Raflínur ekki í jörð nema...

raflínur straumsvíkAlcan er til í að setja raflínur í jörð en AÐEINS EF ÞEIR FÁ AÐ STÆKKA.

Er ekki bara sjálfsögð krafa að fyrirtæki eins og Alcan taki upp betri siði eftir því sem umhverfisvitund almennings vex. Er ekki alveg sjálfsagt að Alcan setji þessar línur í jörð ÞÓ EKKI VERÐI STÆKKAÐ?

Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir því lengi að fyrirtækið setji línurnar í jörð.

Það eru ekki skemmtileg skilaboð til Hafnfirðinga, þremur dögum fyrir kosningar, að NEITA AÐ FARA Í JAFN SJÁLFSAGÐAR UMHVERFISBÆTUR NEMA ÞEIR FÁI AÐ ÞREFALDA ÁLVERIÐ.

Drögum saman nokkur atriði úr málflutningi þeirra sem berjast fyrir hag Alcan.
Ef við fáum ekki það sem við viljum þá:

  • pökkum við saman og förum
  • verða hundruð manna atvinnulausir
  • lenda 1.500 Hafnfirðingar á vonarvöl
  • hættum við að styrkja þörf málefni
  • setjum við ekki raflínur í jörð eins og bærinn hefur beðið um (nýtt!!!)

Sjá einhverjir mynstur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Dofri

Er ekki rétt að fagna því að komið er til móts við óskir nágranna álversins, í stað þess að halda áfram að snúa öllu á hvolf?

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það er innantóm hótun að fyrirtækið leggi upp laupana eftir 6 ár. Í lok febrúar hljómaði þetta svona á heimasíðu Alcan:

Engar áætlanir eru uppi um lokun álversins ef ekki kemur til stækkunar, enda gengur verksmiðjan vel og árangurinn er góður

Landsvirkjun (ríkið) getur samkvæmt gagnkvæmu ákvæði í samningum framlengt samninginn um 10 ár.

Þess gerist þó alveg örugglega ekki þörf af því þetta álver er eitthvert best rekna og hagkvæmasta álver Alcan, skilar milljörðum í hagnað á hverju ári og er þess vegna ekkert á leiðinni burt.

Það er ekkert sem bendir til þess að þegar hluti orkusamninga losnar eftir 7 ár muni Landsvirkjun hækka orkuna það mikið í verði að Alcan neyðist til að fara.

Þetta er hræðsluáróður.

Reyndar hef ég heyrt að margir Hafnfirðingar séu búnir að fá svo yfir sig nóg af þessum gengdarlausa yfirgangi - allt frá Bó til hótana - að þeir vilja hreinlega að Alcan lofi því að pakka saman og fara ef þeir fá ekki að stækka.

Dofri Hermannsson, 28.3.2007 kl. 11:35

3 identicon

hmmm... hver er nú að væla? Dharma mér finnst þú nú ekki vera mjög málefnalegur og það er eiginlega bara ekki hægt að svara svona hlutum þegar þeir eru settir fram af eins miklu ofstæki. Pólitíkin er þá komin út í einhverja Ofsatrú... Öfgar.

Þeir hjá Alcan eru greinilega bara orðnir hálf desperat... Held nú samr að sem flestir sjá í gegnum það.

Annars er hún Rannveig Rist búin að standa í baráttu lengi.. fyrst stóð hún í baráttu við Alcan um að fá að stækka.. þeir vildu það ekki til að byrja með. Svo að fá orkusamninga og nú eru það kosningarnar.

Vonandi að úrslit kosningana verði skynsamlegar og ekkert verði af þessari stækkun. Við megum bara ekki við því.. svo einfalt er það. 

Björg F (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:53

4 identicon

Þú virðist ekki geta skilið conceptið bak við fagra ísland, Dharma.

Samfylkingin gerir sér grein fyrir því að innan flokksins eru mismunandi skoðanir uppi varðandi nýtingu á náttúrulegum auðlindum. Nú í stað þess að fara leið sjálfstæðisflokksins og kjósa um það hvort að flokkurinn ætti að vera virkjunarflokkur eða verndunarflokkur og þagga síðan niður í þeim röddum sem að töpuðu þeirri kosningu, þá var farinn önnur leið. Sú leið var að komast að sameininlegri ásættanlegri niðurstöðu sem myndi koma til móts við bæði þessi sjónarmið.

Niðurstaðan er afar einföld, það þarf að ráðast í það að kortleggja auðlindir okkar og náttúru, finna út frá  bæði hagfræðilegum, náttúrufræðilegum og samfélagslegum sjónarmiðum hvaða svæði skuli vernda og hvaða svæði skuli nýta.

Nú, það að Kristján Möller haldi því fram að nýting á orku þeistareykja til stóriðju sé vænlegur kostur, er ekki í andstöðu við fagra ísland, bara alls ekki, heldur bara ein af þeim hliðum sem viðkemur heildarmyndinni.

Það kæmi mér ekki á óvart, satt best að segja, að þegar búið væri að meta auðlindir og náttúru íslands út frá þessum þremur sjónarmiðum sem ég nefndi áðan, hagfræðilegum, náttúrufræðilegum (umhverfis), og samfélagslegum sjónarmiðum, þá verði niðurstaðan sú að virkjun á jarðhita við Þeistareyki verði bara hugsanlega mjög hagfræðilega, náttúrufræðilega og samfélagslega hagkvæmur kostur.

EN það vitum við ekki fyrr en þessi vinna er yfirstaðin, og það er það sem Fagra Ísland gengur út á eins og ég skil hana. Og Hana Nú

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:08

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Best ég árétti það sem Hlynur segir réttilega hér að ofan - og bæti e.t.v. aðeins við.

KLM hefur sagt að EF út úr Rammaáætlun um náttúruvernd kemur sú niðurstaða að nýta megi orkuna úr Kröflu, Bjarnarflagi og Þeistareykjum til atvinnusköpunar þá sé hann hlynntur því að það verði gert.

Þetta er í fullkomnu samræmi við Fagra Ísland sem gengur út á að rannsaka verndargildi íslenskrar náttúru og tryggja verndun verðmætra svæða áður en lengra er haldið í óafturkræfum framkvæmdum s.s. virkjunum, byggingu hálendisvega eða hálendishótela.

Sá er nefnilega munurinn á okkur og hinum að við viljum grípa strax í taumana til að forða því að við gerum afdrifarík mistök með því að ráðast í framkvæmdir á verðmætum, ósnortnum svæðum en við erumekki í prinsippinu á móti öllum virkjunum, á móti öllum vegum eða á móti allri aðstöðu fyrir ferðafólk. Við viljum hins vegar stjórna því hvar slíku er fyrir komið til að tryggja verndun verðmætra, ósnortinna svæða.

Til þess þarf fyrst að fara í vinnu við upplýsingaöflun - Rammaáætlun um náttúruvernd. Það verður að gera sem allra fyrst - því það er þetta ástand villta vestursins þar sem engar reglur ríkja aðrar en fyrstur kemur fyrstur fær sem er hin raunverulega og stóra ógn við náttúru landsins.

Á meðan aðrir flokkar láta sér nægja að hafa JÁ eða NEI skoðun þá höfum við rætt okkur að sameiginlegri niðurstöðu og mótað tillögur um aðgerðir sem hvorki gefa afslátt af náttúruverndarsjónarmiðum eða banna um alla framtíð allar framkvæmdir.

Það er gott að hafa skoðun en það er enn betra að hafa skýrt mótaðar tillögur um það hvernig maður ætlar að gera hugmyndir sínar að raunveruleika - og það höfum við.

Dofri Hermannsson, 28.3.2007 kl. 14:46

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Álver eru að sjálfsögðu ekki eina leiðin til að nýta íslenska orku. Það vita allir. Hingað hafa leitað aðilar sem vilja nýta orkuna til að búa til sólarrafhlöður og nýlega var fyrirtækið google.com hér að athuga með orku fyrir leitarmiðstöð sína.

Hafnfirðingar (og aðrir landsmenn) þurfa því ekki að óttast neitt EF SVO ÓLÍKLEGA VILL TIL AÐ RANNVEIG RIST STENDUR VIÐ INNANTÓMA HÓTUN SÍNA UM AÐ PAKKA SAMAN OG FARA.

Það verða nægir kaupendur að orkunni og næga vinnu að hafa hjá þeim fyrirtækjum sem við veljum að gera að viðskiptavinum okkar.

Dofri Hermannsson, 28.3.2007 kl. 14:53

7 identicon

Já það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, og hvað þá sjálfstæðismanni að skilja.

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:54

8 identicon

Sæll,

Ég er að sjá bloggið hjá þér í fyrsta skipti og ég vildi að allir stjórnmálamenn landsins væru þér sammála.

 Í sambandi við Alcan málið langar mig að spurja, þar sem ég er hafnfirðingur sem býr mjög nálægt Álverinu (þó ekki á völlunum), ætli við sem eigum íbúðir sem næst Álverinu eigum rétt á bótum þegar við sitjum uppi með íbúðir sem við getum ekki selt vegna mengunar, og hversvegna í ósköpunum er hafnarfjarðarbær að styrkja Hag hafnarfjarðar með því að lána þeim fánaborgir? Ætti ekki að skipta fánaborgunum milli Sólar í straumi og hags hafnarfjarðar,

 Mér finnst hafnarfjarðarbær ekki hafa staðið sig í upplýsingaveitu til bæjarbúa, þeir hefðu átt að setja kosti og galla á blað fyrir bæjarbúa, Verðbólguspár, mengun, fall á íbúðaverði osfv.

Það væri líka gaman ef einhver trúverðugur aðili mundi sjá um mengunarmælingar td. hér á holtinu. Auðvitað á bara bærinn að bjóða það út og senda svo Alcan reikninginn. Það eru tveir leikskólar hér á holtinu og það þarf að vita það hvort starfsfólkinu þurfi að halda börnunum inni í ákveðnum vindáttum

 Ég vona að meirihluti hafnfirðinga hafi eitthvað á milli eyrnanna, noti kosningarétt sinn og kjósi gegn stækkun álversins,

Solla (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:03

9 identicon

Nei, Dharma, ég er orðinn frekar leiður á því að þurfa að svara svona vitleysu, maður fer bráðum að hætta að nenna því.

Það hvaða ástæða liggur á bak við þá skoðun þína að eitthvað fótbolta lið í enska boltanum er best, byggist á tilfinningum.

Það hvaða svæði eigi að nýta og hvaða svæði eigi að vernda, á að byggja á föstum rökum, hagfræðinnar, umhverfisfræðinnar og samfélagsfræðinnar. Þetta er að mínu mati afar skynsamleg leið og allir þínir útúrsnúningar eiga sér litla von gegn slíkum rökum.

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:27

10 identicon

Skúli. Raforkusamningur Alcan við Landsvirkjun líkur eftir 6 ár. þá þurfa þeir að endursemja. Í ákvæði samningsins getur Landsvirkjun krafist 10 ára framlengingar ef þeir vilja (en það er nú ekkert víst.. kannski vilja þeir selja orkuna til annara fyrirtækja) og sú krafa gengur á báða bóga. Þannig að Alcan verður hér í 16 ár í viðbót ef ríkið vill.. hvort sem að Alcan líkar það betur eða verr.  Alcan er nú rekið með góðum hagnaði svo þeir tapa allavega ekki á því. Þessar upplýsingar ætti að vera hægt að fá staðfestar hjá Þorsteini upplýsingarfulltrúa Landsvirkjunar ef menn vilja.

Eftir 16 ár vitum við að þjóðfélagsþróunin verður orðin allt önnur. Ég vil benda aftur á að Norðmenn hafa þegar byrjað á að loka álverum hjá sér og Kanadamenn sagt stopp.  Gleymum ekki að Álverksmiðjan fyrir austan á EFTIR að opna.

Björg F (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:49

11 Smámynd: Ingimar Ingimarsson

Vá hvað allir eru reiðir hérna. Ég get ekki skilið betur en að tveir aðilar séu varðandi línur í jörð. Það er annarsvega lína net og svo hinsvegar álverið. Það er lína net sem hefur ávalt neitað að setja línurnar í jörð. Hverjir eiga svo línu net? Jú við. Samt fáum við ekki að kjósa um það. Það kemur okkur, sem eigum línu net, ekki við. Hverjir hafa svo stjórnað línu neti? Þar sem orkuveitan og landsvirkjun eiga línu net, þá getið þið séð það. R-listinn setti þær ekki í jörð, sjálfstæðisflokkurinn ekki, VG ekki, Framsókn ekki.

Nú er ætlast til að Álverið sem kaupir orkuna geri það. Ég veit ekki betur en álverið hafi ákaflega lítið með þessar línur að gera, enda á ábyrgð seljanda að koma rafmagni til kaupenda. Er ekki eitthvað um þetta í raforkulögum?

 Munið svo það er gott fyrir okkur öll að fá lýðræðislega umræðu um málefni, ekki menn og upphrópanir. Lifi lýðræðið.

Ingimar Ingimarsson, 28.3.2007 kl. 16:12

12 Smámynd: Dofri Hermannsson

Á þessari síðu hafa verið færð mörg mjög góð rök fyrir góðum rekstrargrundvelli álversins í Straumsvík um langan tíma. T.d. þetta

  • Að Alcan segir það sjálft þangað til það hentar þeim frekar að hræða fólk
  • að það er ekki síður hægt að endurbyggja í Straumsvík þegar að því kemur en að byggja nýtt álver í sömu stærð frá grunni í Helguvík en það eru margir til í að gera það - varla væru þeir að því ef það væri vís leið til að tapa peningum

Skúli - ég skil að þú sért hræddur - þú ert fórnarlamb hræðsluáróðurs!
Það getur ekki verið þægilegt, það er ekki gott þegar afkomu manns er ógnað.

Þú getur hins vegar verið rólegur, álverið er ekki á leiðinni burt.
Prófaðu að krefjast þess af Rannveigu að hún lofi því að álverið fari - sjáum hvað hún segir.

Dofri Hermannsson, 28.3.2007 kl. 16:31

13 identicon

Því má bæta við að Áverið auglýsir nú á fullu þann mannauð sem felst í góðu og reyndu starfsfólki.

Af hverju ættu þeir að loka og opna á nýjum stað þar sem þjálfa þyrfti upp allt starfsfólkið í stað þess að endurnýja þetta álver?

Ingólfur (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:52

14 identicon

Skúli.. þetta yrði ekki einhliða ákvörðun. Alcan og Landsvirkjun hafa samið um það að annar aðilinn getur framlengt samninginn um 10 ár.

Hvort að þú viljir svo trúa því eða ekki karlinn minn er annað.. en þú getur prófað að spyrja Rannveigu..

Annað.. þá finnst mér þessar umræður bara vera nokkuð skemmtilegar.. Gullið tækifæri til þess að fá að taka sjálf þátt í umræðunni í staðinn fyrir að hlusta á þær í sjónvarpinu.. Lifi málfrelsið..  Góða skemmtun..  

Björg F (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:57

15 identicon

Sæll Dofri

Aðeins vegna þess að þú nefndir goggle.com.  Þeir eru með 450.000 vélar og samtals þurfa þær 20 MW.  Til gamans má geta að það jafngildir rafmagni fyrir 34 ker af 480 kerjum sem eru í Straumsvík.  Seint myndi goggle setja öll egg í körfu á Íslandi.  Samband okkar við umheiminn er með þeim hætti að það þarf að leggja í kostnað upp á milljarða til að tryggja tengingar við veröldina.  Ef goggle kæmi með 1/4 af sinni starfsemi hingað þyrfti 5MW til að fullnægja rafmagnsþörfinni.  Þarf að ræða þetta frekar?

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 17:59

16 identicon

Mér finnst þessi umræða vera nokkuð monotónísk og ganga eingöngu út á þá kosti sem álverinu standa. Hvað með aðra kosti?

Er það eitthvað hættulegt að álverið fari? Eru álver eina tækifærið sem íslendingum býðst til þess að skapa þjóðfélaginu tekjur?

Nú gæti margir sagt, hvað með starfsfólkið? Er þér alveg sama þó að fólk missi vinnuna? Ég segi nei auðvita er mér ekki sama, en þó að álverið fari þá eru það alls ekki endalokin það er ýmislegt annað hægt að gera. Ég er hundrað prósent viss um að það sé til mun umhverfisvænni, arðbærari, hagkvæmari etc. lausnir sem gætu skapað mun fleirra fólki störf heldur en þetta blessaða álver.

Aðeins með þennan hræðsluáróður um að fólk gæti misst vinnuna ef (NOTA BENE EF) álverið mun fara ef ekki verði af stækkun. Ég get ekki betur séð enn að stjórnarflokkunum sé nokk sama um að fólk út á landi sé að missa vinnuna vegna fárra tækifæra, handónýtri kvótastefnu, og svo mætti lengi telja. Er ykkur alveg sama um það fólk? Er fólk á landsbyggðinni eitthvað verra en fólk á höfuðborgarsvæðinu?

Þetta er ekki svona svart og hvítt eins og menn virðast halda.

Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 18:16

17 identicon

Landsvirkjun getur jú krafist um 10 ára framlengingu á samningnum og eins getur Alcan það líka ef Landsvirkjun vill hætta sölu á raforku þeirra. Það er rétt sem Dharma segir.. enda er hann alls ekki vitlaus.. að Alcan geti þá borgað sektir og farið samt. Þær sektir yrðu gífurlega háar.. segir sig sjálft. Og sérstaklega í ljósi þess þegar álverið er rekið með hagnaði.. Hvað væri þá vitið? Einfalt reikningsdæmi eins og Dharma segir  Annars þá tek ég undir það mesta sem Helgi sagði.. auðvitað snýst þetta ekki um hvort að álverið fer eða ekki..

Fyrir mína parta þá væri ég nú poll ánægð með að þeir hyrfu bara.. og ljáir mér bara hver sem vill. Það er engin spurning að Landsvirkjun mun geta ráðstafað þeirri orku sem losnaði í eitthvað mun jákvæðara og sérstaklega á tímum aukins orkuskorts í hinum hnattvædda heimi. 

Björg F (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 18:35

18 identicon

Ef fyrirtæki skilar hagnaði ár eftir ár er þá líklegt að eigendurnir stefni að því að loka því? Getur hugsast að e-ð annað en verri rekstrarhorfur hafi orðið til þess að Alcan fjarlægði af vef sínum frasann um að allt væri í góðu gengi í Hafnarfirði? Ætli kosningarnar spili þar inn í? Kannski þetta hafi verið innsláttarvilla.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 19:21

19 Smámynd: Ingólfur

Mér þykir þú segja fréttir Tryggvi að hugsanleg starfstöð noti ekki nema um 7% af þeirri orku sem Alcan notar í dag. Það er þá líklega milli innan við 3% af þeirri orku sem stækkað álver mundi nota.

Samt kæmi stlatti af störfum  og skattekjum og ef hugmyndir um að hafa eitthverja þróunnarstöð hérna verða að veruleika að þá er það ekki aðeins hálaunastörf (án vakta og mikillar yfirvinnu) heldur líka nauðsynlegur stuðningur við uppbyggingu við hátækniiðnaðarins.

Allt þetta fyrir brotabrot af orkunni sem þyrfti til að stækka álverið, brotabrot af náttúruspjöllunum og án aukinnar mengunnar.

Bæting á tengingunni við umheiminn er síður en svo neikvæð fyrir okkur og í raun bráð nauðsnynleg hvort sem tölvufyrirtæki komi hingað eða ekki. Auk þess er hún fjárhagslega arðbær.

Ef eitthver hefur verið í vafa um að áherslan á endalausar stækkanir og nýbyggingar álvera væri allt of mikil að þá hefur þú nánast sannað það og skalt hljóta þakkir fyrir.

Kveðja,

Ingólfur, 28.3.2007 kl. 21:24

20 identicon

Hárrétt hjá Ingólfi, og vel mælt hjá þér Tryggi Skjaldarson.

Þú segir Tryggvi, sem að meikar mikið sens, seint myndi google setja öll egg í körfu á Íslandi. Ég er alveg sammála þér í því enda væri það tómt rugl og mjög áhættusamt.

Leyfist mér að spyrja í framhaldi af því, Af hverju í ósköpunum ættum við, íslendingar, að setja öll okkar egg í sömu álverskörfuna, finnst þér það ekki galin hugmynd, þeim hjá google.com finnst það allavegna ekki satt???

Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 21:41

21 identicon

Hvert stefnir vor þjóð , er þetta  ekki framtíðarmaður hjá Samfylkingunni, þessi Dofri.

HÞH (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 00:00

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er hægt að treysta Alcan til að fullnusta þennan auglýsta samning? Verður kannski snúið við blaðinu "af óviðráðanlegum ástæðum" eftir kosninguna? Eða er þetta kannski einungis B-leið þeirra, ef Sandgerðingar o.fl. loka á línulagningu ofan jarðar?

Og aftur: Er hægt að treysta Alcan nokkrum dögum fyrir kosningarnar? Og ætli þeir komi út með hreinan skjöld, þegar Persónuvernd birtir loksins niðurstöður athugunar sinnar? -- nota bene: EFTIR helgina!

Er gott að leggja svona mörg egg í sömu körfuna, ef Rio Tinto tekur síðan við öllu heila klabbinu?

Spyr sá, sem ekki veit, en grunar margt.

Jón Valur Jensson, 29.3.2007 kl. 01:25

23 identicon

Finnst vanta í umræðurnar fórnarkostnað allra heimila á landinu verði af stækkun.

Tekið úr Hálf fimm fréttum Kaupþings þann 26.03.2007:

"Ef stækkunin verður samþykkt má búast við áframhaldandi verðbólgu, háum stýrivöxtum og viðvarandi viðskiptahalla á meðan framkvæmdunum stendur."

Hvað þýðir t.d. 2% meiri verðbólga í tvö ár fyrir fjölskyldu sem er með 20 milljón króna verðtryggt húsnæðislán? Jú, fyrra árið myndi vera 400.000 kr. seinna árið 440.000 kr...

Og þá erum við að tala um að allir með verðtryggð lán borgi þennan fórnarkostnað, ekki bara þeir sem "græða" í Hafnarfirði...

Andrés (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:14

24 identicon

Það er til fólk sem framkvæmir og fólk sem gagnrýnir þá sem framkvæma. Smári Geirsson framkvæmdi á Austurlandi og var gagnrýndur af síðastnefnda hópnum sem í framhaldinu lýsti Vestfirði stóriðjulaust svæði. Hver er svo niðurstaðan!!. Gott innlegg Tryggvi með Google, er þetta virkilega rétt þurfa þeir bara 20 MW!. Fagra Ísland er fögur og góð stefna sem ég styð 99 %. Bara það að menn ætli sér amk. 5 ár í stopp án þess að skoða hvaða afleiðingar það getur haft er bæði óábyrgt og einkenni á stærsta galla einstakra jafnaðarmanna þeas leti og umræðupólitík án ákvarðanna. Með kveðju Samfylkingarmaður í gegnum súrt á sætt

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:51

25 identicon

Sæll Helgi Bárðarson

Það er ekkert verið að setja öll egg í álverskörfuna.  Sem betur fer er atvinnulíf fjölbreytt á Íslandi.  Spurningin er: á að nýta orku sem býr í fallvötnum og jarðhita eða ekki.  Hvaða aðrir kostir en álver til að nýta orkuna?  Var bara að benda á að það er ekki nóg að grípa eitthvað eins og Goggle.com sem valkost til að nýta orku, þegar ljóst má vera að orkuþörfin er hverfandi lítil.  Jafnvel sá ágæti maður Ómar Ragnarsson fellur í þá gryfju að grípa þetta á lofti og benda á sem valkost.  

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan   

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:53

26 identicon

Tryggvi, finnst þér það virkilega galli að hægt sé að byggja upp nýjan iðnað án þess að það krefjist þess að við ráðstöfum öllum okkar virkjunnarkostum?

Ingólfur (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband