Kúgun, klúður og breytir engu!

cod_bless_youMaður var jafnvel farinn að halda að stjórnarflokkarnir hefðu náð að klastra saman stjórnarsamstarfinu með nokkurnveginn viðunandi hætti. Geir og Jón brostu báðir breitt og létu eins og um minniháttar mál hefði verið að ræða sem vegna misskilnings hefði óvart gleymst að klára.

Á Einari Oddi var ljóst að svo var ekki. Einar Oddur tók af allan vafa um þrjú atriði.

Hið fyrra er að samkomulagið og þar af leiðandi frumvarpið sjálft er málamyndagjörningur sem bæði er hægt að skilja sem stuðning við núverandi fyrirkomulag þar sem kvótaeigendur eiga auðlindir hafsins en líka á þann hátt að auðlindir hafs og lands séu eign þjóðarinnar.

Sem sagt - Sjálfstæðismenn geta sagt "við gáfum ekki tommu eftir" og Framsóknarmenn segja "við höfum fært þjóðinni ótvíræðan eignarrétt yfir auðlindum sínum". Þetta er svona eins og jakki sem er hægt að snúa fóðrinu út á og þá skiptir hann um lit!

Annað atriðið sem Einar Oddur gat ekki annað en viðurkennt var að Sjálfstæðismenn hefðu verið verið tilneyddir að gera þennan málamyndagjörning. Annars hefði stjórnin sprungið. Gott að heyra hann gangast við því þótt það hafi nú reyndar legið í augum uppi.

Þriðja atriðið var svo afstaða Einars Odds sjálfst til frumvarpsins. Hann telur frumvarpið engu breyta, það hafi með öðrum orðum enga merkingu. Áhorfendur Kastljóssins hljóta að spyrja sig af hverju þingmaðurinn og félagar hans, ef sama sinnis, greiða atkvæði með frumvarpi um breytingu á stjórnarskrá sem þeir telja að hafi enga þýðingu.


mbl.is Össur: Stjórnarskráin pólitískt bitbein stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

aF HVERJU GETUR "ÞJÓÐ" EKKI ÁTT NEITT?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband