Þetta verður stöðugt skemmtilegra!

080507Þetta heldur áfram upp á við eins og ég hafði spáð. Samfylkingin bætir við sig 2% á milli daga.

Ég tjái Sjálfstæðismönnum samúð mína (í kurteisisskyni) vegna skyndilegs falls þeirra á milli daga um 3,5%.

Haldi þetta áfram svona fram á kjördag endum við í 35% og D listinn í 14,4% sem er e.t.v. bjartsýni - en skemmtileg tilhugsun engu að síður.

Við sjáum hvað setur á laugardaginn - þetta er alla vega spennandi!!!


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að leka yfir til framsóknar vegna þess að Kristján Þór sagði að hann vildi stjórn með Samfó! X-D menn hata Ingibjörgu Sólrúnu of mikið fyrir það, og stökkva því yfir á framsóknar vini sína til að bjarga stjórnarsamstarfinu.. 

Það eina sem þarf þá að gerast er að ríkistjórnin haldi ekki þingmeirihlutanum, og þá er þetta allt mjög jákvætt. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 8.5.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ferð frjálslega með tölur Dharma.  En ánægjulegt að sjá að þú hefur hækkað Samfylkinguna úr 23,5% síðan kl. 12.51 í dag, á þinni eigin síðu og ert nú á hraðri uppleið....... alveg eins og skoðanakannanirnar.  

Nú tökum við endasprettinn með stæl.

Anna Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 16:41

3 identicon

Já , þróunin leynir sér ekki . Það verðum við aldeilis vel vör við sem erum nálægt fólkinu, hinum almenna borgara. Samfylkingin er með blússandi byr.

Sú trúverðuga áhersla sem Samfylkingin leggur á að reisa velferðarmálin úr þeirri öskustó sem núverandi stjórnarflokkar hafa með sinnuleysi sínu og dugleysi komið þessum málaflokki í, er að skila sér til fólksins í landinu. Heimilin með drápsklyfjar skulda sem verðbólga núverandi stjórnarflokka hefur aukið um 500 þús. kr það sem af er árinu,vaxtaokrið í hæstu hæðum, hugsa sín ráð þessa síðustu daga fyrir kosningar.

Lífeyrisþegar sem lokið hafa vinnudegi sínum eftir langa og stranga starfsævi hafa í tíð þessara stjórnarflokka verið mergsognir með sköttum , skerðingum og allskonar tekjutengingum þannig að fátæktin ein er hið daglega líf. 

Börnin , hvað með þau ? Skuldaklafar foreldrana sem í tíð þessara stjórnarherra hafa vaxið í 1.325 milljarða isl kr gera það að verkum að vinnuálag er gríðarlegt og börnin verða útundan. Þess utan er fátækt hjá tekjulægstu hópunum orðin ti vansæmdar og enn og aftur líða börnin.

Allt þetta brennur á almenningi og krafan er að snúið verði af þessari óheillabraut og að lífið í landinu verði fjölskylduvænna ... Samfylkingin hefur þá velferð að leiðarljósi...Á þessu er fólkið í landinu að átta sig  og því er straumurinn nú yfir til Samfylkingarinnar...

Höfum sigur þann 12. maí 2007 kjósum Samfylkinguna

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 17:25

4 identicon

Samfylkingin er á góðri siglingu núna. Kannski verður hún bara of stór stelpa fyrir Geir þegar hann velur stúlku um næstu helgi. mín spá er 30-32%

Annars lagði ég spurningu þig Sævar sérfræðingur hér í gær. Ég hélt að þú myndir halda þig í felum aðeins lengur fyrst þú hefur ekki svarið -sjá hér: http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/202065/#comments

Get einnig bent þér á að verðbólga með húsnæði er nú 5,3% en ekki 8% eins og þú heldur fram og verðbólga með húsnæði síðustu 4 ár er 4,2%. (2.4% án húsnæðis). Ég er ekki að halda því fram að hún sé ásættanleg, bara benda þér á rangfærslur þínar.

Annars er ég sammála þér um það að Árni Matt er dýralæknir. Hvað veit svoleiðis maður um peninga? ætli hann viti meira eða minna um peninga heldur en líffræðingurinn Össur? eða íþróttakennarinn Kristján Möller? eða heimspekingurinn Björgvin G? eða sagnfræðingurinn Ingibjörg Sólrún? eða verkfræðingurinn Gunnar Svavarsson ? eða skólastjórinn Guðbjartur Hannesson? Þetta fólk sem leiðir lista Samfylkingarinnar um land allt er greinilega hámenntað í viðskiptum og fjármálum með mikla reynslu úr fjármálageiranum. Hver er annars líklegur fjármálaráðherra ykkar ?

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 23:19

5 identicon

Sæll Hákon Hrafn

Þú spyrð mig spurninga :

Varðandi að erfiðara sé fyrir ungt fólk að festa sér íbúð nú , en fyrir t.d 4 árum.                Á sl. fjórum árum hefur verð á íbúðum hækkað um 100 % . Ástæða þessarar hækkunnar er fyrst og fremst hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs og síðan bankanna í allt að 100 % í upphafi þessa kjörtímabils... Framboð peninga vex og verð hækkar , gömul saga og ný.. Síðan er þessum lánahlutföllum breytt á sl. ári vegna vaxandi verðbólgu og þenslu.. auðvitað kemur það fyrst niður á þeim sem minnst eiga þ, e unga fólkið sem er að festa sér sína fyrstu íbúð.  Sjálfur þekki ég þessi áhrif mjög vel vegna tengsla minna við ungt fólk á löngu tímabili.

Orsökin fyrir þessu er frámuna léleg hagstjórn núverandi ríkisstjórnar.

Magn kaupsamninga sem þú vitnar til segir eitt og sér litla sögu gagnvart ungu fólki. Margt eldra fólk er að trappa sig niður frá einbýli í fjölbýli svo og fólksflutningar frá landsbyggðinni.. en viða úti á landi hafa ruðningsáhrif stóriðjumálanna farið illa með landsbyggðafólkið.

Er það rangt að verðbólgustigið hafi fyrrihluta þessa árs verið  um 8 % ? Allavega hafa  lán meðallántakanda á húsnæði hækkað um kr 500 þús. það sem af er þessu ári... mest allt hjá ungu fólki (hátt lanshlutfall), vegna verðbólgu.

Varðandi gagnrýni mína á að til mikilvægra ráðherraembætta ráðist því miður fólk sem vegna menntunnar sinnar þekkinga og reynslu , er betur komið annarstaðar en í mikilvægum embættum sem það ræður illa við. Með tilliti til stöðu efnahags og peningamála benti ég á sjálfan fjármálaráðherrann sem dæmi.

Hvað Samfylkinguna varðar með skipanir fólks í ráðherraembætti get ég að sjálfsöðu ekkert sagt til um ... slík má eru á forræði formanna stjórnmálaflokka.

En frá mínu sjónarmiði finnst mér að það sé tímabært í sífellt flóknara samfélagi sem í auknum mæli tengist alþjóðasamskiptum meir og meir , að skipan ráðherraembætti séu ekki bundin við aðkomu úr röðum þingmanna...Þingmanna er að sitja á Alþingi og fjalla um löggjafamál..ráðherra er framkvæmdavaldið. Við val á ráðherrum getur verið heppilegra að þeir séu utan þings og komi úr þeim þekkingargeira sem kemur þeim og landinu að bestu gagni...þetta er mín skoðun.

Samfylkingin stendur mjög sterk , að mínu mati, komi til þannig skipan mála og sem dæmi þar um nefni ég mann eins og Jón Sigurðsson ,fv ráðherra,Seðlabankasjóra og bankastjóra Norræna fjárfestingarbankans í embætti sem eru á sviði efnahagsmála

Ég vona Hákon Hrafn að þú sért einhvers vísari um  þær skoðanir sem ég setti fram á "kommenti" hér hjá honum Dofra

 Kveðja

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:37

6 identicon

Sæll Sævar og þakka þér fyrir svarið.

Þú skrifaðir sjálfur að möguleikar ungs að eignast þak yfir höfuðið væru minni nú en t.d. fyrir 12 árum og ég benti þér á að það væri vafasöm fullyrðing og vísaði í óhrekjanleg gögn. Þá breytir þú þessu í síðustu 4 ár og segir að verðið hafi hækkað um 100% á þeim tíma. góður. Þú bakkar semsagt með fyrri fullyrðinguna og velur þér tímabil í staðinn þar sem mest hækkun hefur verið, 77% á síðustu fjórum árum (en ekki 100% eins og þú segir).
Ég ætla hinsvegar ekki að deila við þig um að sú hækkun dró úr íbúðakaupgleði ungs fólks þó hún sé enn meiri en fyrir 12 árum.

ég keypti sjálfur fyrst íbúð fyrir 10 árum og þótt bæði ungur og vitlaus að gera það. Ungt fólk keypti sér ekki íbúð á þessum tíma vegna þess að það treysti sér ekki til þess. Ungt fólk kaupir sér mun frekar íbúð í dag en á þessum tíma.

Greiningardeildir bankanna eru almennt sammála um það að þegar vextir á lánum lækkuðu og lánshlutfallið líka þá hækkaði íbúðaverð. Það er ekki frámuna léleg hagstjórn núverandi ríkisstjórnar. Þú ert að rugla saman við síðustu vinstri stjórn. Gjaldþrot einkenna slík tímabil.

Einnig sagður þú að árangur núverandi ríkisstjórnar væri 8% verðbólga en þegar ég benti þér að árangurinn væri 4,2% þá ferð þú að vísa í einstaka mánuði í staðinn. góður.

Hvað áttu við með að ruðningsáhrif stóriðjumála hafi farið illa með landsbyggðafólkið?

Annars er ég sammála þér að það er ekki hægt að setja hvaða gosa sem er í ráðherraembættin.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 22:07

7 identicon

 Sæll Hákon Hrafn
 
Ekki ætla ég nú að fara í einhverjar dagsetningahártoganir á tímasetningu einstakra atburða í mistaka sögu þessarar ríkisstjórnar...tími hennar er á enda runninn og við snúum ekki sögunni til baka... Nú er aðalatriðið að horfa til framtíðar og stefna að  því að koma hér á aukinni velferð og hagsæld.
Velferðarmálin hafa verið látin drabbast niður á sl 12 árum og eru að hruni komin.
Við það er ekki hægt að una lengur og brýnt að snúa málum til betri vegar og í átt til hins norræna velferðarkerfis og frá hinu ameríkanaseraða kerfi sem núverandi stjórnarflokkar hafa vitandi eða óafvitandi leitt hér til vegs.
Hér koma lausnir Samfylkingarinnar að góðu gagni.
Meðfylgjandi eru tilvísanir í okkar lausnir í efnahags og velferðarmálum
Lifðu heill Hákon Hrafn og hugleiddu málin áður en þú tekur afdrifaríka ákvörðun 12. maí 2007 
 
Kosningabæklingar PDF


Unga Ísland - stefna
í málefnum barna


Góðar hugmyndir að
betri framtíð!
Forgangsmálin


Menningarstefna
Samfylkingarinnar


Jafnvægi og framfarir
- ábyrg efnahagsstefna


Lífsgæði - stefna í
málefnum eldri borgara

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband