Hvar?

Hvar verður miðunum dreift? Er til í að fá strætómiða hjá þeim sem ætla ekki að nota sína!

Er reyndar nýbúinn að kaupa mér 11 miða kort á 2500 kr. en það er fljótt að fara. Væri gaman ef tillaga Samfylkingarinnar um 100 kr. staðgreiðslufargjald fyrir alla hefði verið samþykkt en því er ekki að heilsa.

Ef Ung Vinstri græn vantar leiðsögn um Grafarvoginn þá getum við Dagur B Eggertsson aðstoðað en þegar ég tók strætó upp í Egilshöll á landsfundinn um daginn, hvern hitti ég þá í leið 16 annan en Dag! (Getum reyndar alveg mælt með S6 líka, hún stoppar nær.)

Skemmtileg tilviljun og við vorum að sjálfsögðu afar ánægðir með að hafa strax á fyrsta degi slegið grænasta flokki í heimi við hvað varðar umhverfisvænan ferðamáta á landsfund.


mbl.is Gefa borgarfulltrúum strætómiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Til hamingju með það :-)

En Það voru 10-15%  sem mættu á landsfund VG  öðruvísi en einir á bíl   3 á reiðhjóli.  

Alla vega segir maðurinn sem hóf umræðuna :    http://mberg.blog.is/blog/mberg/entry/131791/ 

Ekki trúa allt sem blöðiun birta :-)    Þeir eru ekki þekktir fyrir   að   segja frá místökum sínum. En allir sem hafa lent í fjölmiðla vita að místökin séu æði mörg og stundum alvarleg.

Talandi um : Var einhver samþykkt á fundi ykkar sem nefndi hjólreiðar til samgangna  ?

Er talað um heilbrigðar samgöngur í eitthvert stefnumótunarplaggana . Hefði átt að vera bæði í "Fagra Ísland"  og í  "Unga Ísland"

Annars veit ég að þú sért  ötull stuðningsmaður auknar hjólreiðar það vantar ekki  :-)

Morten Lange, 24.4.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

En ætlið þið ekki að fara að leggja til fjölgun ferða á stofnleiðunum? Þessi fækkkun ferða sem nýji meirihlutinn stóð fyrir sl. sumar hefur þýtt að ég fer miklu sjaldnar í strætó en ella...

Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.4.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Morten Lange

Til hamingju með það :-)

En Það voru 10-15%  sem mættu á landsfund VG  öðruvísi en einir á bíl   3 á reiðhjóli.  

Alla vega segir maðurinn sem hóf umræðuna :    http://mberg.blog.is/blog/mberg/entry/131791/ 

Ekki trúa allt sem blöðiun birta :-)    Þeir eru ekki þekktir fyrir   að   segja frá místökum sínum. En allir sem hafa lent í fjölmiðla vita að místökin séu æði mörg og stundum alvarleg.

Talandi um : Var einhver samþykkt á fundi ykkar sem nefndi hjólreiðar til samgangna  ?

Er talað um heilbrigðar samgöngur í eitthvert stefnumótunarplaggana . Hefði átt að vera bæði í "Fagra Ísland"  og í  "Unga Ísland"

Annars veit ég að þú sért  ötull stuðningsmaður auknar hjólreiðar það vantar ekki  :-)

Morten Lange, 24.4.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll Morten

Þetta var samþykkt á landsfundinum:

"Gera áætlun um stóreflingu almenningssamgangna og gera hjólreiðar að raunhæfum ferðakosti í daglegu lífi m.a. með aðgerðum í skipulagsmálum."

Kv. Dofri.

Dofri Hermannsson, 24.4.2007 kl. 17:49

5 identicon

Ég fór á reiðhjóli á landsfundinn og þurfti þó að fara milli sveitafélaga. Ég bý í Kópavogi. Ég komst reyndar bara á laugardeginum. Ég sá tvö önnur reiðhjól fyrir utan Egilshöll þegar ég kom og þrjú þegar ég fór. Ég veit ekki hvort það voru gestir á landsfundinum eða aðrir gestir Egilshalla sem voru á þeim, en væntanlega hafa þeir, sem voru með sín reiðhjól þarna allann daginn verið landsfundargestir.

Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:37

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Og nú ætla borgaryfirvöld að fækka ferðum enn meir í sumar og kannski fjölga þeim aftur á "vinsælustu" leiðunum næsta haust! Reykjavík er eina stórborgin í heiminum það sem borgaryfirvöld hafa engann áhuga á almennings samgöngum. Enda vita fæstir í stjórnkerfinu hvað það er. Þeir nota ekki strætó.

Kristján Kristjánsson, 24.4.2007 kl. 21:25

7 Smámynd: Morten Lange

Ari : Betra ef þú ert ögn málefnalegra.  Það er enginn að tala um að allir nota reiðhjól, bara að ýta undir aukinni notkun þeirra.  Vonandi bremsa á aukningu í bílaumferð með þessum hætti.   Og þú munt hagnast, beint og óbeint    þegar  mengun minnkar,  eitthvað dregur úr umferðaröngþveiti,  álag á  heilsukerfinu minnki ofl. 

Málið er að með frekar ódýrum aðgerðum má gera reiðhjólið að  raunhæfari valkost.  Með því að bæta aðgengi, og auka meðvitund um kostir  hjólreiða. Þetta með að gefa reiðhjól er  reyndar gert í Bretlandi .  Eða því sem næst.  Atvinnurekendur fá skattaafslátt ef þeir kaupa hjól og leigja starfsmenn á slikk.   Það er vegna þess að það sé svo hollt að hjóla.  Búið er að mæla að menn sem hjóla til vinnu lífa nokkur ár lengur.  Jafnvel ef það byrjar að hjóla um sextugt !  ( Andersen et al 2000, Archives of internal Mefdicine )

Var einmitt að lesa í kafla úr 2007 úttgáfunni af "State of the World", en þar kemur fram að bílaborgir eyða mun meira í samgöngum en borgir þar sem minna er byggt að hraðbrautum, en frekar fjárfest í góða lausnir í almenningssamgöngum og fyrir göngu og hjólreiðar.

Eitt af því sem sárvantar er að gera heildarúttekt á hversu mikið ríki og sveitarfélög og eru að borga undir bílum, og svo gera mat á "externalities". þeas kostnaður umferðaslysa mengunar, o.m.fl.

Að sjá ekki að síaukandi bílanotkun stefni okkur í óefni, það er skortur á raunsæi.  Gísli Martinn hefur séð ljósið  (eða hluti af því) í grein sinni í Morgunblaðinu í dag ( 24.apríl)

Morten Lange, 25.4.2007 kl. 00:30

8 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Sá einmitt Sigurð (aths. nr.5) þegar hann var að hjóla af stað í landsfundarlok. Leyfi mér að veðja þó nokkuð hárri upphæð um að hann hafi verið fljótari heim en ég sem var í bíl. Tek þó fram að ég var í samfloti með þremur öðrum og held að margir hafi miðað við það þessa daga.

Sé að Morten segir Gísla Martein hafa séð ljósið í samgöngumálum. Það hefur þá slokknað á því aftur því nú á enn og aftur að skera niður í almenningssamgöngum.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 25.4.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband