17.2.2007 | 17:11
Andríku krakkarnir rassskelltir af ritstjóra Moggans
Mér finnst alveg frábært að fólk skuli koma sér upp vefsíðum til að tjá skoðanir sýnar. Þetta hafa frjálshyggjukrakkarnir á Vef-Þjóðviljanum eða Andríki eins og þau kalla það líka (klofningur?) gert. Að vísu er tæpast hægt að tala um krakkana, það eru eintómir strákar þarna núna eftir að Sigríður Andersen hætti í ritstjórn - þó það muni tæpast breyta nokkru um áherslurnar.
Ein af uppáhaldsskoðunum Andríkis er að vera á móti umhverfisvernd. Allt fram til þessa hafa frjálshyggjukrakkarnir haldið því fram að hlýnun loftslags sé ekki af manna völdum og hafa æ ofan í æ borið fyrir sig greinum vísindamanna sem uppvísir eru að því að vera á mála hjá olíufyrirtækjum.
Það er athyglisvert að bæði Sigríður Andersen og Illugi Gunnarsson (meintur hægri grænn) hafa látið í ljós þessa skoðun sína. Ekkert hefur heyrst í þeim eftir birtingu nýjustu skýrslu Sameinuðu Þjóðanna. Það væri ekki galið af þeim að láta kjósendur vita ef þau hafa skipt um skoðun. Ef þau hafa enn ekki skipt um skoðun þá er þögnin um það hins vegar skynsamleg.
Eins og allir vita hefur Morgunblaðið staðið sig með miklum sóma í umfjöllun sinni um umhverfis- og náttúruverndarmál undanfarin ár. Hvað sem um aðalritstjórann má segja verður ekki frá honum tekið að hann hefur skynjað þá grundvallarbreytingu sem er að verða á afstöðu fólks til þessara mála - einkum í hugum ungs fólks.
Ritstjórar blaðisins hafa að sama skapi sýnt jafnréttismálum, kvenfrelsi og málefnum barna mikinn áhuga og fjallað um þau mál bæði af metnaði og fagmennsku. Fyrir hvort tveggja á Morgunblaðið og ritstjórn þess mikinn heiður skilinn.
Það er því von að ritstjóranum gamalreynda renni í skap þegar "málgagn hægri manna í Sjálfstæðisflokknum" brigslar Morgunblaðinu um tilfinningaklám vegna metnaðarfullra skrifa blaðsins um þessi málefni. Í Staksteinum, sem ritstjórinn notar að öllu jöfnu til að koma höggi á sterkustu pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, tekur hann hins vegar bæði í dag og í gær, frjálshyggjukrakkana andríku, setur yfir lær sér og lætur skella duglega á bossa.
Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Munu óþekktarangarnir sjá að sér, munu Illugi (meintur hægri grænn) og Sigríður Andersen viðurkenna að loftslagsbreytingar séu af manna völdum eða munu þau forherðast í ábyrgðarlausri umræðu um að umhverfismál, jafnrétti, kvenfrelsi og málefni barna séu bara væl eða eins og þau orða það svo smekklega sjálf - tilfinningaklám?
Það verður spennandi að sjá. Eitt er víst að það eru væringar á heimili hægrimanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef nú frekar upplifað þessi skrif í Mogganum sem einhver sárindi og fýla. Svona í sama anda og nær allt sem kemur frá Ingibjörgu Sólrúnu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2007 kl. 18:05
Kanski að það ætti betur við að kalla sig Andrésarandaríki....eða bara "and"hænsni...svona eins og ég kalla aumingja kjúklinginn sem skreið úr egginu einhversstaðar í S-Ameríku.. með andarlappir ...þá á ég við að þau geti verið eins og kjúklingurinn..tilheyrt tveimur dýrategundum eða "flokkum".. held að þetta lið gerði gott í því að fara að stúdera aðeins betur vissa hluti...Það er ekki nóg að vera "and"ríkur ef að viðkomandi stendur svo alltaf á "öndinni"..
Agný, 17.2.2007 kl. 23:02
Hjatanlega samála þér Dofri um krakkana í Andríki. Sigríður Andersen sagði í þætti á Stöð 2 að umhverfisvernd væri sósíalismi okkar tíma!
Egill Rúnar Sigurðsson, 18.2.2007 kl. 01:51
Heimili hægrimanna? Í húsi föður míns eru margar vistarverur ...
Hlynur Þór Magnússon, 18.2.2007 kl. 02:07
Heheh, það er nú ekki hægt annað en að hlægja af ykkur "sam"fylkingarmönnum, í ljósi síðstu kannana, þegar af hverjum 10 pistlum sem þú skrifar hérna eru c.a 9 um sjálfstæðisflokkinn, og er þá ekki skrítið að "sam"fylkingin skuli ávallt vera nefnd sem stefnulaus flokkur þegar þið hafið lítið annað að segja en um málefni sjallanna, og það sama á við flokksbróðir þinn og sjónvarpsflopparann Gumma Steingríms, hann virðist vera við sama heygarðshornið nema þá eru pislarnir hans skrifaðir í svona hæðnistóni-5-ara-gamals-barns og kann ég þá ögn betur við þína pistla.
Var að spá í því ef draumur þinn rætist og þið komist í ríkisstjórn, ætlið þið þá að einbeita ykkur að stefnu stjórnarandstöðuflokkanna??
En annars þá væri fínt fyrir ykkur í samfylkingunni að rækta ykkar garð betur en að rægja annarra því þörfin er svo sannarlega fyrir hendi hjá ykkur að taka til í garðinum ykkar.
En að öðru, að þá er máttur internetsins mikill, og þar fer google að mínu mati fremst í flokki, ég hef núna verið í töluverðann tíma að leita að skoðun Lúðvíks Geirssonar í álversmálinu í Hafn... og svo virðist sem að google finni allt nema skoðun Lúðvíks, nú þar sem þið eruð flokksbræður, ekki vill svo vel til að þú vitir hana? Eða er hann kannski bara að bíða með að tjá skoðun sína þar til úrslit kosninganna liggur fyrir, og þá kannski mun svo "heppilega" til að skoðun lúðvíks verður sú sama og niðurstaða kosninganna?? Tja, spyr sá er ekki veit.
Steini (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 12:27
Inni í Sjálfstæðisflokknum er að finna ótrúlega margt fólk sem er ekki samstíga flokknum í umhverfismálum. Þar er jafnvel um að ræða unga menn á hægri kantinum. Gallinn er bara sá hve margir þessara kjósenda forgangsraða öðrum málaflokkum ofar en umhverfismálunum þegar kemur að því að setja x-ið á kjörseðlinn.
Þess vegna hefur aðal-stóriðjuflokkurinn hingað til innbyrt þessi atkvæði þúsundum saman.
Allt of margt af þessum góðu umhverfissinnum, sem flokkurinn heldur í gíslingu, tekur mark á þeim áróðri að umhverfismál séu hugsjónamál vinstri kverúlanta og öfgafólks, - setur samasemmerki við vinstri og umhverfisvernd og hleypur því í hnapp eins og hross gegn utanaðkomandi ógn.
Það þarf að breyta þessu og koma umræðunni úr hægra-vinstra farinu á það gráa-græna.
Ómar Ragnarsson, 18.2.2007 kl. 15:27
Ágæti Dofri "frjálshyggjukrakkarnir" " óþekktarangarnir ", finnst þér þetta hjálpa þínum málflutningi.
Er ekki nauðsynlegt að við berum virðingu hvert fyrir öðru og skoðunum hvers annars þó þær séu ekki þær sömu.
Friðrik Sophusson segir í viðtali í Blaðinu að umhversumræða sé á villigötum, ertu sammála Friðriki.
Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 19:14
Já, maður heyrir varla þessar raddir lengur um að mennirnir hafi ekkert með loftlsagsbreytingar að gera. Það er vonandi að í staðinn fari menn að beina orkunni í aðgerðir. Það er nefnilega mjög erfitt að ná fram einhverri pólitískri umræðu af vitu um hvað sé hægt að gera ef menn komast aldrei úr þeim hjólförum að reyna að afneita vandanum.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 21:20
CO2 heimsendspáinn er hrein pólitík.Það er ekkert hæft í því að maðurinn sé að hita jörðina
með aðgerðum sínum. Það veit hver maður sem vill vita að eitt hressilegt eldgos gefur frá sér CO2 sem svarar til 3-200 ára framleiðslu mannkynsins.Maðurinn ræður ekket yfir hitastigi jarðar,það
gerir Sólin og aðstæður í rúminu. Þetta er tóm pólitík og valdabarátta sem sem snýst um hver
fær að framleiða hvað og hvar. Þó hætt verði að brenna olíu þurfa olíusalar ekki að örvænta
því það er mikil not fyrir olíuna í efnaiðnaði svo sem plastframleiðslu.
Komið niður á jörðina og ræðið málin af einhverju viti, einnig stóriðju sem engin stóriðja er í raun.
Leifur Þorsteinsson, 18.2.2007 kl. 22:06
Ágæti Leifur. Þú hefur rangt fyrir þér. Þeir örfáu vísindamenn sem hafa sett fram kenningar um að hlýnun jarðar sé ekki af manna völdum hafa verið tendir við hagsmunaaðila s.s. ExxonMobile og American Institute of Economics. Það er gott og gilt að hafa gagnrýna hugsun og að gleypa ekki við því sem borið er á borð fyrir mann. Það er hins vegar ekki gott ef það verður bara til þess að maður bíti í sig áróðursvitleysu sem hagsmunaaðilar hafa kokkað upp í áróðursskyni eins og ítrekað hefur gerst í loftslagsmálunum. Kíktu á þetta. Kv. Dofri.
Dofri Hermannsson, 18.2.2007 kl. 22:19
Ég er sammála Friðriki Sophussyni að umhverfisumræðan er á villigötum. Það sýna ummælin "náttúruvernd hinna svörtu sanda" sem hann lætur sér um munn fara á sama tíma sem fyrirtæki hans stendur að mestu gróðureyðingu í einni framkvæmd sem um getur í Íslandssögunni.
Við Kárahnjúka er verið að sökkva 40 ferkílómetrum af grónu landi, og í júníbyrjun á hverju sumri verða 30 ferkílómetrar lónstæðisins þaktir svörtum sandi sem Jökla hefur borið í lónið sumarið áður. Þetta er virkjanastefna hinna tilbúnu svörtu sanda þar sem áður var gróið land.
Ómar Ragnarsson, 18.2.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.