Leyndardómurinn upplýstur

Dularfulla misræmið á milli fylgiskönnunar Capacent í Kraganum í gær og þeirrar könnunar sem birtist sundurliðuð í Mogganum í morgun hefur verið upplýst.

Skv. upplýsingum frá Capacent var úrtakið mikið stærra í þeirri sem birt var í útvarpsfréttum í gær, á bak við hana eru 539 svör en aðeins 61 svar í könnuninni sem birt er í Mogganum í dag. Það er afar ánægjulegt fyrir Samfylkinguna en þetta þýðir í raun að þegar Capacent vandar sig og tekur stærra úrtak þá mælist Samfylkingin mun betur og Sjálfstæðisflokkurinn verr. Kannski hefur þetta líka með það að gera að í nákvæmari útgáfunni er aðeins verið að spyrja um afstöðu til flokkanna en ekki afstöðu til sjampótegunda, banka eða skyndibita.

Þegar borin er saman útkoman á "venjulegr" Capacent könnun og nákvæmri Capacent könnun í Kraganum er niðurstaðan þessi:

"Venjuleg" könnun Capacent 25. - 1. maí
D   42,9%
S   25,9%

Ýtarleg könnun Capacent 25. - 2. maí
D   41,6%
S   29,7%

Þetta styrkir mig enn í þeirri trú að kannanir Félagsvísindastofnunar séu mun marktækari en þessar venjulegu hjá Capacent.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Kæri(a) Dharma. Taugarnar hafa aldrei verið betri og húmorinn á sínum stað. Vona að það sama gildi um þig sjálfa(n).

Veit ekki hvar þú lærðir stærðfræði en samkvæmt mínum útreikningum eru 539-61=478 en ekki 10 eins og þú færð út.

Ef við myndum bregða fyrir okkur prósentureikningi þá má líka finna út að nákvæma könnunin sem færir okkur upp um 3,8% og ykkur niður um 1,3% er 883,6% nákvæmari en ónákvæma könnunin sem birtist í Mogganum í dag.

En vertu kátur, þegar þið sjálfstæðismenn eruð komnir í stjórnarandstöðu og hafið aðeins rýmri tíma þá getið þið alltaf haft samband við Villa, fengið lóðir á strípuðu kostnaðarverði og farið að byggja!

Dofri Hermannsson, 4.5.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrrrrmppp....... ég er alltaf að bíða eftir að Dharma heimsæki mína síðu

Anna Einarsdóttir, 4.5.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband