Hrun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður

geir_hilmar_haardeSjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli í Reykjavík suður þar sem hann hefur þó talið sig hafa nokkuð góða stöðu. Þetta hlýtur að vera mikið áfall fyrir formanninn, Geir H Haarde, sem var orðinn nokkuð glaðhlakkalegur eftir síðustu mælingar Capacent sem mældu flokkinn í rúmum 40% að hrapa nú niður um tæp 10% á stuttum tíma.

Samfylkingin bætir hins vegar stöðugt við sig núna síðustu vikur, er nú í 26,6% - vex um 6-7% - og er greinilega á miklu flugi. Aðeins vantar um 6% upp á að Samfylkingin nái Sjálfstæðisflokknum og ekki vantar mikið upp á kjörfylgi síðustu kosninga en það var með bestu niðurstöðum norrænna jafnaðarmannaflokka úr þingkosningum. Það var líka athyglisvert að samkvæmt þessu eru Samfylking og Vg með helming atkvæða.

Það er greinilegt að núna þegar skammt er til kosninga og meginþorri kjósenda er farinn að fylgjast með af athygli að Ingibjörg Sólrún vinnur mikið á en það hallar sömuleiðis undan fæti hjá Geir. Það er e.t.v. ekki undarlegt þar sem vanrækslusyndir Geirs hafa mikið verið í fjölmiðlum, endalausir biðlistar eftir hjúkrunarrýmum, eftir greiningu fyrir börn, eftir plássi á barnageðdeild osfrv.

Þá hefur þjóðin vaknað upp við vondan draum hvað varðar tannheilsu barna og þegar þetta allt er sett í samhengi við fréttir undanfarinna missera um þúsundir fátækra barna, ömurleg kjör aldraðra og öryrkja og síðast en ekki síst hverja falleinkunina á fætur annarri yfir efnahagsstjórn Geirs - þá er von að vinsældir hans sem leiðtoga hrapi.

Í síðustu kosningum mátti Davíð Oddsson, sem m.a.s. allir sjálfstæðismenn telja langtum meiri foringja en Geir, láta í minni pokann fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri. Það var ekki síst vegna Ingibjargar Sólrúna að í síðasta skipti sem Davíð var kjörinn á þing þá var hann ekki fyrsti þingmaður kjördæmisins heldur númer 2.

Mér finnst ekki ólíklegt að Geir vakni upp við það sama þegar talið hefur verið upp úr kössunum í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já.....menn voru mikið að velta þessu fyrir sér í gær. Hvort þetta væri óheppilegum ummælum formansins að kenna. Flestir sem ég talaði við vildu meina að einvígi Bjarna Harðar og Árna Johnsen ætti stærstan hluta af máli, þar sem Árni hefði komið fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn í þessari baráttu.

Tómas Þóroddsson, 26.4.2007 kl. 07:18

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er sannfærður um að fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum núna sé meira og minna vegna þess að nú eru þeir að skila sér til baka sem ekki gátu hugsað sér að kjósa DO.

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 09:45

3 identicon

Eftir þennan kléna lestur hlýt ég að benda á neðangreint blogg og einkum pistilinn um sandkassaheimspeki.

http://sigmarg.blog.is/

Bendi jafnframt á að börn hafa ekki kosningarétt. Sé hins vegar meiningin að ná til kjósenda á þessari blogsíðu þá mætti hafa í huga að skrifa pistla sem höfða ögn meira til almennrar greindar þeirra og þroska.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:06

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eftir því sem nær dregur kosningum verða menn dramatískari í orðavali og þá hættir fólk að taka mark á umræðunni. "Sjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli í Reykjavík suður..." er ekkert sem maður hlustar á vitandi að það var bara 63% svarhlutfall á þessari könnun og þess vegna segir hún bara ekki neitt.

Ég myndi treysta mér til að setja bara fingurinn út í loftið og spá betur um niðurstöður í þessu kjördæmi en þessi "könnun" gerir. Það eru næstum allar kannanir með lélegt svarhlutfall. Það eina sem er nokkuð ljóst er að Sjálfstæðisflokkur mun fá minna en almennar kannanir gefa til kynna og það er bara regla fyrir því í gegnum margar undangengnar kosningar.

Kíkjum á þessa tölur eftir kosningar: B=10%, D=32%, F=7%, I=5%, S=28%, V=18%.

Smelltu nú út, Dofri, þínum tölum hér til gamans.

Haukur Nikulásson, 26.4.2007 kl. 11:16

5 identicon

Ég hvet alla til að lesa grein Jóns Baldvins í Mbl. núna í dag þann 26.apríl 2007. á miðopnu t.h.

Ég sé á langlokum og kennimerkjum hér að framan að sumir eiga mjög bágt núna og  allt útlit fyrir því að þróunin sé öll í þá átt að gengi Sjálfstæðisflokks sé fallandi mjög og gengi Samfylkingarinnar rísandi að sama skapi.

Það er greinilega allt að gerast...áfram með baráttuna Dofri H. 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:57

6 Smámynd: Presturinn

Presturinn spáir: D) 41% B) 11% V) 23% og S) 19% Aðrir) 6%

Þessi pistill Dofra er eins og svo margt sem frá honum kemur ansi hlægilegur.

Presturinn, 26.4.2007 kl. 12:41

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

 þú átt það sameiginlegt með Guðna Ágústssyni og Ómari Ragnarssyni frændi að þú ættir að halda þig við skemmtanaiðnaðinn, þetta blogg er frábær brandari hjá þér

Grínið virðist líka hafa tekist fullkomlega hjá þér, einhverjir tóku þig greinilega alvarlega

Ágúst Dalkvist, 26.4.2007 kl. 13:10

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Dofri, sláðu nú af hátíðleikanum og smelltu inn þinni spá fyrir Reykjavík suður!

Haukur Nikulásson, 28.4.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband