Ein á brautarstöðinni

Flestir þekkja þá tilfinningu frá ferðalögum erlendis að óttast að missa af lestinni. Vera ekki viss um hvaðan lestin fer, frá hvaða spori, hvoru megin eða hvenær. Þetta er óþægileg tilfinning, einkum fyrir þá sem eiga að leiða hópinn, hvort sem hópurinn eru vinir, fjölskylda - eða flokkur.

Í dag gaf að líta í sal Alþingis hóp fólks í þessari stöðu. Jón Sigurðsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónina Bjartmars voru öll að reyna að ná Grænu lestinni. Það var virkilega átakanlegt að fylgjast með hinni vonlausu baráttu.

Jón hljóp út á vitlaust spor, Valgerður fór í hina áttina að spyrja til vegar en Jónína reyndi að fylgja í humáttina á eftir þeim báðum. Á meðan þessu fór fram rann Græna lestin hljóðlega af stað frá öðrum brautarpalli. Við sáum þau minnka og minnka. Kannski ná þau næstu lest. Hún fer eftir fjögur ár.

Á næsta brautarpalli er annar hópur í framandi umhverfi að svipast um eftir lest með nafninu Nýja Atvinnulífið. Þar ríkir nokkur örvænting líka, áætlunin er týnd og sumir í hópnum eru ekki alveg með áfangastaðinn á hreinu. Hópurinn virðist þreyttur og slæptur, rétt eins og hann vilji kannski frekar staldra við en að halda áfram.

Hin verða þá ekki alveg ein á brautarstöðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur ekki nýja atvinnulífið tengst hátækniálverum þar sem mengun er hverfandi, raflínur og gufupípur í jörðu eða á það bara við þætti einsog það að semja tölvuleiki svo börnin okkar geta aukið við kyrrsetuna. Veit ekki hvað menn eru að hæðast að þeim sem komið hafa að uppbyggingu álvera. Samfylkingin á sinn þátt í því m.a. með framkvæmdum á Hellisheiði, áhrifum sínum í Hitaveitu Suðurnesja svo ekki sé talað um samþykkt hennar á Kárahnjúkum. Þessvegna er ég stoltur af minni Samfylkingu.  Ný Samfylkingin virðist einungis eltist við kannanir og keppist við VG um hver sé meiri umhverfissinni í dag og eitthvað annað á morgun. Það vantar festu og víðsýni þar sem náttúrvernd snýst bæði um nýtingu og verndun. Ef við hefðu haldið okkur við það þá værum við kannski að spyrja okkur hvernig við getum aukið fylgið úr 30 % í stað þess að reyna komast þangað aftur. 

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Það er bara vonandi að almenningur hafi verið betri í því að átta sig á lestarkerfinu og muni hoppa uppí réttu lestina með okkur hinum.

Guðfinnur Sveinsson, 14.2.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: valdi

Framsóknarmenn hafa aldrei vitað hvort þeir eru að koma eða fara.

valdi, 14.2.2007 kl. 02:01

4 identicon

Frábær þessi álmeinloka Sigþór. Hún dregur mann að þeirri niðurstöðu að um tóman misskilning sé að ræða og að það sé hjörð fólks sem noti bara almennt orðið "ÁLVER" í staðinn fyrir "atvinnu". Ég trúi ekki að almennt vel gefið fólk geti ekki skrúfað sig upp úr þessu bulli og farið að tala um ALLA valkostina sem eru upp á borði. Álvinnsla er jú bara einn af þeim valkostum og því miður er það svo að forsjárhyggju flokkarnir sem eru nú við stjórnvölinn virðast hafa náð að innprenta þetta inn í hjörðina sína sem einu leiðina.

MEMEME litla lamb áttu nokkra ull:-)

Flagarinn (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 09:52

5 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Frábær samlíking Dofri!!!  Það kæmi mér ekki á óvart að Framsókn myndi missa af fleiri lestum á næstu vikum og mánuðum.

Björk Vilhelmsdóttir, 14.2.2007 kl. 11:07

6 identicon

Það er umhugsunarefni hvað mörgum hættir til að tala niður til stóriðju og þeirra sem þar starfa. 

Það er líka umhugsunarefni hvernig öllu er grautað saman í umræðunni um umhverfisvernd á Íslandi.

Þeir eru til sem hafa upplifað þá tilfinningu, eftir að hafa náð lestinni á síðustu stundu,  að  uppgötva að hafa stokkið upp í ranga lest. 

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan og

félagi í Samfylkingunni 

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:13

7 identicon

Tryggvi , þetta eru VG áhrifin í okkar flokki, tala niður fylgið í leiðinni og senda okkur með lest enn eina ferðina á hliðarlínu íslenskra stjórnmála.

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:57

8 identicon

Jú, jú ef við fylgdum Framsókn að málum í virkjanamálum þá væri fylgi okkar vafalítið mun meira. Rétt eins og hjá Framsókn.

Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:29

9 identicon

Svona tala VG menn ef þú villt ekki friða þennan stein þá ertu einsog framsókn! Skammist ykkar fyrir að vera á góðri leið með að eyðileggja draumsýn jafnaðarmanna um stóran víðsýnan jafnaðarmannaflokk

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:45

10 identicon

Brennisteinsfjöll eru eina háhitasvæðið sem ekki hefur verið borað í á Reykjanesskaga. Það er búið að virkja háhitasvæðin á Reykjanestá, Svartsengi, Hellisheiði og á Nesjavöllum. Einnig Elliðaár, Sogið og efri hluta Þjórsár. Eigum við að skammast okkur fyrir  að finnast nóg komið?

Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:04

11 identicon

Nei en þið eigið ekki í stórum jafnaðarmannaflokki að hæðast af þeim sem eru ykkur ekki algerlega sammála. Töluvert er eftir að virkja á Hellisheiði og svo neðri hluta Þjórsár. Allt virkjanakostir sem Samfylkingin hefur lagt af stað með og samþykkt og var talið í lagi 2004. Enda ætlar Samfylkingin einungis að fresta þessu vegna efnahagslegra forsenda. Reikna fastlega með að þessir virkjanakostir verði hluti af Fagra Íslandi. Nema Fagra Ísland felist í einni setningu. Ekki virkjað meir !. Svo er það okkar Hafnfirðinga að taka ákvörðum um Straumsvík. Samfylkingin þarf að gefa það út hvort hún ætli að fara að þeim vilja hver svo sem niðurstaðan verður. VG hefur þegar lýst því yfir að þeir muni hunsa þá lýðræðislegu niðurstöðu verði hún þeim ekki að skapi

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:29

12 identicon

Það er ýmislegt að varast í þessum stóriðjumálum með erlenda eigendur að þessum verksmiðjum.

Það eru ekki mörg ár síðan að Alcan í Canada keypti Swiss Aluminium og þar með verksmiðjuna i Straumsvík.

Ekki er langt síðan það var í fréttum að Rusal rússnenski álrisinn væri að leita fyrir sér með yfirtöku á Alcan ,sennilega bíður hann færis

Og nú er í fréttum að tveir stærstu námurisar heims ástralst fyrirtæki og Rio Tinto væru að hugleiða yfirtöku á Alcoa... fréttinni fylgdi að sennilega væri það Alcan sem í raun væri í sigtinu.  Rio Tinto er þekkt að flestu öðru en virðingu fyrir mannréttindum og tillit í umhverfismálum .  Bæði Alcoa og Alcan er til sölu á réttu verði.

Fari þetta eftir erum við Íslendingar ekki í góðum málum.

Besta sem við gerum er að slá á frest öllum frekari virkjanahugleiðingum , endurmeta stöðuna, mynda þjóðarsátt um hvert skal stefna.

Okkur liggur nefnilega ekkert á ...orkuverð fer sífellt hækkandi ,einkum það vistvæna

Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:20

13 Smámynd: Ibba Sig.

Dofri, notaðu skotfærin þín vel, beindu byssunum í réttar áttir. Vinstrí stjórn í vor!

Ibba Sig., 14.2.2007 kl. 23:02

14 Smámynd: Kristján Pétursson

Mér er efst í huga í náttúrverndarmálum að allar rafmangslínur fari í jörð.Þessir stálgrindar staurar verða að hverfa,önnur eins skrýmsli í náttúrunni eru landi og þjóð til skammar.Erlendir ferðamenn,sem ég hef farið með um landið eru orðlausir yfir,að við skulum ekki leggja línurnar í jörð.Við getum ekki hengt okkar Fagra Ísland upp á svona stálgrindar ófreskjur.Menn tala um allt að 10.sinnum kosti meira að leggja rafmagn í jarðkapla,en heildarkosnaður við eina vrikjun og verksmiðju mun þó aðeins hækka um 5-7%.Þá er ótalið heilsutjón frá línunum.

Kristján Pétursson, 15.2.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband