5.5.2007 | 12:03
Geir Haarde hafnaði Live Earth!
Í janúar var Geir Haarde forsætisráðherra sent bréf þar sem Íslandi var formlega boðið taka þátt í Live Earth tónleikaröðinni sem haldin verður 7. júlí í sumar. Tónleikaröðin er haldin til að vekja athygli á umhverfismálum, með sérstaka áherslu á hitnun jarðar, afleiðingar þess og leiðir til að draga úr skaða af völdum hækkandi hitastigs.
Hróður íslenskra tónlistarmanna, íslensk náttúra og þekking Íslendinga á umhverfisvænni orku var það sem vakti áhuga forsvarsmanna Live Earth á Íslandi sem einum af tónleikstöðum Live Earth. Rio de Jenero, New York, London, Shangai, Sidney og Höfðaborg munu taka þátt í tónleikaröðinni sem verður meiri háttar viðburður, í stíl við Life Aid tónleikana ´85, en áætlunin var sú að íslenski þáttur tónleikanna yrði haldinn á Miklatúni, eins og tónleikar Sigurrósar sl. sumar.
Reiknað er með því að um 2 milljarðar muni horfa á tónleikana í beinni útsendingu. Margir heimsfrægir listamenn voru væntanlegir hingað til lands í tilefni af tónleikunum auk þess sem þátttaka í tónleikunum hefði gefið íslensku tónlistarfólki stórt tækifæri til að kynna sig og tónlist sína.
Eins og fram kom í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag fóru íslenskir samstarfsaðilar fram á að ríkið legði fram styrk að upphæð 25 milljónir til að gera þetta að veruleika. Heildarkostnaður er áætlaður um 80 milljónir króna en vegna dræmra svara frá Geir Haarde hafa íslenskir aðstandendur lækkað styrkbeiðni sína niður í 15 milljónir. Það þarf ekki að taka fram að Geir hafnaði.
Það er e.t.v. ekki að undra að ríkisstjórn hafni framtaki eins og þessu, ríkisstjórn sem allt fram á síðasta ár hafa, líkt og Bush Bandaríkjaforseti, hafnað kenningum vísindasamfélagsins um að hlýnun jarðar sé af manna völdum.
Það þarf vart að taka fram að Samfylkingin mun ekki hafna tilboði um að taka þátt í heimsátaki til verndar lífi á Jörðinni ef hún kemst í ríkisstjórn. Kosningar eru 12. maí, tónleikarnir eru 7. júlí.
Það er kominn tími til að hafna þessari ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2007 kl. 12:54 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
var að lesa þetta á öðru bloggi, og er mjög hissa á hversu lítil glóbal hugsunin er, því þetta gefur möguleika á að vera hluti af einhverju stærra, og sem er svo mikilvægt í dag, sérstaklega þegar þetta er eitthvað jákvætt, ekki hvalveiðar, eða eyðilegging á náttúru, en jákvæður krafur sem mun streyma um alla Jörðina.
Og þetta gefur að sjálfsögðu fullt af orku/peningum til landsins á eftir.
Ljós til þín !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 12:20
Og ef hann hefði sagt já þá hefði hann verið vitlaus að henda peningum í þetta en ekki heilbrigðiskerfið. Eða hvað?
Einar Freyr (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:22
Varðstu undrandi á þessu Dofri minn? Ég er löngu hættur að leyfa þessum tittum að koma mér á óvart. Og þegar eitthvert pólitíska óbermið af þessu heimili sendir þjóð sinni nýja postullega kveðju kemur mér ævinlega í hug þessi ótuktarlega ályktun Jónasar gamla útvarpsstjóra um ágætan starfsmann: "Hann er miklu minni en þetta!".
Árni Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 13:55
Þetta er ekki það sem Geir er eð hugsa (nú ætla ég að gera honum upp). Hann hefur áhyggjur af þeim sem koma hingað að kíkja á tónleikana og væntanlega hlekkja sig við álver og mengandi birfreiðar. Hann hefur áhyggjur af því hvern hann á að setja í hliðið á vellinum syðra ef samstarfið við Nojarana verður ekki orðið heilt þá. 25 millurnar eru ekkert fyrir svona stórmenni, það er bara allt hitt vesenið.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 5.5.2007 kl. 15:28
Halló strákar, vakna. Það er verið að tala um heimsátak til verndar lífi á jörðinni. Ekki forgangsmál ? Það væri hægt að vera með í þessu fjórum sinnum, fyrir minni pening en bara síðasti angi Baugsmálsins kostaði. Auk þess ódýr jákvæð auglýsing fyrir Ísland ef tillit er tekið til áætlaðs fjölda áhorfenda...... eða eigum við bara að halda áfram að senda út stríðs-stuðnings-yfirlýsingar ?
Anna Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 16:51
Ef Geir hefði samþykkt þetta þá héti þessi bloggfærsla: "Ríkisstjórnin eyðir 80 milljónum í rokktónleika"
Björg K. Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 17:48
Reyndar var beiðnin upp á 25 milljónir og síðan lækkað niður í 15.
Við erum að eiða hundruðum milljóna til þess að laga ímyndina vegna hvalveiða en þessar 15 miljónir hefðu dregið heimsathyglina til Íslands á einstaklega jákvæðan hátt auk þess að draga umtalsverðan fjölda ferðamanna vegna tónleikanna en einnig í kjölfar hennar vegna auglýsingagildi þeirra.
Ein auðvitað vill ekki fá hingað hérna eitthverja útlendinga, hann vill frekar nýta landið til Álbræðslu.
Ingólfur, 5.5.2007 kl. 18:00
Þrymur, Þessi ríkisstjórn segir ekki einu sinni af sér þó hún fari í ólögleg stríð, greiði leið þjófs á Alþingi eða þverbrjóti stjórnarskránna.
Sjálfur hefði ég fagnað því eg Geir hefði samþykkt þetta og þó mig hefði sjálfsagt grunað að nálægð kosninganna hefði haft þar áhrif að þá hefði ég látið nægja að gagnrýna eitthvað annað, enda er af nægu að taka.
Ingólfur, 5.5.2007 kl. 18:25
er það landlægur sjúkdómur hjá hægrimönnum þessa lands að vekja athygli á hversu grunnt er á þeirra gáfum ? ÞETTA MÁL VARÐAR OKKUR ÖLL OG ÞÁ SÉRSTAKLEGA BÖRNIN OKKAR !!!!!! ÞETTA ER EKKI SPURNING UM HÆGRI EÐA VINSTRI ! því fyrr sem hægri menn í þessu landi átta sig á því að við erum ekki að ráðast gegn þeim með þessu við eru að ráðast í aðgerðir sem eru nauðsinlegar fyrir áframhaldandi líf á plánetuni jörð. Þetta er ekki hægt, Hvenær á að fara tala málefnalega um þessi mál hér á íslandi ? ekki fyrr enn það tekur við ríkistjórn sem ber hag borgara þessa lands í brjósti enn ekki einhverja stóriðjustefnu og . Dæmi um ahverju geir vill ekki ræða þessi mál álver alcoa á reyðarfyrði blæs út 541.000 tonnum af co2 árlega það er meira enn allur bílafloti landsmanna sem eru þó 220.000 talsins vill ég benda öllum sem eru efins um þessi mál að lesa skýrslu IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change). Kom hún út í gær en það sorglega er að hún hefur ekki notið áheyrnar ísleskra fjölmiðla. hérna má nálgast skýrsluna og fréttamannafund IPCC http://www.ipcc.ch/
Halldór Kristinn Haraldsson, 5.5.2007 kl. 19:36
http://kiddih.blog.is/blog/kiddih/entry/199888/ hérna er skýringa mynd frá bbc með link inn á vef BBC um Loftlagsmál
Halldór Kristinn Haraldsson, 5.5.2007 kl. 19:47
Hefði verið gaman af þessu...tek undir það
Geir hefur væntanlega haft góðar og gildar ástæður til þess að afþakka. Það koma aðrir tónleikar eftir þessa Dofri minn....
X-D
Örvar Þór Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 20:06
það er alltaf gott að skipta um umræðu efni ef umræðuefnið sem er verið að ræða hittir á viðkvæma taug hjá hægri mönnum svo ég vitni í Mark Twain " What Gets us in to trouble is not what we know but what we know for sure that just aint so" það sem kemur sér ílla fyrir Geir kemur sér vel fyrir framtíð lífs á jörðinni. þannig eftir hverju erum við að bíða X_VG, X-S,X-F allt annað en þá sem stjórna hér með valdahroka og ríkisfyrirhyggju.
Halldór Kristinn Haraldsson, 5.5.2007 kl. 20:34
Ég trúi því varla að Geir og co séu svo gjörsamlega rúin allri heilbrigðri skynsemi að slá þetta frá sér fyrir skitnar 15 millur ... fyrr má nú vera djöfulsins ruglið. En það er svo sem ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta sinn sem við málum okkur útí horn þegar kemur að þáttöku okkar í málum sem skipta sköpum fyrir sameiginlega velferð mannkyns. Annars skilst mér að svarið hafi verið að ríkisstjórnin stæði ekki í tónleikahaldi ... halló hrokatittir - það er verið að fjalla um framtíð barnanna okkar, það er verið að taka á einu allra alvarlegast máli sem mannkynið hefur þurft að horfast í augu við og fátt eitt mun toppa nema eftilvill kjarnorkustyrjöld.
Pálmi Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 20:52
fer lítið fyrir fræðslu um þessi mál frá hinu opinbera skrýtið hvað er mikið líkt með íslenskri hægri pólutík og kínverskum kommúnisma !
http://news.yahoo.com/s/afp/20070505/sc_afp/unclimatewarmingchina
Halldór Kristinn Haraldsson, 5.5.2007 kl. 22:45
Hvað segir Geir sjálfur um þetta? Mér fannst ég taka stórt upp í mig þegar ég ætlaði honum eitthvað sem var víðs fjarri sumum commentum hér og langt í frá eins weird. Held að Geir sé ekki maður sem hleypur til að óígrunduðu máli. Hann ber það ekki með sér (hann er ekki minn maður þrátt fyrir allt). Skemmtilegar fullyrðingar hér um að allir hægrimenn séu grunnhyggnir, allir vinstrimenn séu þetta eða hitt. Mér er spurn - vitið þið hvar á línunni Samfylkingin teldist? Veit ekki hvort það kemur einhverjum á óvart en hún er á ákveðnum sviðum meira til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn.
Og hvað blessaðan eyjapeyjann varðar - hann er búinn að afplána sitt og vel það. Hann setti ekki reglurnar um það hverjir geti farið í framboð og setið þing. Hann er vonandi eitt af fáum dæmum um betrun stofnunar sem teljast til fangelsis á Íslandi - þekki ekki til margar sem hafa komið betri menn þaðan út.
Bragi Þór Thoroddsen, 6.5.2007 kl. 00:09
Ómar, t.d. væri hægt að miða við tónleika sem sýndir verða beint út um allan heim. Þó þú þrjóskist við að trúa að loftlagsbreytingarnar séu að mannavöldum að þá skiptir það minnstu máli í þessu samhengi. Þarna var verið að bjóða okkur alheimsauglýsingu og góða landkynningu á spottprís.
Ingólfur, 6.5.2007 kl. 00:27
eigum við ekki bara að taka þátt í þessu alheimsmengunarmáli og framleiða ál með ómengandi raforku, hef heyrt að alcan sé að undirbúa álver í saudi arabiu sem framleiðir rafmagn með oliu, en kannski kemur okkur það ekkert við, við viljum bara vera rosa hrein
Haukur Kristinsson, 6.5.2007 kl. 00:55
Hæ og Bæ Dofri.
Mundu það nú þinn flokkur verður ekki við stjórn á næstu 4 árum svo þú hafir það á hreinu. Fólkið vill Sjálfstæðismenn til verka og athafna það er á hreinu þess vegna kjósum við XD
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 6.5.2007 kl. 01:21
Já fagnaðu núna Jóhann Páll, fagnaðu á meðan þú getur.
Tómas Þóroddsson, 6.5.2007 kl. 14:26
Ja hérna Jóhann P.S.
Mikill valdsmaður ert þú ..bara ákveður það að þriðjungur þjóðarinnar hafi ekkert með þátttöku í ríkisstjórn að gera.
Kannski bara óþarfi að vera nokkuð að kjósa ?
Nei sem betur fer er ágætt lýðræði ennþá ríkjandi í landinu og við spyrjum að leikslokum.. Sjallarnir ná aldrei skoðanakannanafylgi upp úr kjörkössunum , sagan segir okkur það, Aftur á móti er þessu öfugt farið með Samfylkinguna..hún fær ávallt meira á kjördag en skoðanakannanir vísa til.
Góða skemmtun
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 17:18
Ótrúlegt blogg og ótrúleg umræða!
Það er náttúrulega hræðilegt að Geir skuli ekki vilja styrkja rokktónleika. Er fólk sem hlynnt er stjórnarandstöðunni nú ekki orðið örvæntingarfullt????
Auðvitað mætti færa rök fyrir því að ríkið styrkti tónleika af þessari stærðargráðu en það má líka finna rök gegn því. Sjálfur væri ég hlynntur því að ríkið styrkti þessa tónleika.
Og fara svo að tala um það kæri Ingólfur Harri að ríkisstjórnin greiði leið þjófs á alþingi. Hvað er að????? Árni Johnsen var kjörinn í prófkjöri. Það kemur ríkisstjórninni ekkert við og persónulega myndi ég veðja á að henni þætti ekkert gott við það (þó ég viti lítið um það). Svo er Árni ekki kominn á þing ennþá, það gæti vel farið svo að margir munu krossa við D til þess eins að geta strikað yfir nafnið hans á listanum. Ef nógu margir gera það þá er hann ekki á leið á þing.
Svo bið ég ykkur elsku stjórnarandstæðingar að kæla ykkur aðeins niður. Þó að þið komið hræðilega út úr könnunum þá gæti alveg farið svo að ykkur gæti gengið vel í kosningunum sjálfum. Það er þó ekki líklegt ef málflutningurinn á að vera með þessum hætti eins og hér er.
Ágúst Dalkvist, 6.5.2007 kl. 18:57
Þykir nú bara hálf leiðinleget ef það það verður ekki af þessum tónleikum.. landkynning jú jú.. svo sem í lagi.. en fjörið.. ha ha.. þá hefði nú verið gaman í bænum Og þessar 15 miljónir hefðu borgað sig strax fyrsta daginn til baka í auknum skatttekjum.. Efast ekki um að Flugleiðir hefðu hoppað hæð sína í loft. Er bara ekki hægt að biðla til Hannesar Smárasonar í staðinn.. 15 milj. er jú bara brotabrot af því sem hann borgaði Elton fyrir að syngja afmælissönginn fyrir hann?
Björg F (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:28
Skemmtilegar útvarpsauglýsingar Samfylingarinnar sem þú hefur hérna á síðunni, sérstaklega Karíus og Baktus og Pizzuauglýsinginn
Björg F (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 02:02
Væri nú ekki rétt að umhverfis, iðnaðar, utanríkis og menntamála ráðuneytin slái saman í þessar 15m. Tæpar 4 á hvert ráðuneyti sem þykir nú ekki mikið fyrir eins stórann viðburð og um ræðir. Það er bara brandari að láta svona tækifæri glatast. Sú jákvæða ímynd sem skapast á svona stórtónleikum er greinilega ekki það sem þessi stjórn vill. Mig hreinlega blöskrar við því virðingaleysi að svara ekki samstarfsaðilum Live Earth hér á landi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra að fá svör og hreinlega lækka umbeðna upphæð um 10 milljónir.
Eyðum bara endalausum peningum í að klúðra fleiri risa málsóknum á kostnað skattborgara. Það er nefninlega miklu skemmtilegra að fylgjast með þeim í stað þess að styrkja verulega góðann málstað með risa rokktónleikum fyrir heiminn á Miklatúni.
Franz (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 13:19
Það er hrikalegt að Geir & co skyldu hafna aðkomu Íslands að þessum tónleikum, enda rækileg landkynning fólgin í þeim. En á sama tíma þarf það ekki að koma á óvart. Tónleikarnir hafa að markmiði að vekja athygli á umhverfismálefnum og hinni hnattrænu hlýnun og það finnst mér einhvern veginn ekki beint samræmast stefnu flokka sem hafa massíva stóriðjustefnu efst á sínu framkvæmdaplani næstu áratugina. Ef Geiri (sem fór ekki heim af ballinu með sætustu stelpunni heldur annarri sem gerir sama gagn) hefði styrkt tónleikana hefði komið fram hjá honum alvarlegur tvískinnungur - hann hefði einfaldlega verið sakaður um að vera ekki samkvæmur sjálfum sér.
Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 15:11
Þú segir höfðingi:
"Það er e.t.v. ekki að undra að ríkisstjórn hafni framtaki eins og þessu, ríkisstjórn sem allt fram á síðasta ár hafa, líkt og Bush Bandaríkjaforseti, hafnað kenningum vísindasamfélagsins um að hlýnun jarðar sé af manna völdum."
Þetta er jafn langt frá sannleikanum eins og að segja:
"líkt og Samfylkingin hefur hampað kenningum Hitlers um útrýmingu gyðinga"
Það er svo sorglegt hvernig þið Samfylkingarmenn eruð búnir að klúðra sameiningu vinstri manna einmitt með óheiðarlegri stjórnmálabaráttu sem allir sjá í gegnum, lygar, hálfsannleikur og óhróður, þessu þarf að linna ! Ég kenni mönnum eins og þér um !
Óli (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.