23.2.2007 | 15:37
Hvað kosta Hafnfirðingar?
Hér og hér er örfáum orðum minnst á tilraunir Alcan um hátíðirnar til að kaupa atkvæði Hafnfirðinga í magnpakkningum.
Eftir að hafa stofnað samfélagssjóð, gefið báðum íþróttafélögunum nokkrar milljónir hvoru, gert hjálparsveit bæjarins tilboð sem hún gat ekki hafnað í árlega flugeldasýningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og sent geisladisk með Bó innpakkaðan í ál og áldagatal inn á hvert heimili sá Álkan að það var ekki snjallt að kaupa atkvæðin alveg blygðunarlaust. Það þyrfti greinilega að fara fínna í þetta.
Og það hefur Álkan greinilega ákveðið að gera því núna er herferðin orðin "maður á mann" herferð þar sem hver kjaftur er nýttur til hins ýtrasta. Í gær var frétt á síðu 2 í Fréttablaðinu þar sem stjórnendur álversins viðurkenndu að vera með menn á launum við að dreifa áróðri og sannfæra Hafnfirðinga um ágæti stækkunar hvar sem í þá næst. Einn starfsmaður þessarar sérstöku áróðursdeildar var nafgreindur en hann hefur einmitt látið til sín taka á þessari bloggsíðu, reyndar án þess að geta þess að honum væri borgað fyrir það.
Álkan hefur líka borið víurnar í fyrrverandi starfsmenn, það á að ræsa alla út sem vettlingi geta valdið. Reyndar efast ég um að þeir hafi hringt í þessa 9 sem ég veit fyrir víst að þeir hafa sagt upp fyrirvara- og tilefnislaust á síðustu misserum. Kannski þessa 3 sem þeir borguðu fyrir að láta falla niður málsókn gegn fyrirtækinu - en þó varla. Enn síður hina 6 sem ekki fóru í mál.
Núna aka núverandi og fyrrverandi starsmenn álversins sem sagt um og smala atkvæðum eins og framsóknarmenn í prófkjörsham. Hvað ætli þeir fái borgað á atkvæðið? Hvað ætli þeir megi lofa miklu fyrir hvert atkvæði?
Álkan er staðráðin í að fá JÁ frá Hafnfirðingum. Álkan er búin að setja niður fyrir sér nokkrar leiðir að settu marki - þær eru mis áberandi og kosta mis mikið af peningum og vinnu. Þetta er spurning um verðmiðann á Hafnfirðingum og aðferð við að ganga frá kaupunum.
Álkan á nóg af peningum og ræður eins marga og þarf til að þjarma að kreista Já út úr bæjarbúum. Þessi áróðursdeild - þetta er auðvitað viðbót við öll hin fjölmörgu afleiddu störf!?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
Athugasemdir
Ekki er nú hægt að finna að því að þeir fái líka að kynna sinn málstað frændi , þú skalt nú ekki vera tapsár fyrir fram
Ágúst Dalkvist, 23.2.2007 kl. 15:44
Þetta er greinilega óskaplega "jafn" leikur.
Lára Stefánsdóttir, 23.2.2007 kl. 15:50
Ég get vel skil að þú vill ekki að lýðræðið virki nema þá á einn veg til handar Vinstri grænum og Sól í Straumi.
Jón Árnason (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:16
Ég er hálf blankur þessa stundina Dofri og fáum þykja það líklega tíðindi. Veistu við hvern ég á að tala ef mér dytti í hug að ná mér þarna í vinnu? Ráðleggurðu mér kannski að tala við Álkuna sjálfa?
Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:56
Legg til að álmennirnir setji framvegis neðst í færslur sínar: Þessi skoðun er í boði Alcan.
Árni Matthíasson , 23.2.2007 kl. 17:18
Að þessu fólki skuli detta í hug að nýta sér fjármagn sitt og starfsafla til þess að gera öðrum grein fyrir sínu máli, mun þessari vitleysu aldrei ljúka? Og hvílík endemis sjálfselska og vitleysa er þetta hjá Alcan að halda áfram að styðja við íþróttafélög og ýmiskonar samfélagsstörf innan Hafnarfjarðar á meðan umræðan um stækkunina er í gangi. Það er náttúrulega yfirgengilega ósanngjarnt hjá þeim að halda áfram að standa við loforð sín um stuðning við bæjarfélagið þar sem við vitum náttúrulega öll að SF getur ekki gert svoleiðis og hefur aðeins innantóm orð að styðja sig við.
Á hálfvegis öðrum nótum, hversu miklum peningum er eytt af SF þegar að kosningum kemur og hvert fara þeir peningar? Eru þeir notaðir til að styrkja samfélagsstarf o.þh.?
Innileg og kær kveðja,
JGJ
Jóhann Gunnar Jónsson, 23.2.2007 kl. 19:31
Alveg ertu ótrúlegur Dofri Political Correct
villt gengisfellingu handa ccp til að þeir geti hagnast meira af tölvuleikja framleiðslu fyrir unglinga (er það ekki mengun 21 aldarinnar:-) kyrseta unglinga)
SAS (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 22:24
Nú varð ég hissa að lesa bloggið þitt Dofri, jafn ómálefnalegan flutning hef ég ekki séð frá þér, segji sama og bróðir minn, ekki vera tapsár fyrirfram. (Er ekki Lúðvík bæjarstjóri flokksbróðir þinn?)
Jóhanna Fríða Dalkvist, 24.2.2007 kl. 09:09
Annars held ég að stóru mistök Lúðvíks voru að fara ekki sömu leið og Árni Sigfússon.
Skemmtilegt að fylgjast með baráttu Lúðvíks fyrir hagsmunum Hafnfirðinga á móti Ingibjörgu
Óðinn (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 10:01
Sæll Torfi, alltaf sami pirringurinn hjá þér og nú samfélagssjóð, enginn hefði munað eftir miskunsama Samverjanum hefði hann bara verið hjartagóður . Hann átti líka peninga.
Jón Árnason
Jón Árnason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 14:08
Þú værir maður að meiri að leggja fram afsökunarbeiðni til handa okkur Hafnfirðingum hið fyrsta , slík skrif sem þessi eru ekki einu sinni innlegg í málefnalega umræðu hvað þá að virða þann vilja að við fáum að kjósa hér um þessi mál. Þú dylgjar um það að við látum múta okkur sem er vægast sagt stórfurðuleg ályktun.
Ég trúi því varla að þú sért í sama stjórnmálaflokki og Lúðvík Geirsson, þú fyrirgefur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2007 kl. 03:04
Ágætu gestir og pennavinir.
Nokkrir hér hafa sagt síðasta pistil ómálefnalegan og María hefur jafnvel tekið svo djúpt í árinni að ég eigi að biðja Hafnfirðinga afsökunar. Mig grunar hins vegar að María hafi bara verið orðin lúin þegar hún skrifaði þær línur og hafi því eitthvað misskilið samhengið. Það er fjarri mér að biðjast afsökunar á því að tala um það sem augljóst er - að Alcan hefur gríðarleg fjárráð og mun beita öllum brögðum til að kaupa sitt JÁ frá Hafnfirðingum.
Fyrirtækið fór af stað með miklum látum fyrir jól, stráði seðlum á báðar hendur og það gekk fram af Hafnfirðingum. Eðlilega því a.m.k. helmingur þeirra er á móti stækkuninni og mörgum gremst einnig hvernig fyrirtækið telur að það geti keypt atkvæði bæjarbúa. Þegar Alcan fann að þessi aðferð var ekki að virka brugðu þeir á það ráð að fara í maður á mann herferð.
Nú eru allir sem vettlingi geta valdið munstraðir í áróðursdeild sem beitir sér (án þess að geta þess að þeir eru á launum við það) á bloggsíðum, vinnustöðum, heitum pottum og hvar sem færi gefst í þágu Alcan. Fyrirtækið hringir m.a.s. í fyrrverandi starfsmenn til að fá þá með sér í þennan leiðangur.
Fram að kosningum verður allt gert sem í valdi Alcan stendur og hægt er að kaupa fyrir peninga til að hafa áhrif á kjósendur. Spurningin er bara hvort atkvæði Hafnfirðinga eru föl. Þótt flestir láti að sjálfsögðu ekki kaupa sannfæringu sína væri barnaskaður að halda því fram að það hafi engin áhrif þegar Alcan lofar gulli og grænum skógum. Spurningin er bara hvort Alcan nær að hafa áhrif á nógu marga með því móti til að breyta úrslitum kosninganna.
Alcan dugar nefnilega alveg að kaupa sér velvild hjá örfáum prósentum Hafnfirðinga til að snúa niðurstöðu kosninganna sér í hag. Það er það sem ég á við þegar ég segi að þeir muni nota eins mikið af peningum og þarf til að niðurstaða kosninganna verði JÁ.
Dofri Hermannsson, 25.2.2007 kl. 12:49
Ég hvet alla hugsandi Hafnfirðinga til að kjósa gegn Álverinu, þessu skrímsli sem ætlar sér að gleypa allt og alla!
Ég hefði ekki trúað því árið 2007 að vinnubrögð, sem flokka mætti undir kúgun, eins og þeir hjá Álverinu viðhafa skuli ekki hræða menn frá því að taka afstöðu með þeim. Eftir að hafa heyrt i fjölmiðlum hvernig þeir fara með starfsmenn sína og núna það sem maður heyrir að þeir ætli sér að nota starfsmenn til að hringja í alla sem þeir þekkja til að smala atkvæðum, er vægast sagt óhugnanlegt!! Þeir hafa stofnað kosningateymi til þess! Samt telja þeir þetta ekkert óeðlilegt! Þeir eru auðvitað með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningu, sem er algerlega siðlaust með öllu! Þetta hefur ekkert með málefnalega umræðu að gera heldur peningavald og græðgishyggju fjölþjóðafyrirtækis sem hefur alls ekki áhyggjur af starfsmönnum, hvað þá umhverfismálum. Þeir segja það sem þeir þurfa til að fá bæjarstjórn í lið með sér og talað er um miklar tekjur handa bænum! Hvernig verður síðan þeim tekjum ráðstafað? Með lækkun skatta í bænum? Lægri fasteignasköttum? Mun meiri peningum varið í skólamál sem alls ekki er vanþörf á? Hvað með eldri borgara? Eða til fleiri útvarpsstöðva fyrir innflytjendur til að þeir geti talað sitt móðurmál í stað þess að læra íslensku? Er verið að stækka Álverið til að auka atvinnumöguleika í bænum? Er virkilega þörf á því? Því hverjir eiga að vinna í þessu stóra Álveri? Þýðir það ekki bara fleiri erlenda verkamenn? Hvar ætla síðan Hafnfirðingar að byggja í framtíðinni?
Hvert er svo hlutverk bæjarstjórnar í þessu máli? Hvernig dettur bæjarstjóra í hug að selja Alcan lóð? Datt honum í hug að þarna ætti að stofna þjóðgarð? Er kannski ekki betra að bæjarstjórn stjórni betur peningamálum sínum núna, t.d. hvað með allt peningaaustrið í íþróttamálin, milljarður í Kaplakrika? Er það svona mikilvægt þegar lítið er hlúð að eldri borgurum? Hvað þá í skólamálum? Eða ætla menn kannski að nota þessa peninga til að byggja minnisvarða um sjálfa sig?
Að lokum þetta. Mér ofbýður ekki síður gjallandinn í blaðafulltrúa Álversins, að ekki sé talað um forstjórann Rannveigu Rist, sem bæði tala máli fjölþjóðafyrirtækisins á kostnað umhverfismála. Síðan voga þau sér að reyna að kaupa atkvæði fyrst í formi gjafa og peninga, síðan með hótunum um að Álverið leggi niður laupana eins og sagt var frá í blöðunum fljótlega eftir jól. Sem sagt fyrst að reyna að múta, síðan að hóta og núna að kaupa. Þeir ganga jafnvel svo langt að reyna að virkja gamla starfsmenn til þess ósóma.
Vona ég að Hafnfirðingar hugsi sig vel um áður en þeir samþykkja stækkun Álvers og hyggi heldur að framtíðinni og hvað hún muni bera í skauti sér fyrir komandi kynslóðir.
Rúna H. Guðmundsdóttir
Rúna H. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:47
Sæll Dofri
Þú segir:
" Einn starfsmaður þessarar sérstöku áróðursdeildar var nafgreindur en hann hefur einmitt látið til sín taka á þessari bloggsíðu, reyndar án þess að geta þess að honum væri borgað fyrir það".
Ég hef verið á launaskrá í Straumsvík í 10 ár. Unnið í kerskálum u.þ.b öll störf. Starfað í Skautaskála og nú síðast verið flokkstjóri í Skautsmiðju s.l. 2 ár. Einnig gegndi ég starfi trúnaðarmanns í kerskálum lengst af meðan ég vann þar. Jafnframt var ég vara aðaltrúnaðarmaður starfsmanna.
Ég hef lokið námi í Stóriðjuskóla Alcan og einnig framhaldsnámi sama skóla.
Ég held að það sé ekkert grobb þótt ég haldi því fram að ég viti eitt og annað um rekstur álversins í Straumsvík.
Þeir sem mig þekkja og þar á meðal er Jón Baldvin Hannibalsson, vita að ég stend við sannfæringu mína hvort sem hún er líkleg til vinsælda eða ekki.
Það er mín sannfæring að stækkun í Straumsvík er skynsamleg. Engin rök hafa komið fram sem hafa breytt þeirri sannfæringu.
Ekki einu sinni Jón Baldvin, sem er bæði bráðgreindur og skemmtilegur maður sem hefur átt auðveldar en flestir aðrir með að sannfæra mig í pólitík í gegnum tíðina.
Það veldur mér vonbrigðum hversu viljugur þú virðist vera til að sneiða framhjá staðreyndum og rökum í allri umræðu um Alcan í Straumsvík. Verulegum vonbrigðum.
Aftur á móti fagna ég því að Alcan skuli vera það fjársterkt að það geti nýtt mig til koma upplýsingum á framfæri án þess að ég tapi launum, því þar er mikil vinna framundan.
Með kveðju Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan,
félagi í Samfylkingunni og keyrandi bíla án nagladekkja.
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:43
Ég skil nú ekki félagi Tryggvi hvað veldur vonbrigðum þínum því ég hef í engu mótmælt mörgum góðum rökum með álveri, ég er bara einarðlega á þeirri skoðun að rökin á móti séu bæði fleiri og vegi þyngra.
Ég skal hins vegar hvenær sem er hitta þig yfir kaffibolla til að ræða málin því ég held að það sé yfirleitt hægt að ræða málin svo ofan í kjölinn að maður þurfi ekki að sitja heim vonsvikinn yfir því að einhver hafi sneitt hjá því sem maður hefur að segja. Þvert á móti - sneiðum endilega hver ofan í annan öll rök sem þú vilt - ef þú vilt. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á að við teljum hvor öðrum hughvarf - við höfum báðir skoðað hug okkar og öll rök í málinu það vel. Þér er samt velkomið að slá á þráðinn hvenær sem er.
Kv. Dofri.
Dofri Hermannsson, 26.2.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.