20.3.2007 | 00:57
Störf án staðsetningar
Ég er ákaflega ánægður með að þingmál Samfylkingarinnar, Störf án staðsetningar, komst í gegnum þingið. Ef við komumst í stjórn eftir kosningar í vor verður hægt að ráðast beint í framkvæmd þess en það gengur út að að skilgreina öll störf hjá ríkinu sem er hægt að vinna óháð staðsetningu.
Það eru um 25 - 30 þúsund störf á vegum ríkisins og umtalsverðan hluta þeirra má vinna (og eru unnin) í gegnum tölvu. Flest í dýrasta atvinnuhúsnæði landsins. Fyrir margar stofnanir hefði þetta í för með sér sparnað í dýru skrifstofuhúsnæði og aðgang að stærri hópi umsækjenda en auk þess myndi þetta veita öllum landsmönnum jöfn tækifæri til fjölbreyttra starfa - óháð búsetu.
Það er talið að með eðlilegri starfsmannaveltu gætu um 300-400 störf án staðsetningar losnað árlega (tvö álver?) sem þá yrðu auglýst með aukalegum texta eitthvað á þessa leið: "Þetta starf hefur verið skilgreint sem starf óháð staðsetningu. Landsbyggðarfólk er sérstaklega hvatt til þess að sækja um."
Auðvitað þarf að gera margt fleira til að jafna stöðu landsbyggðarinnar en ég tel að þetta geti haft gríðarlega þýðingu. Byggðirnar þurfa á því að halda að unga fólkið komi aftur heim að lokinni menntun og mjög margt fólk, ekki bara það sem er alið upp á landsbyggðinni, vill gjarna njóta þeirra kosta sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða fyrir ungt fjölskyldufólk.
Þetta er eins og Kaninn segir "win, win situation".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ágæti Dharma. Það væri gaman ef þú sæir hvað þú ert í hróplegri mótsögn við sjálfan þig - þú ert t.d. í mun persónulegri samskiptum við fólk á þessari síðu en það jafnvel kærir sig um. Samt ert þú ekki að vinna með því, tekur ekki upp símann og talar við það (godforbid!) og hittir það ekki á fundum t.d. mánaðarlega sem væri hægur vandi í störfum án staðsetningar.
Í dag stundar fjöldi fólks fjarvinnu af þessu tagi, t.d. ýmisir Íslendingar sem hafa flutt vinnu sem þeir voru í erlendis með sér heim, fólk hér heima sem hefur flutt út á land en fyrirtækin hafa viljað halda í og síðast en ekki síst stunda hér líklega um 3000 manns fjarnám á ýmsum skólastigum, fá þannig fyrirlestra á hverjum degi, eiga í tölvusamskiptum við kennara sína og samnemendur og leysa saman í hópum margvísleg flókin verkefni.
Sem sagt - ekki bara að svara í símann, þótt það sé mikilvægt starf líka og réttilega bent á hjá þér að það megi líka gera hvar sem er.
Góðar fjarvinnustundir.
Dofri Hermannsson, 20.3.2007 kl. 08:38
Þetta er gott mál að styðja.
Haukur Nikulásson, 20.3.2007 kl. 09:41
Ég nefndi hvergi þýðendur eða prófarkalesara. Ég veit um fullt af fólki sem stundar fullt nám í fjarnámi - ég hef m.a. gert það sjálfur. Líklega eru um 700 manns, bara á Bifröst, í slíku námi. Ég hef líka unnið sem sérfræðingur við rannsóknarmiðstöðina á Bifröst - allt í gegnum tölvu. Helstu samstarfsaðilar mínir voru staðsettir í Danmörku og Færeyjum.
Staðreyndin er sú að mjög stór hluti starfa er unninn algerlega í gegnum tölvu og samskiptin geta auðveldlega farið fram í gegnum tölvu eða síma. Það er t.d. mun fljótlegra að taka frekar upp símann til að spyrja vinnufélagana um eitthvað en að standa upp, ganga í hinn endann á byggingunni og tala við viðkomandi.
Auðvitað er í mörgum tilfellum mjög gott að hittast líka til að ræða saman og styrkja hópinn og það er ekkert í vegi fyrir því.
En ég er glaður að þér skuli ekkert lítast á þetta Dharma. Það eru ágæt meðmæli með málinu.
Dofri Hermannsson, 20.3.2007 kl. 09:43
Dharma P Haarde, þér eruð sorglegt afsprengi sjúkra hugsanna! Ekki nóg með að þú staðhæfir um og berð uppá fólk hinar ýmsu skoðanir heldur ertu að níða menn persónulega eins og hér að ofan með því að reyna gjaldfella Bifröst og um leið nám Dofra. Skamm skamm!
(e.s. Ef störf án staðsetningar er lélegur gjörningur þá er nætækast fyrir þig að berjast gegn honum á heimasíðum þingmanna þíns eigin flokks.)
Aron Njáll Þorfinnsson, 20.3.2007 kl. 12:12
Styð þetta mál heilshugar frændi.
Ef allt fer í kaldakol eins og Dharma spáir þá er bara að hafa það, þá verður allt eins og það áður var, hvorki verra né betra, en ef þetta gengur upp þá er bara allt gott um það að segja
Ágúst Dalkvist, 20.3.2007 kl. 12:47
í símaviðtal vegna atvinnuumsóknar nýlega, og stakk uppá því hvort hægt væri að flytja starfið á Egilsstaði, viðmælandi minn hló, en benti svo á þegar honum var ljós alvara mín að nei það eru sko starfsmannafundir sem eru mjög mikilvægir sérstakleg til að viðhalda samheldni í hópnum (humm- er það þessvegna sem starfsmannafundir eru haldnir?), það verður erfitt að sannfæra marga möppuna um þetta "scheme"- hugmyndin er góð samt.
Tryggvi H., 20.3.2007 kl. 12:51
Dofri þarf ekkert að halda neitt, það eru þegar unnin alvöru störf á milli landa og það er markvisst unnið að því að þeim fjölgi. Forritarar vinna grimmt landa á milli og það er unnið að því hörðum höndum að koma hönnunarvinnu á það stig einnig. Framtíðin mun eiga sér stað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Störf án staðsetningar munu ekki þykja fréttir innan skamms svo sjálfsögð verða þau.
Aron Njáll Þorfinnsson, 20.3.2007 kl. 13:11
SkúliS - auður Íslands, í framtíðinni, mun ma. felast í fólki sem getur tileinkað sér nýja hluti. Ég hef trú á að slíkt fólk sé dreift um landið.
Aron Njáll Þorfinnsson, 20.3.2007 kl. 13:40
Sjálfstæðismaðurinn Skúli S ætti nú sem minnst að vera að tjá sig um kosningarloforð.
Ef þú villt kynna þér hvernig framkvæma á þessa hluti skaltu bara fara inn á heimasíðu samfylkingarinnar og skoða þetta í rólegheitum.
Það er nefnilega ekki mikil röksemd í því að halda fram hlutum eins og: "Hins vegar fer lítið fyrir því í kosningaloforðunum hjá ykkur hvernig á að framkvæma hlutina" Þegar málið er einfaldlega þannig að sá sem heldur þessu fram nennir ekki að leita sér uppi efnið. Þessar röksemdir ykkar Skúla og Dharma eru náttúrulega ekkert annað en "frauðplast".
Hlynur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:46
Gott að vita til að við erum amk sammála um það, SkúliS.
Aron Njáll Þorfinnsson, 20.3.2007 kl. 14:58
Þetta mál er komið í gegnum þingið og það ætti nú að segja mönnum að það er ekki bara samfylkingin sem er þessu hlynnt þó að hún hafi komið með málið fram.
Þar af leiðandi ættu þau skot sem eru látin dynja hér á samfylkingunni vegna þessa máls alveg eins að dynja á okkur sjálfstæðismönnum og fleirum.
Pólitík má aldrei fara út í það að verða trúarbrögð. Allir flokkar eru með einhverjar góðar hugmyndir og einhverjar slæmar og við eigum ekkert að vera hrædd við að taka upp góðar hugmyndir þó að einhver flokkur, annar en við aðhyllumst, finni upp á þeim.
Ágúst Dalkvist, 20.3.2007 kl. 15:15
Svei mér þá, það viðurkennist hér með að haukur (nú orðið nefndur Dharma) sé einn sá málefnalegasti umræðusnillingur, hvers texta ég hef augum litið.
Ég held hreinlega að krúttararnir hennar Guðríðar Arnar séu tveir. Annar er í Kópavogi og hinn er óstaðsettur í hús.
Þakka þér fyrir að fylla umhverfi mitt svona góðu útsýni, haukur.
Elfur Logadóttir, 20.3.2007 kl. 16:00
Það virðist þó skína í gegnum hann dharma einhver fyrirlitning gagnvart landsbyggðarfólki, vegna þess að hann heldur að ef landsbyggðarfólk verði hvatt til að sækja um að þá verði það ekki hæfasta fólkið sem að verður ráðið í stöðuna. Hann heldur því sem sagt fram óbeint að landsbyggðar fólk séu eitthvað lagara heldur en reykvíkingar.
Elfur, þú getur þar með þrengt aðeins staðsettninguna á húsi krútts númer 2.
Hlynur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:25
þetta er gott mál og vonandi verða mörg opinber störf auglýst sem störf án staðsetningar. Ég efast um að þetta verði 300-400 störf á ári en vonandi hef ég bara rangt fyrir mér. Dharma bendir á að persónuleg samskipti eru alltaf hluti af hverju starfi og það er alveg valid punktur. Ef starfið er auglýst sem "starf án staðsetningar" þá er það frjálst val þeirra sem sækja um, þeirra sem vilja vinna það utan hefðbundins vinnustaðar . Ég fagna því mjög að Samfylkingin hafi lagt þetta fram og komið í gegnum þingið.
Hver var að gera lítið úr menntun Dofra, er hann ekki leikari?
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:56
Ég þakka þann mikla áhuga sem þetta þingmál Samfylkingarinnar, Störf án staðsetningar, hefur vakið og athugasemdir bera vott um. Í athugasemdunum koma fram margar góðar spurningar og vangaveltur sem mig langar að fara aðeins nánar út í hér.
Tregða í kerfinu. Það er rétt að tregða getur verið á meðal stjórnenda að taka þátt í verkefni af þessu tagi. Þess vegna skiptir máli að fá stjórnendur með í liðið sem ætti ekki að vera erfitt því Störf án staðsetningar býður upp á sparnað á dýru skrifstofuhúsnæði og aðgang að hæfu fólki um allt land.
Mannlegi þátturinn. Það er auðvitað mismunandi eftir störfum hve miklar eða litlar kröfur þau gera um bein samskipti. Í fjarnámi á Bifröst sem ég þekki vel til er tekið á þessu með sérstökum vinnuhelgum þar sem fólk hittist, styrkir hópkenndina og fær fyrirlestra og vinnur verkefni sem betra er að vinna í hóp. Þetta má auðveldlega útfæra í atvinnulífinu.
Hæft fólk. Einhver varpaði því fram að með því að hvetja landsbyggðarfólk til að sækja um væri verið að mismuna umsækjendum. Það er misskilningur. Það er verið að hvetja fólk til að sækja um. Ég hef engar áhyggjur af því að landsbyggðarfólk standist ekki fyllstu kröfur. Þetta eru sömu raddir og oft heyrðust þegar farið var að hvetja konur til að sækja um hefðbundin karlastörf.
Frjáls búseta. Byggðaþróun eins og hún er í dag er þvinguð. Tækifærin eru ekki þau sömu á landsbyggðinni og í borginni. Landsbyggðin hefur samt upp á margt að bjóða sem borgin hefur ekki, s.s. barnvænt umhverfi, aðgang að náttúru og hesthús í göngufæri í stað kaffihúss svo dæmi séu tekin. Með því að jafna tækifæri fólks til atvinnu við sitt hæfi erum við í raun að stuðla að frelsi til að velja sér búsetu.
Fleiri fylgja í kjölfarið. Með markvissu átaki í að fjölga störfum óháðum staðsetningu verður til þekking á þessu sviði, fólk venst á að stimpla sig inn á tölvunni sinni í stað þess að ganga að stimpilklukkunni og fleiri fyrirtæki sem vilja spara í dýru atvinnuhúsnæði í miðborginni munu vilja fara sömu leið.
Hefð fyrir fjarvinnu. Þegar fleiri hafa kynnst fjarvinnu, hvort heldur er í störfum án staðsetningar eða fjarnámi opnast fleiri möguleikar t.d. á aukaefni fyrir nemendur í grunnskóla, á fjarnámi á framhaldsskólastigi fyrir nemendur á þeim svæðum þar sem ekki er framhaldsskóli (er reyndar til og nefnist dreifnám en mætti þróa frekar).
Ég held að það sé rétt sem líka var sagt í athugasemdum hér að ofan - eftir nokkur ár verður þetta sjálfsagður hlutur og engum þykir fréttnæmt að einhver vinni sem sérfræðingur á sviði fjársýslu eða menntamála og búi í Aðaldalnum eða Reykhólasveitinni. Jafn sjálfsagt og gsm.
Dofri Hermannsson, 20.3.2007 kl. 21:49
þetta er sko alls ekki galin hugmynd. Auk þess að ríkið auglýsi störf án staðsetningar má hvetja fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu til að gera slíkt hið sama.
Ég vinn hjá fyrirtæki sem gerir töluvert af þessu. Við þurfum að outsourca slatta af verkum og höfum myndað tengsl við flinka aðila úti á landi sem leysa sum þeirra fyrir okkur. Lítið mál.
Ibba Sig., 20.3.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.