28.4.2007 | 17:14
Svikin lóðaloforð sjálfstæðismanna!
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík aflaði sér fylgis fyrir borgarstjórnarkosningarnar með gagnrýni á hátt lóðarverð og lofaði því að úthluta lóðum á kostnaðarverði. Allir áttu að fá ódýrar lóðir - hét það. Svona orðaði gamli góði Villi það sjálfur í blaðagrein:
Það verður eitt fyrsta verk okkar sjálfstæðismanna þegar kjósendur í Reykjavík veita okkur meirihluta á nýjan leik að tryggja nægt lóðaframboð, afnema lóðauppboð og lækka gatnagerðargjöld eða söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða.
Ljóst er að flokkurinn hefur ákveðið að svíkja þetta loforð - og það rækilega Sjálfstæðisflokkurinn kynnti fyrir helgi að áfram yrðu lóðauppboð á þéttingarsvæðum en á nýbyggingarsvæðum yrðu föst verð: 11 milljónir fyrir einbýlishúsalóð, 7,5 milljónir fyrir byggingarrétt íbúðar í parhúsi og 4,5 milljónir fyrir byggingarrétt íbúðar fjölbýlishúsi.
Þessi föstu verð jafngilda fjórföldu gatnagerðargjaldi og eru augljóslega langt frá kostnaðarverði borgarinnar við að útbúa lóðirnar. Áður hafði verið haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni að sjálfstæðismenn vildu að lóðir yrðu seldar fyrir gatnagerðargjöld (kvöldfréttir Sjónvarps 14. mars 2005).
Um þessa kúvendingu má lesa meira á www.dagur.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 490978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ef Dorfi ber ábyrgð á orðum Jóns Baldvins, ber þá Darma ábyrgð á orðum Geirs, Vilhjálms og annara sjálfmanna?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.4.2007 kl. 20:38
Það er naumast að svikin loforð Sjálfstæðismanna í lóðamálum koma við kaunin á Dhörmu, tæplega 50 cm langt svar í þetta skiptið. Að vísu um eitthvað allt annað en til umræðu var - það er skiljanlegt - Dharma vill að sjálfsögðu ógjarna tala um hin erfiðu svik sinna eigin manna.
Dharma talar um lóðaverð upp á 20 milljónir. Honum og öðrum til upplýsingar þá barst eitt tilboð upp á ca 20 milljónir í eina lóð en staðreyndin er að meðalverð lóðanna í Úlfarsfellinu var um 11 milljónir króna. Sama verð og gamli góði Villi ætlar að láta "plebbana" eins og Dharma kallar þá, borga fyrir lóðir þar í dag.
“Það verður eitt fyrsta verk okkar sjálfstæðismanna þegar kjósendur í Reykjavík veita okkur meirihluta á nýjan leik að tryggja nægt lóðaframboð, afnema lóðauppboð og lækka gatnagerðargjöld eða söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða.”
Hann lofaði lóðum á kostnaðarverði. Svik.
Dofri Hermannsson, 28.4.2007 kl. 21:21
Auðvitað eru ummæli Jóns Baldvins um "Ljóskuna" alveg út í Hróa...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.4.2007 kl. 05:07
Vilhjálmur borgarstjóri og leiðtogi Dhörmu lofaði lóðum á kostnaðarverði, um 4,5 milljónum skv. orðum sama Vilhjálms sl. vor. Hann selur þær nú á 11 milljónir. Um þetta fjallar Dharma "af botnlausri foringjadýrkun og yfirnáttúrulegum leiðtogaátta" á þennan hátt:
"Lofað var lóðum á kostnaðarverði, og lóðirnar eru boðnar út á kostnaðarverði."
Reyndar eru tvær staðreyndavillur í þessari setningu, önnur að lóðirnar eru ekki boðnar út heldur seldar og hin að þær eru 6,5 milljónum yfir kostnaðarverði. Sama verði og var meðalverð sömu lóða í lóðauppboði R-listans. Sorglegt að sjá jafnvel nafnlausa bloggara niðurlúta og beygða undir ofurvald leiðtoga sinna.
Og ég hef enn ekki fengið svör frá Dhörmu um ástæður þess að Davíð Oddsson lét sig vanta á landsfund Sjálfstæðismanna. Hin æpandi þögn um það krefst svara!
Dofri Hermannsson, 29.4.2007 kl. 11:34
Ætli Dharma myndi þora að gagnrýna forystu sjálfstæðisflokksins ef hann myndi nú kannskii í eitt skipti skrifa undir sínu rétta nafni??
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 13:38
hehehehe mikið svakalega er Dharma að taka þig Dofri!! Vááááá ég hef sjaldan séð annað eins. Þetta er bara spurningum að fletta upp orðinu kostnaðarverð Dofri minn. . þetta er ekkert til að skammast sín fyrir að vita ekki hvað það þýðir. Ég held að Dofri haf einhvertíman keypt eitthvað á kostnaðarverði sem kostaði minn og heldur að þetta "kostnaðarverð" sé eitthvað eitt ákveðið verð/upphæð. Það er ekki svo Dofri minn.
Ert þú nokkuð fjármálaráðherraefni Samfó? Ég veit að Gummi Steingríms kann á Excel þannig að það er svaka samkeppni :)
Presturinn, 29.4.2007 kl. 16:08
Svona er nú ástandið að mati Rafiðnaðarsambandsins samkv. Vísi í dag 29.04.2007:
"
Risavaxinn verkefni blasa við í komandi kjarasamningum
Íslendingar hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum í menntun og ríkisstjórninni hefur mistekist að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í ályktun þings Rafiðnaðarsambands Íslands sem haldið var um helgina. Risavaxin verkefni blasa við sambandinu í komandi kjarasamningum.
Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd í ályktun þings Rafiðnaðarsambands Íslands sem haldið var um helgina. Þar eru stjórnvöld meðal annars sökuð um að hafa misst stjórn á efnahagsástandinu og velt ábyrgðinni yfir á Seðlabankann.Þá eru stjórnvöld sökuð um að hafa smeygt sér inn um bakdyr lífeyrissjóða með því að láta skerðingar- og frítekjumörk ekki fylgja launavísitölunni.
Þingið telur aukna skuldsetningu íslenskra heimila vera áhyggjuefni og að aldrei hafi það verið jafn erfitt fyrir ungt fólk að eignast eigið húsnæði.
Þingið segir helstu verkefni sambandsins á næstu misserum vera að stuðla að öflugu og virku velferðarkerfi. Góðri menntun fyrir alla, jöfnuði og traustum réttindum með "norræna módelið" að leiðarljósi.
Um 350 þingfulltrúar sátu þing Rafiðnaðarsambandsins.
Sjá nánar um þing rafiðnaðarsambandsins hér. "
Allt ber þetta að sama brunni
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 16:39
Já, það er nú sitthvað, kostnaðarverð og kostnaðarverð. Þegar núverandi borgaryfirvöld lofuðu í aðdraganda kosninga að selja lóðir á kostnaðarverði þá þýddi kostnaðarverð það sem kostaði að gera viðkomandi lóð byggingarhæfa, gatnagerðagjöld og annað slíkt. En núna eftir kosningar þá er allt í einu bætt við kostnaðinn álagi vegna uppbyggingar þjónustu í hverfinu, eins og skóla og leikskóla.
Hmmm, greiðum við það ekki með sköttunum okkar?
Ibba Sig., 29.4.2007 kl. 19:16
Dharma er rökþrota og hleypur í hringi í eltingarleik við skottið á sér. Það er ekki skrýtið, það er erfitt að verja svona vitleysu.
Meðalverð á lóðum í Úlfarsfellinu var 11 milljónir með uppboðsaðferð R-listans sáluga. Þá sagði gamli góði Villi að kostnaðarverð væri andvirði gatnagerðargjalda og ætti ekki að þurfa verið mikið meira en 4,5 milljónir. Nú hefur hann skipt um skoðun og telur kostnaðarverð vera 11 milljónir (án rökstuðnings).
Dharma gjammar samkvæmt bendingu og línan er þessi: Lóð á 11 milljónir skv. aðferð R-listans var óhæfa og aðför að hverri ungri fjölskyldu en lóð á 11 milljónir samkvæmt gamla góða Villa er frelsun - aðeins kostnaðarverð!
Örlítið um lóðauppboðsaðferðina. Það er staðreynd að það tekur nokkur misseri að undirbúa ný hverfi. Þegar 90% lánin komu á markað þá varð sprening í húsnæðismarkaðnum og verðið fór langt upp fyrir byggingarkostnað. Þá fyrst fór að verða góður kostur að byggja sjálf(ur), eftirspurn eftir lóðum jókst mikið, skortur varð á lóðum og markaðsverð þeirra fór eðlilega töluvert upp.
Við þær aðstæður voru tvær leiðir færar við að deila út þeim takmörkuðu gæðum: A) að bjóða út lóðir eins og R-listinn hafði gert og B) draga upp úr hatti nöfn þeirra heppnu sem þá fengu lóðir á verði sem var langt undir raunverulegu markaðsvirði.
Í Kópavogi völdu menn reyndar að fara þriðju leiðina sem var að reisa það sem í dag eru kölluð "þekkingarþorp" með vísan í að þeir sem þekktu bæjarstjórann gengu þar fyrir með lóðir. Fræg var líka "Séð og heyrt" aðferðin sem beitt var við útdeilingu lúxuslóðanna við Elliðavatn.
Hefði R-listinn t.d. ákveðið að nota happdrættisaðferðina og selja 100 lóðir á 6 milljónir í staðinn fyrir 11 milljónir eins og raunvirðið var á markaði þá hefðu borgaryfirvöld með því verið að taka 500 milljónir - hálfan milljarð - úr vasa borgarbúa og stinga í vasa þeirra 100 heppnu. Með þessum peningum má gera alveg helling, lækka kostnað foreldra við leikskólavistun, hækka laun leikskólakennara til að bæta þjónustuna osfrv.
Í Salahverfi í Kópavogi - einu af þekkingarþorpunum - var gerð könnun á því hve margir af "þeim heppnu" áttu enn happdrættisvinninginn 2 árum síðar. Í ljós kom að 80% þeirra höfðu leyst út hagnaðinn, stungið honum í vasann. Kannski ekki skrýtið að Gunnar Birgisson hafi átt erfitt með að hækka laun lægst launaða fólksins á leikskólunum á meðan Steinunn Valdís gat fullmannað leikskóla Reykjavíkurborgar.
Lóðauppboðsaðferðin er semsagt ekki leið til að klekkja á fólki með "Húsið á sléttunni drauma" heldur aðferð til að tryggja að þau verðmæti sem við skattgreiðendur eigum sameiginlega skili sér til okkar en ekki í vasa "hinna heppnu".
Gamli góði Villi treysti sér auðvitað aldrei til að mótmæla þessu en talaði þess í stað að það yrðu ævinlega að vera nægar lóðir í boði til að verðið yrði ekki hærra en kostnaðarverð. Ef hann ætlar hins vegar að vera með svo mikið framboð af lóðum umfram eftirspurn að það rétt nái kostnaðarverði jafnvel þegar eftirspurnarsprengja verður á húsnæðismarkaði þá þýðir það mikið af hálfbyggðum hverfum.
Slík hverfi þekki ég vel, enda alinn upp í Grafarvoginum frá 1984 þar sem hverfið stóð hálftómt árum saman, hálfbyggðir skólar, engin þjónusta, engin leiksvæði, engin íþróttaaðstaða, opnir húsgrunnar, heilu hverfin einn moldarhaugur, strætó á klukkutíma fresti þegar hann loks kom o.s.frv. Það er ekki fýsilegur kostur og ég held að fáir munu láta bjóða sér slíkt í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn fann í kosningunum síðasta vor að í þeim aðstæðum þegar húsnæðissprengja ríkisstjórnarinnar hafði hækkað húsnæðisverð langt umfram byggingarkostnað virkaði vel að gera út á hatur á uppboðsaðferðinni.
Það er háðulegt að gamli góði Villi skuli nú halda þeirri aðferð áfram fullum fetum við útdeilingu lóða fyrir fjölbýli en á laun við útdeilingu á lóðum fyrir sérbýli, með því að rukka sama verð fyrir þær og var meðalverð uppboðsleiðarinnar illræmdu og kalla það kostnaðarverð.
Dofri Hermannsson, 29.4.2007 kl. 21:13
Sjálfstæðismenn eru greinilega á miklu lóðaríi þessa dagana og gengur hálf brösuglega ef marka má skriftir þeirra hér að framan
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 22:06
ég sé að Dofri greyið notaði ekki tíman til að fletta því upp hvað kostnaðarverð er . . . þetta er hlægilegt Dofri, spurning um að pakka bara saman. . .
Presturinn, 29.4.2007 kl. 22:33
Segið mér, prestur og dharma, sem hvorugur hefur hugrekki til að skrifa undir nafni - í hverju liggur munurinn á kostnaðarverðinu í fyrra og núna en að mati Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar var eðlilegt kostnaðarverð í fyrra 4,5 milljónir en er núna 11 milljónir?
Hvað breyttist?
Dofri Hermannsson, 29.4.2007 kl. 22:46
Þessi aukning á kostnaðarverði liggur í auknum kostnaður . . . . ertu ekki ennþá að ná þessu greyið mitt? / NB 11 milljónir fyrir einbýlishúsalóð /
Presturinn, 30.4.2007 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.