2.3.2007 | 15:14
Út og suður með Guðna - framhald
Mér fannst alveg frábært hvernig Guðni gat stært sig af því sem allir sérfræðingar (og m.a.s. núverandi seðlabankastjóri) hafa opinskátt talað um sem ein verstu hagstjórnarmistökum ríkisstjórnarinnar (af mörgum) á síðasta kjörtímabili.
Guðni taldi 90% lánin upp sem sérstaka velgjörð við ungt fólk. Það er spurning hvað ungt fólk segir um það núna þegar lítil íbúð sem kostaði 10 milljónir fyrir fjórum árum kostar um 20 milljónir í dag. Það er alveg frábært fyrir unga fólkið.
Það má kannski benda lesendum á að skoða forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem segir að tvöfalt fleiri missa húsnæði sitt vegna skulda núna en í fyrra. Þetta er unga fólkið sem keypti sér íbúðir á 90-100% lánum fyrir 2-4 árum.
Tökum dæmi. Ung hjón kaupa sér íbúð fyrir tveimur árum.
Íbúðin kostar 16,7 milljónir, þau taka 90% lán upp á 15 milljónir + 385 þúsund í lántökukostnað. Eftir tveggja ára hagstjórnarsnilld Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa hjónin ungu nú borgað tæplega 2 milljónir af láninu sínu en vegna verðbólgunnar (ekki síst af völdum 90% lánanna) skulda þau núna rúmlega 17 milljónir króna.
Já, mikið má nú blessað unga fólkið vera þakklátt Framsókn og Sjálfstæðisflokki fyrir þetta!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ég veit nú ekki hvað hægt er að hnýta út í Guðna kallinn. Hann er bara góður bóndi og var örugglega bara að meina að þarna gátu einkavinirnir sem fengu Bankana aukið nytina af búfénaðnum sem fylgdi með í kaupunum.
Spis min gris, for i morgen skal du slagtes:-)
Kormakur Hermannsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 15:49
Það er nú ekkert að marka ruglið í Guðna svona almennt séð. Hinsvegar er þetta dæmi sem þú tekur bara nokkuð gott. Ungu hjónin keyptu sér íbúð í jan 2005 á 16,7 mill og tóku lán upp á 15 milljónir. Þurftu því að borga ca 2 milljónir út í reiðufé (með lántökugjaldinu). Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 234.1 stig í janúar 2005 en er núna 313.4 stig og því fengju þau 22.350.000,- fyrir íbúðina sína í dag. Hrein eign þeirra er því búin að aukast úr 2milljónum í 5,35milljónir eða um tæp 170%.
Hefði verið betra að þau hefðu þurft að taka 70% lán hjá íbúðalánasjóði (11,7 milljónir) og svo 3,3 milljónir á óhagstæðum vöxtum frá annari lánastofnun til að ná upp í 15 milljónirnar?
Almennt er fólk ánægt með að eignir þeirra hækki í verði. Hjá íbúðalánasjóði er verið að veita 90% af brunabótamati og auk þess er hámarkið 18 milljónir. Bankarnir hófu að veita 100% lán sumarið 2004 án þaks ef þú gast sýnt fram á greiðslugetu. Þá töpuðu Íslendingar sér. Ekki gleyma því að R-listinn virtist ekki vera aflögufær með lóðir árin þar á undan og því hækkaði íbúðaverð töluvert.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 16:10
Já ég sé það núna Hákon Hrafn. Þetta er frábært system. Þau hefðu bara átt að kaupa sína íbúðina hvort, þá hefðu þau getað haft 2 milljónir á ári í laun fyrir að búa þar! Já eða til hvers að búa þar, kaupa bara nokkrar hvort, hverjum er ekki sama hvort það er einhver sem býr þar?
Hvaða máli skiptir það hvort skuldin hækkar um 7,5% á ári á meðan eignin hækkar alltaf um 16% á ári! Nú þarftu bara að tryggja hagstjórnarsnillingunum endurkjör og þá geturðu verið viss um að hver íbúð sem þú kaupir núna á 22 milljónir verður orðin 38 milljón króna virði eftir 4 ár - er það ekki?
Kæri félagi - what goes up, must come down - nema verðtryggðar skuldir.
Dofri Hermannsson, 2.3.2007 kl. 17:10
Gísli. Samfylkingin vill í fyrsta lagi slá á þenslu. Það má t.d. gera með því að fresta stóriðjuframkvæmdum. Það þarf að ná vaxtastiginu niður, peningastefna Seðlabankans er ekki að virka, hún á að stjórna væntingum Íslendinga en einhverra hluta vegna lætur okkar ágæta þjóð miklu frekar stjórnast af fyrirhuguðum álverum en af 22% vöxtum.
Í öðru lagi þarf, þegar búið er að ná jafnvægi í efnahagsmálum á ný, að afnema verðtryggingu á lánum sem er allt í senn þjófnaður, gerir okkur ónæm fyrir verði á peningum og fælir erlenda fjárfesta frá en t.d. á Sprotaþinginu um daginn var því lýst hvernig sér undir iljarnar á erl. fjárfestum þegar er reynt að útskýra fyrir þeim hina séríslensku verðtrygginu sem veigamikinn þátt í ársuppgjörum fyrirtækjanna.
Í þriðja lagi þarf að kanna möguleika á upptöku Evru/inngöngu í ESB. Það væri fáránlegt að láta ekki á þar reyna og losna þannig við að vera með sérstaka peninga fyrir 300 þúsund manns eins og Hilmar í CCP orðaði það. (Það er ekki langt í að myntkerfi Eve Online verði orðið jafn fjölmennt!)
Nú er komið í ljós að við gætum haldið allri okkar sérstöðu í sambandi við sjávarútveginn, við gætum þar að auki fengið sérstakan stuðning við landbúnaðinn líkt og Finnar og við gætum fengið styrki til að niðurgreiða flutninga á Vestfirði og Austfirði, aðstoð við svæðisbundna uppbyggingu eins og víða er verið að gera í Svíþjóð osfrv.
Það er gaman að bera t.d. saman húsnæðislán á Evrumarkaði og hér heima. Dæmið hér að neðan getur þú reiknað út sjálfur í reiknivél á vef Frjálsa fjárfestingarbankans. Ég reiknaði með að erlenda lánið væri með jöfnum afborgunum, 3% vöxtum (2,5% er líka algengt á evrusvæðinu), óverðtryggt en íslenska lánið væri týpískt jafngreiðslulán, verðtryggt og verðbólgan 3,5%.
Það er gaman að sjá að á Evrusvæðinu borgar maður 6 milljónir fyrir að hafa þessa peninga að láni í 40 ár en hér á Íslandi borgar maður 40 milljónir. (Það mun Hákon Hrafn auðvitað láta sér í léttu rúmi liggja því hann reiknar með því að húsnæðið hækki bara helmingi meira og allir græði fullt af pening!)
Dofri Hermannsson, 2.3.2007 kl. 17:46
Reyndar valdi CCP að nefna sinn gjaldmiðil ISK og því bætist spilarafjöldinn í EVE kannski bara við fjöldann sem notar íslenskar krónur.
Ingólfur, 2.3.2007 kl. 18:24
Þessi verðtrygging Dofri , hún er ekki að ástæðulausu hér á skerinu. 'A óðaverbólguárunum 1973-1983-4 brann allt sparifé landsmanna upp til agna. Lífeyrisjóðir urðu gjaldþrota...gamla fólkð sem hafði neitað sér um allt utan nauðþurfta í áratugi til að spara til elliáranna , varð einnig gjaldþrota. Að fá bankalán á þessum verðbólguárum var algjört lán fyrir viðkomandi... hann borgaði eiginlega ekkert til baka, þrátt fyrir svona 8-10 % vexti í 30-50% verðbólgu... verðgildi þess sem lánaði brann upp til agna.
Hvati okkar Íslendinga svona almennt til lántöku er úr öllu hófi..eyðslan er hóflaus. Það er okkar vandi. Verðtrygging lífeyris fólks sem hefur safnað alla æfi til efriáranna held ég að a.m.k jafnaðarmenn geti og eigi að hafa í öndvegi. Að afnema verðtryggingu af lífeyrissjóðakerfinu er ekkert annað en að taka og minnka lífeyri aldraða...vill Samfylkingin það ?
Eftirspurn eftir lánsfé okkar hinna almennu borgara er botnlaus . Því ástandi þarf að breyta ...þá lækka vextir og verðtrygging skiptir lántakandann nákvæmlega engu máli.. Dofri það er verka að vinna fyrir Samfylkinguna.
Lýsandi dæmi um lántökuhvatann birtist nú í dag í auglýsingu frá frá bílaumboði.
" Bíll og flug " kaupið þennan bíl og fáið með í kaupbæti flug og bíl í Evrópu í sumar. Verð pr. mán. xxxxx kr á mánuði . Tryggið ykkur bíl fyrir vorið "
Sævar helgason (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:08
Mér sýnist það vera þú sem ert út og suður og víkur þér ófimlega frá þínu upphaflega innleggi. Þú gagnrýnir þessa ákvörðun um 90% lánin og vilt meina að hún setji íslenska hagkerfið nánast á hliðina. Hverju skiptir það að þú fáir nú 90% lán (af brunabótamati) frá íbúðalánasjóði upp að hámarki 18 milljónir þegar þú getur fengið lán á sömu "kjörum" hjá bönkunum fyrir 90-100% af markaðsverði fyrir 50 milljónir þessvegna ef þú hefur greiðslugetu til að borga af slíku láni ?
(SVAR: skiptir engu máli nema að þetta mun koma fólki út á landi til góða þar sem bankarnir eru tregari að lána, einnig bindur þetta ekki ungt fólk við einhver "kjör" hjá viðskiptabönkunum.)
Ætlar Samfylkingin að færa þetta hlutfall aftur niður í 70% og hvað mun vinnast með því ?
Ég reikna ekki með því að Guðni viti nokkuð um íbúðalán en ég bið þig um að koma með einhver rök fyrir því að þetta tengist ?
Kæri félagi, what comes down, must go up. Verðið er vissulega mjög hátt núna í sögulegu samhengi og flestir meta það svo að það hafi náð toppi (og lækki jafnvel eitthvað, það fer eftir kaupmætti fólks og velmegun í samfélaginu).
Ef þú skoðar hinsvegar vísitölu íbúðaverðs frá 1994 (www.fmr.is) þá sérðu að fasteignir lækkuðu nokkuð á tímabilinu 1994-1997. Fólk sem hafði byggt sér hús fékk ekki einu sinni byggingarkostnað fyrir það á þessum tíma og var hreinlega heppið ef það gat selt húsið. Þannig hafði ástandið verið nokkuð lengi og sumir vilja kenna skelfilegri vinstristjórn um það frá old days (ég legg ekki mat á það).
Svo voru skattar lækkaðir hér, fyrirtæki fóru að blómstra, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur jókst. Þá fór íbúðaverð upp á við. Smárahverfi spratt upp á örskömmum tíma enda nægar lóðir þar á slikk. Lindarhverfi þar strax á eftir.
Þá ákveður vinur litla mannsins, hinn góði, félagshyggju R-listi að bjóða upp lóðir í Grafarholti. Það er leið sem hægri menn velja gjarnan en samrýmist ekki almennri stefnu jafnaðarmanna sem vilja að allir hafi aðgang að sem flestu á vegum ríkis og sveitarfélaga á SAMA VERÐI hvort sem þú átt pening eða ekki. Þetta er leið sem ég hélt að hinir vondu hægri menn hefðu valið. að láta markaðinn ráða verði á gæðum og vöru.
Lóðaskortsstefna R-listans olli því að mikil samkeppni varð um lóðir og þeir ríku eðlilega tilbúnir að borga meira heldur en litli maðurinn fyrir grasblettinn. Þetta varð einnig til þess að lóðaverð rauk upp í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig rauk íbúðverð upp og er stór orsakavaldur í hækkuðu íbúðaverði ásamt innkomu viðskiptabankanna á íbúðalánamarkaðinn. Ætlið þið að henda þeim út af íbúðalánamarkaðinum (sem er ólöglegt) ?
Ég er að sjálfsögðu sammála þér því að kjör á íbúðalánum hér eru fáránleg en almenningi býðst hinsvegar að taka óverðtryggði lán í erlendri lágvaxtamynnt. Þar er áhættan hinsvegar fólgin í gengissveiflum og þær hafa verið miklar undanfarin ár. Samt sem áður er gengi ísl krónunnar nú svipað og það var fyrir 10 árum. Svo eru reyndar margir skíthræddir við það núna að komist vinstri menn til valda og stöðvi hér allar framkvæmdar, (tónlistarhús þá líka ??) muni krónan skíta á sig með tilheyrandi verðbólgu(skoti). Hvað hækka íbúðalánin, bæði innlend verðtryggð og erlend óverðtryggð lán þá?
út og suður Dofri og þú munt líklega aldrei viðurkenna að þessi fáranlega lóðaskortsstefna R-listans eigi nokkurn þátt í þessu, allt bara Guðna að kenna með sitt sauðfé.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:32
Það er hverjum manni augljóst að nú er erfiðara fyrir fólk að kaupa fyrstu íbúð. Og hærra fasteignaverð á einu eigninni sem maður á nýtist engum nema þeim sem minnkar við sig. Aðrir tapa eða standa í stað. Hið eina sem fólk fær.... eru hærri fasteignagjöld. Á þetta var allt bent um leið og tillögurnar komu fram, í tali okkar Guðmundar Ólafssonar. En lýðskrumarar láta sér aldrei segjast. Þeir ljúga bara einhverju öðru næst.
Sigurður G. Tómasson, 4.3.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.