AF STYRMI

Styrmir Gunnarsson tileinkar mér heilan Staksteinaleiðara í Morgunblaðinu í dag. Yfirskriftin er AFSAKIÐ og tilefnið að biðjast forláts á því að aðstoðarritstjórinn sagði í "fréttaskýringu" á forsíðu blaðsins þögn hafa ríkt um umhverfismál í eldhúsdagsræðum Samfylkingarinnar.

Það er óvíst sé innistæða sé fyrir afsökunarbeiðni ritstjórans. Mun líklegra er að þarna sé hann að beita þeirri gamansemi sem hann er nú orðinn þjóðþekktur fyrir og hefur verið vottuð á hæstu stöðum. Hefur e.t.v. lesið þetta á prenti í morgun og slegið sér á lær! Sniðugt.

Ástæða afsökunarbeiðninnar var að í gær ritaði ég grein í blað ritstjórans þar sem ég rakti síendurteknar tilraunir Moggans til að gera lítið úr umhverfisstefnu Samfylkingarinnar í þeim tilgangi að draga athyglina frá metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í grænu málunum.

Ég taldi "blaði allra landsmanna" til lítillar virðingar að breytast í stækt málgagn Sjálfstæðisflokksins korteri fyrir kosningar. Það hefur kannski stuðað ritstjórann spaugsama.

Styrmir veit manna best að það eina sem er hugsanlega hægt að kalla grænt í Sjálfstæðisflokknum er ritstjórn Morgunblaðsins. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur hæfilegt að byggja 3-4 álver á næstu árum og sú skoðun er ríkjandi innan hans að loftslagsbreytingar hafi ekkert með athafnir mannsins að gera.

Ritstjóranum innmúraða þykir hins vegar vænt um flokkinn sinn og beitir þess vegna öllum ráðum til að vernda hann. Honum hefur augljóslega ekkert gengið að vinna grænum hugmyndum sínum fylgi innan flokksins og því bregður hann á það örvæntingarfulla ráð að ráðast á aðra. Beina athyglinni annað.

Örvænting ritstjórans yfir afturhaldi flokksins hefur tekið á sig ýmsar broslegar myndir t.d. að taka hið heilaga tákn Sjálfstæðisflokksins, bláa fálkann, og lita hann grænan. Í fyrra var fálkinn gerður bleikur.

Hvort tveggja er brandari af því það er í hróplegri mótsögn við afstöðu flokksins og það er sorglegt af því þessi meðferð á einkennistákni flokksins lýsir mikilli örvinglan.

Margir sannir sjálfstæðismenn hljóta að vera uggandi yfir framtíð fálkans bláa. Gulur, rauður, grænn og blár!

Ég hvet fólk til að setja upp sterkari gleraugun þegar það les fréttir Morgunblaðsins næstu vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þér er vorkunn Dofri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2007 kl. 18:35

2 identicon

Mikið rosalega eru sjálfstæðismenn tregir nema þeir viti ekki hvað rammaáætlun um nýtingu og náttúruvernd þýði.

Kannski það sé bara málið, það þarf að einfalda Fagra Ísland. Dofri hvernig væri það að skrifa "Fagra Ísland for dummies". Þú hefur nú reynslu af því að koma skilaboðum til unglinga um vímuefnaneyslu (samanber leikþáttur sem þú varst í og ferðaðist með í grunnskólum landsins), það ætti ekki að vera erfitt fyrir þig að koma skilaboðum til tregra sjálfstæðismanna.

Hlynur (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Algjörlega sammála, hér og hér.

Tómas Þóroddsson, 17.3.2007 kl. 19:51

4 identicon

Mér þykir það tregða að hafa lesið þessa síðu í lengri tíma og þurfa að spurja höfund síðunnar hvar hann standi í umhverfismálum, hvort hann vilji virkja og hvar hann vilji virkja.

Ég gæti talið það upp fyrir þig Gísli hversu oft hann sé búinn að gera grein fyrir því hvar hann standi, en ég hef ekki svo mikinn tíma svona á laugardagskvöldi.

Hlynur (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 21:04

5 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Ánægður með tvíræðni titils þessa greinakorns. Einnig er ég ánægður með Fagra Ísland, því það er eina vitræna plaggið sem komið hefur frá nokkrum stjórnmálaflokk um náttúruvernd. 

Sveinn Arnarsson, 17.3.2007 kl. 21:11

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Get tekið undir það að "Fagra Ísland" er góð hugsun.

Hins vegar kemur hún ekki á réttum tíma fyrir samfylkinguna. Það er nefnilega fáir sem eru tilbúnir til að kjósa flokk og semja svo um stefnumálin eftir kosningar.

Samfylkingin hefði þurft að setja þetta á blað strax eftir síðustu kosningar, vera búin að vinna eftir því innan sinna raða síðan og vera komin með lausn núna hvar á að friða, hvar virkja og hvar megi og megi ekki reisa álver o.s.fr.

Það er alveg ljóst vegna þessarar óákveðni samfylkingarinnar að hún á eftir að tapa í næstu kosningum en kannski á þetta plagg um "Fagra Ísland" eftir að leiða hana til sigurs í kosningunum eftir 4 ár, ef fólk innan hennar verður þá búið að vinna vinnuna sína.

Eða hvað segið þið? Eruð þið tilbúin til að kjósa stjórnmálaflokk sem býður ykkur að semja um stefnuna eftir kosningar?

Ágúst Dalkvist, 17.3.2007 kl. 22:36

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ágúst. Þarna er nú grundvallarmisskilningur á ferðinni. Þótt við séum duglegur stjórnarandstöðuflokkur þá höfum við ekki vald til að láta gera rammaáætlun um náttúruvernd. Við getum heldur ekki gert úttekt á verndargildi allra verðmætra svæða landsins - það er verkefni fyrir sérfræðinga.

Við erum hins vegar fyrsti og eini flokkurinn sem hefur lagt til að við nálgumst málin svona - að rannsaka fyrst hvað þarf að vernda, taka það frá og skipuleggja svo það sem utan þeirra svæða er undir annað ef svo býður.

Það er skynsamlegt, okkur liggur ekkert á, maður verndar ekki eftir á svo það er best að klára það fyrst. Kveðjur í sveitina.

Dofri Hermannsson, 17.3.2007 kl. 22:41

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

PS

Vil bæta við að við náðum í gegn þingmáli okkar um Störf án staðsetningar. Það er ekki oft sem stjórnarandstaðan nær málum í gegn en það gerðist þarna. Landsbyggðin má því búast við því að ef við komumst til valda losni á bilinu 800-1000 störf óháð staðsetningu innan ríkisgeirans sem landsbyggðarfólk verður sérstaklega hvatt til að sækja um.

Dofri Hermannsson, 17.3.2007 kl. 22:46

9 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Sæll Ágúst, í stefnuyfirlýsingu samfylkingarinar frá því í mai 2000 er mikið fjallað um umhverfismál. Svo kemur "Fagra ísland" sem beturbætt umhverfisstefna flokksins. Að sjálfsögðu þróast flokkar og sem betur fer þróumst við. Stöðnun er íhald.

Tómas Þóroddsson, 17.3.2007 kl. 22:48

10 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Verð að drífa mig að læra eitthvað svo ég geti sótt um eitthvað af þessari vinnu sem losnar

Takk fyrir kveðjuna og sömuleiðis frændi.

Þess vegna hef ég aldrei Tómas skilið afhverju sjálfstæðismenn eru kallaðir íhaldsmenn . Þjóðfélagið hefur þróast hraðar en nokkru sinni í valda tíð þeirra til hins betra

Ágúst Dalkvist, 17.3.2007 kl. 23:54

11 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég hef þróast hraðar en nokkru sinni fyrr og heimurinn hefur þróast hraðar en nokkru sinni fyrr. Og Davið býr í garðslöngunni Amma. Nei Ágúst, þetta er hvorki sjálfstæðisflokknum né guð að þakka/kenna.

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 01:47

12 identicon


Ég hef nú smá athugasemd við náttúruverndarstefnu þína. Það stendur á blogginu þínu að þú berjist fyrir náttúruvernd og bættum samgöngum. Hvernig ætlar þú að sameina þetta?

Kveðja
Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 12:25

13 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Afstyrmi???

Sigurður Ásbjörnsson, 18.3.2007 kl. 14:07

14 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Dharma, afhverju ert þú að minna á að VG vilja vísa efnameiri fólki úr landi ,þú heyrðir Árna Matt taka undir það í síðustu viku, er það ekki?

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband