Klofningur innan Sjálfstæðisflokksins?

Mér fannst alveg frábært að heyra í fyrrverandi umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sigríði Önnu Þórðardóttur, í umræðum um loftslagsmál og virkjanir. Það er mun meiri reisn yfir henni en núverandi Umhverfisráðherra sem telur frekari stóriðju á Íslandi vera hluta af lausninni á gróðurhúsavandanum. Að ekki sé minnst á Iðnaðarráðherra sem telur sig vera búinn að finna sátt í deilum um náttúruvernd og stóriðju.

Sigríður AnnaEn hvað sagði Sigríður Anna? Hún sagði m.a. að það væri brýnt að ljúka vinnu við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og stórefla rannsóknir á náttúrulandsins. Allar ákvarðanir um virkjanir þurfa að byggja á bestu fáanlegu þekkingu og upplýstri umræðu, ekkert liggi á og orkuverð eigi áfram eftir að hækka.

En hvað sagði formaður hennar og forsætisráðherra deginum áður í Silfri Egils? Hann sagðist afdráttarlaust styðja stækkun álversins í Hafnarfirði og að hann gæti vel hugsað sér að á næstu árum yrðu byggð 3 álver!

Hvar er hinn meinti samhljómur Sjálfstæðismanna? Þetta eru býsna ómstríð skilaboð til kjósenda. Eru Sjálfstæðismenn kannski að missa tökin á þeim sem í alvöru skilja hvað grænu málin ganga út á? Verður Sigríður Anna púuð niður á Landsfundi Sjálfstæðismanna eins og hefð er fyrir að gera við náttúruverndarfólk í þeim flokki?

Verður hún kannski farin áður? Gengin í lið með Ómari Ragnarssyni, Margréti Sverris, Guðrúnu Péturs og Katrínu Fjelsteð? Það væri ekki í fyrsta skipti sem Sjálfstæðiflokkurinn klofnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Klofningur? Óskhyggjan er alveg að fara með suma. Ef svona (hugsanlegar) skiptar skoðanir væru ávísun á klofning væri Samfylkingin margklofin - sem hún í raun er. Nægir þar að bera saman það sem forysta flokksins segir um stóriðju og síðan forystumenn hans t.d. fyrir austan, í Hafnarfirði og síðan á Húsavík. Mikill samhljómur þar. En Samfylkingarfólki þykir þetta vitaskuld óþægilegt enda vart á bætandi og reynir því að benda á aðra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2007 kl. 11:57

2 identicon

Manni finnst svona pólitík alltaf mjög sorgleg.  Væri ekki nær að kynna ykkar málefni og stefnur í stað þess að fara út í svona drullumall?

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 12:24

3 identicon

Þetta segir mér bara það að loksins er fólk farið að tala frjálslegar um náttúruverndarmál í öllum flokkum. þótt þessi ummæli Sigríðar séu mikið á skjön við skoðanir Geirs er ekki þar með sagt að það sé ekki hellingur af fólki í hennar flokki sem eru sömu skoðunar og enn fleiri sem hafa kosið flokkinn. Er skemmst að minnast þeirra tveggja  Þórlaugar Ágústsdóttur og Reynis Harðarsonar sem voru í þættinum Vikulokin síðast og sögðust ekki treysta sér til að kjósa sjálfstæðisflokkinn vegna þeirra stefnu í náttúruverndarmálum.

En einhvernvegin hef ég á tilfinningunni þessa daganna að bilið á milli kynja í Sjálfstæðisflokknum hafi breikkað töluvert miðað við náttúruverndarstefnuna eða öllu heldur ónátturustefnuna! Og ekki bætir kvennhjalið hjá forsætisráðherranum.

Edda Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:34

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Æ hvað þetta er frábært.

Athugasemdirnar við þessa færslu sýna svo ekki um villist að það skiptir máli hvar í flokki þú ert og um hvern þú ræðir hver viðbrögðin verða.

Ef Dofri væri sjálfstæðismaður og gagnrýndi (eða benti á) samfylkinguna og meintan klofning þar, þá myndi Hjörtur taka undir heils hugar, en þar sem sá fyrri er samfylkingarmaður að gagnrýna (eða benda á) mögulegan klofning innan sjálfstæðisflokksins, þá kallar Hjörtur "óskhyggja" - en heldur áfram að kalla samfylkinguna klofna. 

Ætli umræðan megi bara vera í aðra áttina?

Elfur Logadóttir, 13.2.2007 kl. 15:05

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Mér finnst Dorfi aðallega vera að kasta steinum úr stóru glerhúsi. Skoðanaskipti um umhverfismál innan Sjálfstæðisflokksins, sem að sjálfsögðu eru til staðar í stórum flokki, eru smáræði miðað við augljósan djúpstæðan ágreining á milli fjölda forystumanna innan Samfylkingarinnar. Fyrir utan það að flokkurinn (lesist Ingibjörg Sólrún) á í mesta basli með að ákveða hvað hann vill í þessum efnum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2007 kl. 15:37

6 identicon

Farðu varlega í þessa klofningaumræðu, hvað með straumsvík lúðvík vs ingibjörg.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:36

7 identicon

Ég held að menn ættu að fara varðlega í klofningumræðunni, sjálfur tel ég stærsta hluta kjósenda samfylkingarinnar vilja í raun álver á Húsavík og í Hafnarfirði, svo er hinn hlutinn sem hleypur á eftir könnununum og keppir við VG um hver sé meiri umhverfissinni í dag og hver sé betra ljóðskáld á morgun allt eftir hvernig kannanir koma út. Samfylkingin (Alþúðuflokkurinn Hafnarfirði) hefur alltaf fylgt uppbyggingu í Straumsvík og mun gera áfram, vill bara línunar í jörð og vinna að því að úr verði hátækniálver sem mengar minna, þekkingu sem síðar er hægt að flytja út. Með kveðju Sigþór Ari

Sigþór Ari Sigþórsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 20:24

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það er ótrúlegt hvað menn reyna að láta sem þessi ummæli Ingibjargar sem Hjörtur bendir á séu misvísandi. 

Tökum umræðuna. Greinum það sem Ingibjörg sagði og umhverfi þessara ummæla. Ég hef áður skrifað svipaða athugasemd annars staðar, en höldum þessu til haga hér líka.

Þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun. Og það er ekki við hæfi að ég taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi.- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík, á aðalfundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur, 27. janúar 2007. Og ég tel að til þess að við getum náð utan um þetta tekið raunverulega í taumana að þá þurfi að fresta þeim stóriðjuframkvæmdum sem nú eru fyrirhugaðar á næstu árum og þá er ég auðvitað að vísa til áforma um stækkunina í Straumsvík og álver í Helguvík.- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík, á Alþingi 6. febrúar 2007.

(tilvitnanir og framsetning þeirra fengnar af vefsíðu andríkis.)

Málið er stækkun álversins í Straumsvík og tímasetning framkvæmdarinnar. Ummælin sem höfð eru eftir Ingibjörgu Sólrúnu haldast fullkomnlega í hendur og sýna einmitt að Samfylkingin vinnur með íbúum nærumhverfisins á sama tíma og horft er á heildarmyndina.

Ákvörðun Hafnfirðinga er Já/Nei ákvörðun. Á að heimila stækkun álversins í Straumsvík eða ekki. Það er fullkomnlega eðlilegt að þegar búið er að taka ákvörðun um að færa valdið til fólksins, þá séu mótandi aðilar ekki að gefa yfirlýsingar sem áhrif geta haft á niðurstöðu þeirra sem ákvörðun eiga að taka.

Seinni yfirlýsingin snýst um tímasetningu framkvæmda. Hvenær eigi að framkvæma það sem sagt verður já við. Yfirlýsing um frestun á framkvæmdum þar til mótuð hefur verið framkvæmdaáætlun sýnir fyrst og fremst forgangsröðun og styrk til að taka erfiðar ákvarðanir.

Miklu réttara er að lesa út úr orðum Ingibjargar Sólrúnar að í framkvæmdirnar verði farið ef Hafnfirðingar segja já - en ekki strax, því það væri óskynsamlegt vegna skorts á skynsamlegri framtíðarsýn um náttúru Íslands. Að reyna að snúa ummælunum uppí andstæður (væntanlega til þess að rökstyðja meintan hringlanda) verður ekki túlkað öðruvísi en sem pólitískt skak.

Elfur Logadóttir, 13.2.2007 kl. 20:27

9 Smámynd: Elfur Logadóttir

ja hérna ... við innsendingu afmyndaðist framsetning þess sem ég afritaði af vef andríkis. Biðst afsökunar á því, hefði leiðrétt framsetninguna, hefði mér dottið þetta í hug. Tilvitnanirnar koma hér aftur, betur fram settar.

Þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun. Og það er ekki við hæfi að ég taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi.
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík, á aðalfundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur, 27. janúar 2007.  

Og ég tel að til þess að við getum náð utan um þetta tekið raunverulega í taumana að þá þurfi að fresta þeim stóriðjuframkvæmdum sem nú eru fyrirhugaðar á næstu árum og þá er ég auðvitað að vísa til áforma um stækkunina í Straumsvík og álver í Helguvík.
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík, á Alþingi 6. febrúar 2007.

Elfur Logadóttir, 13.2.2007 kl. 20:34

10 identicon

aha, skoðanaskipti innan sjálfstæðisflokks en djúpstæður ágreiningur innan samfylkingar! Þú ert alveg beztur!

Aron (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 20:52

11 identicon

Christian Roth fyrrverandi forstjóri Ísal varaði 1996 við því að byggt yrði vestan Hvaleyrarholts.  Það var vegna þriðja kerskálans en ekki núverandi stækkunar sem er margfald stærri. Ástæðan var hávaðamengun vegna uppskipunar á súráli og frá þurrhreinsistöðvum. Nú er byggðin komin og því rétt að spyrja hvort viðvaranir Roth hafi ekki verið að ástæðulausu.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=247382
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=247183  

kv. Vigfús Eyjólfsson

Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:52

12 identicon

Dofri minn, alltaf ánægjulegt að lesa pistlana þína!  Velti því fyrir mér hvort það sé ekki kominn tími á að blogga um hvar Samfylkingin stendur í menntamálum?  Nú svo er spennandi að sjá viðbrögð þín við samdráttarverkjum grunnskólakennara!  Efast um að margir kennarar geti hugsað sér að kjósa Samfylkinguna í dag ... það svíður nefnilega ennþá í sárunum! 

Bestu kveðjur,

Þóra Elísabet

Þóra Elísabet Kjeld (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:55

13 identicon

Síðasta línan átti að vera svona.

 Nú er byggðin komin og því rétt að spyrja hvort viðvaranir Roth hafi verið að ástæðulausu.

Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:06

14 identicon

Gott kvöld, Dofri og þið öll !

Reyndar kemur Sigríður Anna Þórðardóttir mér, og mörgum af mínu stássi fyrir, sjónir,sem einhver prúðasta og skilvísasta þingkona þeirra Sjálfstæðismanna. Væru aðrar íslenzkar stjórnmálakonur, sem hún, í allri rökræðu og framkomu, ja þá væri vel, eða hvað hyggur þú Dofri; og þitt slekti allt ?

Að sjálfsögðu ber, að gjalda varhug, við ýmsum þeim Sjálfstæðismönnum, hverjir vilja, sumir hverjir; farga íslenzkum hagsmunum á altari síngirni og ''útrásar'' glýju fólks, reyndar sýnist mér, eftir orðræðu ýmissa Samfylkingar-manna, sbr. margútþvælda Evru umræðu, sem við, Íslands innbyggjarar skyldum, möglunarlaust; kasta okkur í náðarfaðm gömlu nýlenduveldanna, suður í Evrópu, hver hafa fyrir sinn stall Brussel borg í Belgíu.

Með þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:34

15 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Æ er pólitísk umræða ekki stundum algjör brandari. Klofningur í öllum flokkum að mati mótherjanna, enginn kann með peninga að fara og allt eftir því.

Eitt hefur maður lært að það er ekkert að marka það sem pólitíkusar segja og virðist Dofri frændi minn ætla að falla í þá gömlu og djúpu grifju líka. Allt gert fyrir atkvæðin.

Maður verður að fylgjast með gjörðum flokkana í gegnum árin til að vita fyrir hvað þeir standa. Ef fólk gerir það, þá þarf enginn að velkjast í vafa um hvar stjórnarflokkarnir standa eftir langa stjórnartíð. Enginn þarf að velkjast heldur í vafa um hvar VG stendur, allavega geri ég það ekki, að mínu mati hafa þau yfirleitt verið samkvæm sjálfum sér. Þó auðvitað vilji einhverjir meina að það sé klofningur í þeirra röðum eins og allra annara vegna félaga þeirra í Mosfellsbæ.

Hins vegar þegar kemur að því að fylgjast með Samfylkingunni og Frjálslyndum, þá allavega hef ég ekki getað komið auga á fyrir hvað þeir flokkar standa. Samfylkingin hefur því miður farið algjörlega út og suður í flestum málum á síðustu kjörtímabilum. Því miður virðist ekkert eiga að laga það. Þau leggja upp í þessa kosningabaráttu með stórar upphrópanir sem, þegar vel er að gáð, standast engan veginn saman. T.d. að lækka vexti en minnka þensluna, aukin náttúruvernd en skylda samt bændur til að leggjast niður á sama plan og bændur hafa þurft að gera í mörgum öðrum löndum og svo mætti lengi telja.

Vildi óska að nýjir og efnilegir pólitíkusar eins og Dofri, færu að tala um málefni sem skiptu máli og segðu það sem þeir meintu en ekki væri bara allt gert til að blekkja kjósendur. Það á við um nýja pólitíkusa í öllum flokkum.

Berið virðingu fyrir kjósendum.

Ágúst Dalkvist, 14.2.2007 kl. 01:02

16 identicon

Æji hvað þetta er sorglegur pistill hjá þér Dofri, mér finnst alveg óborganlega gaman að fygljast með Samfylkingarfólki reyna vera "Græn" þessa dagana og reyna ná í skottið á fylginu sem farið hefur frá ykkur og til V-Græna.

Þessi nýja græna stefna í Samfylkingunni er nátturulega eins og svo margt annað þarna í flokknum aðeins í orði en ekki á borði. Nú er tækifærið fyrir Samfylkinguna að sýna mátt sinn í umhverfismálum og stoppa af Álversframkvæmdirnar í Hafnarfirði og útdeila Alcan ekki lóð undir stækkunina. En hvað gerist? jú Samfylkingin ætlar að "fela"  skoðun sína í þessu máli og þykjast fara "lýðræðislegu" leiðina og leyfa fólkinu að kjósa.  Ef það væri bein í nefinu á ykkur með þessari "Grænu" stefnu ykkar þá myndi höfuðvígi Samfylkingarinnar (sem hafnarfjörður er svo sannarlega) stoppa þetta af strax og þið "Græni" armur samfylkingarinnar og þá sérstaklega þú Dofri fengjuð þá ósk ykkar uppfyllta með því að stækkun Alcan yrði að engu og jafnvel fengjuð þið bónus, þar sem Alcan hefur jafnvel sagst munu flytja úr landi fái þeir ekki stækkunina, þetta er nú ekki lítið tækifæri fyrir Samfylkinguna að hafa áhrif á álvæðinguna hér á landi, en eins og alltaf er Samfylkingin duglaus í öllu.

Kjarkur (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:33

17 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll Kjarkur.
Er nokkur von til þess að sá sem skrifar um dugleysi annarra safni kjarki til að skrifa undir diguryrði sín með eigin nafni?
Kv. Dofri

Dofri Hermannsson, 14.2.2007 kl. 21:33

18 identicon

Ja, það kemur mér svo aldeilis ekki á óvart að þetta sé andsvarið þitt hérna, þú virðist ekki eiga innistæðu fyrir svörum á gagnrýni á pistlana hérna, allavega sé ég það ekki þegar ég renni yfir pistlana þína. Kannski Samfylkingin sé að einbeita sér um of af öðrum flokkum þannig að svör "sam"fylkingarinnar við vandamálum dagsins eru ekki að finna.

Steini (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband