Samfylkingin og loftslagsmálin - fundur og kvikmyndasýning

Mér finnst alveg frábært að geta boðið fólki á spennandi fundi og á spennandi heimildamyndir á heimsmælikvarða - svo ég ætla að auglýsa hér á blogginu þessa tvo viðburði helgarinnar. 

íslandÁ morgun kl. 11 - opinn fundur um loftslagsmál
Á sunnudaginn - opin sýning á An Inconvenient Truth í Háskólabíói
                                     - allir velkomnir!

Loftslagsmál eru einhver brýnustu umhverfismál samtímans. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu og tillögur að lausnum í umhverfismálum undir heitinu Fagra Ísland og loftslagsmál eru mikilvægur hluti af þeirri stefnumótun.

Til að almenningur geti kynnt sér málið boðar Samfylkingin til tveggja viðburða nú um helgina:
Opinn fund um Fagra Ísland - loftslagsmálin og sýningu á kvikmyndinni An Inconvenient Truth eftir Al Gore og fleiri.

Óþægileg sannindi - Loftslagsváin og framlag Íslendinga

Laugardagsfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík kl. 11 á morgun, 3. mars, á Hallveigarstíg 1.

Ásta R. Jóhannesdóttir og Mörður Árnason ásamt sérstökum gesti, Árna Finnssyni formanni Náttúrverndarsamtaka Íslands, flytja framsögur um loftslagsbreytingarnar, framlag Íslendinga, ógnir og tækifæri. Umræður í kjölfarið. 

Fundarstjóri verður Sólveig Arnarsdóttir leikari.

Sunnudagsbíó - An Inconvenient Truth
Óþægilegur sannleikur
Samfylkingin býður til sýningar á magnaðri heimildamynd Als Gores, An Inconvenient Truth (Óþægileg sannindi), í Háskólabíó kl. 14.00 á sunnudag.
Myndin hlaut á dögunum Óskarsverðlaun í flokki heimildarmynda.
Ókeypis inn á meðan húsrúm leyfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Slæmt hvað það gengur illa að vista ákveðnar staðreyndir hjá þér kæri Dharma. Fagra Ísland gengur út á að rannsaka verðmæt svæði landsins, kortleggja þau og tryggja verndun þeirra. Eftir að því er lokið er sjálfsagt og verðugt verkefni að ræða hvað við viljum gera utan þessara svæða. Í Skagafirði var það til umræðu að setja Villinganesvirkjun inn á tillögu að aðalskipulagi - ástæðan er einföld - Samfylkingin vildi fá umræðuna um þetta upp á borðið. Það er ekki þar með sagt að tillagan verði að lokum inni á skipulagstillögunni og ég hef enga trú á að svo verði. Ef eitthvað er þá hef ég frekar þá trú að Skatastaðavirkjun sem Vg og Sjálfstæðismenn settu inn á skipulagstillögu á síðasta kjörtímabili verði tekin út.
Það er rétt að Samfylkingarfélagið á Húsavík lýsti yfir stuðningi við álvershugmyndir á Húsavík - það er hins vegar alrangt að formaðurinn hafi tekið undir þá skoðun - þvert á móti ítrekaði hún að áður en nokkuð yrði ákveðið með slíkt yrði farið í Rammaáætlun um náttúruvernd og að niðurstaða þeirrar vinnu myndi ráða því hvert framhaldið yrði.
Í Hafnarfirði er Samfylkingin með hreinan meirihluta og finnst ekki við hæfi að gefa flokkslínuna í máli sem er þverpólitískt. Ingibjörg Sólrún sagði réttilega að hún myndi ekki hlutast til um það hvernig Hafnfirðingar kjósa um sitt deiliskipulag - þeir hafa skipulagsréttinn. Hún er hins vegar í fullum rétti að tjá skoðun sína á því hvort efnahagslífið þolir svona aðgerðir núna, hvort það er ásættanlegt að engar reglur gildi um úthlutun á takmörkuðum mengunarheimildum og hvort verðmætu landi er fórnað fyrir álbræðslurafmagn.
Ef þú vildir vita hver stefna Samfylkingarinnar er þá þyrftirðu ekki annað en að lesa hana - það finnst mér að þú ættir að gera því það myndi dýpka skilning þinn á málinu og koma í veg fyrir að ég þyrfti að vera að svara þér sömu spurningunum aftur.
Og varðandi lýðræði og Vg - ég hef enga trú á að þótt frá þeim komi dálítið galnar hugmyndir (vona að Steingrímur sé ekki að fylgjast með!) að þá verði þeir verri en Sjálfstæðisflokkurinn. Manstu Írak, manstu Falun Gong, manstu reiðina út í mannréttindastofu.

Dofri Hermannsson, 2.3.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband