ekkert með framtíðarheilbrigði þessarar þjóðar að gera á öllum sviðum mannlífs.
Ég kem ekki saman þeirri tilfinningu og því að troða þeim krafti inn í gamaldags kerfi sem allir sjá í gegnum sem eru stjórnmálaflokkar nútímans. Hafði einhvernvegin þá von í hjarta að til væri að verða afl sem gæti knúið í gegn breytt hugarfar með öðrum leiðum. Ber í brjósti óljósa hugmynd og tilfinningu um að það sé komið að tímamótum sem felast ekki bara í að standa loksins saman heldur og að breyta stjórnunarháttum sem þjóna betur nútíðinni. Fannst einhvern veginn að þarna væri samankomið fólk sem hefði vilja, getu, þor og kjark til að hugsa öðruvísi. Finna leiðir sem væru færar til raunverulegra breytinga. Sem hefði hugmyndaflug til að sjá öðruvísi og plægja nýjan jarðveg og sá fræjum sem skipta þessa þjóð máli. Miklu máli.
Rakst á blogg í dag sem kynnti enn frekar undir þennan neista.
http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/
Lýðræði án stjórnmálaflokka.
Hafði svo vonað að með þessum krafti væri eitthvað mjög mikilvægt að verða til.
Þegar ég heyrði af því að stefnan væri tekin á stjórnmálin sökk hjartað í mér.
Trú því ekki að enn á ný verði til bræðingur sem blandar sér í baráttu sem litlu skilar. Er ekki tímabært að standa upp og fara alla leið í því að skapa þjóðfélag sem ber keim af manngildi, elsku til náttúrunnar og hvers annars? Afl sem skilur miklu meira en bara raungildi og verðmæti metið í gulli?
Íslendingar. Það er tími til kominn að vakna og vera. Vera fulltrúar í alþjóðasamfélaginu sem sýnir hvað raunverulega skiptir máli og hætta að þegja yfir því sem er löngu orðið lýðnum ljóst.
Það er ekki verið að bera hag okkar allra fyrir brjósti. Hættum ekki fyrr en því markmiði hefur verið náð. Það getur tekið tíma og mikla vinnu. En ég er vissum að ef við þorum að brjóta upp fortíðina tekst okkur að finna skref til framtíðarinnar. Í því felst hinn sanni þjóðarauður og hið margumtalaða hugvit. Verum það sem býr best innra með okkur. Nemum ókönnuð lönd.
Er einhver til í að heyra það sem ég er að segja eða er hugur ykkar enn rígbundinn fornum hugarformum og því að einungis sé hægt að gera hlutina á einn hátt? Kannski er þetta skýringin á því að við erum enn hér þrátt fyrir allt? Að hugur og verk séu ekki farin að tala sama tungumálið?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 21:21
Ég skil punktinn. Spurningin er hins vegar hvernig er best að ná fram raunverulegum breytingum. Hvað er líklegast til áhrifa. Stundum gengur ekki bara að vera kurteis og leyfa öllum að vera með. Við búum við afdankað pólitískt kerfi en það er, jú, eina leiðin sem er fær ef hugmyndin er að hafa bein áhrif. Það hefur marg sýnt sig að samtök og hópar hafa lítil áhrif, samanber aldraða og öryrkja.
En ég held að vandamálið sé "kerfið". Einstaklingar og samtök ættu að hafa full tök á að bjóða fram - sinna jafnvel bara einu málefni og engu öðru. Taka það, í raun, fram. Við ættum að vera að kjósa einstaklinga.
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 7.2.2007 kl. 22:30
Ég sé fyrir mér að kjósa menn og málefni. Af hverju trúir þú að eina leiðin sem sé fær sé að kjósa í afdönkuðu kerfi til að hafa áhrif. Er ekki einhver mótsögn í því?. Mistök sumra eru ekki endanlega úrskurður hvort eitthvað sé hægt. Reyna betur og halda áfram að finna leiðir. Það er lausn einhversstaðar þó hún sé ekki enn séð.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.