A beginning of a beautiful friendship?

casablanca4_copy0Það vekur svo sannarlega athygli að Steingrímur J og Geir H skuli flétta saman fingur af jafn mikilli ástúð og hér er gert í Evrópumálunum.

Það vissu svo sem allir að íhaldið, bæði til hægri og vinstri, lætur frekar stjórnast af ótta og afturhaldssemi en opnum huga og framsýni þegar kemur að þessum málum.

Engu að síður vekur það athygli núna 9 vikum fyrir kosningar - þegar "ballið" er bara rétt að byrja - að þessir ágætu herramenn skuli líta hvor annan jafn hýru auga og raun ber vitni.

Innmúraður ritstjóri ber greinilega hlýjar tilfinningar til þessa ráðahags og býr sig í vígsluskrúða ef marka má guðspjall dagsins í Málgagninu.


mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara spurning um hver verður sætasta stelpan á ballinu laugardaginn 12. maí.

Byggingaverkamaður (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

gætir titrings í herbúðum Samfylkingarinnar Dofri eftir allt daðrið við D bak við tjöldin

Guðmundur H. Bragason, 7.3.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því miður hefur Steingrímur J. verið nokkuð iðinn upp á síðkastið við að undirbúa "sitt fólk" undir ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Ég er nær viss um, að 95 prósent þeirra, sem tóku þátt í að stofna VG á sínum tíma, höfðu ákveðið í huga, að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn kæmi ekki, undir neinum kringumstæðum, til greina. Því er svo við að bæta, að sú Vinstrihreyfing grænt framboð, sem stofnuð var 1999 er ekki það sama og VG 2007. Að mínu mati er er VG stjórnmálaflokkur, sem tekist hefur að úrkynjast á undra skömmum tíma. Fari Steingrímur í stjórn með íhaldinu munu dagar VG verða taldir fljótlega upp úr því - og kanske yrði það svo sem ágætis lausn!

Jóhannes Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 14:56

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ætli SJS sjái sér ekki leik á borði að með sængun með D fái hann loksins meiri völd... meina, fíkn er jú alltaf fíkn.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 7.3.2007 kl. 15:51

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Já það er sko ný frétt að sjálfstæðismenn og vg séu á móti evrópuaðild....... eða... NEI!!!!!

Frábært hvernig þú setur þetta upp Dofri og lætur alla halda það þetta sé frétt . Veit ekki betur en báðir þessir flokkar hafa alltaf verið á móti því að ganga í evrópusambandið en hafa þó verið ósammála í flest öllu öðru.

Þó að þessir flokkar gefi út sameiginlega yfirlýsingu varðandi hug þeirra varðandi inngöngu í evrópusambandið, hug sem allir vissu um, segir ekkert um það hvort þeir eigi eftir að starfa saman að næstu ríkisstjórn. Svo þú getur enn puntað þig upp frændi og reynt að ganga í augun á Geir á kosningaballinu

Ágúst Dalkvist, 7.3.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: Ingólfur

Auðvitað er sætasta stelpan Vinstri Græn en það er frekar ólíklegt að hún fari heim með Geiri þó hún dansi einn dans við hann á ballinu.

Geir mun því leita að eitthverri sem gerir sama gagn en ég spái því að hann fari einn heim í þetta skiptið.

Ingólfur, 7.3.2007 kl. 19:41

7 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Þetta segir manni að vinstri grænir, eru ekki grænir lengur.  Þeir eru grænbláir kanski bara fjólubláir.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:28

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...margt verra gæti gerst!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:33

9 Smámynd: Kristján Pétursson

Satt best að segja er maður að verða hundleiður á þessum pólutíska spuna.VG hefur tekist að koma umræðunni um grænu ábreiðuna yfir allt og alla.Enginn ræðir um ný atvinnutækifæri nema álver.Stjórnvöld dásama ísl.útrásina og hundruð miljarða hagnað þeirra árlega.Ég hefði a.m.k.viljað sjá hluta af þessum miklu fjármunum koma inn í landið til uppbygginar fyrirtækja,  sem m.a.til stórátaka i ferðamálum, heilsuhælum ,frekari djúpborunum háhitasvæða,stóriðju til útflutnings í grænmetisframleiðslu , hátæknirannsóknum á ýmsum sviðum o.fl.Af hverju eru ekki stjórnmálamenn að hvetja fyrirtæki til  framtíðar uppbyggingu atvinnufyrirtækja hér á landi. Hundruð skattlausra   ísl.gerfi skúffufyrirtækja í Karabiskahafinu,Luxemburg og víðar  munu aldrei skila neinu inn í ísl.efnahagskerfi.Þessi fyrirtæki flytja fjármuni sína stöðugt úr landi.Áhugavert væri að bloggið yrði meira leiðandi í umræðu um þessi mál almennt.

Kristján Pétursson, 7.3.2007 kl. 22:36

10 identicon

Hvernig er hægt að kalla andstöðuna við ESB afturhaldssemi.  Er hægt að skilgreina þann einstakling sem er mótfallinn ákveðnum breytingum sem afturhaldssamann.  Með sömu rökum er hægt að segja að þeir sem vilja viðhalda refsingarákvæðum í lögum gagnvart þeim misnota börn séu afturhaldssamir. Af sama meiði kemur hugmyndin um að VG sé alltaf  á móti öllu.  Að hafa aðrar skoðanir er ekki sama og vera á móti.  Dofri minn: Ertu á móti kúamjólk ef þú vilt drekka kaffið þitt svart.

Stebbi (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 00:38

11 Smámynd: Dofri Hermannsson

Jamm - búinn að sjá Blaðið. Get ekki sagt að ég sé hoppandi glaður yfir því. Veit að það er ýmislegt bogið við þessa könnun, hún er byggð á svörum rúmlega 400 manna. Síðast var hlutfallið á milli karla og kvenna í hópi þeirra sem gáfu upp afstöðu 60% karlar á móti 40% kvenna - nú er ekkert gefið upp um það. Við vitum að í vandaðri könnunum mælumst við með mun meira fylgi en þetta. Óvönduð könnun sem þessi er að sjálfsögðu fagnaðarefni fyrir alla sem hún gefur hærra en efni standa til, s.s. Sjáflstæðismönnum en kemur sér að sama skapi illa fyrir þá sem hún mælir með lægra fylgi en raunverulega er - þetta er slæmt út á við. Hins vegar held ég að almenningur sé farinn að sjá í gegnum þessar kannanir Blaðsins. - Við sjáum hvað setur.

Dofri Hermannsson, 8.3.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband