Stal Árni Johnsen senunni?

Árni JohnsenÞær raddir hafa heyrst að hrun fylgis Sjálfstæðismanna í Reykjavík suður megi rekja til framboðsfundar sem Árni Johnsen hélt ásamt Bjarna Harðarsyni í Litlu Kaffistofunni í vikunni.

Ekki verður mat lagt á það en ljóst er að þvert á vilja Sjálfstæðismanna sem hafa reynt að fela Árna í kosningabaráttunni þá fékk hann þjóðarathygli. Pressan drakk í sig hvert orð af hans vörum og má e.t.v. segja að hann hafi stolið senunni.

Umfjöllun Stöðvar 2 um fundinn má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Kæra Dharma. Er húmorinn alveg farinn!

Lítur þú svo á að ykkur sé að mistakast? ("...að öðrum verði á í baráttu sinni...") Er ykkur þá að mistakast að fela Árna? Má hann ekki sjást? Af hverju ekki? Er hann ekki löglega kjörinn og var svo vinsæll að það munaði minnstu að hann ýtti fjármálaráðherra úr 1. sætinu?

Varðandi hina æpandi þögn þá verð ég að viðurkenna að ég hef ekki heyrt hana. Þetta hlýtur að hafa verið afar þögult óp! JBH er ekki á lista Samfylkingarinnar og vandséð af hverju ég ætti að svara fyrir orð hans um háralit einstakra ráðherra.

En þú getur kannski svarað einu sem ég hef verið að velta vöngum yfir - af hverju sá Davíð Oddson sér ekki fært að mæta á landsfund Sjálfstæðismanna?

Ýmsir sjálfstæðismenn sem ég þekki hafa verið að tala um að með þessu sé hann að lýsa yfir vanþóknun á forystunni. Telji hana veika og að formaður flokksins hafi ekki nægar töggur í sér til að lemja saman hina ýmsu ósamstæðu sérhagsmunahópa innan flokksins. Þetta gildi líka um efnahagsstjórnina.

Er þetta ekki bara tóm þvæla?

Dofri Hermannsson, 26.4.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nýjasta slúðrið í bloggheimum er að Dharma sé í raun Guðlaugur Þór. Ef svo er, er þá ekki kominn tími á að blogga undir nafni bara?

Baldvin Jónsson, 26.4.2007 kl. 16:40

3 identicon

Psuedo formaður væri eins og að segja gerviformaður. Það er formaður að nafninu einu en ekki í raun. JBH er held ég ekki formaður neins, nema kannski félags fyrrverandi ráðherra og sendiherra (FFROS). Þannig að JBH er hvað lengst frá því að vera "Psuedo-formaður".

Geir er svona meira Psuedo-Formaður. Allir halda að hann sé aðalgæinn og sé að gera gagn, meðan aðrir bak við tjöldin toga í spottana. Stundum gleymist að fara yfir ræðuna hans, þá talar hann um þúsundkalla handa sér og lauslátar konur.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:38

4 identicon

Dharma, fyrirgefðu samt orðhengilsháttinn á mér, en þetta er bara svo gaman!

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:39

5 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Dofri. Ágætur félagi minn var á þessum fundi og líkti þessum tveimur frambjóðendum við stórmeistara. Slík hafi fyrirferðin verið og þeir báðir ljómað. Reyndar fylgdi sögunni að einhverjir hafi verið ósáttur að Árni hafi kallað til þessa fundar, en hin besta skemmtun hafi hann verið.

Mér finnst þetta allt í lagi og önnur nálgun hjá þessum tveimur. Hvað finnst þér?

kveðja,

Sveinn Hjörtur , 26.4.2007 kl. 20:24

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll Sveinn Hjörtur.

Ég hef alls ekkert á móti því að Árni Johnsen standi fyrir fundum. Þvert á móti.

Dofri Hermannsson, 26.4.2007 kl. 20:35

7 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Dofri. Nei, nei... ég var ekki að meina það. Heldur hvort þetta sé ekki sniðug og öðruvísi nálgun? Kannski eins og var gert í sveitinni í gamla daga?

Við ættum kannski að gera þetta? Það held ég yrði flugeldasýning maður!

kveðja,

Sveinn Hjörtur , 26.4.2007 kl. 20:52

8 Smámynd: Gunnar Björnsson

Já, vonandi að Árni haldi áfram á sömu braut!

Hver er þessi Darma?  Finnst honum skoðanir sjálfs síns svo hallærislegar að hann þorir ekki skrifa undir nafni?

Gunnar Björnsson, 26.4.2007 kl. 20:53

9 identicon

Sæll Dofri; Mjög góð grein hjá þér í mogganum í morgun.. tíu prik!

Björg F (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:05

10 Smámynd: Þórður Runólfsson

Hann er að verða dulítið LOST þessi Dharma-maður(Ðarma?). Er Árni Johnsen ennþá hjá þjóðleikhúsinu? Það sem ég heyrði af þessum tvem í útvarpinu var að þeir blómstruðu mikið rétt, enda mæltu þeir vitleysuna upp í hvorn annan og spöruðu ekki hvor öðrum fögru lýsingarorðin .

Þórður Runólfsson, 26.4.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband