1.3.2007 | 21:06
Áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Mér finnst alveg frábært að þjóðin skuli ítrekað láta í ljós að hún vill ekki hafa meira af þessari ríkisstjórn að segja. Framsókn er auðvitað orðin mjög vön því að vera á botninum en hins vegar hljóta þessar niðurstöður að vera verulegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Hann mælist nú með 36% fylgi og reynslan sýnir að það sígur ævinlega þegar nær dregur kosningum. Það er því ekki ólíklegt að raunfylgi Sjálfstæðisflokksins fari langt niður að 30% í kosningum.
Síðast fékk hann 34% sem var þriðja slakasta útkoma flokksins í kosningum frá upphafi. Þreytan sem einkennir flokkinn eftir 16 ára setu í ríkisstjórn er líkleg til að segja til sín í kjörklefunum.
Það er líka frábært að Vg skuli halda því flugi í skoðanakönnunum sem raun ber vitni. Það er athyglisvert að samanlagt eru Vg og Samfylking með 46% og möguleiki á að þessir tveir flokkar nái meirihluta. Það er ljóst að stór hluti þjóðarinnar kallar eftir því að þessir flokkar komi að stjórn landsins og að þau mál sem þeir standa fyrir verði sett á dagskrá.
Mér finnst hins vegar ekkert frábært að Samfylkingin skuli ekki mælast hærri. Það bendir til þess að við höfum enn ekki náð nógu vel í gegn með okkar mál. Að vísu má leiða líkur að því að við eigum meira en aðrir flokkar í þessum 40% sem ekki vildu gefa upp afstöðu sína. Könnun Fréttablaðsins um daginn gefur líka vísbendingar um betri stöðu svo það er ástæðulaust að vera með svartsýni. Það er Það eru 10 vikur til kosninga og þær verður að nota vel til að koma baráttumálum okkar á framfæri.
Ég er sannfærður um að staðan verður önnur á kjördag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 490978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Við skulum bara bíða eftir talningunni þá bresta vinstri hjörtun eina ferðina enn þjóðinni til gæfu og velsældar.
Pétur Þór Jónsson, 1.3.2007 kl. 23:01
hmmm, hvort er meira áfall nálægt 10% fylgistap eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu í vel á annan áratug eða fylgisaukningin sem xD mælist með?
Er þessu fyrirsögn grín eða hugsar þú bara svona einkennilega. Eða ertu kannski e-ð skyldur Joseph Göbels?
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 23:23
Það sem gerir úrslit á borð við þau sem skoðanakönnunin bendir til tvísýn er Frjálslyndi flokkurinn. Þar um borð er Kristinn H. Gunnarsson sem greiddi atkvæði með Kárahnjúkavirkjun og virðist ekki sérlega grænn. Hætt er við að erfitt yrði að viðhalda grænum lit á flokknum í samstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka.
Hættan er sú að ef þessi yrðu úrslitin yrði lang einfaldast fyrir núverandi stjórnarflokka að kippa Frjálslyndaflokknum um borð rétt eins og Borgaraflokknum var kippt um borð í vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar á sínum tíma. Það yrði ávísun á áframhaldandi stóriðjustefnu í raun.
Ómar Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 23:44
Þú ert frábær frændi, greinilega góður skemmtikraftur . Það er góður eiginleiki bæði fyrir leiklistina og pólitíkina .
Það er náttúrulega gríðarlegt áfall fyrir sjálfstæðismenn að vera ennþá lang stærsti stjórnmálaflokkur landsins þrátt fyrir að hafa verið 16 ár samfleytt í ríkisstjórn en stórsigur fyrir samfylkinguna sem ætlaði að verða jafnstór sjálfstæðisflokknum eða stærri og er að komast niður í það að verða þriðja stærsta stjórnmálaaflið .
Þú ert algjör snillingur eins og margir pólitíkusar að líta alltaf þannig á hlutina að þú sért sigurvegarinn þó allt sé að fara á verri veg
Ágúst Dalkvist, 2.3.2007 kl. 00:24
Ég get ekki séð neitt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn hann verður í lykilstöðu eftir kosningar ef fer fram sem horfir.Ég spái þeim sorglegu örlögum eftir kosningarnar í vor að Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. munu heyja baráttu upp á líf og dauða um að verða hækja Íhaldsins í stað Framsóknar, sem verður orðin of lítill flokkur til að Íhaldið geti lengur stutt sig við hann.Guð gefi landsmanna allra vegna, að ég hafi rangt fyrir mér
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 01:57
Samfylkingarfólk gerir flest til að draga athyglina frá óförum eigin flokks í skoðanakönnunum. Þessi ummæli Dofra eru merkileg:
"Hann mælist nú með 36% fylgi og reynslan sýnir að það sígur ævinlega þegar nær dregur kosningum. Það er því ekki ólíklegt að raunfylgi Sjálfstæðisflokksins fari langt niður að 30% í kosningum."
Fyrir þær sakir að reynslan bendir til þess að sama eigi við um Samfylkinguna. Þessi er líka áhugaverð:
"Könnun Fréttablaðsins um daginn gefur líka vísbendingar um betri stöðu svo það er ástæðulaust að vera með svartsýni."
Fyrir þær sakir að sé að marka könnun blaðsins um daginn þá hefur sú fylgisaukning sem hún sýndi við Samfylkinguna gengið til baka nú skv. könnun Gallup, úr tæpum 28% og niður í 22,5%. Og svo er Dorfi að tala um meint áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn??
Það er varla gaman að vera í Samfylkingunni þessa dagana.
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.3.2007 kl. 08:53
Ágæti Hjörtur. Gerði ráð fyrir að þú vissir að það er eðlismunur á könnunum Fréttablaðsins og Capacent. Sú síðarnefda er framkvæmd jafnt og þétt yfir allan mánuðinn en könnun Fréttablaðsins er svokölluð punktmæling - mælir afstöðu fólks þann tiltekna dag sem könnunin var gerð. Um daginn þegar við fengum 28% í Fréttablaðskönnuninni var spurt á laugardegi. Þann tiltekna dag voru 28% þeirra sem gáfu upp afstöðu sína á því að kjósa Samfylkinguna. Nú getur verið að fólk sé einfaldlega meiri jafnaðarmenn á laugardögum og ef svo er þá höfum við engu að kvíða Kv. Dofri
Dofri Hermannsson, 2.3.2007 kl. 09:01
Ef þið getið sætt ykkur við 28% í kosningunum (og hugsanlega minna miðað við reynsluna) þá er metnaðurinn ekki mikill ;) Eruð þið enn að hugsa um að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn?
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.3.2007 kl. 11:25
Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir sf að mælast minni en forræðishyggjuflokkurinn.
Fleiri vilja sjs en isg sem forsætisráðherra.
Ég spyr eins og fleiri var ekki lagt að stað með það markmið að verða a.m.k jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn, sem mótvægi á vinstri væng stjórmálanna ?
Ingibjörg taldi sig geta gert betur en Össur, ekkert í dag bendir til þess að svo verði en við sjáum til hvað kemur upp úr kössunum 12.mai.
Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.