21.4.2007 | 11:57
Íhaldið gefur og tekur
Mig langar að deila með ykkur ágætum pistli Jóhönnu Sigurðardóttur alþingiskonu og einni hörðustu baráttukonu fyrir bættum kjörum þeirra sem minna bera úr býtum í lífinu.
Þetta er áhugaverð lesning.
___
Morgunblaðið og íhaldið hafa gert mikið úr tillögum um málefni aldraðra sem kynntar voru á landsfundi Sjáflstæðisflokksins um s.l. helgi.
25 þúsund krónur á mánuði fyrir þá sem ekkert hafa úr lífeyrissjóðum virtist vera dágóð búbót við fyrstu sýn. En þegar grannt er skoðað heldur aldraður einstaklingur sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga einungis 1/3 eftir eða rúmum 8 þúsund krónum. Geir heldur hins vegar eftir hjá sér- vegna skatta og skerðingar- rúmum 16 þúsund krónum.
Áfram á að hlunnfara aldraða
Þetta er nú öll rausnin, þar sem 25 þúsund króna frítekjumark stjórnarflokkanna nær ekki til tekna úr lífeyrissjóðum. Tillaga okkar í Samfylkingunni er um 100 þúsund króna frítekjumark, bæði gagnvart atvinnutekjum og tekjum úr lífeyrissjóði. 25 þúsund króna greiðsla úr lífeyrissjóði mun því ekki skerða greiðslu almannatrygginga til aldraðra.
Tillaga íhaldsmanna um að lækka skerðingarhlutfall tekjutryggingar úr 38.35% í 35% eins og slegið var upp á forsíðu Mbl gefur lífeyrisþega, sem hefur t.d. 10.000 krónur í aðrar tekjur en lífeyrisgreiðslur almannatrygginga, heilar 215 kr. eftir skatt. Áður hélt lífeyrisþeginn eftir um 3.000 krónum af 10 þúsund króna tekjum sínum úr lífeyrisjóði eftir skatta og skerðingar. En eftir þetta örlæti Geirs Haarde myndi hann halda eftir 215 krónum meira.
Sautján faldur munur
Til að bera saman þann mikla mun sem er á úrbótum fyrir aldraða í tillögum okkar í Samfylkingunni og tillögum Sjálfstæðismanna er vert að skoða eftirfarandi dæmi. Gefum okkur að íhaldið stæði við samþykkt landsfundarins um að lækka skerðingarprósentu vegna greiðslna frá almannatryinngur úr 38.35% í 35%. Hver væru þá áhrifin annarsvegar vegna tillagna þeirra og hinsvegar tillagna okkar í Samfylkingunni.
Það hefði þau áhrif að sá sem hefur t.d. 50 þúsund krónur frá lífeyrissjóði fengi samkvæmt tillögum íhaldsins 1.077 kr. ávinning. Ef aftur á móti væri miðað við tillögur okkar í Samfylkingunni um frítekjumark gagnvart bæði greiðslum úr lífeyrissjóðum og atvinnutekjum, ásamt því að lækka skatta af greiðslum frá lífeyrissjóðum fengi aldraðir í sinn vasa 17.258 kr. í stað 1.077. kr . Það er sautjánfalt falt það sem íhaldið ætlar í rausn sinni að bjóða öldruðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ingvar er það allt Jóhönnu að kenna? Svo valdamikil?
Darma.... hverju er Jóhanna að snúa út úr?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.4.2007 kl. 00:31
Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.