Hvað kjósa framsýnir sjálfstæðismenn í vor?

Það er óhætt að segja að framsögur ræðumanna á Iðnþingi í gær hafi vakið athygli.

þorsteinn pálssonAðeins örfáum dögum eftir að Sjálfstæðisflokkur og Vg lýsa sameiginlega yfir að ESB umsókn komi ekki til greina lýsir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðiflokksins, yfir algerlega gagnstæðum sjónarmiðum.

Í raun gekk hann svo langt að segja að það þyrfti alveg sérstaklega góð rök fyrir því að sækja ekki um aðild. Hann sagði krónuna grafa undan stöðugleikanum og að sjálfstæð peningastefna væri lítils virði miðað við kostnaðinn sem fyrirtæki og einstaklingar bera af óstöðugu efnahagsumhverfi.

Með öðrum orðum lagði þessi þungaviktarmaður innan Sjálfstæðisflokksins til að við sæktum um inngöngu í ESB, tækjum upp Evru og lokuðum Seðlabankanum. Örfáum dögum eftir að Geir Hilmar Haarde, núverndi formaður, hefur sagt að ESB aðild komi ekki til greina. Einhverjir myndu nú kalla það sundurlyndi ef svona skiptar skoðanir væru innan Samfylkingarinnar!

Formaður Samtaka Iðnaðarins tók afdráttarlaust í sama streng. Hann hefur hingað til ekki verið talinn Samfylkingarmaður en þegar líða tók á ræðuna var ég farinn að trúa á að ræða hans myndi enda á Logo_Mynd_Idnthing_2007_RGB_JPEGtilkynningu um inngöngu í Samfylkinguna. Hann talaði í flestu eins og beint upp úr stefnuskrá þess ágæta flokks.

Formaðurinn vildi, eins og Samfylkingin, öfgalausa umræðu um ESB aðild og upptöku Evru. Hann telur lífsnauðsynlegt fyrir efnahagslífið að endurheimta stöðugleikann og algerlega nauðsynlegt að leiða til lykta deilur um náttúruvernd og nýtingu auðlinda. Hann segir of langt að bíða með það til 2010. Það þurfi að setja þetta mál í forgang, bæði náttúrunnar vegna og þeirra sem gert hafa áætlanir um framkvæmdir af ýmsu tagi.

Hann gæti eins verið að lesa upp úr Fagra Íslandi. Að það þurfi að nýta næstu misseri í að gera Rammaáætlun um náttúruvernd, samhliða Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, svo hægt sé að taka frá þau svæði sem við viljum vernda, tryggja verndun þeirra og skapa í eitt skipti fyrir öll frið um þessi mál.

Það er augljós hin megna óánægja Sjálfstæðismanna með afturhaldsaman flokk sinn. Flokk sem neitar að horfast í augu við efnahagsmistök sem hafa kostað fyrirtæki og einstaklinga stórfé, neitar að viðurkenna að ESB aðild er lykillinn að áframhaldandi hagsæld, neitar að takast á við náttúruverndar- og auðlindamálin, neitar því að hlýnun loftslags sé af manna völdum.

Það er stór hópur manna í viðskiptalífinu sem hefur fengið sig full saddann af afturhaldinu. Finnst óþægilegt að bláa loppan skuli enn stjórna skoðunum flokksins og stefnumálum í mikilvægustu málum stjórnmála dagsins í dag. Finnst tími til kominn að gefa flokki sínum sitt undir hvorn - gefa honum frí.

Þessi hópur framsýnna Sjálfstæðismanna getur reitt sig á að Samfylkingin berst jafn hart fyrir þessum sjálfsögðu framfaramálum og Sjálfstæðisflokkurinn berst hart gegn þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki veit ég með hvernig gleraugum þú horfir á hið pólitíska umhverfi þitt, en mér sýnist þú hljótir að þurfa að uppfæra þau.

Í fyrsta lagi er erfitt að tala um í dag að Þorsteinn Pálsson sé þungavigtarmaður í sjálfstæðisflokknum, þó hann eigi fjölmarga aðdáendur. Þessi orð Þorsteins um aðildarviðræður að ESB eiga ekki að koma neinum á óvart sem fylgist með pólitík og því sem hann hefur áður sagt. Auk þess hefur það margoft komið fram að þessar raddir hafa heyrst lengi innan Sjálfstæðisflokksins, og reyndar í öllum flokkum, einna síst þó sennilega í VG. Annað væri óeðlilegt. Ennþá er meirihluti Sjálfstæðismanna þó á móti þessu og því er það opinber stefna flokksins að sækja ekki um aðild.

 Og auðvitað er nauðsynlegt að leggja niður deilur um náttúruvernd, að ná sátt, en hún næst ekki með alverndunarstefnu VG, og ekki heldur með flautuþyrilshætti Samfylkingarinnar. Margar raddir innan raða ykkar hljóma nákvæmlega eins og í VG.

Ég hef ekki séð Sjálfstæðisflokkinn neita því að hlýnun loftslags sé af mannavöldum. Ég man hins vegar eftir því að Davíð Oddson sagði fyrir 2-3 árum síðan að vísindamenn greindi á um þetta og að hann væri ekki sannfærður sjálfur. Reyndar eru ekki allir vísindamenn ennþá sannfærðir og hafa bent á að jafn dramatískar breytingar hafa orðið oft áður og jafn hratt og sýni úr Grænlandsjökli hafa sýnt jafnmikinn eða meiri koltvísiring í lofthjúpnum fyri einhverjum þúsundum ára. Þó er það svo að flestir hallast orðið að því að mannskepnan eigi stóran þátt í þessu nú.

Ég veit ekki hvar þú sérð megna óánægju innan raða Sjálfstæðismanna. Flokkurinn höfðar til breiðs hóps fólks sem hefur svipaða lífsýn. Hann hefur borið gæfu til að tala einni röddu í flestum málum, ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum hér. Hann leysir sýn ágreiningsefni innanflokks og einstaklingar í þingliðinu hlaupa ekki í fjölmiðla ef þeirra sjónarmið fá ekki brautargengi innan flokksins. Ekki það að þingmenn eða aðrir flokksmenn séu hræddir að tjá sig, heldur forðast flokksmenn að valda úlfúð og deilum, sem kunnað geta skemmt fyrir einingu og styrkleika. Fólkið vinnur saman sem lið. Eitthvað sem flokksmenn annara flokka gætu tekið sér til fyrirmyndar.

Að lokum á ég erfitt með að sjá að Sjálfstæðismenn sem ekki eru sáttir við stefnu flokksins í einstökum málum, reiði sig á Samfylkinguna í einu eða neinu. Ég held að Sjálfstæðismenn séu bara ekki þannig manngerðir, að þeim hugnist flokkur sem talar út og suður í flestum málum, eitt í dag og annað á morgunn, og þeir bíða ekki eftir niðurstöðum skoðanakannana til að taka afstöðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2007 kl. 03:08

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Dofri þú mælir lög og ég kem hlaupandi tilbaka í Samfylkinguna, um leið og hlutur kvenna hefur verið réttur af!

Gunnar Theodór, ég hef séð svona skrif milljón sinnum...en hvernig framtíð óskar þú börnum Íslands með svona krónu (verðtryggða og óstöðuga)  og svona skammsýnafjármálaóstjórn sem verið hefur hér á landi?  Ísland kemst ekki í ESB með svona óstjórn...og ættu Sjálfstæðisfólk að ræða það!

Sjálfstæðisfólk...skammist ykkar að gera Íslandi ekki kleyft að hafa raunverulegt val árið 2007 um inngöngu í ESB.  Við KOMUMST EKKI INN , en það má ekki ræða!

sorry

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2007 kl. 08:57

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gísli...ég held þig vanti jarðtengingu!...eða eru þetta útúrsnúningar?  hvað með aðalmálið ...ÍSLAND KEMST EKKI Í ESB...(GETUR EKKI FULLGILDAÐ EITT NÉ NEITT!)?

þETTA MEÐ HERINN OG BÖRNIN OKKAR?  Er ekki Björn Bjarnason í Sjálfstæðisflokknum?

ESB myndi ekki breyta neinu hér um...nema verja okkur!

Ég hef áhuga á að koma á alvöru efnahagsstjórn, sem gefur íslensku þjóðinni VAL!! Og ég vil krónu sem er ekki verðtryggð, né sveiflukennd!

Framtíð barnanna okkar er innan ESB, annarlegir hagsmunir fárra auðmanna (og VG skil ég hreinlega ekki i sb. við ESB) en svo sannarlega ekki hagsmunir hins almenna borgara á Íslandi, hvað þá barnanna okkar að berjast fyrir ónýtri krónu og Bankatryggingu allra lána og efnahagsóstjórn, sem gerir ekki einu sinni KLEIFT að fullgilda ESB!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2007 kl. 11:25

4 identicon

Framsýnir Sjálfstæðismenn kjósa að sjálfsögðu frjálslyndan, velferðar og jafnréttisflokk og þar er bara einn flokkur á íslandi sem stendur undir þessu þ.e Sjálfstæðisflokkurinn.
Vg og Sjálfstæðisflokkurinn eiga hrós skilið fyrir að stíga það mikilvæga ályktun um evrópumálin. 
Hvorki seðlabankastjóri né formaður stærsta stjórnmálaflokks á íslandi telja að þetta eigi að vera á dagskrá.
Síðasta könnun Capacent Gallup sýnir stöðina eins og hún er í dag, Sjálfstæðisflokkurinn með 40% fylgi með sf er með 20% fylgi, vg með 25% og klárlega orðinn næst stærsti flokkur landsins.
Fólk spyr sig hversvegna er isg ekki búin að segja af sér, flokkurinn er klofinn, konurnar í flokknum farnar í vg, evrópumálin töpuð ( ekki verður mynduð stjórn án þáttöku annaðhvort vg eða sjálfstæðisflokks ) og forstjóri lv segir umhverfisumræðuna á villigötum.

Óðinn (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 11:55

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það er athyglisvert að þið strákar sem hér skrifið að ofan minnist ekki orði á að Samök Iðnaðarins telja aðild að ESB og upptöku Evru vera grundvallaratriði varðandi áframhaldandi vöxt efnahagslífsins og fyrirtækja landsins.

Staðreyndin er sú að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að skoða fordómalaust aðild að ESB - sjávarútvegurinn er búinn að sjá að honum er ekki ógnað af aðild, landbúnaðurinn á ágæta möguleika því tekið er sérstakt tillit til svæða eins og Íslands og landsbyggðin myndi njóta góðs af ýmiss konar styrkjum til dreifðra byggða og við niðurgreiðslu samgangna og flutningskostnaðar.

Það er með andstöðuna við virka þátttöku í alþjóðaviðskiptum s.s. með fullri aðild að ESB eins og andstöðuna/afneitunina á loftslagsbreytingar - þetta eru illa rökstuddar skoðanir sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lengi haldið hart fram og sporgöngumenn hans sumir eru fastir í. Komnir í ógöngur.

Dofri Hermannsson, 17.3.2007 kl. 14:09

6 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Það  er dálítið sem ég á afar erfitt með að skilja í bæði málflutningi Dofra og Önnu Belkovich sem tala eingöngu um krónuna okkar þegar talað er um aðild að EB. Við erum nú þegar með EES samninginn sem tryggir okkur mjög góða samninga við Evrópu, en tryggir jafnframt að við höfum vald yfir okkar auðlindum og einmitt að við þurfum ekki að lúta að slæmum reglum EB eins og til dæmis herskyldu. 

Mér finnst bara svo ótrúlegt að fólk vilji endilega leggja lýðræði og fullveldi Íslands í hendur EB bara út af krónunni. Því í ósköpunum ræðum við ekki frekar hvers vegna krónan  er eins og hún er? Því í ósköpunum ræðum við ekki að koma jafnvægi á íslenska efnahaginn með ábyrgri stjórn (sem er greinilega ekki á færi núverandi stjórnar)?  Hvað með þessar stóriðjuframkvæmdir sem sett hafa allt íslenskt hagkerfi úr jafnvægi og núna er að koma í ljós að skilar okkur ekki einu sinni arði né þeim hagvexti sem spáð var, vegna þess að jú, stóriðjan ruddi líka frá sér og gróf undan öðrum atvinnuvegum/fyrirtækjum. Með því var ekki reiknað í hagvaxtarspám síðustu ára. 

Er auðlind auðlind þegar hún skapar ekki arð? Er auðlind vel nýtt þegar hún er notuð í þágu sóunar?  

Andrea J. Ólafsdóttir, 18.3.2007 kl. 15:49

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Andrea, ég er að tala um krónuna og ESB í sömu andrá vegna þess að ég vil losna við þennan ónýta gjaldmiðil!  Ef það er hægt án fullgildingar ESB...þá væri ég fyllilega sátt við EFTAsamninginn!

Gísli, Björn Bjarnason vill stofna her!


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2007 kl. 17:08

8 identicon

Fyrirtækin í landinu kalla á stærri gjaldmiðil af þeirri einföldu ástæðu að agnarlítill gjaldmiðill sem er mjög viðkvæmur fyrir breytingum á efnahagsumhverfinu stendur í vegi fyrir vexti þeirra. Hann fælir erlenda fjárfesta frá, það er mjög erfitt að halda honum stöðugum sem svo aftur gerir hann dýrann því þeir sem nota hann þurfa að tryggja sig fyrir gengissveiflum.

Menn telja að á næstu árum verði þrjár myntir, dalur, evra og asíumynt. Ólíklegt er talið að íslenska krónan verði fjórða stórveldið þótt okkur þyki vænt um hana. Hún hefur þjónað okkur vel en efnahagslífið hér hefur stækkað og hún er ekki lengur nógu stór fyrir okkur. Heimurinn er líka að skreppa saman, við erum í samstarfi á ótal sviðum og það væri því tímaskekkja að einangra sig efnahagslega með því að "nota sér peninga fyrir 300 þúsund manns" eins og Hilmar í CCP segir. Flestir ef ekki allir eru sammála um að það sé ómögulegt að taka upp evru án aðildar að ESB.

Með fullri aðild væri hægt að hafa áhrif á þróun samstarfsþjóðanna, hægt að sækja í sameiginlega sjóði m.a. til styrktar íslenskum landbúnaði, til að styrkja byggðir sem búa við vondar samgöngur, það væri auðveldara að fjármagna ýmis rannsóknarverkefni og mun auðveldara fyrir íslensk fyrirtæki að fá til sín erlent fjármagn. Svo ekki sé talað um að við gætum opnað launareikning í hvaða banka sem er á meginlandinu og tekið svo óverðtryggt húsnæðislán á eðlilegum vöxtum.

Ég held, Andrea, að Vg muni lenda í vandræðum með þessa einangrunarstefnu sína í alþjóðaviðskiptum. Það var sannarlega athyglisvert að sjá í könnun Samtaka Iðnaðarins hvaða flokkur hafði næst mestan áhuga á ESB aðild - Vinstri græn! Ég held að það fylgi gæti nú farið að rúlla heim til sín þegar það áttar sig á því hvað þið eruð hörð á móti ESB.

Dofri (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 21:16

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gísli ég veit ýmislegt um her og hernað og heimavarnarlið.  Hingað til hefur verið herskylda í heimavarnarlið en ekki í "prófessional " heri!

Hvaða útúrsnúningur er það að heimavarnarlið sé ekki her?  Eða ertu ekki færari í hugsun en þetta?

Við fórnum engum fullveldisrétti og er ég alveg hissa að sjá þetta hvað eftir annað.!!

Má ég benda á að til þess að ganga í ESB þarf þjóð að vera sjálfstæð og fullvalda! 

 Austur Evrópuþjóðirnar sem nýbúnar eru að berjast hart fyrir sínu lýðræði (ólíkt íslendingum) og sjálfstæði eru allar í biðröð í ESB!  Skyldi það vera til að fórna fullveldisrétti sínum. ????

  Jón Sigurðsson væri óhress með svona málflutning, það er ég hand viss um!

Gísli, ég get tekið lán í Evrum, en launin mín eru EKKI Í EVRUM !!! Launin mín eru í handónýtri krónu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 10:34

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Bið bloggverja að halda umræðunni við málefnið frekar en persónur.

Dofri Hermannsson, 19.3.2007 kl. 14:51

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

úff Dofri..ég nenni þessu ekki lengur!

Það má ekki ræða þetta af neinu viti....hefur ekki breyst!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 15:23

12 Smámynd: Dofri Hermannsson

Gísli minn. Þú ert vonandi ekki að fara fram á að ég geri bara svipaðar kröfur til þín og Dharma?

Dofri Hermannsson, 19.3.2007 kl. 21:50

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég var sjálf á nákvæmlega sömu nótum og Gísli áður en ég fluttti út, fyrst til Danmerkur (6 ár) og svo til Hollands (2ár).

Áður en ég flutti út hugsaði ég næstum nákvæmlega eins og Gísli!   Vildi síst af öllu ESB til að gleypa littla Íslandið mitt!

Komst síðan að því að ESB er (eins og Gísli segir...) samningur! og mun gera okkur gott. Danir eru perlu danskir og Hollendingar svo sannarlega siðmenntaðir hollendingar (too much...) og við munum vera á vernduðu svæði, sem næstum útdauð tegund!  Hef miklar mætur á að varðveita ÍSLENSKUNA , held að hlutverk okkar á meðal þjóðanna verði að varðveita þetta gamla tungumál, ekki að virkja fyrir stór útlensk álver! ...Svo að lokum viljum við Gísli aðeins það besta fyrir framtíð Íslands og íslendinga!  Ég til dæmis gat ekki hugsað mér að sonur minn færi á mis við íslenska menningu...en kenni honum að sjálfsögðu hollenska (faðirinn er hollenskur) og Króatíska (faðir minn var Íslenskur króati ...flóttamaður frá 1958) og mest af öllu að vera ÍSLENSKUR því þar liggur stolt mitt!...þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber......

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 22:46

14 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sammála Anna - það er óþarfi að óttast og því opnara sem hagkerfi okkar er því samkeppnishæfari verður þjóðin - okkur öllum til hagsbóta. Einangrunarstefna er ekki af hinu góða - nema sem þáttur í smitvörnum kannski.

Dofri Hermannsson, 20.3.2007 kl. 00:07

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...HAHA dOFRI ..EN JÁ EINMITT!  þegar Ísland var sem opnast á Miðöldum voru okkar sögur skrifaðar...ÍSLENDINGASÖGURNAR...sem jafnast á við Bibliuna!

Enni hræðslu...bara STOLT! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.3.2007 kl. 00:14

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

peace love and happyness

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.3.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband