Loftslagsmál rædd í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna

Loftslagsbreytingar eru alvarleg ógn, ekki aðeins við lífríki jarðar og lífsskilyrði hundruða milljóna manna, heldur hreint og beint ógn við öryggi í heiminum. Þetta er álit bresku fulltrúanna í Öryggisráðinu, samkvæmt frétt RÚV í dag. Þar segir m.a.

Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, stýrir fundi Öryggisráðsins sem Bretar hafa boðað, til að sannfæra aðildarríkin um að lofslagsbreytingarnar sé ógnun við alþjóðlegt öryggi. Breski utanríkisráðherrann segir að áhrif loftslagsbreytinga á öryggismálin séu miklu meiri en nokkurt stríð. Mikið álag sé á auðlindum jarðar sem valdi spennu í heiminum sú spenna aukist vegna óstöðugs loftslags....Búist er við því að ráðherrar fjölda ríkja taki þátt í umræðum Öryggisráðins í dag þar á meðal frá Maldíveyjum á Indlandshafi sem hætta er á að sökkvi í sæ vegna hækkandi sjávarstöðu vegna loftslagsbreytinga.

Aðrar þjóðir eins og Rússar, Kínverjar og margar þróunarþjóðir draga í efa að málið eigi heima í Öryggisráðinu sem ætlað er að fjalla um frið og öryggi í heiminum. Breski utanríkisráðherrann Margaret Beckett segir hins vegar að þar sem lofslagsbreytingarnar hafi mest áhrif muni verða skortur á ýmsum grundvallar lífsnauðsynjum sem auki hættu á átökum og stríði, dæmi um þetta sé stríðið í Darfur héraði í Súndan sem hafi hafist vegna átaka um hverfandi auðlindir.

Þetta höfum við í Samfylkingunni ítrekað bent á, oft við miklar efasemdir og stundum háð úr röðum Frjálshyggjunnar. Í ræðu sinni á nýafstöðnum landsfundi sagði Ingibjörg Sólrún m.a.

Mesta váin sem steðjar að Íslandi er ekki ímyndaðir óvinir þeirra sem sakna mest kalda stríðsins, heldur umhverfisslys í hafinu við landið og þau ófyrirséðu áhrif sem hlýnun loftslags jarðar getur haft á umhverfi okkar og veðurfar. Við metum rauverulega vá og skirrumst ekki við að axla ábyrgð í samvinnu við aðrar lýðræðisþjóðir.

Í stjórnmálaályktun landsfundar segir m.a.

Loftslagsváin er nú helsta sameiginlega úrlausnarefni mannkyns. Samfylkingin vill tímasetta metnaðarfulla áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.

Loftslagsbreytingar munu stökkva hundruðum milljóna manna á flótta vegna hækkunar á sjávarstöðu, þurrka og fellibylja. Það mun vekja ófrið eins og við höfum séð víða í Afríku og Miðausturlöndum því samhliða þessu færist sífellt meiri harka færist í baráttuna um auðlindir jarðar. Þetta mun snerta okkur Íslendinga beint.

Nú þegar þurfum við nánast að fara á nærfötunum í gegnum öryggishlið á flugvöllum hvar sem við komum vegna árásar á Bandaríkjamenn 2001. Það væri grunnhyggni að halda að heimsófriður vegna loftslagsbreytinga teygi ekki arma sína hingað til lands. Það er tímabært að horfast í augu við þá ógn sem okkur stendur af ónauðsynlegri rányrkju auðlinda jarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guttormur

Hver er stefna samfylkingarinnar í umhverfismálum í Reykjavík ?  Er ykkur alvara með þáttöku í grænu skrefunum sem Umhverfisráð undir sjórn sjálfstæðisflokksins boðar?   Hver er skoðun ykkur á því að byggja á grænu útivistarsvæði í Laugardal  svæði IV,  er það ok.?  Skiptir engu máli að í grænu skrefunum er sérstaklega áréttað   "Öll hverfi fá eigið náttúrusvæði til útikennslu og umhverfisfræðslu".

Það er ekki trúverðugt að tala út og suður um umhverfisslys og umhvefissvá úti í heimi og loka svo  augunum og aðhafast ekkert þegar umhverfisslysin eiga sér stað í túninu heima. 

Kveðja

Andrea Þormar 

Guttormur, 17.4.2007 kl. 10:37

2 identicon

Þetta fannst mér áhugavert að lesa um Dofri. Heyrði ekki fréttirnar á RÚV. Var eiginlega þetta sem dró mig að umhverfismálunum í upphafi - þessi hætta að ef við sigldum áfram, sofandi að feigðarósi hvað varðar nýtingu á náttúruauðlindum, myndu líkur á átökum og ófriði víða um heim aukast. Það skiptir svo miklu máli að bíða ekki of lengi að takast á við þessi erfiðu viðfangsefni.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:15

3 identicon

Þessi ummæli þín SkúliS dæma sig sjálf.

Það er staðreynd að hitastig hefur hækkað, það er staðreynd að gróðurhúsalofttegundir eru meiri í andrúmsloftinu núna heldur en áður og.sfrv.

Um það er hins vegar deilt meðal fræðimanna hvort að þetta sé af mannavöldum eða ekki.

Það er hins vegar enginn, ekki einn einasti sem að deilir um það að mennirnir hafi áhrif, og því þurfum við mennirnir að spurja okkur, viljum við reyna það sem í okkar valdi stendur til að draga úr áhrifunum, eða eigum við að standa hjá og vona að þetta séu bara náttúrulegar sveiflur sem víð séum að upplifa.

Er ekki skynsamlegra að gera það sem í okkar valdi stendur til að minnsta kosti að standa stað varðandi þessi mál, helst að draga úr vandamálinu, en alls ekki auka það??

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:26

4 identicon

Ja hérna - það er nú eins og að fara að ræða við leikskólakrakka um námsefni á efstu stigum grunnskólans að ætla að reyna að eiga í vitrænum samræðum um þetta mál við þá sem hér geysast um á athugasemdasvæði. Læt mér bara nægja að benda á eina staðreyndarvillu skrifara hér að ofan. Hann staðhæfir: Það er EKKERT vitað um hvort það magn sem mælist sé hátt í sögulegu samhengi

Staðreynd: Það eru til ískjarnamælingar um styrk koldíoxíðs í andrúmslofti 650.000 ár aftur í tímann!!!! Þar sem jörðin er hinsvegar talvert eldri en það við vitum ekki um magnið með nákvæmum hætti frá upphafi jarðarsögunnar - en 650.000 ár er nú bara nokkuð gott engu að síður.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband