Bætum kerfið!

Á þessari síðu hefur dálítið verið fjallað um þetta alvarlega ástand í tannverndarmálum, bæði í pistlum og eins í fjölmörgum ágætum athugasemdum sem settar voru inn á heimasíðuna í tilefni af þeim.

Eins og kerfið er þá hreinlega verið að hvetja til tannskemmda þar sem sú greiðsla sem þó er greidd er stundum frekar greidd fyrir viðgerðir en fyrir forvarnir eins og t.d. skorufyllingar. Það er sem sagt verið að eyða miklum peningum í kerfi sem stuðlar að skemmdum tönnum.

Þetta ástand kostar samfélagið stórfé og börnin tannheilsuna. Þarna er að verið að ýta undir stéttskiptingu í þjóðfélaginu. Þessu verðum við að breyta þegar ný ríkisstjórn er tekin við. Tækifærið er 12. maí.

 


mbl.is Skemmdir í 16 af 20 tönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur tönnum ekki við en...

ég las bókina 'State of Fear' eftir Chrichton á sínum tíma, hef verið að bíða eftir einhverri vitrænni gagnrýni á kenninguna um að hlýnun jarðar stafi af gróðurhúsar lofttegundum - en hefur fundist þetta aðeins vera áróður í aðra áttina. Sá núna nýlega myndina 'The great global warming swindle' og þætti fróðlegt að vita hvort þú hafir séð hana og hvað þú þér finnst um innihald hennar. Gæti verið að umhverfissinnar væru á villigötum með þessi mál?

hart (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 01:25

2 identicon

Hérna er skjal með athugasemdum við "The great global warming swindle".

Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 03:03

3 identicon

Úps eitthvað að klúðra link dótinu. Linkurinn er http://www.jri.org.uk/news/Critique_Channel4_Global_Warming_Swindle.pdf

Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 03:06

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já stærsta heilsufarsvandamál mannskyns er TANNSKEMDIR!...og svo er tannheilsa ekki einu sinni í heilbrigðiskerfinu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 11:08

5 identicon

Ég tek undir þetta með Hart og Ómari.  Sem reglulegur lesandi af þessari bloggsíðu þætti mér vænt um að fá komment frá Dofra um þetta.  Þetta var góð mynd og þar sem ég hef séð bæði Gore myndina og þessa, þá verð ég að viðurkenna að ég er tvístíga um það hvað hverju maður á að trúa. 

Dofri,  hvað segir þú.

Sjonni Bergs (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 17:58

6 identicon

Bara svo að mín skoðun sé á hreinu þá finnst mér harla ótrúlegt að hlýnun jarðar sé svindl eða að þar sé allsherjar samsæri hjá vísindamönnum í gangi, þar sem þeir leggja trúverðugleika sinn að veði í þeim tilgangi að tryggja sér fleiri styrki til vísindarannsókna. Greinin sem ég kræki (linka) á í 3 skýtur þessa mynd líka, að þvi er virðist, dálítið mikið niður.

En auðvitað er það hollt að menn séu með opinn huga og hlusti eftir öllum rökum í þessari umræðu.

Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:12

7 identicon

Sæll Ómar,

Ég las Critic skjalið frá  John Hougton og svo virðist sem að hann sé ósammala því að um sé að ræða great conspiracy(ég er sammála honum þar) en hann er aftur á móti sammála (sjá lið 3) að aukinn CO2 sé fylgifiskur hækkandi hitastigs og ekki öfugt eins og umhverfisverdnarsinnar hafa haldið fram. 

That carbon dioxide content and temperature correlate so closely
during the last ice age is not evidence of carbon dioxide driving the
temperaturebut rather the other way round - TRUE.

Sem sagt að The great global warming swindle og IPCC eru ósammála helstu niðurstöðu Gore myndarinnar.  

=  CO2 er afleiðing hækkandi hitastigs ekki öfugt.  

Ég kalla því sömuleiðis eftir svörum frá Dofra um þetta mál eins og þessi Sjonni. 

Ragnar J (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:22

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæl öll.

Þið verðið að afsaka það þótt ég svari ykkur seint og illa. Ég er staddur í Seattle ásamt fleira góðu fólki frá Umhverfisráði Reykjavíkurborgar þar sem við erum að kynna okkur hvernig staðið er að umhverfismálum hér í borg.

Seattle á margt líkt með Reykjavík, t.d. eru báðar borgir hafnarborgir og hafa þróast í þá átt að gera einkabílinn ómissandi. Fyrir 10-20 árum sáu borgarbúar að það yrði að verða breyting á þessu og hafa gripið til ýmissa aðgerða vegna þess.

Við höfum hitt fjölda fólks og fræðst um ýmislegt - t.d. fengum við afar fræðandi kynningu á stefnu þeirra í grænum málum en þar er eitt af höfuðatriðunum loftslagsmál. Borgin hefur verið afar óhress með yfirstjórn ríkjasambandsins í þeim málum og hafði frumkvæði að því að borgir BNA tækju sig saman um að setja sér markmið og finna leiðir til að draga úr losun CO2.

Seattle er að flestu leyti komin mun lengra en við í umhverfismálum og það verður sannarlega spennandi að koma heim og nýta sér þá þekkingu og hugmyndir sem hægt væri að koma í verk í okkar ágætu höfuðborg.

Ég stend við það fullum fetum að tannverndarmálin eru eitt af stóru heilbrigðis- og fjölskyldumálunum og finnst ekki rétt að gera lítið úr því. Auðvitað er það stóralvarlegt mál að börnin okkar skuli vera með skemmdustu tennur á byggðu bóli af þeim löndum sem við berum okkur við. Þetta er vont kerfi sem verður að breyta.

Hins vegar er ljóst að það er mikill áhugi á loftslagsmálunum og ég sé að það er búið að grafa upp tilbrigði við stef andríkis hér á síðunni. Þessar raddir heyrast alltaf af og til að allir helstu vísindamenn heims séu með í einhverju plotti um að hrella saklaust fólk og skrökva að því að heimurinn sé að hlýna á meðan það er bara að verða notalegt að spranga um útivið og það er alls ekki manningum að kenna.

Ég skal taka snúning á þessu þegar ég kem heim sem verður í lok vikunnar. Kveðjur þangað til. Dofri.

Dofri Hermannsson, 13.3.2007 kl. 07:12

9 identicon

Eða

Samfylkingin - Ugla sat á kvisti.... (þ.e. Hentistefnuflokkurinn)

Samfylkingin - Látum kylfu ráða kasti....

Þórir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband