6.4.2007 | 02:33
Framsókn veðjar á stóriðjuna (og Sjálfstæðisflokkur á Framsókn)
Tæp 60% Íslendinga vilja staldra við á stóriðjubrautinni. Aðeins 14,2% Íslendinga vilja alls ekki hægja á stóriðjuframkvæmdum næstu árin. Til viðbótar eru 18,7% frekar á móti því að staldra við.
Kjósendur Framsóknarflokksins hafa afar blendnar tilfinningar til málsins en hins vegar virðast forystumenn Framsóknar hafa gert upp hug sinn.
Þeir hafa ákveðið að stökkva á stóriðjuvagninn enda þótt 36% stuðningsmanna þeirra vilji gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. Þetta ber merki örvæntingar. Hinn frægi "farvegur þjóðarsáttar" sem gerði ráð fyrir því að virkja duglega fram til 2010 og sjá svo til var ekki að virka og því eru góð ráð dýr.
Þess vegna hefur í herbúðum Framsóknar verið veðjað á hreina og (þjóð)rækilega stóriðjuafstöðu í veikri von um að hluti þeirra 14,2+18,7% sem ekki vilja staldra við telji þetta vera svo mikilvægt mál að þeir fylki sér um Framsókn - einbeitta stóriðjuflokkinn. Svona svipuð strategía og hjá Frjálslyndum sem hafa veðjað á ótta Íslendinga við erlent vinnuafl.
Forysta Framsóknar dregur hér línu í sandinn. Framsóknarmaddaman (sem reyndar hafði ekki verið boðið upp í dans) útilokar nú samstarf við Samfylkinguna, Vg og Ómar vegna stóriðjumálanna. Eftir standa Sjálfstæðisflokkur (hinn raunverulegi stóriðjuflokkur Íslands) - og Frjálslyndir. Það yrði mögnuð ríkisstjórn. Áframhaldandi þenslustjórn með reglulegum stóriðjuinnspýtingum, verðbólgu, vaxtaokri og viðskiptahalla í bland við fordómaflokkinn.
Það er greinilegt að hér er jafnframt um meldingu Framsóknar gagnvart Sjálfstæðisflokki að ræða. Allir vita að Sjálfstæðisflokkurinn þráir ekkert fremur en að endurnýja hjúskaparheitin við Framsókn. Ef Geir og félagar makka rétt verður spilað upp á það sem fyrsta kost en Frjálslyndum e.t.v. kippt upp í ef með þarf. Kjósendur geta því hér eftir sem hingað til gert ráð fyrir því að B = D. Á næstu vikum sést hvort Frjálslyndir mála sig út í sama horn, þótt pensillinn sé með öðrum lit. Þjóðfánalitirnir í staðin fyrir grátt.
Það á eftir að koma í ljós hvað Íslandshreyfingin fær marga til liðs við sig. Því miður virðist draumur Ómars um að fjölga grænum þingmönnum vera að snúast upp í martröð. Íslandshreyfingunni gengur illa að manna listana hjá sér. Margt þungaviktarfólk hefur gengið úr skaftinu. Það er von því þungaviktarfólki er flestu ljóst að eins máls flokkur þarf að hafa mikla sérstöðu til að hægt sé að réttlæta skort á öllu öðru. Þessa sérstöðu hefur Íslandshreyfingin ekki - bæði Samfylkingin og Vg hafa sett grænu málin á oddinn. Að öðru leyti er nýbirt stefna Íslandshreyfingarinnar líka (býsna góð og) samhljóða flestu ef ekki öllu í stefnu Samfylkingarinnar.
Versta niðurstaðan (og sú óttast ég að hún verði) væri sú að Ómar og co næðu tæplega 5% fylgi. Þau atkvæði dyttu þá dauð niður og það gæti nægt Sjálfstæðisflokki og Framsókn til að mynda meirihluta - jafnvel með minnihluta atkvæða eins og gerðist í borginni í fyrra.
Fyrir þá sem vilja skipta ríkisstjórninni út, vilja endurreisa fjölskylduvænt velferðarsamfélag, rétta hlut aldraðra, skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi og launamun kynjanna, leggja meiri rækt við börnin, endurheimta stöðugleika í efnahagslífinu, efla vaxtarsprota atvinnulífsins, fjárfesta í samgöngum frekar en áframhaldandi stóriðju og nota næsta kjörtímabil í að ræða fordómalaust aðild að ESB og upptöku stöðugri gjaldmiðils er valið einfalt.
Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur sett fram skýra sýn á öll þessi mál. Flokkurinn hefur ekki bara skoðun heldur veit hvað hann ætlar að gera til að gera þá skoðun að raunveruleika. Það sést glöggt þegar lesið er um Fagra Ísland, Unga Ísland, um tillögur til lækkunar matarverðs, ályktun Kvennahreyfingarinnar eða verðlaunatillögurnar um Nýja atvinnulífið svo dæmi séu tekin.
Það þarf óþreytt fólk með skýra sýn, raunsætt mat á aðstæðum og vel útfærðar tillögur að lausnum til að taka við af fráfarandi ríkisstjórn í vor.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:50 | Facebook
Athugasemdir
Draumurinn er að fá Íslandshreyfinguna - Samfylkinguna og VG saman í Ríkisstjórn. Ætla því að dreyma og dreyma þangað til draumurinn verður að veruleika.. Að hér komi ný Ríkisstjórn sem veltur ekki yfir skoðanir annara og gefur öllum rými á að vera til. Ríkisstjórn sem reynir að sætta andstæðar fylkingar en fylgir ekki aðeins annari og hundsar hina. Ríkisstjórn sem er fyrir alla - konur og kalla (og líka karlremburnar.. þeir fá bara ekki að ráða eins miklu en geta hamast þess meira hérna á blogginu )
Björg F (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 03:03
Dofri, ertu ekki að gleyma því að allir efstu menn Samfylkingarinnar i NA-kjödæmi hafa nú þegar stokkið á stóriðjuvagninn og ferðast með honum um kjördæmi sitt? Kristján Möller og Einar Sigurðsson hafa báðir lýst yfir eindregnum stuðningi við álver á Húsavík. Lára Stefánsdóttir hefur ekki frekar enn fyrri daginn tekið afgerandi afstöðu í þessu máli frekar en öðrum og er eins og viljalaust verkfæri hjá körlunum tveim. Húsvíkingurinn og frambjóðandi í 5. sæti Samfylkingarinnar, Örlygur Hnefill hefur ekki legið á sinni skoðunn sinn um álver við Húsavík sem hann þráir heitar en nokkur annar frambjóðandi á öllum framboðslistum í kjördæminu. Ég bíð spennt eftir að heyra frambjóðendur Samfylkingarinnar ústkýra Fagra Ísland fyrir okkur hér fyrir norðan og hvetja til áversframkvæmda í leiðinni. Það verður gaman að heyra. Ef nokkur flokkur er klofinn og tvísaga á landsvísu í umhverfismálum, þá er það Samfylkingin sem heldur því aðeins á lofti það sem hún telur að gangi vel í fólk þar sem hún er stödd hverju sinni.
Kv Akureyringur
Akureyringur (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 10:04
Stuðningur við álver á Húsavík er í fullu samræmi við stefnu Samfylkingarinnar, Fagra Ísland rammaáætlun um náttúruvernd sem gerir ráð fyrir því að frekari stóriðjuframkvæmdir verði stöðvaðar tímabundið, en þar segir orðrétt: "Að ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð." Ekki ætti að þurfa að taka nema 3-5 ár að vinna slíka rammaáætlun, eða heildarsýn. Ég var því sammála mínum manni í Norðaustur kjördæmi, þegar hann lýsti því yfir að hann væri fylgjandi álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík.
Egill Rúnar Sigurðsson, 6.4.2007 kl. 10:31
Framsókn hefur ekki stokkið eitt eða neitt. Framsókn heldur sinni stefnu áfram, um hóflega nýtingu um leið og varúðar er gætt gagnvart náttúrunni. Framsókn er aftur á móti ekki að fela stefnu sína og kynnir hana umbúðalaust. Maður hefur því miður ekki sömu tilfinningu gagnvart Samfylkingunni. Framsókn setti t.d. friðun Jökulsár á Fjöllum inn í sína stefnu fyrir 4 árum og síðan hefur verið unnið að friðun hennar, sem er orðin að veruleika með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er á lokametrunum en nýting Torfajökuls, Kerlingarfjalla og fleiri svæða á að bíða heildarmatsins. Fæ ekki séð að það sé mikill ósamhljómur með S og B í þessum málum. Býst líka við að ef spurt yrði um stóriðjuframkvæmdir á Húsavík sérstaklega yrði niðurstaðan önnur.
Gestur Guðjónsson, 6.4.2007 kl. 10:38
Ágæti Akureyringur.
Fagra Ísland gengur í sinni einföldustu mynd út á þetta: Rannsaka náttúru landsins, kortleggja verðmæt náttúrusvæði og tryggja verndun þeirra. Þetta köllum við Rammaáætlun um náttúruvernd. Þegar þeirri vinnu er lokið er tímabært að ræða hvað má gera hvar - utan verndarsvæða. Það gildir um allar framkvæmdir en margir gleyma því að náttúruverðmætum stendur líka ógn af uppbyggðum hálendisvegum, áformum um byggingu hálendishótela og misjafnri umgengni ferðamanna um landið.
Kristján Möller hefur frá upphafi stutt þetta vinnulag (þ.e. Fagra Ísland og Rammaáætlun um náttúruvernd) og var m.a.s. einn þeirra sem kynnti Fagra Ísland þegar það var fyrst lagt fram. Hann hefur hins vegar sagt að EF niðurstaða rannsókna er sú að það verði hægt að nýta jarðhitaorku á norðausturhorninu til atvinnuuppbyggingar á svæðinu án þess að skaða vernduð svæði þá muni hann að sjálfsögðu gera það - enda vanti byggðirnar stöðugri atvinnu.
Í leiðtogaspjalli NA á Stöð2 tók Steingrímur J skýrt undir það að orkuna í Þingeyjasýslu mætti nýta til atvinnuuppbyggingar í héraðinu ef það skaðaði ekki verðmæt svæði. Í sumar lagði Ómar til að virkja í Þingeyjasýslunni og flytja orkuna austur. Þetta eru grænustu menn landsins að eigin sögn og margra annarra og þeir eru greinilega sammála okkur Kristjáni og Fagra Íslandi Samfylkingarinnar.
Það er ekki skrýtið. Að rannsaka fyrst, taka verðmæt náttúrusvæði frá og tala svo saman um ráðstöfun á því sem út af stendur er skynsamlegt verklag. Býður upp á lausn sem allir eiga að geta sætt sig við.
Dofri Hermannsson, 6.4.2007 kl. 10:56
Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki sagt sig úr kaffibandalaginu. Það var Ingibjörg Sólrún sem sagði eitthvað sem ég held að hún hafi ekki beint verið að meina. ég ráðlegg henni að lesa það sem við setjum fram í samþykktum okkar, bæði í málefnahandbók og kosningabæklingnum. Í mínum huga er ekkert í stöðunni annað en Frjálslyndir, Vinstri grænir og Samfylking. Það yrði besta stjórnin með öll þau góðu áform sem eru innan allra þeirra flokka. Velferðarmálin vega þar þyngst, og þar eru menn samstíga. Við skuldum fólkinu í landinu það að koma landinu á réttan kjöl aftur. Þeir sem hér hafa ráðið í 12 ár, hvað þá 16 eru ekki líklegir til að gera neitt til að bæta hag þeirra sem minna mega sín. Það mun verða okkar hlutverk, til þess þurfum við að standa saman öll sem eitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:44
Dahrma það er mjög erfit að vera með persónulegar svívirðingar á þig, eins og þú kvartar stanslaust yfir.
Tómas Þóroddsson, 6.4.2007 kl. 12:00
Sæll Dorfi.
Ef niðurstaðan verður sú að þið fáið 20% samkvæmt skoðanakönnun Capacent þ.e tapið 10% og 5 - 7 þingsætum.
Styður þú ekki þá sjálfsögðu kröfu að isg segi af sér strax á kosninganóttina, er þá einhver sem vill taka við brotunum flokk án stefnu ?
Er ekki kanski best fyrir ykkur að sameinast vg. :)
Við höfum aldrei haft það svona gott. xd
Óðinn (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:27
Ég hef sett fram tillögu um hvernig vinstriflokkarnir geta unnið þessar kosningar með því að stofna pönnukökubandalagið í stað kaffibandalagsins. Kíkið á það! Nú þarf frumlegar og djarfar hugmyndir um baráttuleiðir.
Pétur Tyrfingsson, 6.4.2007 kl. 12:37
Heill og sæll Dofri.
Til að taka þátt í þessari umræður verður að vera stefna til að gagnrýna Dofri þetta er sama umræða sem þú varst með hér að neðan varandi viðskipti og samskipti við Álverið í Straumsvík þú virðist ekki hafa tekið mark á þeim athugasemdum sem þar kom fram hjá þér.
Eins og ég hef sagt þér Samfylking er með allt niðrum sig og er á vonarvöl og er að reyna að koma þeirri sök á Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn og kallar þessa flokka stóriðjuflokka.
Þessi stjórn er framfærastjórn enda sýna það skoðunarkannanir að þessar stjórnir eru traust sins verðar undan því verður ekki komist ég skil mjög vel hugleiðingar þínar enda er þinn flokkur á vonarvöl það er lámarkrafa að þú komir með stefnu ykkar fyrir hverju þið standið ef þetta er stefna sem þú leggur til þá líst mér ekki á þær hugmyndir.
Að stöðva framkvæmdir skapa atvinnuleysi og gera ungt fólk gjaldþrota þú virðist ekki skilja að þjóðin þarf fé til að lifa og hafa atvinnu þetta er lámarks krafa sem hægt er að bjóða uppá.
Ennfremur virðist þú heldur ekki skilja að bankarnir eru að skila miljörðum í tekjur fyrir okkar þjóðfélag mér virðist þú vilja reka fyrirtæki úr landi eins og Alcan sem þið eruð að fæla burtu er þetta virkilega stefna Samfylkingar guð hjálpi ykkar formanni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Samfylkinguni
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:41
Jóhann Páll var það ekki Árni Matt sem sagði að Hannes Smárason gæti farið úr landi með sín fyritæki ?
Á meðan það er verið að kortleggja hvað við viljum virkja, getum við byggt upp vegakerfið það heldur uppi hagvexti. Við getum sett innspítingu í heilbrigðiskerfið, losnað við biðlista, það er þjóðfélagslega hagkvæmt.
Það sem Samfylkingin er að segja er : Stöldrum við, hugsum dæmið uppá nýtt, hvað viljum við virkja og hvað ekki. Ekkert stopp í efnahagslífinu, bara örlítið breyttar og bættar áherslur.
Tómas Þóroddsson, 6.4.2007 kl. 13:18
Dahrma þú ferð ekkert í tauganar á mér, bara alls ekki. Ég hef ekki hugmynd um hver þú ert, en þú þekkir mig eitthvað skilst mér. Ég er ekki með sömu skoðanir og þú og um það snýst þetta. "sannleikanum verður hver sárreiðastur" segir þú, ég veit ekki hvar ég var reiður og enn síður hvaða sannleika ég átti að reiðast.
"Þakka þeim sem lásu, sérstaklega Tómasi sem lætur mig pirra sig óendanlega mikið, mér til mikillar ánægju" snild hjá þér.
Tómas Þóroddsson, 6.4.2007 kl. 15:07
Það er alveg greinilegt að þessir dökkbláu Sjálfstæðismenn sem eru að tjá sig hérna á síðunni eru alveg logandi hræddir við Samfylkinguna og alveg sérstaklega Ingibjörgu Sólrúnu. Þeir hafa fulla ástæðu til þess ... Núna þessa dagana er Samfylkingin að fara með kynningu á ítarlegri stefnu sinni á fulla ferð í aðdraganda kosninga.
Það eru afar spennandi tímar framundan.
Gott gengi Samfylkingarinnar verður þjóðinni allri til hagsældar
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 15:28
Mér sýnist að Framsóknarmenn hérna (bæði þeir sem merkja við B og D) fatti ekki alveg hvað er stefna Samfylkingarinnar.
Þeir vilja að Samfylkingin gefi út að annað hvort eigi að byggja Álver á Húsavík eða ekki, alveg óháð því hvaða áhrif það kann að hafa á náttúru og efnahagslíf landsins.
Þeir eru svo vanir því að eitthver taki ákvarðanir fyrir þá, að gefin sé út "rétt" stefna af flokksforustunni og því skilja að afstaða geti verið skilyrt.
Að réttlætanlegt sé að virkja ef svæðið sem verður fyrir áhrifum er ekki verðmætt en ekki réttlætanlegt ef það er verið að eyðileggja verðmætt svæði.
En hvort á Pólitík að ráðast af stefnum sem eru eins föst orð Guðs og alveg óháð áhrifum á aðra þætti eða af stefnum sem ráðast af ákveðnum vel skilgreindum skilyrðum, svona "IF hagkvæmt=true THEN execute ELSE stop"?
Ingólfur, 6.4.2007 kl. 16:44
Heilir og sælir þeir sem skrifa hérna.
Varandi það sem þú segir Tómas. Mig minnir að þetta hafi verið út af bönkunum sem voru að gagnrýna skattaumhverfið það væri betra sem dæmi í Englandi því var Árni ekki sanmála.
Varandi þetta skatta umhverfi þá þurfum við að koma skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga niður í 10 prósent og afnema alla frádrættabæra hluti einfalt skattumhverfi það er mín skoðun til þess að einfalda kerfið.
Ennfremur er ég sanmála þér útaf vegakerfinu það skapar ekki verðbólgu enn til þess vantar peninga þó þeir séu að hluta í formi bensín gjalds þetta atrið er rétt hjá þér.
Varandi þessar virkjanir þá verða þær ekki fleirri en það sem hefur verið minnst á og fjallað um þetta má gera í áföngum með skipulegum hætti.
Það sem Samfylking gerði í Hafnarfirði að var með ólíkindum að stöðva fyrir tæki sem hefur veit innspýtingu inn í Íslenskt efnahagslíf var glapræði að þeirra hálfu.
Íslendingar er framar öðrum um sjálbæra nýtingu og eru fremstir á mörgum sviðum. Þess vegna vera menn að fjalla málefnalega um þetta ekki vera að níða skóinn hjá öðrum sem gera það gott með öfga ummælum það skapar ekkert.
Sævar það er mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert hræddur við Samfylkinguna þú minnir á Ingibjögu Sólrúnu Gísladóttur því lík ringulreið sem þessi formaður hefur skapað með sínu framferði mér líst ekki á það.
Varandi gengi Samfylkingar þá verð ég að segja þér minn hug það er dapurlegt framundan í þeim málum.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 6.4.2007 kl. 16:56
Já það er ekki minnkandi taugatitringur í ykkur "blámenn " Alveg virkilega gaman að fylgjast með sálarheilsufari ykkur núna næstu vikurnar.
En í alvöru , farið vel með ykkur og gætið hófs.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 18:45
Heill og sæll Sævar.
Reyndu að vera málefnalegur þetta bull í þér gerir þér aðeins eitt að minni enn þú ert.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 6.4.2007 kl. 20:24
Já 58 % vilja stopp, mikil aukning frá því sem áður var. Hvað hefur gerst síðan þá. Einu sinni var ábyrgur flokkur sem naut fylgis yfir 30 % þjóðarinnar, flokkur án öfga og boðaði skynsamlega nýtingu auðlinda. Svo ákvað þessi flokkur að taka u beygju og boðaði stóriðjustopp. Síðan þá hefur fylgismönnum stóriðjustopps fjölgað veruleg en flokkurinn sem um ræðir hefur minnkað verulega! Hvers vegna skyldi það nú vera, er fólkið í framboði svona lélegt NEI. Líklega er það vegna þess að hann tók upp á því að hegða sér einsog aðrir jaðarflokkar, setur jaðarmál á oddinn og keppist við aðra jaðarflokka um jaðarfylgið í stað þess að keppa um miðjufylgið. Það er einsog þessi flokkur treysti sér ekki í slaginn við þá stóru. Flestir vilja jafna hlut kynjanna, flestir vilja bæta hag öryrkja og aldraða, flestir vilja hækka lægstu laun samt sem áður vinnast kosningar ekki út á þessi mál, þær vinnast út á traust og trú fólks til að fara með efnahagsmál. Samfylkingin veit þetta, hún á bara erfitt með að framkvæma fyrir hæværu fólki sem vill láta sín mál hljóma sem hæst og sem mest, það fólk ber ábyrgð á því hruni sem komið er og ætti að stíga til hliðar ellega segja af sér. Lifi hin gamla góða Samfylking
SAS (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 20:24
Keyra strákar ekki um á flottum bílum og segja að það sé "pusy-magnet"?
Dofri minn... ég held að þú sért með "karlarsemklórasérípúngogropa-magnet.."
Björg F (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 23:27
Jamm. Þetta er óvenju slæmt núna. Mér sýnist þessi síða vera að verða vettvangur fyrir vinalausa stóriðjusinna. Spurning um að benda þeim á að hringja í vinalínuna. Svona hátíðir geta grínlaust reynst þeim sem eru utanveltu í veröldinni mjög erfiðar.
Dofri Hermannsson, 6.4.2007 kl. 23:57
Það eru einmitt svona yfirlæti Dofri og Björg sem er að ganga af Samfylkingunni dauðri. Er ekki rétt að þú segðir þig af lista þar. Það kallast að axla ábyrgð á lélegu gengi
SAS (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 00:15
Skrýtið er að segja að Íslandshreyfingin sé eins máls flokkur en tala samt um að stefnuskrá og málefnahandbók hreyfingarinnar sé svipuð og hjá Samfylkingunni.
Tillaga mín áður en Hjalladal var sökkt miðaðist að því að lágmarka skaðann, bíða eftir niðurstöðu djúpboranatilrauna sem hugsanlega gætu gert kleyft að nota aðeins eitt virkjunarsvæði á norðausturlandi til að knýja álverið í Reyðarfirði og bjarga þannig Hjalladal.
Kárahnúkavirkjun er ekki kosningamál nú og aðstæður eru því breyttar frá því síðsumars í fyrra þegar lagt var til að fresta því að láta renna í Hálslón.
Nú tala menn um 250 þúsund tonna álver við Húsavík en engin trygging er fyrir því að þess verði ekki krafist fljótlega að það verði stækkað í 5-600 þúsund tonn eins og talsmenn allra álfyrirtækjanna telja nauðsynlegt til þess að þau verði samkeppnishæf.
Slík stærð kallar á virkjun Skagafjarðaránna, Skjálfandafljóts og þvílíks virkjankraðaks fyrir austan og norðan Mývatn að stórkostleg náttúra þess svæðis beri stóran skaða af. Lítið mál verður af aflétta friðun af Jökulsá á Fjöllum á svipaðan hátt og létt var af friðun stórs hluta Kringilsárrana.
Þegar hefur verið stofnað til samstarfs um að virkja Skjálfandfljót og þess er getið í áætlunum um álver við Húsavík.
Saga álveranna frá 1999 hræðir. Fyrst var sagt að 120 þúsund tonna álver í Reyðarfirði væri nóg og ekki stæði til að gera meira. Ári síðar knúðu fjárfestar fram 420 þúsund tonna álver en sagt var að ekkert annað yrði gert á meðan. Varla leið ár þar til farið var í að stækka álverið á Grundartanga og sagt að ekkert meira yrði gert á meðan.
Skömmu síðar kom samt stækkun álversins í Straumsvík úr 100 þúsund tonnum í 180 tonn, og í kjölfarið stækkun álversins upp í 460 þúsund tonn.
Varla var búið að sleppa orðinu fyrr en 120 þúsund tonna álver var komið á fulla ferð í Helguvík og í Þorlákshöfn var skömmu síðar farið á fullt með 270 þúsund tonna álver.
Það vekur athygli að 120 þúsund tonnin í Helguvík er sama talan og stærðin átti að vera í Reyðarfirði í upphafi alls þessa ferils sem mun kalla að lokum á alls sex risaálver sem þurfa alla virkjanlega orku Íslands, líka frá laxveiðiánum.
Þessi saga sýnir einkenni áfengissjúklingsins sem byrjar á staupum, fer fljótlega upp í glös og fyrr en varir í heilu flöskurnar en fullyrðir allan tímann að þetta sé fullkomlega eðlileg og hófleg drykkja.
Sagan sýnir að ekki er að marka eitt orð hjá þeim sem ætla að "hægja á" stóriðjuframkvæmdum og standa fyrir "hóflegri stóriðju."
Þegar Þjóðverjar áttu von á innrás í Frakkland 1944 vildi Von Rundsted hafa heraflann inni í landi og fara þaðan á móti innrásarhernum. Rommel vildi taka á móti innrásarhernum á ströndinni en fékk sitt ekki fram.
Það hefur gefist illa að bíða átekta í fjarlægð þegar stóriðjuherinn hefur numið ný lönd. Umhverfisverndarmenn verða að taka á móti strax og fyrstu áform eru lögð fram til þess að stöðva framrás stóriðjunnar við upphaf hennar.
Ómar Ragnarsson, 7.4.2007 kl. 00:25
Ómar ertu á réttum stað? Þú veist að Dofri vill ekki virkja. Þorir þú ekki í íhaldið ?
Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 01:49
Sæll Ómar. Gaman að fá málefnalegar athugasemdir til tilbreytingar.
Það er rétt að málefnaskráin ykkar lítur mun betur út en ég átti von á en eins og þú veist þá snúast kosningarnar líka um trúverðugleika og hann byggist m.a. á sögu þeirra sem að flokknum standa. Þið byggið að langmestu leyti á nýju fólki sem kjósendur þekkja lítið til og vita þess vegna ekki hvers er af að vænta. Þið eruð fyrst og fremst þekkt fyrir áhuga á náttúruverndinni og þess vegna er framboðið kallað eins málefnis framboð - þrátt fyrir að margt gott á prenti.
Hefðuð þið viljað breikka málefnagrunninn ykkar hefðuð þið þurft að fá á listann þekkt baráttufólk t.d. úr velferðarmálum, úr fjármálaheiminum o.s.frv. Ég er hins vegar ekki viss um að það hefði dugað til að þvo af ykkur eins málefnis stimpilinn í hugum fólks. Það þarf nefnilega býsna góðan rökstuðning til að réttlæta einn flokk í viðbót. Það þarf hugmyndafræðilegan grunn og hann hafið þið ekki umfram aðra. Þessi kenning ykkar um þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar er góð tilraun en það vill bara svo til að bæði Vg og samfylking byggja á nákvæmlega sama grunni.
Varðandi "hálfverin" er ég svo sannarlega sammála þér. Það verður að tryggja að slík starfsemi fái ekki starfsleyfi nema gengið sé frá friðun verðmætra svæða fyrst. Þess vegna er svo brýnt að fara þegar í stað í Rammaáætlun um náttúruvernd og tryggja verndun verðmætra svæða áður en nokkuð er ákveðið sem gæti spillt slíkum svæðum fyrir okkur og komandi kynslóðum.
Dharma, ég henti þér einu sinni út og það var svo sannarlega ekki af því þú værir beittur penni heldur af því þú fórst langt yfir öll velsæmismörk í umtali um fjarstatt fólk. Mér sýnist þú vera að sækja í gamla farið aftur og þó auðvitað megi hafa gaman af því að hafa einn geðvondan og yfirmáta hörundsáran fastagest þá sýnist mér á meldingum annarra gesta að langlokur þínar séu óðum að falla í vinsældum.
Ef þú hefur áhuga á að halda áfram að skrifa inn á þessa síðu þá skaltu gera það undir nafni. Það sama á við aðra, svo sem SAS, Akureyring og fleiri aðila. Kosningar nálgast, með tilheyrandi tilfinningahita og því best að byrgja brunninn áður en Dharma og félagar detta ofan í hann.
Sem sagt - allir skrifi undir nafni eða eigi á hættu að vera hent út.
Kv. Dofri.
Dofri Hermannsson, 7.4.2007 kl. 11:39
Kannski óþarfi að tala um stafsetningu fólksssss . Hélt að þetta væri svona vettvangur þar sem skoðanaskipti væru leyfð. Persónulegt skítkast á aldrei rétt á sér og rétt að var mig og aðra sem gaspra hér ef við göngum svo langt. Hef sjálfur verið viðloðandi pólitík frá blautu barnsbeini og alltaf stutt Samfylkinguna og ákveðinn forvera hennar. Þetta er mér mikið mál þeas að jafnaðarmenn nái hér völdum. Hef miklar áhyggjur að menn einsog Dofri séu einfaldlega að búa til þröngsýnan smáflokk sem á ekkert skylt við þann draum sem lagt var af stað með. Þetta er amk í fyrsta skipti á ævinni sem ég get vart hugsað mér að kjósa Samfylkinguna og á það því miður við um alltof marga. Menn tala oft um að axla ábyrgð í pólitík. Er ekki farsælast að menn axli þá ábyrgð strax í stað þess að þrengja hópinn enn frekar með því að henda fólki af bloggsíðum eða fæla fólk úr flokknum með göfugu gáfumannatali um að þessi og hinn eigi heima hér og þar
SAS Sigþór Ari Sigþórsson (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 13:15
Góðan dag félagar.
Það er rétt hjá ykkur þessi drengur er að fara með sitt fólk í burtu það munu fáir kjósa flokkinn í næstu kosningum þið verðið að fyrir gefa hugmyndasnauðum framkvæmdarstjóra hann getur ekki svarað ykkur heldur vill hann loka á ykkur þetta er dapurðleg niðurstaða þegar málefna fáttækninn er ekki meiri enn hún er
Ég sé að gamalir kratar sem skrifa hér munu ekki kjósa flokkinn heldur láta atkvæðið fara annað sem hlytur að vekja upp spurningar fyrir Dofra,
þetta er mjög gott hjá ykkur haldið áfram áður enn síðunni verður lokað.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 7.4.2007 kl. 14:02
Mér finnst hann Dofri hafa staðið sig afar vel með rekstri þessarar bloggsíu. Málefnalegur, með fjölbreytni í efnisvali og mjög áhugaverða framsetningu þeirra efnisflokka sem hann tekur fyrir í það og það skiptið. Viðbrögð manna og kvenna sem tjá sig hér í athugasemdahlutanum bera þessa vitni. Síðan er mjög vinsæl til skoðanaskipta. Ekki eru allir á eitt sáttir og heldur hver sínu priki á lofti og vegsamar eins og gengur, sitt sýnist hverjum. Sumir eru mjög áhugaverðir til lestrar þó maður sé ekki sammála skoðunum þeirra og aðrir eru ekki mjög læsilegir.. þannig er nú mannlífið.
En bloggsíðan og skoðanamyndunin hefur samt áhrif þó allir geri sér ekki ljóst að svo sé t.d hefur hann Jóhann Páll S. mál sitt hér að ofan með að ávarpa okkur "Góða félaga" , hér á þessari góðu eðalkratasíðu... Hann er væntanlega að ganga í Samfylkinguna ,svo mun verða um fleiri að þeir finni villu síns vegar og finni sér samastað hjá okkur Samfylkingarmönnum og konum...það er vel.
Bestu páskakveðjur
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 15:39
Gísli; Ég þakka þér fyrir að eyða svo miklum tíma í að skrifa um mig.. Ég er snortin Mér er það heiður að fá að vera í klappstýruliði Dofra. Eitt er þó Dofri sem mig langar til þess að benda á í sambandi við Íslandshreyfunguna en það er að þó hún sé eins máls flokkur þá snýst þetta líka um hugmyndafræði. Íslandshreyfingin er fyrir mér flokkur sem starfar eftir hugmyndafræði sem á kannski svolítið skylt við Draumaland Andra Snæs. Þar sem reynt er að koma pólitíkinni úr viðjum óttans. T.d. ef ekki eru byggð fleiri álver þá fer allt á vonarvöl og svo fr. Svo getur hver og einn verið sammála þessari hugsjón eða ekki. Það á líka eftir að sjá hvernig Íslandshreyfingin stendur sig þar. Hvort að þau sjálf muni falla í hina sömu pólitísku gryfju og aðrir flokkar eða reyna að halda sig fyrir utan þetta vanalega þras eins og ég vil kalla það.
Kveðja frá þinni nr. 1
Björg F (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 17:03
Veistu það Gísli að kommentin þín eru einstaklega fyndin, hvernig þú skammast í öðrum og hagar þér svo sjálfur.... ég þakka góða skemmtun þó hún sé orðin þreytt og farin að valda kviðverkjum..
Hveð ykkur svo af þessari mætu síðu.. á lítla samleið með öfgafólki, sama hvaða trúflokki það tilheyrir, en þeir virðast sitja um Dofra eins og mý og mykjuskán..
Góða skemmtun í áframhaldandi "rökræðum"
Björg F (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 18:46
Heilir og sælir.
Ég sé að Sævar er að reyna að fá mig í þetta Samfylkingarbull enn því miður er það ekki hægt ef hann dreymir um það. Ég hef það fyrir venju að ávarpa menn áður en ég byrja það er þessi hefbundna regla fyrir fólk og virðing fyrir fólki það má vel vera að Sævar kunni ekki að bera virðingu fyrir öðrum.
Dofri er hugmynda snauður framkvæmdastjóri sem hendir fram kenningum sem eru ekki réttar þetta færi ég með rökum eins og
Dharma segir í sýnum pistli líkir þessum flokki við kekkjóttan hafragraut/ og Nýu afli Frjálslindum við rottueitur enda sýnist mér Dharma orðinn leiður á rökum frá Dofra þess vegna lætur hann fá það óþvegið í dag er ekki Dofri búinn að skapa þessa umgjörð sem hann hefur gert með sínum skrifum?
Það er rétt hjá þér Gísli. Dofri verður að svara málefnalega það er öllum holt að virða skoðanir annara og Dofri verður að geta tekið rökum ef þessi ungi og óreyndi framkvæmdastjóri vill verða marktækur í stjórnmálum það er lámarks krafa sem hægt er að gera
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 7.4.2007 kl. 18:57
Ég vil velta fram nokkrum spurningu til hugleiðingar.
Bestu kveðjur
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:35
Félagi Gísli. Nú hefur þú í annað skipti gert þig uppvísan að persónulegum dónaskap gagnvart öðrum lesanda þessarar síðu. Ég legg til að þú biðjir viðkomandi afsökunar eins og þú gerðir síðast. Það var drengilegt af þér.
Jóhann Páll og fleiri "félagar". Ykkur er guðvelkomið að taka þátt í rökræðum á þessari síðu en reynið þá í öllum bænum að halda ykkur við málefnin og sleppa persónulegu skítkasti. Þetta er stundum eins og í 6 ára bekk. Þið eruð betri en þetta!
Gleðilega páska!
Dofri Hermannsson, 8.4.2007 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.