Gaman í okkar bekk!

070507Það hefur sannarlega verið gaman að taka þátt í kosningabaráttu Samfylkingarinnar, stemningin hefur einkennst af bjartsýni og jákvæðni sem, ásamt sterkri málefnastöðu, mun án vafa skila okkur nokkrum prósentum til viðbótar fram á laugardag.

Var sjálfur að koma frá því að ganga í hús með rósir til kjósenda en Samfylkingin hefur undanfarnar 2-3 vikur gengið hús úr húsi, heilsað upp á húsráðendur og gefið þeim rós. Okkur hefur verið frábærlega vel tekið, oft boðið í kaffi og stundum pönnsur.

Við höfum verið með bæklinga eins og gengur og það er sérstaklega áberandi hvað fólki finnst mikið til um barnastefnuna okkar Unga Ísland. Það hreyfum við við málefni sem fólki finnst sannarlega kominn tími til að tekið sé á en auðvitað verður líka mörgum tíðrætt um málefni aldraðra og biðlista svo eitthvað sé nefnt.

Í dag kynntum við svo fjárfestingarátak Samfylkingarinnar í menntamálum. Það er athyglisvert að ef við getum hækkað menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali þá má reikna með að það skili um 40 milljarða aukningu í þjóðartekjur.

Þetta gæti kostað um 12 milljarða allt í allt á næstu 8 árum - arðbærari fjárfestingar eru vandfundnar! Eins og ég hef alltaf haldið fram, hausinn á Íslendingum er stærsta auðlindin og ólíkt náttúru landins þá stækkar þessi auðlind því meira sem hún er virkjuð.

Þetta er allt á réttri leið, stemningin er góð og málefnin sem við setjum á oddinn afar þörf.
Þrjátíu prósenta múrinn er skammt undan - koma svo!


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona smá innlegg vegna "komment # 1"

Það er orðið mjög langt síðan að bókvitið þótti ekki góður kostur í askinn. Allur sá heimur sem við höfum viðskipti og samskipti við , eru þekkingarþjóðfélög fyrst og fremst. Til að okkur takist að fóta okkur í þeim harða og kröfuharða heimi þá er það fyrst og síðast menntun,þekking og reynsla sem úrslitum ræður um hvernig okkur reiðir af. Þ,e "bókvitið "er nú í askana látið og vel útilátið.

Gott dæmi um þetta er sá gífurlegi árangur sem við höfum ná á örfáum árum á þeim vettvangi sem við almennt köllun "útrás "  Án menntunnar frá bestu háskólum heimsins þangað sem úrvalsfólkið í heimsviðskiptunum sækir menntun sína, væri okkar fólk ekki fremstu röð eins og nú er raunin. það sama á við um sértækniþekkingu okkar og dýrmæta reynslu á sviði háhitatækni og hönnunar og framleiðslu á hátæknivinnslubúnaði fyrir fisk og fl. svosem tölvutækni

Lyfjahönnun og lyfjaframleiðsla á heimsvísu er einnig komin vel á veg.

Nútímaþjóðfélag sem okkar stenst ekki til frambúðar án síaukinnar menntunnar.

Möguleikarnir fyrir okkar þjóð í framtíðinni liggja í háu menntunnarstigi.

Stefna Samfylkingarinnar er því háleitt markmið til velmegunar þessarar þjóðar

Góða skemmtun 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Ibba Sig.

Ath við innlegg nr. 1. Tek fram að ég nennti ekki að lesa nema nokkrar línur af því. En hvergi tekur Dofri fram að allir eigi að vera háskólamenntaðir. Menntunarstig okkar er lægra en annarra þjóða í kringum okkur, meira að segja töluvert mikið lægra. 

Lífskjör þjóðar eru í beinu sambandi við menntunarstig hennar. Finnar hafa t.d. grætt mjög vel á að fjárfesta duglega í menntun.

Núverandi stjórnvöld vilja frekar álver. 

Ibba Sig., 7.5.2007 kl. 22:26

3 identicon

Vinur minn var einmitt að tala um hvað hann hefði séð marga votta jehóva með rauðar rósir út um allt að undanförnu.

Annars held ég að þið eigið eftir að fá meira en þessi könnun segir til um. Bæði virðist fylgið vinstra megin vera að flytjast af Vg yfir á ykkur og svo virðist þið líka ná betur til fólks en áður þegar enginn hlustaði sama hvað þið sögðuð.

Auðvitað þarf að auka menntun hér og þá á að sleppa því að reyna að gera allt að háskóla-eitthvað snobb. Hér þarf að auka mjög verkmenntun en mjög fáir krakkar í grunnskóla virðast hafa áhuga á henni. Það er allt of mikil háskóla eitthvað væðing, allt nám þarf nú endilega að  heita háskóli-eitthvað jafnvel þó um sé að ræða hagnýta framhalds framhaldsskóla eins t.d. Bifröst. Þetta gerir það að verkum að verkmenntunin situr ein eftir (sem getur ekki kallað sig háskóla eitthvað).

Þið í Samfylkingunni vitið líklega þó þið hafið hljótt um það að ójöfnuður í þjóðfélaginu eykst eftir því sem menntunarstigið hækkar (gefið að það sé alltaf ákv hluti þjóðfélagsins sem fer ekki í framhaldsskóla og háskóla). Ekki minnast á þessa staðreynd fyrr en eftir kosningar. ASÍ will be very pleased.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 22:59

4 identicon

Svona fyrir nóttina fyrir hana Dhörmu :

Það ekki mikil von til þess að þið Sjálfstæðismenn skiljið hvað verið er að tala um þegar menntun er annarsvegar og gildi þess að nýta þekkinguna sem best og þar sem arðsemin verði  í hámarki.

Gott dæmi um þetta er núverandi fjármálaráðherra , ágætur piltur, en hann hefur enga fjármálamenntun né þekkingu eða reynslu á því sviði..hann er dýralæknir 

Árangurinn er 8 % verðbólga , 14% stýrivextir , 18% almennir vextir, 20-24 % yfirdráttarvextir. Vöruskiptahalli um mínus 24% . Skuldir heimilianna orðnar 1.325 milljarðar ísl.kr. Möguleikar ungs fólks ´að eignast þak yfir höfuðið minni en verið hefur sl 12 árin a.m.k o.sfv os.frv. 

 Sofðu rótt

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:00

5 identicon

Mig langar að spurja Sævar hverjar hann telur helstu skýringar á því að fjöldi kaupsamninga í fjölbýli hefur aukist um meira en 100% sl 12 ár. Það er jú aðallega ungt fólk sem kaupir í fjölbýli. Reyndar hefur fjölda kaupsamninga fyrir sérbýli fjölgað enn meira á síðustu 12 árum.

Ef það er orðið erfiðara nú að kaupa sér húsnæði en fyrir 12 árum myndum við þá ekki sjá samdrátt í fjölda kaupsamninga? Varla er þetta bara miðaldra fólk að kaupa og selja á fullu?
Nú virðist ekki vera hægt að fá breakdown á þessum tölum frá FMR þannig að ég ætla ekki að fullyrða neitt en þú virðist vita þetta Sævar, hvað segir þú um þetta?

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:17

6 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Mig langar að henda inn nokkrum línum vegna skrifa svokallaðs Dharma inn á þessari bloggsíðu. 

Dharma; það er ekki skrýtið að þu komir ekki fram undir réttu nafni enda skítkast þitt ekki neinum til framdráttar þó hreinlega sé orðað.  Þú átt á tíðum nokkuð góða spretti og inn á milli leynast málefnaleg innlegg, það máttu eiga.  Væri vænlegast að þú héldir skrif þín við það. 

Þú slærð um þig með því að rengja tölur sem í raun eru svo óræðar stærðir enda getur aldrei verið um þjóð og velgengni hennar sett neitt nema líkan sem mælir það hverjar framfarir hennar eru.  Myndir þú taka inn í hagnað bankanna til þess að sýna fram á hagvöxtinn á Íslandi?  Gefur það raunsanna mynd af því hvernig almenningur í landinu hefur það. 

Ég hafði gaman að skrifum þínum alveg fram að þessum síðustu orðum þínum þar sem þú þarft að gera lítið úr Dofra - þú sért nefnilega svo sleipur í stærðfræði. Gott og vel, þú ert hér með sleginn til riddara fyrir það framlag þitt til velgengni þjóðar vorrar af mér og mínum líkum, enda er ég bleyjubarn þegar að slíkum fræðum kemur, nánast efni í færibandaslefara. 

En þú, ef þú ert að flagga þínum réttu skoðunum, ert einn þeirra sem fékk mig til þess að hætta að styðja blint þann flokk sem orðar sig við sjálfstæði.  Helst mætti ætla að undir þessu dulnefni skrifaði Sigurður Kári enda með eindæmum leiðinlegur fýr og er þess valdandi að ég lækka í sjónvarpstæki því sem ég neyðist til að borga af þegar raddar hans nýtur þar við.  Sé ágiskun mín röng væri næsti kostur samflokksmaður hans sem nefnist Guðlaugur þór.  AÐ öðrum kosti er þetta talnaglöggur MR-ingur sem finnur sig í flokki ungra SUSara.  Erlu ÓSk vil ég ekki eigna þetta. 

Menntamál:  Sussu - þætti mér gaman að þú útskýrðir það fyrir menntamálaráðherra að ekki sé vert að vera að stuðla að bættri menntun - það sé bara til þess fallið að auka kostnað þegar fram í sækir söku offramboðs á viðskiptafræðingum og öðrum slikum.  Miðað við það hvað þú ert málefnaleg Dharma og vel að þér um allt - Namibía ætti að fá að njóta þinna krafta - þú yrðir sérlegur ráðgjafi þeirra sem sitja við stjórnvölinn, ef ekki æðstráðandi þannig að fyrir þér yrði kropið þar sem til þin sæist.

Ég er ekki og verð aldrei að óbreyttu samflokksmaður Dofra en þekki til hans.  Hann er málefnalegur og slær yfirleitt ekki fram einhverju sem ekki er ígrundað.  Sýndu okkur þá útreikninga sem þú slóst fram um kostnað og arðsemi tillags til menntamála og ég skal endurskoða orð mín í þinn garð og jafnvel biðja þig afsökunar ef ég hef vegið um of að þér.

vcd 

Bragi Þór Thoroddsen, 8.5.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband