Til hamingju með daginn!

Gyðjan FreyjaStelpur og strákar - til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Það er í raun alveg hrikaleg staðreynd að það þurfi sérstakan dag til að minna á að helmingur mannkyns býr við óréttlæti! Og dugar ekki til.

Í meira en 10 ár, eða allan þann  tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd hefur ekkert gengið að minnka óútskýrðan launamun kynjanna. Konur eru hverfandi hlutfall í nefndum á vegum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Líka í stjórnum sjóða og fyrirtækja. Eftir höfðinu dansa limirnir.

Það er því ástæða til að fagna og vona að hlutirnir breytist á næstunni núna þegar á að leggja fram ný þverpólitísk frumvarpsdrög sem ganga lengra en ríkisstjórnin hefur áður viljað gera.
Samfylkingin fagnar þessu frumvarpi sem er afrakstur vinnu endurskoðunarnefndar undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur.

Samfylkingin er sérstaklega ánægð með að í frumvarpsdrögunum er baráttumál Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að aflétta launaleynd og baráttumál Jóhönnu Sigurðardóttur um að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála skuli vera bindandi.

Það mun ekki standa á okkur að samþykkja slíkt frumvarp - og fylgja því eftir!

Til hamingju með að það skuli vera kosningar í vor - þá verður hægt að kjósa til valda konu sem gjörbreytti Reykjavíkurborg úr karlpólitískum bitlingabæ í alþjóðlega borg þar sem jafnræði var á meðal karla og kvenna í stjórnunarstöðum.

Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin hafa látið verkin tala og er treystandi til að ná árangri í réttindamálum kvenna á landsvísu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband