8.2.2007 | 00:54
Þverpólitískt hreyfiafl
Mér finnst alveg frábært að Framtíðarlandið hafi boðað til atkvæðagreiðslu um hvort bjóða ætti fram í nafni hreyfingarinnar eða ekki. Það var lýðræðislegt. Það var líka rétt af þeim sem óskuðu eftir umboði að setja aukinn meirihluta sem skilyrði fyrir framboði. Hér var um of stórt mál að ræða til að einfaldur meiri hluti gæti ráðið.
Reynir Harðarson flutti ágætt erindi um kosti og galla þess að breyta Framtíðarlandinu úr öflugum grasrótarsamtökum í framboðslista. Erindi Reynis var málefnalegt og sanngjarnt í garð beggja sjónarmiða. Það var ljóst að ekki er bæði sleppt og haldið. Hans sjónarmið var skýrt - hann er hægra megin við miðju og vill grænt framboð á þeim vettvangi.
Mér finnst að Framtíðarlandið ætti strax á morgun að boða til kosninga um stjórn og setja lög félagsins. Það er alveg réttmæt gagnrýni að enn skuli þetta ekki hafa verið gert. Umboðslaus stjórn dregur úr trúverðugleika samtakanna og þeirra sem tala fyrir þeirra hönd. Það er óþarfi. Samtökin hafa of mikið til að bera til að láta slíkt formsatriði skemma fyrir sjálfu sér og málefnum sínum.
Þegar búið er að kjósa stjórn geta þeir félagsmenn í Framtíðarlandinu sem vilja fara í framboð, ekki síst ef það er "hægri grænt" framboð sem mikil þörf er á. Það væri sjálfsagt að fagna slíku framboði. Ég lít svo á að með því væri einfaldlega hægri vængurinn að leggjast á árarnar með okkur á miðjunni og vinstra megin við miðju.
Þeir sem ákveða að stíga slíkt skref geta hins vegar ekki að mínu áliti setið í stjórn Framtíðarlandsins. Ekki ef við viljum að það haldi áfram að vera þetta breiða þverpólitíska hreyfiafl.
Sem er svo frábært.
![]() |
Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 491138
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ég er sammála þeirri skoðun að hér þurfi sterkt afl til aðhalds gegn óheftri auðlindanýtingu og náttúruspöllum. Slíkt afl getur verið ópólitískt, þó að í öðru svari hafi ég dregið það í efa á grunni pólitískrar flokkunar. Einhvern veginn er það lýsandi að græn hugsun, sé talin vinstristefna í neikvæðum skilningi. Afturhald, haftastefna, ríkisafskipti segja menn. Mér finnst þessi hugtök ekki neikvæð ef grannt er skoðað. Það þarf að halda aftur af þessari þróun, því hún er í engu samræmi við þarfir þjóðarinnar né umhverfis hennar.
Sem dæmi um óháð þverpólitískt afl, sem skilar árangri og hefur áhrif er Amnesty International í mannréttindamálum. Þeir eru oft kallaðir vinstrimenn í neikvæðum tón, en það segir mest um þá, sem eru andsnúnir þeim. Þeir vilja leyfa og stunda yfirgang og brot á rétti manna. Kannski er aldrei meiri þörf fyrir svona afl en nú, áður en þróunin fer úr böndunum. Hamra skal járnið meðan það er heitt. Til þess að svona hreyfing hafi slagkraft, þarf hún samt að vera mjög víðtæk og mannmörg og afstaða hennar lýsandi fyrir vilja meirihluta almennings. Ég tek ofan fyrir viðleitni manna í þessa veru og vona að þeir geri ekki þá gloríu að draga sig í pólitískan dilk með framboði.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 02:00
Jæja Dofri, þá heldur áfram að molna undan ykkur í Samfylkingunni - ekki síst fyrir tilstuðlan ykkar sjálfra. Fagra Ísland, en samt standa fyrir stækkun álversins í Straumsvík, virkjun ánna í Skagafirði, og byggingu álvers á Bakka. Sér er nú hver umhverfisstefnan :). Og svo "Fagra Atvinnulíf" eða hvað svo sem slagorðameistarar ykkar létu sér detta í hug..... 5000 ný störf í hátækniiðnaði? Frábært. Og ykkar lausn til að láta það verða að veruleika? Jú, henda fullt af peningum í einhverjar kistur hins opinbera þar sem deilt verður út í verkefni, öllu handstýrt frá Samfylkingunni. Og til að láta þetta líta vel út, þá á að hunsa að 85% fyrirtækja sem stofnuð eru fara á hausinn innan 2ja ára, og svo skal líka litið framhjá því að mörg "hátæknifyrirtæki" eru miklir mengunarvaldar og nota baneitruð efni í sína framleiðslu. Ó, og svo líka að mörg "hátæknifyrirtæki" þurfa mjög mikla raforku (t.d. til að knýja áfram netþjóna, o.s.fr.) og þá þarf að virkja. En það er nú líklegast ekkert mál fyrir ykkur, því Fagra Íslandi má kasta fyrir róða ef mönnum sýnist svo, enda er plaggið bara til að reyna að ganga í augun á kjósendum Vinstri Grænna.
En að framboði, eða ekki-framboði, Framtíðarlandsins. Þau hopuðu. Þau þorðu ekki. Sem er þeirra réttur. En að Framtíðarlandið skyldi hafa hopað er það alversta sem gat komið fyrir ykkur í Samfylkingunni. Hvers vegna? Ómar Ragnarsson fer nú í eina sæng með Margréti Sverrisdóttur, bæði vilja þau stofna hægri-grænan flokk, með áherslu á "hægri". Samfylking óháðra og óákveðinna er vinstriflokkur (þá sjaldan hægt er að henda reiður á hvers lags skepna sá flokkur er), og það verður að teljast mjög svo ólíklegt að hægrisinnað framboð muni leggjast svo lágt að ganga í hjónaband við vinstriflokk sem ætlar að leiða Vinstri Græna til valda. Hvað er líklegast að gerist? Jú, öllum líkar vel við Ómar, en hann er nú bara eins-málefnis-maður, sem dugar skammt í stjórnmálum. En Margrét? Jú, hún er allt það sem þið óskið að formaður ykkar sé. Hún er klár, leiðtogaefni, og umfram allt er hún yfirveguð og heldur virðingu sinni. En hún er hægri sinnuð. Og þegar Margrét og Ómar koma saman, verður stefnan sett á 20% fylgi og helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðismönnum, sem er fínt, því þau munu sækja fylgi sitt fyrst og fremst til ykkar í Samfylkingunni (það litla sem þið þó eigið eftir) og til Vinstri Grænna. Þannig að þó þú lýsir yfir ánægju þinni með hop Framtíðarlandsins, þá hlýtur þú að vera í léttu panikki, enda síðasti vonarneistinn um þingsæti slokknaður.
Góðar stundir
. (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 08:54
Það vantar gjörsamlega allt i-ið hjá þessum punkti hér á undan. Punkturinn lætur tilfinningasemi ráða ríkjum og hunsar allar röksemdir.
Hvernig ætti flokkur sem skilgreinir sig sem hægri flokk ekki að taka fylgi frá öðrum hægri flokk heldur miklu frekar vinstri flokkum. Get ég beðið um rök takk.
Hvernig er það að í hvert skipti sem hægri menn tala um fagra ísland, þá átta þeir sig ekki á því að með því plaggi er verið að setja fram áætlun um nýtingu auðlinda byggða á faglegum rökum sem bæði snúa að einfaldri hagfræði og einföldum umhverfisfræðum en ekki bara hentisemi útlendra stórfyrirtækja. Sem umhverfisfræðingur verð ég að telja áætlun um nýtingu auðlinda, líkt og fagra ísland er, bestu lausnina sé litið til lausna allra flokka. Hvar er lausn sjálfstæðisflokksins takk!
Alls staðar annars staðar í heiminum eru lönd með áætlun um það hvernig skuli nýta náttúruauðlindir. Önnur lönd láta ekki stórfyrirtæki ráða því hvernig auðlindir eru nýttar.
Eins og þetta er núna hefur maður ekki hugmynd um það hvar næsta virkjun skuli staðsett, né af hvaða faglegu ástæðum sú ákvörðun skuli byggð á, hvar næsta álver skuli vera staðsett né af hvaða faglegu ástæðum sú ákvörðun skuli byggð á. Enda er það ekki skrítið að sveitastjórnarmenn keppist um það að bjóða sveitafélagið sitt til álversuppbyggingar, sveitafélögin hafa enga framtíðarsýn stjórnavalda í þessum málum.
Svo ekki sé talað um Kyoto bókunina. Það er reyndar þannig að Ísland hefur ekki gert bókunina að lögum, heldur er þetta núna einungis í formi loforðs um ákveðna takmörkun og ekkert í raun sem að bannar okkur að auka útblástur. EN ekki ætla ég að kjósa þann flokk sem að telur að það sé í lagi að hunsa þessa samþykkt.
Umhverfisfræðingur (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:53
Það er ekki eins máls fólk sem berst fyrir afnámi stóriðjustefnunnar því að um leið og bægt er í burtu ruðningsáhrifum stóriðju- og virkjanaframkvæmdanna sem hafa meðal annars orðið til þess að halda þarf vegaframkvæmdum niðri, - þá mun losna um hreyfiaflið á öllum sviðum þjóðlífsins með auknum framkvæmdum og breyttum áherslum sem skila sér inn í samgöngumál, menntamál, ferðaþjónustu, viðskipti, landbúnað og sjávarútvegs, - jafnvel einnig samskipti við útlönd.
Ómar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 21:38
Hægri öflin tóku Kyoto bókuninni fagnandi, því að fyri okkur þýddi hún ekki neinar skorður á útaustri mengandi efna heldur var hún ávísun á meiri iðnvæðingu, því við fylltum ekki enn upp í mengunarkvótann. Niðurstaðan: Jibbííí, við megum menga meira! Þetta fólk gleymir því að sú mengun, sem verður í evrópu og sovétríkjunum berst í æ ríkara mæli hingað og ástand andrúmslofst og grunnvatns þess vegna alls ekki háð okkar mengun. Að leggjast á sveif með öðrum þjóðum gegn hinni hnattrænu mengun er tengd mengunarvörnum hér. Mengun spyr ekki að landamærum, en það halda þeir, sem láta hjá líða að þingfesta þessa bókun.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 23:50
Fortunately many people understand that:
1) Icelandic right-wing parties do not want a strong
knowledge-based businesses in Iceland (they have been leading
the country for decades, they could follow the Irish strategy,
but they preferred and still prefere large-heavy industry)
2) Icelandic right-wing parties do not want diversification of
medium-small hi-tech businesses in Iceland (they preferred and
still prefere large-heavy industry). The policy produced by the
government, in fact produced many Icelandic company to move
away from Iceland.
3) Icelandic right-wing parties do not plan to internalise
social and environmental costs. They promote economic and
environmental policies based on one criterium only: short-term
economic profits.
4) Icelandic right-wing parties do not attract highly qualified
workers, but rather low-wage workers, which are first exploited
(payed below the minimum wage), and seen as a "social problem"
as soon as they finish to build Kárahnjúkavirkjun.
5) Every economist in the world knows that a sustainable,
long-lasting and environmental-friendly economy, needs a strong
policy of conservation of natural resources. This necessary
policy clashes with the policy of blind and greedy exploitation
of natural resources which Icelandic right-wing parties are
still insisting on, and will insist on.
6) Icelandic right-wing parties are against any necessary state
interventions in issues which can benefit the environment and
the Icelandic community, such as a strong subsidy of public
transport (which, in order to be competitive with private
transport needs to double its services - double the routes and
frequencies, and to reduce the fares). This can be done by
investing in public transport 5 kronur per liter of fuel used
in private transport.
7) Icelandic right-wing parties basically take political
decisions focusing mainly on the benefits of big oil and energy
companies, construction companies, heavy industry companies, in
spite of the real benefits of the Icelandic community, which
lives today in a situation of high inflation, low currency
value, and foreign debts which has reached 100% of the
Icelandic GDP, caused specifically by this type of policy.
8) Icelandic right-wing parties are somehow oblidged by foreign
financial institutions, through Landsvirkjun (not everyone
knows that Landsvirkjun works first of all for the World Bank
and IMF), to carry out big projects, whether they are necessary
or not, so the Icelandic foreign debts would never be reduced,
rather increased even more.
How can we trust a "right-oriented" Framtíðarlandið (which do not even
openly objects the enlargment of Strausmvík) in facing strongly
the above mentionned policy issues?
People understand that the only solution to have a
better future in Iceland is not to have a right-wing goverment.
foreigner living in iceland (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.