13.2.2007 | 23:39
Ein á brautarstöðinni
Flestir þekkja þá tilfinningu frá ferðalögum erlendis að óttast að missa af lestinni. Vera ekki viss um hvaðan lestin fer, frá hvaða spori, hvoru megin eða hvenær. Þetta er óþægileg tilfinning, einkum fyrir þá sem eiga að leiða hópinn, hvort sem hópurinn eru vinir, fjölskylda - eða flokkur.
Í dag gaf að líta í sal Alþingis hóp fólks í þessari stöðu. Jón Sigurðsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónina Bjartmars voru öll að reyna að ná Grænu lestinni. Það var virkilega átakanlegt að fylgjast með hinni vonlausu baráttu.
Jón hljóp út á vitlaust spor, Valgerður fór í hina áttina að spyrja til vegar en Jónína reyndi að fylgja í humáttina á eftir þeim báðum. Á meðan þessu fór fram rann Græna lestin hljóðlega af stað frá öðrum brautarpalli. Við sáum þau minnka og minnka. Kannski ná þau næstu lest. Hún fer eftir fjögur ár.
Á næsta brautarpalli er annar hópur í framandi umhverfi að svipast um eftir lest með nafninu Nýja Atvinnulífið. Þar ríkir nokkur örvænting líka, áætlunin er týnd og sumir í hópnum eru ekki alveg með áfangastaðinn á hreinu. Hópurinn virðist þreyttur og slæptur, rétt eins og hann vilji kannski frekar staldra við en að halda áfram.
Hin verða þá ekki alveg ein á brautarstöðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Getur ekki nýja atvinnulífið tengst hátækniálverum þar sem mengun er hverfandi, raflínur og gufupípur í jörðu eða á það bara við þætti einsog það að semja tölvuleiki svo börnin okkar geta aukið við kyrrsetuna. Veit ekki hvað menn eru að hæðast að þeim sem komið hafa að uppbyggingu álvera. Samfylkingin á sinn þátt í því m.a. með framkvæmdum á Hellisheiði, áhrifum sínum í Hitaveitu Suðurnesja svo ekki sé talað um samþykkt hennar á Kárahnjúkum. Þessvegna er ég stoltur af minni Samfylkingu. Ný Samfylkingin virðist einungis eltist við kannanir og keppist við VG um hver sé meiri umhverfissinni í dag og eitthvað annað á morgun. Það vantar festu og víðsýni þar sem náttúrvernd snýst bæði um nýtingu og verndun. Ef við hefðu haldið okkur við það þá værum við kannski að spyrja okkur hvernig við getum aukið fylgið úr 30 % í stað þess að reyna komast þangað aftur.
Sigþór Ari (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 00:13
Það er bara vonandi að almenningur hafi verið betri í því að átta sig á lestarkerfinu og muni hoppa uppí réttu lestina með okkur hinum.
Guðfinnur Sveinsson, 14.2.2007 kl. 01:48
Framsóknarmenn hafa aldrei vitað hvort þeir eru að koma eða fara.
valdi, 14.2.2007 kl. 02:01
Frábær þessi álmeinloka Sigþór. Hún dregur mann að þeirri niðurstöðu að um tóman misskilning sé að ræða og að það sé hjörð fólks sem noti bara almennt orðið "ÁLVER" í staðinn fyrir "atvinnu". Ég trúi ekki að almennt vel gefið fólk geti ekki skrúfað sig upp úr þessu bulli og farið að tala um ALLA valkostina sem eru upp á borði. Álvinnsla er jú bara einn af þeim valkostum og því miður er það svo að forsjárhyggju flokkarnir sem eru nú við stjórnvölinn virðast hafa náð að innprenta þetta inn í hjörðina sína sem einu leiðina.
MEMEME litla lamb áttu nokkra ull:-)
Flagarinn (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 09:52
Frábær samlíking Dofri!!! Það kæmi mér ekki á óvart að Framsókn myndi missa af fleiri lestum á næstu vikum og mánuðum.
Björk Vilhelmsdóttir, 14.2.2007 kl. 11:07
Það er umhugsunarefni hvað mörgum hættir til að tala niður til stóriðju og þeirra sem þar starfa.
Það er líka umhugsunarefni hvernig öllu er grautað saman í umræðunni um umhverfisvernd á Íslandi.
Þeir eru til sem hafa upplifað þá tilfinningu, eftir að hafa náð lestinni á síðustu stundu, að uppgötva að hafa stokkið upp í ranga lest.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan og
félagi í Samfylkingunni
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:13
Tryggvi , þetta eru VG áhrifin í okkar flokki, tala niður fylgið í leiðinni og senda okkur með lest enn eina ferðina á hliðarlínu íslenskra stjórnmála.
Sigþór Ari (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:57
Jú, jú ef við fylgdum Framsókn að málum í virkjanamálum þá væri fylgi okkar vafalítið mun meira. Rétt eins og hjá Framsókn.
Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:29
Svona tala VG menn ef þú villt ekki friða þennan stein þá ertu einsog framsókn! Skammist ykkar fyrir að vera á góðri leið með að eyðileggja draumsýn jafnaðarmanna um stóran víðsýnan jafnaðarmannaflokk
Sigþór Ari (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:45
Brennisteinsfjöll eru eina háhitasvæðið sem ekki hefur verið borað í á Reykjanesskaga. Það er búið að virkja háhitasvæðin á Reykjanestá, Svartsengi, Hellisheiði og á Nesjavöllum. Einnig Elliðaár, Sogið og efri hluta Þjórsár. Eigum við að skammast okkur fyrir að finnast nóg komið?
Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:04
Nei en þið eigið ekki í stórum jafnaðarmannaflokki að hæðast af þeim sem eru ykkur ekki algerlega sammála. Töluvert er eftir að virkja á Hellisheiði og svo neðri hluta Þjórsár. Allt virkjanakostir sem Samfylkingin hefur lagt af stað með og samþykkt og var talið í lagi 2004. Enda ætlar Samfylkingin einungis að fresta þessu vegna efnahagslegra forsenda. Reikna fastlega með að þessir virkjanakostir verði hluti af Fagra Íslandi. Nema Fagra Ísland felist í einni setningu. Ekki virkjað meir !. Svo er það okkar Hafnfirðinga að taka ákvörðum um Straumsvík. Samfylkingin þarf að gefa það út hvort hún ætli að fara að þeim vilja hver svo sem niðurstaðan verður. VG hefur þegar lýst því yfir að þeir muni hunsa þá lýðræðislegu niðurstöðu verði hún þeim ekki að skapi
Sigþór Ari (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:29
Það er ýmislegt að varast í þessum stóriðjumálum með erlenda eigendur að þessum verksmiðjum.
Það eru ekki mörg ár síðan að Alcan í Canada keypti Swiss Aluminium og þar með verksmiðjuna i Straumsvík.
Ekki er langt síðan það var í fréttum að Rusal rússnenski álrisinn væri að leita fyrir sér með yfirtöku á Alcan ,sennilega bíður hann færis
Og nú er í fréttum að tveir stærstu námurisar heims ástralst fyrirtæki og Rio Tinto væru að hugleiða yfirtöku á Alcoa... fréttinni fylgdi að sennilega væri það Alcan sem í raun væri í sigtinu. Rio Tinto er þekkt að flestu öðru en virðingu fyrir mannréttindum og tillit í umhverfismálum . Bæði Alcoa og Alcan er til sölu á réttu verði.
Fari þetta eftir erum við Íslendingar ekki í góðum málum.
Besta sem við gerum er að slá á frest öllum frekari virkjanahugleiðingum , endurmeta stöðuna, mynda þjóðarsátt um hvert skal stefna.
Okkur liggur nefnilega ekkert á ...orkuverð fer sífellt hækkandi ,einkum það vistvæna
Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:20
Dofri, notaðu skotfærin þín vel, beindu byssunum í réttar áttir. Vinstrí stjórn í vor!
Ibba Sig., 14.2.2007 kl. 23:02
Mér er efst í huga í náttúrverndarmálum að allar rafmangslínur fari í jörð.Þessir stálgrindar staurar verða að hverfa,önnur eins skrýmsli í náttúrunni eru landi og þjóð til skammar.Erlendir ferðamenn,sem ég hef farið með um landið eru orðlausir yfir,að við skulum ekki leggja línurnar í jörð.Við getum ekki hengt okkar Fagra Ísland upp á svona stálgrindar ófreskjur.Menn tala um allt að 10.sinnum kosti meira að leggja rafmagn í jarðkapla,en heildarkosnaður við eina vrikjun og verksmiðju mun þó aðeins hækka um 5-7%.Þá er ótalið heilsutjón frá línunum.
Kristján Pétursson, 15.2.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.