Ekki allt búið enn - tillögunni vísað til Umhverfisráðs!

strætóÞað er alveg frábært að sjá hér á blogginu svona góð viðbrögð við tillögu okkar í Samfylkingunni um að prófa að láta kosta 100 kr. í strætó í mars.

Auðvitað voru það vonbrigði að meirihlutinn ætli að draga þetta á langinn með því að vísa þessu fyrst til Umhverfisráðs til umsagnar. Það verður nú komið dálítið langt fram í mars ef það á að senda þetta svona fram og aftur í borgarkerfinu og svo til Strætó bs - hvar eru núna hinir meintu athafnastjórnmálamenn?

Við höfum hins vegar ekki gefist upp - við tökum málið fyrir á fundi í Umhvefisráði á mánudaginn kemur. Ég hvet þá sem vilja að meirihlutinn samþykki tillöguna til að nýta borgaralegan rétt sinn til að senda borgarfulltrúum meirihlutans tölvupóst um málið - eða skrifa hér stutta (og málefnalega) athugasemd sem ég get komið til skila á næsta fundi.

Hér er annars nánar um tillöguna.

Tillaga Samfylkingarinnar um 100 kr. staðgreiðslugjald fyrir alla í Strætó í mars til að sporna gegn svifryksmengun

Í greinargerð með tilögunni segir m.a. að um tilraunarverkefni sé að ræða sem hefði tvíþættan tilgang

  • að draga úr svifryksmengun í mars
  • að kanna hvort einfaldara staðgreiðslugjald hefur áhrif á notkun almenningssamgangna.

Mars er sá mánuður ársins sem mest svifryksmengun er í borginni samkvæmt mælingum fyrri ára. Einu raunhæfu leiðirnar til að draga úr þeirri mengun er að hvetja borgarana til að fækka ferðum á einkabílnum, einkum þeim bílum sem eru á nagladekkjum og nýta sér aðra samgöngumáta s.s. að ganga, hjóla og eða taka almenningssamgöngur.

Ítrekað hefur verið bent á að staðgreiðslufargjöld séu ekki nógu hentug, óalgengt sé að fólk eigi nákvæmlega 280 kr. og þetta geti hamlað notkun strætisvagna. Tillagan tekur mið af lægsta staðgreiðslufargjaldi og er nálægt greiddu meðalfargjaldi Strætó sem er rúmlega 90 kr. og ætti því að geta fengist samþykkt í stjórn Strætó bs.


mbl.is Lagt til að fargjald í strætó lækki í 100 krónur í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

dofri

hvernig er risið a flokki sem er minni en Vinstri grænir í dag ?  Hvaða ástæður eru fyrir þessu að þínu mati ?  Er ISG alveg að drulla uppá bak ?

Kalli Sveins (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingin og hinir R-listaflokkarnir hefðu betur vandað sig meira við stjórn borgarinnar í þau 12 ár sem þau ríktu.

Þá væru vandamálin færri og auðleystari.

Annars gengur borgarstjóra vonum framar að einfalda kerfið aftur og gera það gegnsærra og virkara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Já Heimir það er rétt að borgarstjóra gengur mjög vel að einfalda kerfið. Hann er búinn að taka fjárráðin af hverfaráðunum svo fólk þarf að panta sér viðtal hjá borgarstjóra og koma með bænaskjöl til hans. Hann hefur líka látið hafa eftir sér að hann hafi persónulega útvegað fólki aðstoð velferðarsviðs framhjá fagaðilum. Ekki má gleyma því hvernig hann virðist ætla að ráðstafa milljarðaverkefnum s.s. byggingu þjónustumiðstöðvar í Spönginni án útboðs - gamli góði Villi. Þetta er mjög einfalt, hann hefur alla þræði í hendi sér enda þvælast fagaðilar, hverfaráð og reglur um útboð bara fyrir svona frábærum stjórnmálamönnum. Þetta rifjar óneitanlega upp gamla daga.

Dofri Hermannsson, 1.3.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Guttormur

Guttormi líst vel á hundraðkallinn.

Guttormur, 1.3.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband