Áhugaleysið og Sundurlyndið

þorskurNú liggur það ljóst fyrir hverjir hafa í raun og veru áhuga á að auðlindir hafsins verði skilgreindar sem þjóðareign. Það er stjórnarandstaðan. Framsókn var aldrei alvara með því að berjast fyrir þessu og Sjálfstæðisflokknum var aldrei alvara með því að setja ákvæðið inn í stjórnarsáttmálann. Það var allt í plati.

Nú er hins vegar allt í pati. Framsókn sem ætlaði að reka rýtinginn á kaf í bak samstarfsflokksins í ríkisstjórn missti gjörsamlega marks og endaði á að reka rýtinginn í kaf í eigið bak. Í Sjálfstæðisflokknum er ástandið ekki skárra, sundurlyndið algjört.

Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gjarna gera þjóðina aftur að löglegum eiganda fiskjarins í sjónum. Aðrir þingmenn hans, s.s. frjálshyggjumenn eins og Sigurður Kári, vilja miklu frekar að óveiddur fiskurinn í kringum landið, um ókomin ár, sé þinglýst eign einhverra (vel valinna) einstaklinga. Einkavæðing fiskimiðanna.

Flokkar áhugaleysis og sundurlyndis um þjóðareignina fiskinn í sjónum hefur siglt málinu í strand - og sjálfum sér um leið.

Nú verður áhugavert að sjá hvað þeir taka til bragðs þegar stjórnarandstaðan hefur boðið þeim liðsstyrk til að klára málið.


mbl.is Stjórnarandstaðan býðst til að styðja stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verð að taka ofan fyrir stjórnaranstöðunni fyrir þessa herkænsku.  Nú þurfa menn kannski að standa við stóru orðin.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 18:40

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

spennandi að sjá hvað framsókn gerir nú

Er satt sem sagt er fjallað um hér Dofri, á bágt með að trúa að svo sé. Veit að þú ert meira fyrir rökræður en svo

Ágúst Dalkvist, 5.3.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

frábær færsla!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.3.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

"gera þjóðina aftur að löglegum eiganda fiskjarins í sjónum". Hérna áður fyrr átti enginn eitt né neitt. Menn áttu ekki til hnífs né skeiðar og allir bátar komu til landsins með tilstöðlan kjördæmapots. Viljum við það aftur? Ríkisstyrktan sjávarútveg? Kvótakerfið þó það sé gallað er einfaldlega langbesta kerfið sem er til. Kvóti er eign sem fyrirtæki geta notað til að endurnýja sig. Fjárfest, tekið lán. 

Allt annað en kvótakerfið er bull og lýðskrum. 

Fannar frá Rifi, 5.3.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

"Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gjarna gera þjóðina aftur að löglegum eiganda fiskjarins í sjónum."

Þú ert eitthvað að misskilja þetta illa frændi. Fiskurinn ER eign þjóðarinnar allrar en til að hagræðing náist í fiskiðnaðinum svo hann sé samkeppnisfær og þjóðin græði sem mest á honum hafa nokkrir einstaklingar fengið nýtingarrétt á honum. Það að setja í stjórnarskrána að auðlindir hafsins séu í eigu þjóðarinnar er ekki til þess gert að leggja niður kvótakerfið.

Ágúst Dalkvist, 6.3.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Óskar

Og hvað vill stjórnarandstaðan gera?

Óskar , 6.3.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband