Systurflokkur Samfylkingarinnar stígur afdráttarlaus skref í loftslagsmálum

stoltenbergÞað var gaman að sjá að Stoltenberg, formaður systurflokks Samfylkingarinnar í Noregi, var að kynna metnaðarfull markmið ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum en hann ætlar að gera 10%  betur en að standa við Kyoto bókunina 2012. Það þýðir um 20% samdrátt frá því sem nú er því losun hefur aukist um 10-11% síðan 1990. Þetta er talsvert meiri metnaður en stóriðjuflokkarnir hafa sýnt en þeirra markmið hefur verið að reyna að snúa út úr Kyoto bókuninni með meðaltalsútreikningum. Sú aðferð gengur út á að taka meðaltalsútblástur á tímabilinu og halda honum innan marka en þetta ákvæði í bókuninni var hugsað fyrir þær þjóðir sem hefðu e.t.v. verið seinar til að draga úr útblæstri sínum. Íslensk stjórnvöld ætla sér hins vegar að nýta þetta til að auka útblástur eins mikið og mögulegt er.

Við í Samfylkingunni gleðjumst mjög yfir þessu frumkvæði systra okkar og bræðra í Noregi en Samfylkingin hefur frá upphafi látið sig loftslagsmálin varða og nýlega buðum við almenningi á mynd Al Gores, An Inconvenient Truth, og troðfylltum A sal Háskólabíós en síðan þá höfum við staðið fyrir sýningum á myndinni víða s.s. í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Í stjórnmálaályktun á landsfundinum um síðustu helgi var sérstaklega vikið að loftslagsmálum og ljóst að Samfylkingin mun taka af metnaði á þeim ef hún verður valin til að stýra næstu ríkisstjórn.

Frá því vísindamenn byrjuðu að benda á samhengið á milli hlýnunar loftslags og losunar koltvísýrings hafa margir orðið til að ráðast harkalega að slíkum skoðunum. Það hefur ekki komið í veg fyrir það að vísindasamfélagið hafi haldið áfram rannsóknum sínum og nú má heita að það ríki einróma innan vísindasamfélagsins um skýrt samband á milli þessara þátta.

Enn heyrast þó gagnrýnisraddir af og til en þær hefur flestar mátt rekja beint til hagsmunaaðila s.s. olíufyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum. Lýsandi fyrir þetta er að á dögunum vildi vísindasamfélagið orða hlutina mun afdráttarlausar en gert var í síðustu skýrslu Sameinuðu þjóðanna en olíulöndin fyrir botni Miðjarðarhafs drógu úr því enda þungur pólitískur róður að ráðast að því sem skapar þeim mestan auð.

Þegar Sameinuðu þjóðirnar kynntu undanfara þessarar skýrslu seint í haust varð olíufyrirtækið Exxon Mobile uppvíst að því að reyna að bera fé á vísindamenn í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra sem að skýrslunni stóðu.

Innan Sjálfstæðisflokksins hafa ungir frjálshyggjumenn iðulega verið fljótir að gleypa við aðkeyptum niðurstöðum vísindamanna á þá leið að losun gróðurhúsalofttegunda hafi ekkert með hlýnun andrúmslofts að gera. Þar má m.a. nefna Illuga Gunnarsson, meintan hægri grænan, og Sigríði Andersen þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins. Guðfaðir þeirra í frjálshyggjunni Hannes H. Gissurarson hefur undanfarið skeiðað fram og aftur ritvöllinn í sömu erindagjörðum.

Undanfarið hafa Hannes, Illugi og félagar fengið liðsinni í baráttunni gegn baráttunni gegn gróðurhúsalofttegundum og myndinni "An Inconvenient Truth" eftir Al Gore. Það er myndin "The Grate Global Warming Swindle" ættuð frá breskri sjónvarpsstöð. Myndin hefur vakið mikla athygli og umræður enda er þar í æsilegum stíl fram á að umhverfisverndarsinnar og frægðarsjúkir vísindamenn hafi sett á fót mesta svindl sögunnar með ábendingum sínum og kenningum um að orsakir hlýnunar andrúmslofts megi rekja til athafna mannsins.

Ég rakst á góða grein um þetta mál á visi.is eftir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðing við Veðurstofu Íslands og Jón Egil Kristjánsson prófessor í veðurfræði við Oslóarháskóla. Hvet áhugasama til að lesa hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skúli S.

Hvað segirðu um bræðraflokksfélaga þína þá Arnold  Schwarzenegger ríkisstjóra í Kaliforníu sem nú hefur gengið þvert á stefnu forseta BNA og beitt sér fyrir víðtækum aðgerðum í Kaliforníu varðandi umhverfismál sem lúta að gróðurhúsaáhrifum og formann breska Íhaldsflokksins, David Cameron, sem leggur til mjög harðar aðgerðir í umhverfismálum, einnig vegna gróðurhúsaáhrifa, m.a skattaálögur á bíla og farþegaflug. Schwarzenegger er í stjórnaraðstöðu í Kaliforníu en David Cameron er í stjórnarandstöðu í Bretlandi.   Arnold  Schwarzenegger á að halda ræðu um þessi mál á landsþingi breskra Íhaldsmanna núna í haust.

Eru þessir menn illa upplýstir "vinstrimenn " í þessum málaflokki sem nú eru talin mál málanna í heiminum og því ekki mark á þeim takandi ?

þetta er svona smá innlegg í málið 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Dofri. Hvernig ætlið þið að toppa þá stefnumörkun sem ríkisstjórnin hefur þegar sett sér? Að uppfylla Kyotobókunina, standa að Kolviði og stefna á 50-70% minnkun losunar á næstu áratugum og ekki gat stjórnarandstaðan staðið að lögum um losun gróðurhúsalofttegunda. Kyotobókunin gerir ráð fyrir meðaltalsreikningum.

"with a view to reducing their overall emissions of such gases by at least 5 per cent below 1990 levels in the commitment period 2008 to 2012."

Þetta er stefna ykkar í loftslagmálum. Verð að segja að þetta stenst illa samanburð við stefnu Framsóknar, þar sem sett eru fram töluleg markmið og skýrar leiðir, sjá bls 27, þótt auðvitað sé einhver samhljómur.

3. Gera langtímaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

Þróa aðferðir til að úthluta takmörkuðum mengunarkvótum til stóriðju og kanna kosti þess að taka upp markað með losunarheimildir fyrirtækja.

Beita hagrænum hvötum til að minnka notkun mengandi eldsneytis í samgöngum og hvetja til orkusparnaðar í sjávarútvegi.

Efla rannsóknir íslenskra aðila á vetni, metangasi og öðrum minna mengandi orkugjöfum í samgöngum.

Efla fræðslu til almennings um loftslagsmál og virkja krafta hans á þessu sviði.

Efla þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi til að afstýra hættulegum loftslagsbreytingum og kynna um leið íslenska tækni til að nýta hreina orku.

Efla rannsóknir á djúpborun til að mæta megi aukinni orkuþörf án þess að ganga á verðmæta náttúru landsins.

Gestur Guðjónsson, 19.4.2007 kl. 22:13

3 identicon

Það er nú svo að náttúran getur vel lifað án okkar en við ekki án hennar. Ef menn eru ekki tilbúnir til þess að láta náttúruna njóta vafans þá eiga hinir sömu að halda sig frá stjórnun þessa lands sem og annara. Þeir geta ekki borið ábyrgð á gjörðum sínum þegar og ef það er of seint.. hvað ætla þeir að gera, segja af sér? Hoppa í sjóinn?

Ég skil eiginlega ekki um hvað þið eruð að rífast... viljið þið menga og menga þangað til að allt er kolmengað og sjá svo til hvað gerist? Hvað eruð þið eiginlega að byðja um?  Þetta er bara enn frekari sönnun þess að íhaldið ef þið talið nú fyrir munn þess á að halda sér sem lengst í burtu frá hversskonar stjórnun.. sama hver hún er.

Björg F (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 00:14

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

"Það sem Illugi og Sigríður hafa meðal annars bent á að það alls ekki nein sátt um hvort og þá hvernig CO2 losun í andrúmsloftið hefur áhrif á hækkun hitastigs jarðarinnar, nema kannski innan ákveðins hóps manna sem VinstriMenn kjósa að taka meiri trúanlegan en hinn."

Þessi staðhæfing stenst vart. Hvað þarf að gera til að sýna fram á sátt vísindamanna um að CO2 losun í andrúmsloftið hafi áhrif á hækkun hitastigs jarðar?

Ég ætla að benda á þessi tvö skjöl, sem í eru yfirlýsingar margra helstu samtaka vísindamanna í heiminum um að CO2 sé orsakavaldur hlýnunar á jörðinni.

http://nationalacademies.org/onpi/06072005.pdf 

http://www.royalsociety.org/displaypagedoc.asp?id=13619 

Þessi skjöl eru undirrituð af helstu samtökum vísindamanna í heiminum:

  • Academia Brasiliera de Ciências (Bazil)
  • Royal Society of Canada
  • Chinese Academy of Sciences
  • Academié des Sciences (France)
  • Deutsche Akademie der Naturforscher Leopoldina (Germany)
  • Indian National Science Academy
  • Accademia dei Lincei (Italy)
  • Science Council of Japan
  • Russian Academy of Sciences
  • Royal Society (United Kingdom)
  • National Academy of Sciences (United States of America)
  • Australian Academy of Sciences
  • Royal Flemish Academy of Belgium for Sciences and the Arts
  • Caribbean Academy of Sciences
  • Indonesian Academy of Sciences
  • Royal Irish Academy
  • Academy of Sciences Malaysia
  • Academy Council of the Royal Society of New Zealand
  • Royal Swedish Academy of Sciences

Þessi samtök hafa undirritað annaðhvort báðar yfirlýsingarnar eða aðra þeirra. Ég get nú ekki betur séð en að það sé þokkaleg sátt um málið. 

Einnig vil ég benda á þessa síðu, sem er góð lesning.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 00:22

5 Smámynd: Haukur Kristinsson

en normenn framleiða vöru sem mengar mjög mikið sem er olia, því er það ekki reiknað inn í þeirra mengun? hve mikil er koltvísýringin sem þeirra vara valda ekki reiknuð með?

Haukur Kristinsson, 20.4.2007 kl. 04:03

6 Smámynd: Anton Þór Harðarson

sæll Dofri

Þetta er nú skrýtinn yfirlýsing frá Stoltenberg, Helen Bjørnøy umhverfisráðherra er ekki fyrir löngu búin að segja að Noregur myndi standa við Kyoto og minka um 20%, kanski ennþá skrýtnara þegar haft er í huga að engu mátti muna að ríkisstjórnin myndi springa þegar Stoltenberg beygði SV og umhverisráðherran og barði í gegn byggingu á gasorkuveri gegn vilja þeirra.

En frá öðru sjónarhorni er þessi yfirlýsing hans kanski eðlileg, nefnilega að Stoltenberg hefur verið njög duglegur að gefa allskonar yfirlýsingar um málaflokka annara ráðherra, algerlega á skjön við ráðherrana sjálfa, og nokkrum sinnum hefur það nú komið fyrir að menn hafa talið að dagar þessarar stjórnar séu taldir.

En kanski þykir þetta bara eðlilegur framgangsmáti í svona vinstrivillu stjórn

Anton Þór Harðarson, 20.4.2007 kl. 08:39

7 identicon

Þessi kjarklausi einstaklingur sem kallar sig Dharma og skrifar hér nafnlaust, á alla mína fyrirlitningu... níð hans um menn og málefni hér á síðunni eru fyrst og fremst Sjálfstæðisflokknum til háðungar og minnkunnar...að öðruleyti yrið ég ekki á þetta fyrirbrigði...en Skúli S ,takk fyrir skrifin, þó ég sé þér ekki sammála , þú ert þó heiðarlegur.

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:09

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

SkúliS

Ég er alveg sammála þér um að það þarf að gera þessa hluti af skynsemi. Persónulega finnst mér kenningar varðandi þátt CO2 í hlýnun loftslags vera vel rökstuddar, með mælingum, módelum og öðrum vísindalegum aðferðum. Ég get mælt með þessari síðu á DMI.dk til upplýsingar. Aftur á móti finnst mér mörg af þeim mótrökum sem koma ekki vera ýkja góð, því miður. Ég er viss um að við viljum öll ná því markmiði að ná mælanlegum árangri í umhverfisvernd, og þar koma stjórnmálaflokkar eins og Samfylkingin og fleiri inn, með sínar stefnur. Mér sýnist almennt ekki að stjórnmálaflokkar séu ósammála um markmiðið heldur meira aðferðafræðina að markmiðinu. Allavega eru flestir flokkar með stefnu í umhverfismálum, samanber kolvið og grænuskrefin í Rvk. Mér finnst að við verðum að hugsa stærra, en bara um okkar eigin bakgarð, þó að öll skref sem tekin séu, séu skref í rétta átt. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband