10.4.2007 | 18:39
Allt sem þau vildu að þau hefðu gert!
Þegar sami flokkurinn hefur setið að völdum í 12 ár er ekki hægt að skoða svona upptalningu í öðru ljósi en því að þetta sé allt sem þau vildu að þau hefðu komið í verk - en gerðu ekki.
Nokkur dæmi:
- Áframhaldandi uppbygging samkeppnisfærs atvinnulífs og afkomuöryggi í öllum byggðum.
Hvað ætli þeim þyki um orðið "áframhaldandi" á þeim svæðum sem hafa búið við neikvæðan hagvöxt samfellt mörg undanfarin ár? Ætli þau vilji "áfram" það sama? - Skattleysismörk verði 100 þúsund krónur og stimpilgjöld verði afnumin.
Af hverju er Framsókn ekki löngu búin að þessu? - Lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat.
Víða á landsbyggðinni er brunabótamatið mun hærra en markaðsvirði. Brunabótamatið er hins vegar ekki viðmiðun út í bláinn. Það er sú upphæð sem kostar að endurbyggja eignina ef hún brennur. Vill Framsókn minnka möguleika fólks á þessum stöðum til fjármögnunar eigna sinna? - Eingöngu verði einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Ég veit af hverju er ekki búið að gera þetta í Reykjavík a.m.k! Geir Hilmar Haarde bannaði það. Framsókn lét hann komast upp með það! - Víðtæk sátt verði um þjóðareign á auðlindum og stofnaður auðlindasjóður þjóðarinnar.
Þetta gekk nú ekki svo vel hjá Framsókn í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur lýst yfir að hann vilj halda "áfram" með Sjálfstæðisflokki - af hverju ætti þetta frekar að gerast næst? - Gerð verði verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl.
Er það ekki hinn svokallaði "Farvegur Þjóðarsáttar" sem kveður á um að það megi virkja sem svarar orku fyrir þrjú stór álver fram til 2010? Er ekki bara hægt að sleppa þessu "verndar-" í setningunni? - Dregið verði úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni.
Af hverju er Framsókn ekki löngu búin að því? - Þjóðvegir frá höfuðborginni verði tvöfaldaðir og unnið verði að jarðgangagerð á 2-3 stöðum samtímis næstu áratugi.
Það er eðlilegt að flokkur sem hefur verið í ríkisstjórn nánast samfellt í 35 ár tali um hvað hann ætlar að gera næstu áratugi en svona í prinsippinu séð þá er nú bara verið kjósa til næstu fjögurra ára! Hins vegar góð hugsun og ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá að sitja á varamannabekknum næsta kjörtímabil eru allar líkur á að það verið ráðist í stórátak í samgöngumálum. - Ný jafnréttislöggjöf verði sett sem afnemur skyldu starfsmanna til launaleyndar og jafnar stöðu karla og kvenna í nefndum og ráðum.
Af hverju hefur ekkert dregið saman með launum karla og kvenna í þau 12 ár sem Framsókn hefur setið við völd? Á meðan Ingibjörg Sólrún stjórnaði Reykjavíkurborg var launamunur kynjanna minnkaður um helming. - Ókeypis tannvernd verði til 18 ára aldurs.
Þegar börnin opna munninn kemur áhugi Framsóknarflokksins undanfarin 12 ár á þessu máli í ljós. Undir þeirra stjórn hefur tannvernd barna bókstaflega hrunið - flokkurinn hefur engan trúverðugleika varðandi tannheilsu barna.
Áfram það sama næstu fjögur ár?
Nei takk!
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman að þessi Dofri.
Minnir mig svolítið á það þegar ég spurði einmitt þig af hverju þið í Samfylkingunni hefðuð ekki framkvæmt eitthvað að öllum þessu fallegu tillögum ykkar í umhverfisráði borgarinnar sem þið töluðuð svo lengi um,
sjá hér http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/133112/
Þið höfðuð 12 ár og þú svaraðir ekki. Snilld.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 19:34
1. Samfylkingin vill ekki taka þátt í atvinnuupbyggingu á Húsavík, nema þegar Kristján Möller á í hlut. Vestfirðir, Húnavatnssýslur og SA land þarf að hlúa sérstaklega að, eins og segir í ályktunum flokksins.
2. Lækkun skatta verður að gerast í takt við auknar tekjur ríkissjóðs, svo ekki þurfi að minnka velferðina og í takt við ástandið í hagkerfinu áfram. Ef menn ætla að hækka þetta frekar, t.d. í 150 þús, verða menn að svara því hvar menn ætla að taka þá 100 milljarða sem það myndi kosta. Úr frekari annarri skattheimtu eða minnkun velferðarþjónustu.
3. Markaðsverð er það verð sem fólk er að borga við húsnæðiskaup og óeðlilegt að fólk fái hærra lán en sem nemur kaupverði. Brunabótamat byggir á þeim voðaatburði ef fólk missir húsnæði sitt í bruna og þarf að byggja aftur.
4. Krafan um einbýli er ný af nálinni og tekur tíma að bregðast við. Aftur á móti á, auk uppbyggingarinnar, að leggja meiri áherslu á að fólk geti búið lengur heima hjá sér. Lykillinn að því er að flytja allan málaflokkinn á eina hendi.
5. Auðvitað eiga auðlindir þjóðarinnar að vera sameign hennar. Samfylkingin má skammast sín fyrir að hafa staðið í vegi fyrir henni. Meistari Össur dauðskammast sín og fór í vægast sagt hæpnar söguskýringar til að útskýra það.
6. Hvaðan ætlar Samfylkingin að taka þær skaðabótagreiðslur sem stopp stopp stefnan myndi hafa í för með sér. Frá velferðinni?
7. Það er afar erfitt að gera þetta, því um leið og menn vilja lækka flutningskostnaðinn verða menn að gæta jafnræðis og eins að ýta ekki undir sóun eins og t.d. Ríkisskip gerðist sek um. Samkeppnislög gilda nefnilega og þau ber að virða. Það sem við erum að leggja til er lækkun VSK af flutningum.
8. Vegna góðrar stöðu ríkissjóðs er sem betur fer hægt að fara í svona verkefni, sem eru afar arðsöm. Það var slæmt að geta ekki farið í þessar arðbæru framkvæmdir meðan að staðan leyfði þær ekki.
9. Jafnréttislöggjöfin nýja sem Magnús Stefánsson kynnti var afar róttæk og mun hafa víðtæk áhrif í þessa átt. Ég spyr á móti, af hverju var launamuni kynjanna ekki útrýmt algerlega á 12 árum ISG. (Get líka spurt mína menn í framsókn að því, því við berum líka ábyrgð, svo ég svari því fyrirfram)
10. Samningar við tannlækna hafa gengið afar brösulega. Kröfur þeirra verið afar háar og Framsókn hefur einfaldlega sýnt þá ráðdeild í rekstri að ganga ekki að þeim. Þess vegna hefur þessi málaflokkur setið of mikið eftir. Því viljum við breyta.
Framsókn áfram? - já, takk
Gestur Guðjónsson, 10.4.2007 kl. 20:42
Liður 2 var ekki réttur hjá mér. 150 þús skattleysi kostar 58,8 milljarða, 100 þús 10,4. Heildarskatttekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 343 milljarðar, þannig að með 150 þús kr er verið að tala um að minnka útgjöld ríkisins um fimmtung, en sjöttung ef tekið er tillit til hagvaxtar, en tillögur Framsóknar miða við að útgjöld ríkisins verði ca á pari miðað við hagvöxt eins árs. Þannig getur hagvöxtur hinna 3ja árana farið í aukna velferð hjá Framsókn. Hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið hvað Landsfundurinn eigi að samþykkja í þessum efnum?
Gestur Guðjónsson, 10.4.2007 kl. 22:27
Nafnið Barnakort fékkst ekki í gegn í stjórnarsáttmálanum, en ótekjutengdar barnabætur voru teknar upp í staðin og við viljum auka þær frekar. Ef þú ert sanngjarn þá geturðu séð að þetta er sami hluturinn, barnakort og ótekjutengdar barnabætur.
Tekjutengingar lífeyrisgreiðslna er eitthvað sem er nýtt í umræðunni, er afleiðing af því að atvinnustigið er blessunarlega hátt og heilsufar okkar þannig að fólk getur og vill vinna lengur. Við því þarf einfaldlega að bregðast og það gerir Framsókn óhikað.
Gestur Guðjónsson, 11.4.2007 kl. 00:32
Bíddu síðan hvenær urðu barnabætur ótekjutengdar? Er ég að missa af einhverju? Varðandi aukin kaupmátt sem íhaldið ber sig á brjóst´og stærir sig af.. Farið nú inn á síðu íbúðarlánasjóðs og reiknið út hvað einstæð móðir með 2 börn, bíllaus og skuldlaus þarf að hafa miklar tekjur til að geta fengið greiðslumat. Og athugið svo meðaltekjurnar sem ríkið borgar heilbrigðisstéttini.. Athugið svo þá í leiðinni hvað einstæð móðir með 2 börn þurfti að hafa miklar tekjur til að fara í greiðslumat fyrir 5 árum. Og segið mér svo eftir að þið hafið nú athugað þetta.. pólitíkusar framsóknar og sjálfstæðisfl. hvort að þetta sýni kaupmáttarhækkun.. og í leiðinni væri kannski vert að sjá muninn á íbúðarverði
Björg F (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 01:02
Það er of stutt síðan þú Dofri minn gekkst til fundar við og fylgilags við SF - eftir því sem ég kemst næst. Þetta er alltaf sandkassaslagur við svona karla eins og commenta hér að ofan. þekki þig og það sem þú færð áorkað - vil þig í pólitíkina. Það skiptir ekki máli í raun hvar þú verður - þú verður alltaf málefnalegur - hvort heldur sem andstæðingur eða samherji. Vertu hákarl - skrápur sem er nógu þykkur til að hrinda frá sér einhverju sem menn halda að þeir hafi á þig - enn fremur - hákarl má aldrei stoppa - þá deyr hann drottni sínum - eins er með pólitíkusinn - hann þarf sífellda hreyfingu og hringiðu til að fá að leggja lið. Gefðu af þér ð- en farðu út á hálli ís en bara græna væna - við landsbyggðarmenn vitum betur.
Eins og skátinn þín vegna - Bragi Þór Thoroddsen - rífur flokkamúrinn
Bragi Þór Thoroddsen (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 03:54
Til hamingju spjallverjar. Við erum aftur farin sjá málefnalegar umræður. Takk!
Ég held reyndar að það geti verið til lítils gagns að ræða hvað gerðist fyrir tæplega tíu árum. Það sem ég vil vita er hvað vilja flokkarnir gera í landsmálum. Hver eru markmið okkar og hvernig ætlum við að ná þeim. Hvar viljum við sjá Ísland eftir 10 ár. Nú er ég búinn að sjá tillögur SF í flestum aðalflokkum og mér finnst að undirbúningsvinnan vönduð, ég vil gjarnan sjá svipaða framsetningu frá öðrum flokkum.
Sem sagt hvar viljum við vera eftir 10 ár og hvernig ætlum við að komast þangað?
Hilsen
Kormakur
Kormakur (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 08:09
Góð samantekt, gott að hafa í handraðanum. Og svo kemur grátkórinn á eftir. Svo skal böl bæta með því að benda á annað verra. Hefur einhver heyrt þetta áður ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2007 kl. 10:35
Það vekur furðu þegar maður eins og Dofri sem telur sig framtíðarmann í stjórmálum skuli vera stöðugt að annskotast út í aðrar flokka.
Fyrst er hann búinn að vera með Sjálfstæðisflokk og Framsókn á heilanum ekkert annað hefur komist að í hans huga. hann hefur ekki getað þolað þessa framfara stjórn sem hefur verið við stjórn landsins og byggt upp ný atvinnutækifæri fyrir fólkið í landinu.
Það vill svo vel til að unglingar sem eru að komast á þann aldur að þau þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér þekkja ekkert nema gott. Þau þekkja ekki atvinnuleysi fátækt eða annað nema það besta sem hægt er að bjóða þessum elskulegu börnum uppá.
Dofri hefur mætt hér mjög hörðum skoðunarskiptum í sínum málflutningi enda skildi engum undra það að svo sé. þetta hefur gengið svo langt að hann hefur jafnvel hótað að loka á suma hér eða þegar málefna fáttaktinn er orðin svo mikill þá er allt í einu boði í kaffispjall út í bæ eða mail eða gms símtal svona er þetta búið að ganga hjá blessuðum Dofra.
Nú er það ný stefna hjá Dofra Framsóknarmann sem hann tekur nú lið fyrir lið og gerir athugasemdir við hana eins og honum finnst. Þetta er algjör viðsnúðingur í hans málflutningi sem er mjög gott að geta verið með skoðanir á hlutum sem menn gera.
Það er málefnalegt umræða sem á rétt á sér og menn skiptast á skoðunum.
Það sem ég bíð eftir eftir það er stefna Samfylkingar hvað hún hefur til málanna að leggja fyrir fólkið í þessu landi. Hvað með Össur hvar er hann það hefur ekki heyrst í honum það virðast eins og Samfylkingarþingmenn vera í lægð, Það má vel vera vegna slapps gengi í skoðunarkönnunum að undanförnu skildi engum undra.
Eitt skulu menn ekki gleyma frægu kosningar í Hafnarfirði þeim gleymir þessi þjóð seint og framferði Samfylkingar í þeim málum kjósendur munu hafa það að leiðarljósi þegar þeir ganga til kjörfundar þá mun Samfylking verða fyrir barðinu á sínum gjörðum vegna stækkun Alcan í Straumsvík. þetta er ekki gleymt þegar fólkið er að missa atvinnu sína vegna vanþroska bæjarstjóra og formans Samfylkingar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:58
Jóhann Páll Símonarson!!!
Kallaru það málefnalega umræðu og skoðanaskipti að kalla bæjarstjóran í Hafnarfirði vanþroska???´
Ég geri mér grein fyrir því að þú ert ekki alltaf sammála því sem að kemur frá vinstri armi stjórnmálana, en reyndu nú að anda aðeins í gegnum nefið áður en þú ferð að vera með svona blammeringar. Þær eru einungis lýti á skoðanir þínar
Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:18
Ágæti Jóhann Páll S.
Vel skrifuð grein hjá þér hér að framan. Ég er þó ekki sammála innihaldinu. Ekki ætla ég að fjalla um annað í grein þinni en kosningamálið í Hafnarfirði vegna stækkunnarhugmynda Alcan.
Þetta stækkunnarmál var alveg einstakt fyrir bæjarfélag að takast á við og á mjög lítið skylt við pólitík í þeim skilningi sem við leggjum í það hugtak. Ísal (Alcan) verksmiðjan hóf rekstur árið 1969 og var afkastagetan þá um 30 þúsun tonn/ári. Engar mengunavarnir voru þá notaðar við framleiðsluna. Staðsetning verksmiðjunnar var nánast uppi í sveit þ.e langt frá byggðu bóli. Í tímans rás smá stækkar þessi verksmiðja og í árslok 1997 er afkastagetan um 170-180 þús tonn/ári og mjög góðar mengunarvarnir höfðu verið settar upp nokkru áður. Þessi afkastaaukning hafði alltaf farið fram innan núverandi og upphaflegu lóðamarka verksmiðjunnar og alltaf tekist góð sátt hverju sinni um stækkunaráfangana.
Á árinu 2006 setur Alcan fram ósk um að auka afköstin úr 180 þús.tonnum /ári í 460 þús. tonn/ári og þá ekki inni á núverandi lóð heldur á nýju svæði utan núverandi. Á þessum tæpu 40 árum sem liðin eru frá upphafi rekstur hefur byggðin í Hafnarfirði byggst nánast að hlið álversins og það nokkur þúsund manna byggðakjarnar.
Þessar aðstæður , að nær þrefalda framleiðslu verksmiðjunnar þétt við hlið stórrar íbúabyggðar , voru einfaldlega þess eðlis að venjuleg pólitísk meðferð á afgreiðslu málsins var ófær og um það atriði náðist pólitísk samstaða milli allra stjórmálaflokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar... að efna til kosningar meðal bæjarbúa um nýtt deiliskipulag fyrir þessa risartækkun álversins.
Málið var eins þver "pólitíkst " og hægt er að hugsa sér ... það fundum við hafnfirðingar vel á milli okkar . Allir stjórmálaflokkarnir í Hafnarfirði héldu sig til hlés í aðdraganda og í sjálfri kosningunni, utan svona einn og einn einstaklingur sem missti sig eins og gengur.
Allir þeir sem í forystu voru fyrir stjórnmálaflokkunum stóðust þessa áraun með miklum sóma...hverjum flokki sem þeir tilheyra.
Þessi íbúakosning varð til mikils sóma fyrir okkur hafnfirðinga þó svo aðilar séu mis ánægðir með niðurstöðuna eins og gengur þegar kosið er, en eitt er alveg ljóst.. lýðræðið sigraði.
Vona Jóhann að þú verðir einhvers vísari
Kveðja
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:48
Þú vilt semsagt meina frændi að ef samfylkingin verði í stjórn næstu 12 árin þá verði allt orðið svo gott að engu þarf að breyta? , þá hlýtur Reykjavík að vera orðin fullkomin borg
Auðvitað hefur stórnin ekki staðið sig sem skyldi í öllum málaflokkum, það gerir enginn, og sumt hefur ekki verið hægt að gera fyrr og sumt af því sem þörf er á í dag var ekki þörf á áður.
En ef við lítum á heildina þá erum við á góðri leið og á þeirri leið vil ég áfram vera svo XD
Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 15:23
Það er gaman frá því að segja að höfundur síðunnar vakir yfir athugasemdum eins og fálki, og tryggir að enginn fái að haldast inni sem vogar sér að gagnrýna. Sjálfsblekking og skoðanakúgun. Sjálfum er mér hætt að lítast á blikuna, sér í lagi þar sem þessi höfundur er pólitískur fulltrúi allrar þjóðarinnar, en neitar að viðurkenna að þeir sem eru honum ósammála eigi rétt á að tjá sig.
Góðar stundir
dharma í ónáðinni (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:18
Gaman að þú skulir nota fálkann sem dæmi um sjálfsblekkingu og skoðanakúgun...
Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:07
Dharma og Jóhann Páll eru alltaf að kvarta undan því að aðrir séu ómálefnalegir en þeir eru nú eiginlega ómálefnalegustu bloggarar sem ég hef séð. Þetta er eins og með hrekkjusvínin úti á skólalóðinni, alltaf til skiptis að hrekkja eða gráta yfir því að það sé farið svo illa með þá.
Reynsla mín í uppeldisstörfum segir mér að þeir sem eru alltaf svona neikvæðir og árásargjarnir eigi oft í einhverjum persónulegum vanda. Það er kannski bara nútíminn að svoleiðis tilfinningar fái útrás á netinu! Það er samt dáldið sorglegt því það er bara skyndilausn. Strákar, reynið að finna út hvað er að gera ykkur svona reiða og beiska. Annars verðið þið alltaf svona.
hlust (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 21:45
Það er grein í morgunblaðinu í dag þar sem er mynd af framsóknarráðherrunum að kynna KOSNINGALOFORÐIN sín. Þau kosta nú ekki nema um 22 milljarða.
Þetta er ekkert merkilegt,en það sem haft er eftir Jóni Sigurðssyni í lok greinarinnar er stórkostlegt.
þar segir hann. Hér er verið að kynna stefnumál ekki loforð.Hefur einhver heyrt þetta áður?
Framsóknarflokkurinn þykist alltaf fyrir kosningar hafa stefnuskrá sem ekki eru loforð sem skal efna ef hann kemst til valda,vegna þess að þá er svo auðvelt að svíkja allt sem stefnuskráin segir af því það stendur aldrei til hjá þessum flokki að efna neitt af þeim. Þessi flokkur hefur undanfarin 12 ár einungis fylgt fram stefnu sjálfstæðisflokksins,og svo furða þessir menn sig á því að fylgið sé að hrynja af flokknum.
Það mun ekki ganga einu sinni enn að ætla að plata kjósendur til fylgis við framsóknarflokkinn hann hefur þegar skotið undan sér lappirnar sjálfur við þurfum ekki að aðstoða hann við að útrýma sjálfum sér, hann sér um það sjálfur með spillingunni og valdagræðginni sem þrífst í honum.
Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:03
Þú ert kannski sammála einum Sveinn sem sagði "afhverju á maður að hýrast á hjáleigunni þegar maður getur fengið inni á höfuðbólinu". Var þá reyndar að flytja sig frá alþýðuflokknum til sjálfstæðismanna.
Bara svona fyrst þú segir að framsókn hafi fylgt stefnu D lista.
Annars er ég sammála þessu í aðalatriðum hjá þér Sveinn og það hefur lengi loðað við framsókn að hafa bara þá stefnu sem samstarfs flokkurinn/flokkarnir hafa. Skil þess vegna ekki hvers vegna fólk hefur verið að kjósa þá.
Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.