16.2.2007 | 22:53
Klám, íslensk náttúra og sjálfsmynd
Óþarfi að bæta miklu við það sem þegar hefur verið sagt um klámráðstefnuna sem er fyrirhuguð hér á alþjólegum baráttudegi kvenna 8. mars. Gott hjá borgarstjóra að bregðast hart við. Það mætti ríkisstjórnin gera. Eins og aðrir bloggarar hafa bent á eru fordæmi fyrir því að hart sé tekið á óæskilegu fólki sem hingað sækir.
En þá var auðvitað hætta á ferðum, um var að ræða stórhættulegan leikfimihóp með skoðanir á mannréttindabrotum. Reyndar voru Hells Angels stoppaðir líka og snúið við í Leifsstöð einhvern tímann - ef stjórnvöld hefðu bein í nefinu myndu þau endurtaka leikinn gagnvart klámhundunum.
Það myndi trúlega komast í erlendu pressuna sem væri bara gott. Við þurfum að vinna aðeins í því að bæta ímynd landsins eftir auglýsingaherferðir ákveðins flugfélags.
Það er annars gaman að velta fyrir sér hvað það er í sjálfsmynd þjóðarinnar sem fær virðulegt flugfélag til að auglýsa "fegurstu konur í heimi" sem auðfengna bólfélaga. Dálítið eins og þegar "fegursta náttúra í heimi" er auglýst sem paradís álrisanna. Cheepest Energy Prices - Fancy a Dirty Weekend? Íslensk stjórnvöld og flugfélagið sjá hvort tveggja sem ágæta söluvöru.
Ég mundi eftir veggspjaldi sem Hvíta húsið gerði fyrir Stígamót og vann IMARK verðlaunin 2002. Hringdi í Hvíta húsið og fékk leyfi til að birta það hér. Finnst það við hæfi þar sem nú lítur út fyrir að það verði haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna með því að taka upp klámefni í íslenskri náttúru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 490978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Þar eð ekki finnast nokkrar lagalegar forsendur til að meina Klámverjum að koma til landsins, hvernig sérðu þá fyrir þér að þing þetta skuli bannað?
1) Með því að meina Klámverjum að hafa samband sín á milli eftir að til landsins er komið?
2) Með því að meina þeim að ræða sín hugðarefni og neyða þau til að tala allan tímann um veðrið eða þig?
3) Verða þau skylduð til að ganga í þykkum ullarsamfestingum meðan á dvöl þeirra stendur, til að þau fari nú örugglega ekki að gera dodo fyrir framan myndavélarnar sínar, jafnvel með Snæfellsjökul í bakgrunni útum gluggann ?
4) Verður allt liðið sett í skýrlífisbelti við komuna til landsins til að það fari ekki örugglega að gera dodo á okkar fagra landi?
5) Verður öllum ofantöldum aðferðum beitt?
Endilega útskýrðu fyrir mér hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sem hingað kemur ræði sín á milli - og jafnvel geri dodo og hafi jafnvel kveikt á myndavélinni sinni?
'Asdís kynskiptingur ( áður Ásgeir) (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 23:35
Veistu ekki að það klám sem er langvinsælast orðið í dag er það sem venjulegt fólk eins og ég og þú gerir heima hjá sér með vefmyndavélinni sinni eða vídeóupptökutæki. Kallað amateur porn: venjulegt fólk í venjulegum samförum. Og setur á netið, öðrum til glaðnings. Klámmyndir sem venjulegt fólk eins og ég og þú horfir á sér til yndisauka og til að krydda ástarlífið (sem ef til vill veitir ekki af eftir 10 ára samband). Hver veit nema amatörar allra landa efni einhverntíma til amatör-ráðstefnu á okkar fagra landi, og flykkist þá jafnvel útí guðsgræna náttúruna til að taka upp myndirnar sínar. Myndi þá líka fara í gang íslenski grátkórinn og leggja til að þessu venjulega fólki - sem kæmi hingað til að tala saman og strípast og sprella með myndavélarnar sínar - yrði meinuð landganga, vegna svo annarlegs tilgangs? Já, svei mér þá ef histería þessarar þjóðar er ekki svo yfirgengileg að lagt yrði til að ráðstefna venjulega (graða) fólksins yrði bönnuð. Þú yrðir þar fremst í flokki.
ásdís (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 00:17
En það er ágætt hjá ykkur "antiklámverjum" að auglýsa þingið svo rækilega að það verður innan tíðar komið í heimsfréttirnar.
Við hin, sem erum ekki illa haldin af histeríu, hefðum jú í mesta lagi brosað útí annað.
ásdís (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 00:20
Þessi grein 210 er mjög skýr, eða næstum því. Hvergi í lögum, né í reglugerðum, og varla í hugum fólks er klám skilgreint á einn eða annan máta. Klám er ólöglegt, en hvað er klám? Stígamót og fleiri vilja skilgreina klám þar sem konur (og væntanlega karlar til að gæta jafnréttis) eru niðurlægðar í kynlífsathöfnum, það er fín skilgreining að mínu mati, en á meðan þessi skilgreining er ekki til í lagalegum skilningi er enginn að brjóta lög. Ef ríkisstjórnin á að gera eitthvað þá þurfa þeir fyrst og fremst að koma með skýrari skilgreiningu á hvað klám er, svo þessum vesalingum sem hingað koma (flestir eflaust kynsveltir einstaklingar sem borga fullt af peningum til að hugsanlega að sjá einhverjar klámdívur kela) geti verið kunnugt um hvað er löglegt og hvað ekki.
Mér finndist það ansi furðulegur stjórnarháttu að handtaka einstaklinga sem í þeirra huga hafa ekki framið brot, sérstaklega þegar lögin eru það óskýr að ekki er vitað hvort það sé raunin.
Svo finnst mér það líka afar hæpið að þetta lið, pakk eða hvað sem þið viljið kalla það, myndi koma að framleiðslu barnakláms eins og borgarstjóri virðist halda. Af hverju ættu þeir að fórna miljarða viðskiptum (sem klám á netinu er vissulega, veltir meira en Hollywood myndir heyrði ég) til að þjónusta sjúka einstaklinga sem leynast hér og þar? Það er mun meiri gróði fyrir þá í "löglegu" klámi.
Annars finnst mér alveg fullkomlega í lagi að fólk mótmæli komu þeirra og sérstaklega þessari ráðstefnu, en að reyna að úthýsa þeim eins og fíkniefnasölum "hugsanlegum hryðjuverkamönnum" (Hell Angels og Falun Gong) er fáranlegt.
P.s. Ég veit ekki með ykkur en mér þótti Falun Gong málið fáranlegt í heild sinni líka.
Skúli (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 10:00
Ef að ríkisstjórnin hefði gert "eitthvað" ætli þessi grein hjá Dofra hefði ekki fjallað um ferðafrelsi einstaklinga sem vilja koma til lanslins, eða eitthvað í þeim dúr
Anton Þór Harðarson, 17.2.2007 kl. 10:21
Hvað segirðu Steingrímur um það ef hér myndu amatörar allra landa vilja hittast næsta sumar og jafnvel taka upp sínar myndir inná hótelherbergjum hótel Sögu (sem færu síðan á netið) og mikið rétt: tala um sitt sameiginlega áhugamál daginn út og inn?
Sæirðu þér fært að meina því venjulega fólki (ég er í þeirra hópi) landgöngu? Eða neyða það til að tala einungis um veðrið og idol meðan á dvöl þess hér stæði?
Amatör-klám er jú langvinsælasta klámið í dag.
ásdís (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 11:25
Ég hef um nokkra hríð gengist við því að ég væri hálfgerður furðufugl. En það sem Ásdís kallar klám og segir að það sé eitthvað "...það sem venjulegt fólk eins og ég og þú gerir heima hjá sér með vefmyndavélinni sinni eða vídeóupptökutæki. Kallað amateur porn: venjulegt fólk í venjulegum samförum. Og setur á netið, öðrum til glaðnings. Klámmyndir sem venjulegt fólk eins og ég og þú horfir á sér til yndisauka og til að krydda ástarlífið." gerir það að verkum ég fer að haldaað gamaldags ástaratlot í rökkrinu með dregið fyrir glugga sé allt að því pervertismi. Það er nýjung fyrir mér.
Sigurður Ásbjörnsson, 17.2.2007 kl. 14:09
Ég sem hef alltaf verið MJÖG mikið fyrir klám, og horfi á það daglega og hef alltaf gert, mig hryllir við því klámi þar sem konum er sýnd lítilsvirðing, gæti ALDREI horft á slíkar myndir. Og engir af þeim klámunnendum sem ég þekki. Sem betur fer er undantekning að rekast á klám þar sem eitthvað dirty er í gangi.
En guð minn góður hvað klámið er mikil guðsgjöf fyrir kynlíf okkar hjónanna: þar fáum við öllum okkar löngunum í tilbreytingu svalað. Þurfum aldrei að halda fram hjá eða skilja vegna "samlífsleiða" eða örvunarleysis sem leggjast vill á langtímasambönd.
Og þess vegna búum við já einnig til okkar klámmyndir og setjum á netið: til að þakka fyrir okkur.
En, svo þetta sé á hreinu: ég er svo viðkvæm sál að ég bókstaflega get ekki horft uppá ofbeldi af neinu tagi í bíómyndum, né fréttum.
Undir myndinni Dancing in the dark með henni Björk okkar varð mér svo flökurt að ég varð að ganga út. Sama gerðist á myndinni Dead man walkin.
Þýðir helst, í alvöru talað, ekki að bjóða mér uppá bíómyndir sem, vegna ofbeldis, eru bannaðar 12 ára og yngri.
Á myndir sem, vegna ofbeldis, eru bannaðar 16 ára og yngri fer ég ALLS ekki!!ásdís (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 15:26
ég, sem þekki mjög vel til kláms (jafnvel 100 sinnum betur en þú?) get fullvissað þig um að næstum 100% prósent af atvinnuklámi fellur undir þessa skilgreiningu sem þú vitnar til:
"... kynferðislega örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþáttafordóma og fordóma gegn samkynhneigðum og sett þannig fram að virðing er borin fyrir öllum þeim manneskjum og dýrum sem sýnd eru
Sjálf hef ég engan áhuga á ofbeldisfullu klámi af nokkru tagi, og rekst á klámvafri mínu ekki á það nema í undantekningartilfellum.
Ég sem hef alltaf verið MJÖG mikið fyrir klám, og horfi á það daglega og hef alltaf gert, mig hryllir við því klámi þar sem konum er sýnd lítilsvirðing, gæti ALDREI horft á slíkar myndir. Og engir af þeim klámunnendum sem ég þekki. Sem betur fer er undantekning að rekast á klám þar sem eitthvað dirty er í gangi.
En guð minn góður hvað klámið er mikil guðsgjöf fyrir kynlíf okkar hjónanna: þar fáum við öllum okkar löngunum í tilbreytingu svalað. Þurfum aldrei að halda fram hjá eða skilja vegna "samlífsleiða" eða örvunarleysis sem leggjast vill á langtímasambönd.
Og þess vegna búum við já einnig til okkar klámmyndir og setjum á netið: til að þakka fyrir okkur.
En, svo þetta sé á hreinu: ég er svo viðkvæm sál að ég bókstaflega get ekki horft uppá ofbeldi af neinu tagi í bíómyndum, né fréttum.
Undir myndinni Dancing in the dark með henni Björk okkar varð mér svo flökurt að ég varð að ganga út. Sama gerðist á myndinni Dead man walkin.
Þýðir helst, í alvöru talað, ekki að bjóða mér uppá bíómyndir sem, vegna ofbeldis, eru bannaðar 12 ára og yngri.
Á myndir sem, vegna ofbeldis, eru bannaðar 16 ára og yngri fer ég ALLS ekki!!ásdís (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 15:32
Kæra Ásdís.
Í gær varstu kynskipitingur, hafðir skipt úr því að vera kona yfir í að vera karl en ert greinilega aftur orðin kona. Til hamingju með það ef svo er. Mér sýnist á öllu að þú sért leitandi og frumlegur ungur maður, með krúttlegan húmor og örlítið barnalegt attitude sem er allt í lagi - það eldist af þér.
Mér finnst hins vegar að þú ættir að nota góða veðrið, standa upp frá tölvunni og fara bara út að hitta fólk. Farðu svo í partí í kvöld og talaðu eins og þig lystir um jafnrétti, kynskiptinga, fóstureyðingar og allan þann pakka. Það getur vel verið að þú náir að gera marga æsta og þá er deginum bjargað.
Góða skemmtun,
Dofri.
Dofri Hermannsson, 17.2.2007 kl. 16:03
þú ruglar: ég var karl en er nú kona
kynskiptingurinn þinn (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 19:11
ég tek undir með ásdísu: þetta er djörf kona. við hjónin horfum mikið á klám og það stórbætir kynlífið og eflir þar með ástina okkar
AÐALHEIÐUR (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 19:26
fólk eins og ég mætir miklum fordómum: af hverju þykjast td fólk vilja snúa mínu lífi við: segja ég hafi verið kona og sé orðinn karl?
ásdís (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.