Hræsni og svik sjálfstæðismanna í lóðamálum afhjúpuð á RÚV

Gamli góði villiÞað var flett ofan af lóðalýðskrumi Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar og félaga hans í fréttum RÚV í kvöld.

Það var kominn tími til að rifja upp hvernig hann og samherjar hans höguðu málflutningi sínum og reyndu allt sem þeir gátu til að kenna R-listanum um sprengju á húsnæðismarkaði sem þeirra eigin flokkur í ríkisstjórn átti mestan þátt í að skapa.

Best af öllu er þegar sýndar eru gamlar upptökur af gamla góða Villa tala um okurverð á lóðum þegar lóðir í Lambaseli voru seldar á 3,5-4,5 milljónir króna og lofa því að ef sjálfstæðismenn komist til valda skuli allir fá lóðir á kostnaðarverði.

Kostnaðarverð taldi hann þá vera á bilinu 2 til 2,5 milljónir á íbúð í fjölbýli en nú ætlar hann að rukka 4,5 milljónir fyrir sömu þjónustu!!!

Sjálfstæðismenn eru uppvísir að tvennu í senn - grímulausum loddaraskap og hræsni þegar þeir ákváðu að slá sér upp á óánægju með hækkandi húsnæðisverði í kjölfar 90% lánanna og nú svikum við kjósendur sína þegar þeir ganga á bak orða sinna um að selja lóðir borgarinnar á kostnaðarverði.

Illur fengur - illa forgengur. Kjósendur eiga tæpast eftir að gleyma þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Það var sannarlega ánægjulegt að fletta ofan af lýðskrumi borgarstjórans í lóðarmálunum.Vonandi hafa sem flestir kjósendur horft á þessa frétt.

Kristján Pétursson, 30.4.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Dharma = nafnlaus auli sem villir á sér heimildir enda hefur hann lélagan málstað að verja, eins og aumingja Villi Vill. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.4.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Dharma...það er liðinn tíð að vera nafnlaus gæi / pía á netinu...að var í gamla daga.

Ég hef alltaf verið sjálfstæðismaður en líka maður með almenna skynsemi. Dorfi hefur rétt fyrir sér og í kvöldfréttum RÚV var ekki hægt annað en hlægja að Villa borgastjóra sem lét taka sig illilega í bólinu!!! Er þetta það sem við viljum yfir okkur? Það er augljóst að ekki bara Samfylkingin svíkur loforð...eða svona ekki haft tækifæri til þess í langann tíma...heldur svíkja hinir hrikalega.

Skilum auðu!

Haraldur Haraldsson, 30.4.2007 kl. 23:39

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Samfylkingin hefur engin loforð svikið Haraldur. Og það er kominn tími til að skipta.

Skilum rauðu!

Dofri Hermannsson, 1.5.2007 kl. 00:23

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Dharma.

Hvernig væri að þú sundurliðaðir þetta kostnaðarverð og útskýrðir fyrir okkur sem erum ekki jafn klár og þú hvernig það hefur hækkað um meira 100% á rúmu ári?

Svo við skiljum af hverju Villi sem lofaði 2-2,5 milljón í lóðakostnað á íbúð í fjölbýli fyrir 1-2 árum neyðist til að rukka 4,5 milljónir fyrir sömu þjónustu í dag.

Best væri að fá sundurliðað bæði þá og nú helstu liði í kostnaðinum svo við sjáum svart á hvítu hvað það er sem hefur hækkað svona mikið. Til í það?

Dofri Hermannsson, 1.5.2007 kl. 00:29

6 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Æi kjósendur eru ótrúlega minnislausir

Guðrún Vala Elísdóttir, 1.5.2007 kl. 11:13

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Dharma - ég var nú að meina hvort þú gætir tekið Úlfarsfell suður sem "case study" og sýnt okkur rauntölur um kostnað þar. Hitt held ég að flestir hafi nú haft á hreinu.

Það sem fólk er ósammála um er hvort 11 milljónir fyrir litla sérbýlislóð í Úlfarsfelli suður er kostnaðarverð - ekki síst þar sem Vilhjálmur taldi það sama verð of hátt fyrir ári síðan.

Semsagt - geturðu lagt fram sundurliðun á kostnaðinum í Úlfarsfelli suður með raunverulegum tölum og fengið út þá niðurstöðu að lóðaverð sé kostnaðarverð?

Dofri Hermannsson, 1.5.2007 kl. 11:17

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Finnst engum fyndið að hr/frú Dharma, erkifrjálshyggju-sjálfstæðistalsmaðurinn, sé að skrifa langhunda til að verja opinbert úthlutunarkerfi takmarkaðra gæða, í stalínskum anda?  Segir ekki frjálshyggjan að markaðslögmálin eigi að ráða verði lóða eins og öðru, og því sé uppboðskerfi eina rétta lausnin?  Villi Vill er algjör kommi í skilgreiningu ekta frjálshyggjumanna.  Útreikningar Dharma á opinberu "kostnaðarverði" sem sé hið rétta verð, en ekki verð markaðarins, fá Friedman til að snúast í gröfinni, blessuð sé minning hans.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.5.2007 kl. 12:18

9 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Nafnlaust eða ekki þá kemur Dharma með góða punkta.

Virkilega málefnanlegt hjá myndlistarmanninum í 18 sæti Vinstri Græna að uppnefna hinn nafnlausa aula.  Það kemur nú ekki á óvart enda VG ekki þekktir fyrir haldbær rök eða málefnanlegar umræður.  Dofri er þó kurteis. 

Örvar Þór Kristjánsson, 1.5.2007 kl. 13:32

10 identicon

Það er nú bara þannig að Dharma er gjörsamlega blindur í pilsufaldi Vilhjálms Þ. Hann lætur allar hugmyndir frjálshyggjunar lönd og leið og samþykkir að það sé í lagi að selja þessar lóðir á því sem kallast "kostnaðarverð" við það að byggja hverfið upp. Horfðu á þessa útsendingu sjónvarpsins Dharma og spurðu sjálfan þig hvort að það sé nú ekki eitthvað að málflutningi Villa þá og nú. Ekki hanga svona í pilsufaldinum á "yfirmönnunum" þínum. Eitthvað sem þú hefur skammað aðra fyrir að gera.

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 13:50

11 Smámynd: Ingólfur

Örvar,

Hvaða góðu punkta er Dharma með. Það er ekki nóg að segja bara að þetta sé kostnaðarverð, það þarf að koma skýring á því af hverju kostnaðarverðið hefur tvöfalldast á einu ári.

Ingólfur, 1.5.2007 kl. 14:17

12 Smámynd: Ingólfur

Nema skilgreiningin hjá Sjálfstæðismönnum á orðinu kostnaðarverð að það sé það verð sem lóðinn kostar íbúann.

 Það er auðvitað þekkt leið að breyta skilgreiningum eftirá. Þannig er hægt að standa við kosningaloforð án þess að þurfa að gera nokkuð annað.

Ingólfur, 1.5.2007 kl. 14:20

13 identicon

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:20

14 identicon

Dofri: Mér finnst pistlarnir þínir yfirleitt málefnanlegir, þó að skiljanlega séu þeir litaðir af því hvar þú stendur í pólitík. Og mér finnst umræðan í kommentunum oft lifandi og skemmtileg, hvort sem fólk er sammála þér eða ekki, oftar verður hún samt skemmtilegri þegar fólk er ekki sammála ... þangað til ákveðin smámynd birtist og hertekur bloggið ...

... Er ekki hægt að stofna andspyrnuhreyfingu til að koma þessu hersetna bloggi þínu til hjálpar?

Og Örvar: Ef eitthvað skyldi leynast af góðum punktum í máli þess sem ekki man nafnið sitt þá týnist það í allri þessari heift og reiði sem einkennir málflutninginn. 

En aftur að Andspyrnuhreyfingunni. Hún gæti (með hjálp moggabloggs-tæknimanna) verið í formi svona „filter out“ möguleika eins og er í Excel og Access forritunum. Þá getur maður filterað út þá, sem muna ekki hvað þeir heita, og sent þá aftur heim til sín. Ef þeir vilja ekki fara heim, gæti maður bankað upp á á öðrum bloggsvæðum og athugað hvort ekki væri hægt að koma viðkomandi í tímabundið fóstur þangað til hann/hún myndi nafnið sitt. Í tilfelli þess sem hefur hertekið bloggið hans Dofra mætti ef til vill banka upp á hjá Hannesi Hólmstein. Það er samt ekki víst að Hannes segði já. Þrátt fyrir að frjálsyggjan sé nánast trúarbrögð hjá Hannesi þá er hann sjaldan reiður, þó að hann sé beittur, og meira að segja hefur hann fullt af húmor. Þessi sem man ekki nafnið sitt kann enn sem komið er nánast ekkert annað en vera reiður. Það besta við tímabundið fóstur hjá Hannesi er samt að Hannes býður ekki upp á kommentakerfi

P.S. Ef smámyndin Dharma væri ekki nafnlaus bloggari væri ég ekki að skrifa það sem stendur hér fyrir ofan. Fólk sem kemur fram með skoðanir sínar undir nafni verðskuldar virðingu hversu mikið sem skoðanir þess eru á skjön við grundvallargildi manns sjálfs. Nafnlausar smámyndir verðskulda að mínu mati ekki virðingu. Ef Dharma er ekki haldin/n þeim mun meiri sjálfseyðingarhvöt og vill raunverulega halda áfram að vera þátttakandi í samfélagi bloggara skora ég á hann/hana að koma úr felum! Þangað til það gerist er ekki nokkur leið að taka mark á honum/henni.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:21

15 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Hvað er kostnaðarverð?  Við hvað miðið þið reiknispecialistar.  Fyrir mér tregum og of lötum til að reyna að komast til botns í þessu er að spyra besta leiðin.  Kostnaðarverð er væntanega það verð sem er raunvirði eignar án þess að á það komi álagning.  Var það kostnaðurinn við að afla, reikna út, skipuleggja, komast í að stöðu til að veita, og það mið að við hvaða annað sem hefur þar áhrif. 

Dofri þekkir vel orðatiltækið Warum einfach... enda báðir áhugamenn um þýsku og flókna hluti. 
Hættið að nagga í Dofra um það sem þið vitið að er yfirklór Villa.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 1.5.2007 kl. 15:29

16 identicon

Gísli: Sumum finnst neikvæð athygli kannski betri en engin, það er oft þannig og á líklega við um Dharma. En mér er bara fyrirmunað að taka nokkurt mark á færslum, hvort sem þær eru leiðréttingar á rangfærslum eða eitthvað þaðan af „göfugra“ frá fólki sem ekki vill segja til nafns. Látum liggja á milli hluta hvor er heiftugri, Dofri eða Dharma, það er túlkunaratriði en Dofri skrifar undir nafni. Þar í liggur munurinn og hann er HUGE!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 01:22

17 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ég bíð enn eftir svörum Dharma við athugasemd 14 hér að ofan. Það fæst ekki - svo góðir eru nú punktar hans/hennar í raun!

Dofri Hermannsson, 2.5.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband