Allt á uppleið!

Í síðustu viku mældi Félagsvísindastofnun Samfylkinguna í í Suðurkjördæmi í 25,4% en sú könnun var gerð á þremur dögum og mældi því vel stuðninginn einmitt þá. Þá var Capacent að mæla Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í rúmum 22% svo á þessum tveimur könnunum virðist vera talsverður munur þótt aðferðafræðin sé að mestu leyti sú sama.

Capacent könnunin er þó gerð á lengri tíma og er hluti af spurningavagni þar sem spurt er um allt frá uppáhaldssjampói til lesturs á dagblöðum. Hún mælir því meðaltalsafstöðu þeirra sem nenna að taka þátt í löngum spurningavagni um margvísleg málefni yfir hálfs mánaðar tíma. Það er svona eins og að vita um fjölda sólarstunda í heilum mánuði, það segir ekki mikið til um sólina á morgun.

Ég hef fundið fyrir mikilli jákvæðni í garð Samfylkningarinnar (ritztjóri Mogganz undanskilinn) síðustu daga og er þess fullviss að kjósendur séu núna að átta sig á þvi hvaða flokkur það er sem hefur stefnu, styrk og lausnir til að takast á við verkefnin framundan. Til að leiða næstu ríkisstjórn.

Sólarstundunum er að fjölga og ég spái sól og hita 12. maí.
Festið kaup á sólarvörn og blævæng!


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samfylkingin Norðvesturkjördæmi

Stórkostlegt að sjá hvursu vel Árni Johnsen er að mælast. Sannkallaður sigur fyrir hann. Hvernig var málshátturinn...þangað leitar klárinn ...

Samfylkingin Norðvesturkjördæmi, 17.4.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Á uppleið en mun það duga Ingibjörgu til að halda formannssætinu miðað við það hvað hún sagði við sitt fólk þegar hún tók slaginn við Össur.

Óðinn Þórisson, 17.4.2007 kl. 19:36

3 identicon

Já þessa stundina eru Sjallar að fanga málin á Suðurlandi...hvað sem verður síðar.

Ég sé að frú Dharma er í sjokki skrifar bara tvær línur... öðruvísi mér áður brá.

Samfylkingin er á uppsiglingu ..samkv. skoðanakönnunum þó ca 40 % séu óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu... sérfræðingar telja að þar eigi Samfylking mikinn dulinn stuðning... 'eg spái Samfylkingu 33.6 % í kosningunum kannski 33.7 % ??

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 19:38

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Já sem betur fer frændi fór ekki fyrir ykkur eins og framsókn, þeir hækkuðu ekkert eftir sitt landsþing.

En nú reynir á til að halda því sem komið er. Er ekki að reyna að vera með nein leiðindi en ég spái því að fylgi ykkar eigi eftir að minnka fram að kosningum og þið munuð fá 16-19 % 12. maí

Ágúst Dalkvist, 17.4.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband