Allt íbúakosningunni að kenna?

Maður kemst ekki hjá því að spyrja sig hvort þetta sé Samfylkingunni og niðurstöðu íbúakosningar í Hafnarfirði að kenna! Um 10.000 manns í Toulouse að missa vinnuna - líklega allt af því Hafnfirðingar (sem fljúga í flugvélum eins og annað fólk) vilja ekki gera skyldu sína og framleiða meira ál.

Að sögn Hags Hafnarfjarðar munu um 1.500 Hafnfirðingar lenda á vonarvöl EF þeir 216 Hafnfirðingar sem vinna í Straumsvík missa störf sín á næstu árum og áratugum. Ef störf starfsmanna í Toulouse eru jafn gefandi fyrir samfélagið og störfin í Straumsvík þá má reikna með því að tæplega 70.000 manns (sem "fara út að ganga með barnavagna á sunnudögum") séu nú að lenda í allsleysi og vosbúð.

Það er margt sem helmingur Hafnfirðinga (og Samfylkingin auðvitað) hefur á samviskunni.


mbl.is Starfsmenn Airbus í Toulouse mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Dofri.

Það fer ekki á milli mála þetta er stjórnleysi í Hafnarfirði hjá ykkur Samfylkingarmönnum sem mun koma ykkur í vonda stöðu þegar framlíða stundir að vera að koma á illkvittni á milli fólks með þessum kosningum sem er dapurleg þið munuð sjá þetta eftir páska.þegar stjórendur Álversins í Straumsvík koma saman

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson. (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 13:42

2 identicon

Þetta eru góð rök hjá þér Gísli Kr. Björnsson.

Það má vel vera að Formaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórinn í Hafnarfirði og þessi öfgahópar eins og ég kalla þessa hópa   taki upp nýar siðvenjur og fari að neyta grænkálstunda svo ég bæti við krækiber og ling.

Þetta mál snýst um afkomu fólks sem býr í þessu landi þess vegna þarf fyrirtæki eins og Alcan pláss til að athafna sig og vera meðal fremstu fyrirtækja á þessu sviði.

Ég veit það sjálfur eftir að hafa verið í samtölum við menn sem voru að ná í þetta ál í Rotterdam frá skipum sem voru að losa spurning mín til þeirra var hvernig er álið frá Alcan  þá sögðu þeir mér að þetta ál frá álverinu í Straumsvík væri það besta á þessum markaði enda eftirsótt.

Alcan í Straumsvík hefur greidd miljarða í tekjur fyrir Hafnarfjaðabæ og skatta og skyldur sem nema hundruði miljarða króna til Ríkissjóð síðan þorir Samfylkingar bæjarstjórinn ekki að framfylgja lögum sem hann starfar eftir. Nú er þessi bæjarstjóri í Hafnarfirði búin að koma þessu máli í uppnám.

Nú eftir páska mun koma í ljós hvert þetta álver fer nema að bæjarstjórinn sjái að sér og taki á þessu máli og leyfi heimild að stækka megi álverið annað kemur ekki til greina.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 15:23

3 Smámynd: Elfar Alfreðsson

Þessar uppsagnir tengjast Hafnafirði ekki neitt. ( ekki nema þeir hafi pantað fullt af A380 flugvélum og hætt svo við að kaupa þær )

Airbus hefur verið í kreppu seinustu 2 ár út af því að framleiðsla á nýjustu flugvélini þeirra, A380 flutningaflugvél, hefur dregist og eru þessar uppsagnir ( það er verið að segja upp í fleiri verksmiðjum en þessari ) lausn stjórnarmanna Airbus við því tapi sem fyrirtækið er búið að hljóta vegna seinkunarinar.
Tapið var um 500 miljónir evra ( til að lesa nánar -> http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1257678 )

Elfar Alfreðsson, 3.4.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Jóhann Páll

Það er leitt að sjá að þú skulir ekki treysta kjósendum til að kjósa um þverpólitísk mál og dálítið undarlegt þar sem þú treystir þeim til að kjósa stjórnmálamenn. 
Um þetta verðum við að vera ósammála enda lítur Samfylkingarfólk ekki svo á að það sé einræðisstjórn kosin til fjögurra ára í senn.

Gísli. Aðeins um upptalningu þína og hvað hún sýnir fram á:

A) Þú ferð á mis við aðalatriðið - Samfylkingunni er einum flokka treystandi til að standa við loforð sín um lýðræðislega stjórnarhætti.

B) Ísal/Alcan hefur ekki síður fengið stuðning frá íslensku þjóðinni/Hafnfirðingum en þjóðin frá fyrirtækinu. Hvílíkt þýlyndi! Við eigum að horfa fram á veginn þegar við gerum upp hug okkar til umdeildra mála sem varða framtíðina - ekki í baksýnisspegilinn. Það gerir maður þegar maður er að bakka!

C) Þjóðin á landið og verðmæti þess. Hún er upp á rönd yfir því að álrisar og orkufyrirtæki komist upp með að valsa upp um heiðar og móa og ráðstafa með óafturkræfum hætti verðmætum náttúrperlum. Þess vegna er engin sátt um umsvif fyrirtækja í þessum geira og af því að Samfylkingin vill leyfa kjósendum að segja álit sitt á þessum málum geta fyrirtækin ekki gengið út frá því sem gefnu að það sé nóg að taka í spaðann á iðnaðarráðherra og bæjarstjóra til að fá aðgang að náttúru landsins. Sorrý en sá tími er liðinn. Samfylkingin vill hins vegar nýta næstu misseri í að kortleggja verðmæt svæði og tryggja vernd þeirra svo það sé hægt að vinna að þessum málum í sátt í framtíðinni. Út á það gengur Fagra Ísland.

D) Gísli - þú ert betri en þetta. Comon! það hefur engu kolaknúnu álveri verið lokað til að framleiða ál hér. Það er nóg af vatnsafli annars staðar t.d. í Afríku sem vel að merkja er mun nær upprunastað hráefnisins og þarf því ekki að brenna mikilli olíu til að transportera áli norður í ballarhaf og suður aftur - svona af því þér er svo umhugað um loftslagið. Og þetta með börnin - ertu ekki að rugla saman við teppin?

Ekki veit ég neitt um þríhöfða börn en hins vegar er athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn er eins og þríhöfða þurs í málinu og talar sinni röddu með hverjum haus. Forystan segir að kosningin og niðurstaðan sé vont mál, Davíð segir að stækkun sé vont mál og Mogginn segir að kosningin sé hið besta mál - stórt skref í átt til aukins lýðræðis osfrv.

Átti ekki Sjálfstæðisflokkurinn að vera svo sammála um alla hluti? Þrjár mismunandi skoðanir - ein úr hverjum munni blárisans!

Dofri Hermannsson, 3.4.2007 kl. 17:27

5 identicon

Þetta er alveg með ólíkindum þessi málflutningur..

Hvað hefur það með skoðun um hugsanlega stækkun á álverinu að gera hvort að fyrirtækið hafi verið gott við Hafnfirðinga?

Ótrúlegt að þeir sem voru andvígir stækkun skuli vera stimplaðir einhverjir ál-hatarar? Þetta er svo furðulegt að það tekur því ekki einu sinni að svara því...

pirrar mig bara.. og ég ætla að hætta að pirra mig og því hætta að lesa þetta bull (já því þetta er bull) sem Dharma eða öðru nafni jóhann páll símonarson og hans kónar skrifa..

Gleðilega páska..

Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:57

6 identicon

Heill og sæll Dofri.

Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að svara því sem þú skrifar það er betra enn Guðríður Lilja Grétarsdóttir sem er  eins og flóðhestur út um allt svarar engu um leið og athugasemdir koma skrifar hún strax til að komast undan því sem hún stendur fyrir.

 Til að svara þér hvort ég treysti ykkur því er til að svara því miður flokkur sem getur ekki tekið ákvarðanir er ekki markverður því miður Enda ertu í miklu baráttu að verja þitt fólk sem ég skil mæta vel.

Enn Samfylkinginn  þið  eruð í mjög slæmum málum eftir þessar kosningar kjósendur munu muna eftir þessu brambolti ykkar. Enda veistu það sjálfur þetta var aðför að Álverinu í Straumsvík og fólkinu sem hefur sitt lifibrauð að þessari starfssemi sem bæjarstjórinn og þitt fólk sem var kjörið til þess að taka ákvarðanir samkvæmt lögum og þeim ber að gera það samkvæmt þeirri hugsun samfylkingarmanna ekki annara eða íbúa svo það sé á hreinu sveitarstjórnarlög kveða á hvernig á að framkvæma.

Enn þeir þorðu ekki að taka ákvörðun út frá bestu samvisku sinni bæjarstjórinn og hans fólk var undir pressu frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem ætlaði að nota þetta sem leik í kostningarbaráttuni enn eftir þetta allt saman munu kjósendur hugsa sinn gang áður enn það greiðir atkvæði mundu það. Ég er ekki að hóta þér heldur bendi ég á staðreyndir málsins.

Ennfremur eru skiplagsmál í Hafnarfirði ekki í góðum málum þá á ég við allar þessar nýbyggingar sem hafa verið byggðar of nálægt Alcan það er ekki Alcan sem tók þá ákvörun heldur var það Samfylkinginn í Hafnarfirði sem gerði það. Þetta Álver í Straumsvík var fjarri mannabyggðum áður enn allt var byggt upp skoðaðu þetta vel áður enn þú ferð að blanda þér í þessa umræðu. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:27

7 identicon

Gísli minn.. ég hef aldrei kallað þig náttúruandstæðing..

Restina af athugasemd þinni las ég ekki af því að ég einfaldlega nenni því ekki.. það eru að koma páskar..

Farið nú svo út að leika ykkur strákarnir mínir....

Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:44

8 identicon

En reyndar Gísli og aðrir mætir Áfram með Ál-sinnar þá get ég kannski útskýrt þetta fyrir þig á mjög einfaldan hátt.. og vona að þú skiljir..

Mér finnst fiskur góður.. hann er í matinn með soðnum kartöflum og fullt af remúlaði.. ég borða og borða og borða.. þangað til ég er orðin svo södd að ég get ekki meir.. fiskurinn er ekkert verri fyrir það... ég er bara búin að fá nóg.

ég hef ekkert á móti fiski..

og þaðan af síður öðrum mat..

ég er bara södd..

Þannig lít ég og stór hópur íslendinga eins á álið og Ísland..

Við erum ekki á móti áli..

Við erum bara orðin södd

Vonandi að þetta síast svona hægt og rólega inn hjá ykkur eftir að þið hafið fengið að blása vel út....

Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:01

9 identicon

Hvað fyndist ykkur ef

1. Þið fengjuð lóð hjá bænum

2. Þið greidduð 8 milljónir í lóðar og gatnagerðargjald

3. Þið létuð hanna hús og greiduð 1 milljón

4. Þið undirbyggjuð framkvæmdina og framtíð ykkar

5 Svo myndi bærinn ákveða að spyrja nágrananna hvort þið mætuð byggja hús

6. Þeir segði nei

7. Þið sætuð uppi með lóð og hannað hús

Allt í lagi og gott mál að spyrja íbúana, hefði ekki verið betra að spyrja þá áður en liður eitt er framkvæmdur. Er ekk alveg jafn stoltur af félögum mínum og þú Dofri

SAS (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:05

10 identicon

Svo er það eitt þegar maður þarf að stjórna og láta enda ná saman 1. Tekjur heimilisins eru 200.000 kr/mán 2. Úgjöld stefna í 250.000 m.a. vegna launahækkunar tónlistakennarans

Einhver vill fá að rækta kartöflur í horni garðsins og greiða fyrir það 50.000 kr/mán

En því er umsvifalaust hafnað því grasið er svo fallegt

Göfugt en gengur ekki upp

Lifi hin gamla 30 % Samfylking ehf.

SAS (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:12

11 identicon

SAS - Dharma - Jóhann Páll Símonarson.. Sami einstaklingurinn - sama tuggan..  

Björg F (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 01:10

12 identicon

Það fer greinilega alveg gríðarlega í taugarnar á stórum hluta Sjálfstæðis og Framsóknarmanna sú " ósvinna "að íbúum byggðakjarna sé sjálfum treyst fyrir því að taka afstöðu til mála sem snertir þá mjög til framtíðar ,í sjálfu bæjarfélaginu.

Allavega er  mjög gott fyrir fólk að fá þessa afstöðu núna svona rétt fyrir kosningar.

Fortíðin er að baki það eru nýjir tímar í nánd. Samfylkingin er á réttri leið.

Ekki ómerkara blað en Morgunblaðið  tekur undir öll sjónarmið Samfylkingarinnar í þeirri hugmyndafræði sem að baki liggur í því íbúalýðræði sem hafnfirðinar nutu sl. laugardag þann 31,. mars 2007.... það eru tímamót.

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 11:33

13 identicon

Kæri Dharma.. ég þakka þér fyrir laaaaanga útlistun á því að ég sem aðrir geti bara ekki tekið upplýsta ákvörðun..

By the way... það veist þú bara ekkert um.. Og reyndar er ég nú það "vel ættuð" að mínir nánustu ættingjar eru að vinna við að semja við Alcan og öll þessi stórfyrirtæki. Hanna virkjanir og fleira. Eins þykir mér fyrirtækið Alcan hafa staðið sig vel að mörgu leyti og þeir hafa verið eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur verið góð mjaltarkú fyrir Landsvirkjun.  Ég er ekki tóm í hausnum frekar en aðrir sem kusu á móti stækkun.. Ég þakka þér samt umhyggjuna fyrir okkur sem þú telur vera"óupplýst" og að þú skulir bera hag okkar svo sterkan í brjósti..

Málið er samt að þetta snýst ekkert um þetta..

Ég bendi þér því á að lesa aftur það sem ég skrifaði um fiskinn og remúlaðið..

aftur og aftur og aftur.. þangað til þetta síast inn og áður en þú heldur áfram að blása..

Eigðu fallegan og gleðiríkan dag..

Björg F (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:14

14 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ef svo ótrúlega myndi vilja til Björg að þú myndir bjóða mér í fiskinn og skammtaðir mér á disk, þá myndi ég sennilega skilja remúlaðið eftir þar sem mér finnst það ekki gott með fiski (nema þá fiskibollum).

Það þýðir þó ekki að ég sé á móti remúlaði, heldur findist mér það ekki vera bara í réttu samhengi.

Ég er nefnilega ekki á móti íbúalýðræði eins og flestir halda og sennilega eru fáir sem skrifa hér á móti því, en mér finnst ekki hafa verið rétt að því staðið í Hafnarfirðinum og ég er viss um Björg að ef þú læsir þá gagnrýni sem hefur komið fram á þessar kosningar með opnum huga þá sæir þú að það er rétt. Skora á þig að lesa hana aftur og aftur.... þangað til að þetta síast inn  en ekki hætta samt að blása

Ágúst Dalkvist, 4.4.2007 kl. 17:05

15 identicon

Einmitt.. og ég er ekkert á móti fiski! Svo þarna erum við sammála..

Þessar kosningar fyrir mér eru algjört auka-atriði.. ég er bara fegin að það varð kosning.. og því ber að þakka til Samfylkingar..

Vona auðvitað að svo þurfi ekkert að kjósa um svona mörg ál-mál næstu árin, því að Íslendingar ákveða að taka smá beygju til hægri.. (allir mega eiga von) 

En annars, ég skal lofa því.. ég blæs og blæs þangað til ég feyki húsinu um koll  

Björg F (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 17:22

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað eru þessar uppsagnir Samfylkingunni að kenna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 09:27

17 identicon

Eftir að hafa lesið hvað fólk sem skrifa hérna þá sýnist mér að Samfylkingin er í mjög slæmum málum varandi þessi úrslit. Þá undrast ég vinstri græna ef það er rétt sem kemur fram á heima síðu Björns Bjarnasonar háttvirts Dómsmálaráðherra að Steingrímur J Sigfússon formaður V græna hafi óskað eftir að Alcan í Straumsvík styrki flokkin um 300 hundruð þúsund krónur fyrir komandi kosningar.

Það er ekki annað hægt enn að undrast framkomu þessa fólk sem hefur verið með stórar yfirlýsingar um Alcan og starfsemi þess koma síðan krjúpandi og betla fé. þetta er með ólíkindum hvernig menn koma fram finnst kjósendum þessi flokkar vera traustverðir. 

Nei segi ég enda kemur það fram í blöðunum í dag þakkar grein frá Alcan til íbúa og starfsmanna sem stóðu heils hugar að stækkun álversins í Straumsvík flott hjá þeim.

Ennfremur benda þeir á framtíð Alcan er óljós það er alvarlegasta í þessu máli ef það reynist rétt Þá ætla ég sérstaklega að koma þessu máli á Samfylkinguna í Hafnarfirði og Formans hennar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem hefur unnið gegn Alcan og beitt bæjarstjóra Hafnarfjarða þrýstingi sem mun reynast þeim erfið spor.

Þá tala ég ennfremur um vinstri græna sem gjalda þeirra ákvarðanna sem þeir tóku gegn Alcan koma síðan og betla peninga frá mínu sjónamiði aula flokkar sem eru ekki mark tækir ekki nema von að fólkið taki við sér og mótmæli framferði þessara flokka.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 13:14

18 identicon

Mér finnst menn og konur ,sem vilja finna sökudólga í úrslitum íbúakosninganna í Hafnarfirði , alveg horfa framhjá því að það erum við íbúarnir sjálfir sem þeir eru að ásaka um slæma að góða útkomu eftir því hvoru megin hugur þeirra er í afstöðu.

Það vorum við sem kusum og vorum þar í fullum lýðræðislegum rétti okkar og niðurstaða fékkst og eins og gengur þá eru sumir ánægðir og aðrir ekki.

Þannig eru kosningar nú einu sinni. En það er gaman að lesa allar þessar hugrenningar og álit þrátt fyrir allt....takk fyrir skemmtunina

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 14:36

19 identicon

Hverjum ert þú að beina orðum til kæri Þrymur ?

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 16:31

20 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Dahrma þú veitist að öðrum með stríðni um að allir séu að hlæja að fólki "allir hlæja að ISG" "allir eru að hlæja að Dofra" "allir munu hlæja að ykkur" Kæri Dahrma, er það eitthvað sem þú átt óuppgert við æsku þína ? Er dulnefni þitt hluti af spéhræðslu þinni? Hefur mikið verið hlegið af þér ? Ég held þú þurfir ekki að taka þetta inná þig, þeir sem híuðu á þig Dahrma, eru bara barnalegir.

Tómas Þóroddsson, 5.4.2007 kl. 16:50

21 identicon

Mjög sniðugt hjá Dofra að leyfa athugasemdir hins dökkbláa íhalds...

Haldið endilega áfram að hrauna yfir hann.. þið gerið honum og Samfylkingunni bara greiða..   

Björg F (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 20:58

22 Smámynd: Dofri Hermannsson

Kæri Dharma. Það læðist að mér sá lævísi grunur að þú hafir hreinlega engan til að tala við. Sem væri nú synd - ég er viss um að það eru til kreðsur þar sem skoðanir þínar og málflutningur eru metnar að verðleikum.

Páskakveðja,
Dofri.

Dofri Hermannsson, 5.4.2007 kl. 23:56

23 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já Dahrma það er rétt ég er tilfinninganæmur, reyndar skil ég ekki hvernig þú veit það..........Skil ekki afhverju þú heldur að ég geti ekki tekið pólitískri gagnrýni, held ég eigi mjög auðvelt með það, væri gott ef þú kæmir með dæmi.

En afhverju heldur þá að ég sé uppstökkur og viðkvæmur ? Held reyndar að ég flokkist undir rólyndimann frekar en uppstökkan. Viðkvæmur, það fer svolítið eftir hvað þú meinar. Get gengist við því, en er allavega ekki viðkvæmur fyrir sjálfum mér.

Er það ekki hrós þegar þú kvetur mig til að hætta að tjá mig um stjórnmál ? Var ég að koma við viðkvæman punkt hjá þér, ef svo er þá máttu senda mér póst og ég tala ekki meir um þetta ?

Tómas Þóroddsson, 6.4.2007 kl. 11:47

24 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já Dahrma það er rétt ég er tilfinninganæmur, reyndar skil ég ekki hvernig þú veit það..........Skil ekki afhverju þú heldur að ég geti ekki tekið pólitískri gagnrýni, held ég eigi mjög auðvelt með það, væri gott ef þú kæmir með dæmi.

En afhverju heldur þá að ég sé uppstökkur og viðkvæmur ? Held reyndar að ég flokkist undir rólyndimann frekar en uppstökkan. Viðkvæmur, það fer svolítið eftir hvað þú meinar. Get gengist við því, en er allavega ekki viðkvæmur fyrir sjálfum mér.

Er það ekki hrós þegar þú hvetur mig til að hætta að tjá mig um stjórnmál ? Var ég að koma við viðkvæman punkt hjá þér, ef svo er þá máttu senda mér póst og ég tala ekki meir um þetta.

Tómas Þóroddsson, 6.4.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband