"Þetta er köld kveðja til þín!"

Sjálfstæðismenn gera það ekki endasleppt í dag.

Fyrtni
guðlaugur þórÞessa óvenju ruddalegu kveðju sem sjá má í fyrirsögn hér að ofan, sendi Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðismanna, Ögmundi Jónassyni í spjallþætti í Sjónvarpinu í kvöld. Ögmundur hafði þá sagt "Þetta eru nú kaldar kveðjur til þessa fólks" varðandi fullyrðingar Guðlaugs um "raunverulegan árangur" ríkisstjórnarinnar við að bæta úr vanda barna sem bíða eftir greiningu.

Ljóst var að Guðlaugur átti allan þáttinn erfitt með að þola gagnrýni Jóhannu Sigurðardóttur og Ögmundar á velferðarþjónustu ríkisstjórnarinnar. Hann sló opinberar tölur út af borðinu með því að segjast sjálfur hafa aðrar sér hagfelldari án þess að gera grein fyrir hverjar þær væru og hvaðan og fyrtist hvað eftir annað við athugasemdir mótherja sinna og spurningar þáttastjórnenda.

Það er umhugsunarefni hvernig ráðherra Guðlaugur Þór þingmaður yrði í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks þegar honum þykir eðlileg gagnrýni á vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum vera svo frekleg móðgun við sig.

Blinda
geir_hilmar_haardeForsætisráðherra fráfarandi ríkisstjórnar átti þó án nokkurs vafa setningu dagsins á Morgunvaktinni en í umræðu um hækkun skattleysismarka sagði Geir Hilmar Haarde orðrétt:

"Ýmsir frambjóðendur...gera sér ekki grein fyrir því hvað hver þúsundkall munar miklu fyrir ríkissjóð en litlu fyrir hvern einstakling."

Þetta útskýrir margt.

Hann sagði reyndar líka að hækkun skattleysismarka væri ómarkviss aðgerð til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það fengju nefnilega allir bætt kjör. Þetta er alveg rétt hjá Geir. Það fá allir jafn mörgum þúsundköllum meira þegar skattleysismörkin eru hækkuð.

Þegar skattprósentan er lækkuð fá hins vegar alls ekki allir jafn marga þúsundkalla í sinn hlut. Sá sem er með 1.000.000 á mánuði hagnast 10 sinnum meira en sá sem hefur 100.000 á mánuði. Skattalækkanir Geirs núna að undanförnu hafa líklega verið markviss aðgerð að hálfu fráfarandi ríkisstjórnar til að bæta kjör hinna hæst launuðu!

Yfirgangur
Árni SigfússonTil að fullkomna daginn hjá Sjálfstæðismönnum voru allar fréttir fullar af hinum alla jafna geðþekka Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ sem þverneitar íbúum um lýðræðislega kosningu um álver í Helguvík. Hann setur undir sig hausinn að hætti íhaldsins og blæs á skoðanir íbúa sem ég held að megi fullyrða að vilji flestir fá meiri og vandaðri umfjöllun um þetta mál og kosningar að því loknu.

Ítrekað hefur komið fram að bindandi samningar eru engan veginn tímabærir. Eftir er að fara í umfangsmiklar rannsóknir, þótt rannsóknarleyfi séu fengin fyrir hluta af orkunnar sem þarf til álversins er engan veginn sjálfsagt að virkjunarleyfi verði gefin út. Síðast en ekki síst þá hefur engin upplýst umræða um kosti álvers og galla farið fram og vilji íbúa í sveitarfélaginu aldrei verið kannaður.

Hverjum er Árni Sigfússon bundinn trúnaði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Enn byrjar þessi óreyndi pappa drengur að fullyrða það sem hann veit ekki. Hann var ekki að segja frá pabba stráknum Björvini G Sigurðsyni sem var uppvís að rangfærslum í umræðum um mennta mál í Sjónvarpsal í gærkvöldi þar kom greinilega fram að hann var tvísaga skoðið þetta atriði mjög vel.

Annað sem er alvarlegasta sem fáir vita um Edda Rós Karsdóttir fyrverandi hagfræðingur ASÍ sem gerði rit sem Samfylking notaði. Allir muna eftir því. Jafnvægi og Framfarir er þetta ekki rétt.

Nú held ég að almenningur muni krefjast  þess að Edda Rós Karlsdóttir verði færð til í starfi ég mun krefjast þess á morgun það gengur ekki upp að Yfirmaður greiningardeildar Landbanka Íslands sé spenanum hjá Samfylkingu.

Ég tel þetta mjög alvarleg staða sem komin er upp varandi Eddu Rós og vera síðan að meta afkomu þjóðarinnar með frásögnum og skipunum frá litllaflokknum sem er að hverfa. 

Eitt sem fer í taugaranar á Samfylkingu er að tekjuskattur hefur lækkað úr 41,9 árið 1996 í 35,7 prósent í dag Hagvökstur hefur verið 4,5% á ári að meðaltali síðan 1996 geri aðrir betur.

Horfur eru á að kaupmáttur hafi aukist um 75% frá 1994 - 2007. Skattar á fyrirtæki hafa verið lækkaðir niður í 18% og virðiaukaskattur á matvæli er komin í 7% geri aðrir betur.

Nú stefnir í að Sjálfstæðismenn munu stjórna einir þessari þjóð næstu 4 ár og þau gætu verið fleirri ef vel tekst til.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jóhann Páll. Afhverju er Björgvin, Pabba strákur??  Þú verður svo að skýra út hvar honum varð tvísaga.

Það eina sem vakti mikla athyggli hjá mér úr þættinum í gær, var að þegar tölur voru nefndar komu Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín bæði með sama svarið "það eru komnar nýjar tölur"

Aldrei minnist ég þess að sjálfstæðismenn hafi viðurkennt að gömlu tölunar hafi verið slæmar og hvar voru þessar nýju tölur sem voru komnar í gær??? 

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 07:47

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Það er gamalt og gott húsráð að festa nýjar tölur á gamla jakka þegar þeir eru farnir að týna tölunni.

Pálmi Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 09:30

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Tómas Þóroddsson hefur miklar áhyggjur af því sem ég skrifaði hér enda skil ég hann mæta vel þetta fer í taugarnar á Samfylkingu sem er á niðurleið og formanns skipti framundan.

Til að út skýra hvers vegna Björgvin var tvísaga í skólamálum.

Björgvin sagði í umræðum í sjónvarpsal um menntamál í fyrrakvöld að hann teldi ekki rétt að taka upp skólagjöld í framhaldsnámi í háskólum. Slík taldi Björgvin ekki koma til greina.

Þar fer Björgvin gegn því sem hann sagði á Alþingi í nóvember í umræðum um háskólamál. Þar sagði Björgvin:

" En það kemur að sjálfsögðu til greina að veita heimildir til skólagjaldstöku á einhverjar tilgreindar námsgreinar eða framhaldsnám að því uppfylltu að það sé lánað fyrir náminu og jafnræðis til náms þannig að fullu framfylgt."

Sem sagt Björgvin var opin fyrir því að opna á skólagjöld í nóvember, en rétt fyrir kosningar lýsir hann  sig á móti.

Það er mín skoðun að Björgvin er ekki marktækur þetta á líka við Dofra sem hefur endurtekið áróður á Sjálfstæðimenn því miður er Sjálfstæðisflokkurinn sterkbyggður flokkur þess vegna kjósa landsmenn Sjálfstæðismenn til forustu og athafna.

XD ekkert annað kemur til greina

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2007 kl. 09:44

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Bara svo við höfum það á hreinu þá sagði Björgvin nákvæmlega það sama í gær og hann sagði á Alþingi. Að það kæmi ekki til greina að taka upp skólagjöld á almennt háskólanám í ríkisreknum háskólum en undantekningar á borð við mba námið og nám einkareknu háskólanna væri ekki hægt að útiloka frá gjaldtöku.

Björgvin barði íhaldið til baka aftur og aftur með skólagjöld í þinginu til að leysa fjárhagsvanda opinberu háskólanna. Því var Þorgerður í bullandi vörn allan tíman.

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 16:55

6 identicon

Dharma.. eins og talað út úr mínu hjarta.

Skrítið að Dofri hafi ekki ritskoðað þessa grein þína og tekið hana út.

Er það ekki málið þarna vinstra megin ef menn eru rökþrota?

þórir ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:52

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jóhann Páll. Gæti verið að einhverjir aðrir séu pirraðir vegna könnunar stöð 2 ?

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 18:08

8 identicon

Smá framhaldstalnaleikfimi.

Konan í þínu dæmi er með 240 mkr. til neyslu

Karlinn í þínu dæmi er með 84,6 mkr. (91 mkr. ef það er gefið að hann eigi tvö börn) til neyslu.

Gefum okkur það að það kosti 100 mkr. að lifa mannsæmandi lífi.

Maðurinn skuldar því 9 mkr. þegar hann hrekkur upp af en konan hefur lagt til hliðar 140 mkr. (100 mkr. því hún eyddi 40 mkr. í ferðalög og munaðarvörur).

Konan (vegna menntunar og reynslu) fjárfestir fyrir þessar 100 mkr.í hlutabréfum og sjóðum ýmiskonar og 12% ávöxtunarkröfu árlega. sem þýða af 2,7 mkr. sem hún getur lagt til hliðar árlega vaxa um 12%. Það þýðir að þegar hún hættir að vinna eigi hún um 160 milljónir til brúks (eða hér um bil).

Svo spyr maður hvort það sé svona rosalega illgjarnt af skattmanninum að taka aðeins ögn stærri sneið af þeim tekjuhærri í samfélaginu.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 18:56

9 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Það er alveg ótrúleg afstaða Sjálfstæðismanna til íbúalýðræðis. Þeir voru nú ekki hrifnar af því hér í Hafnarfirði í kringum álverskosningarnar og fundu því nánast allt til foráttu. Margt mátti gagnrýna í aðdraganda þeirra - en það tækifæri að fá að kjósa um málefni sem litla sem enga umfjöllun hafði fengið fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar skipti sköpum eins og góð kosningaþátttaka sannaði. Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins - líklega óttast sumir Suðurnesjamenn að hið sama gæti gerst ef íbúar fengju að sýna hug sinn í anda þátttökulýðræðis.

Valgerður Halldórsdóttir, 25.4.2007 kl. 22:40

10 identicon

Hvatinn til að mennta sig er ekki aðeins fjárhagslegur. Það hugsa ekki allir aðeins í peningum. Öryggi, starfsánægja, valmöguleikar og upplýsing eru einnig ástæður til þess að fólk mennti sig.

Svo er enginn að tala um gegndarlaust arðrán. Fólk sem er með háar tekjur nýtur ávaxtanna þá svo þeir borgi aðeins meira hlutfall af tekjum sínum til samneyslu. Get ekki betur séð að þegar hátekjuskatti var beitt þá var hátekjufólk líka á jeppum og áttu stór einbýlishús eins og nú.

Þetta stangast alls ekki á við óskir "okkar" (illmennin?) um að efla menntakerfið og menntunarstig þjóðarinnar því "við" viljum enn að fólk mennti sig. Og ef fólk hættir við að mennta sig vegna þess að hlutfallsleg greiðsla þeirra til samneyslunnar verður meiri en þeirra ómenntuðu þá á það ekki skilið að mennta sig.

Ég held í alvöru að ég fái einhvern til að fara í 8 ára verkfræðinám (reyndar ekki nema 3 ára nám að verða B.S. í verkfræði) þó svo hann þurfi að greiða hátekjuskatt. (Svo er vert að benda á það að hlutföll leggjast ekki saman, það er 40% + 10% verða ekki 50%, heldur fer það eftir tekjugerð og upphæð og svo deilist það út. Dæmi: 100 þús í launatekjur og 40% eru 40 þú og 100 þús í fjármagnstekjur og 10% eru 10 þús = 50 þús af 200 þús eða 25%). Verkfræðingurinn mun sjá að hann mun hafa meira á milli handanna og skemmtilegra starf.

Þetta snýst ekki um að jafna hlut fólks algerlega eins og í dæmi þínu um Palla. Heldur að sjá til þess að tekjulægsti hópurinn geti lifað á launum sínum. Ef það er mögulegt er það vel þess virði að hinir tekjuháu af aðeins minna úr moða. Ef hinir tekjuháu eru hluti að þessu samfélagi ættu þeir að geta sætt sig við það.

Það má vel vera að menn hafi hætt námi vegna hátekna en samt er til verkfræðingar og það er ekki svo langt síðan að hátekjuskattur var afnuminn. Hvaðan komu þessir verkfræðingar? Úr frárennslisgöngunum á Kárahnjúkum!

"Efnahagslegur hvati kallinn minn" er ekki bara það sem fær fólk út í langt nám. Ef það væri málið myndu allir fara í viðskiptafræði og verkfræði en enginn í kennaranám, hjúkrun, listnám, félagráðgjöf, sálfræði, hugvísindi og svo framvegis.

Það hefur nefnilega sýnt sig að tekjur eru ekki eina gulrótin til þess að fá fólk í nám og líklega ekki sú árangursríkasta. Hinsvegar hefur gott aðgengi að námi, möguleikinn á að vinna með námi og fjölbreytt nám verið mikil gulrót að námi enda hefur aldrei verið eins auðvelt að komast í nám við hæfi og nú og aldrei hafa fleiri stundað háskólanám og nú (meira að segja hlutfallslega).

Auðvitað held ég ekki eitt andartak að fólk muni mennta sig og taka ábyrgð án þess að fá fjárhagslega umbun, en það er ekki eina ástæðan. Og með hærri persónuafslætti hinna tekjulægstu ertu ekki að taka burt fjárhagslega umbun, hún verður bara ekki eins mikil. Og ef þú heldur að hærri persónuafsláttur leiði til þess að fólk hætti að stunda nám vegna þess að það borgar sig ekki fjárhagslega þá lifir þú ekki í raunveruleikanum.

Dæmi mitt áðan er byggt á þínu dæmi með eðlilegum forsendum út frá því.

Nei ég myndi ekki taka henni fagnandi og gefa henni pening. En ég myndi ekki heldur úthýsa henni úr samfélaginu. Heldur myndi öryggisnet samfélagsins taka á því sem kom fyrir í hennar lífi og aðstoða hana við að koma undir sér fótunum að nýju. Þess vegna er samneyslan okkur svo mikilvæg. Ef við missum fótanna í lífinu (vegna veikinda, vandamála, óheppni eða slæmra ákvarðanna) er okkur ekki úthýst og látin út á gaddinn heldur er öryggisnet sem aðstoðar okkur við að takast á við erfiðleikana í okkar lífi. Nefndu mér þann aðila sem ekki hefur notast við öryggisnet samfélagsins á einhvern hátt.

Tillögur vinstrimanna felast í bættum lífskjörum allra í samfélaginu (ekki bara hinna efnuðu), bættu skólakerfi, bættu heilbrigðiskerfi og bættu tryggingakerfi. Sem ætti að vera gott fyrir alla (líka hina efnuðu).

Ég vona að þessi pistill minn svari einhverju og skýri afhverju vinstrimenn eru eins og þeir eru.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:28

11 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Mig langar til að benda á annað sjónarhorn á skattamálum.

Hver segir að einstaklingur sé á einhvern hátt grundvöllur skattkerfisins?

Eru það ekki tekjur sem eru grundvöllur skattkerfisins?  Að vísu bjagar persónuafslátturinn samanburð svolítið en í grundvallaratriðum er hugmyndin sú að ef A hefur tíu sinnum meiri tekjur en B, greiðir hann líka tíu sinnum meiri skatta. 

Síðan hafa menn viljað nota þessa skattheimtu sem jöfnunartæki með því
a)   að allir skuli eiga einhverjar lágmarkstekjur skattfrjálsar  - og
b)  að þeir sem hafa tekjur umfram tiltekið mark greiði hærra hlutfall af slíkum umframtekjum.

Allt væl út af miklum skattgreiðslum þess sem hefur miklar tekjur er þess vegna tilraun til að koma á kerfisbundnum ójöfnuði. Miðað við það kerfi sem ég lýsti áðan (einfaldasta kerfið) er augljóst að eina sanngirnin felst í því að taka jafnan skatt af öllum peningum sem eru í tekjuumferð í samfélaginu. 

Valdimar Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband