Frétta að vænta af Live Earth tónleikunum

content_cartoonbox_slate_comUndirritaður hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að frétta sé að vænta af Live Earth tónleikunum sem Geir sýndi svo eftirminnilegt áhugaleysi. Tónlistarviðburði sem 1/3 hluti mannkyns mun fylgjast með, tónleikum í 7-8 borgum um allan heim, til stuðnings baráttunni við alvarlegar afleiðingar hitnunar Jarðar.
mbl.is Kyrrahafsríki funda um loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinar þú með að frétta sé að vænta? Að hugsanlegt sé kannski að tónleikarnir verða hér þrátt fyrir að við búum við Kínverska kommúnistastjórn í Kapítalískum dularklæðum?? Að einhver ætli að redda okkur fyrir horn úr þessari firru?  Ohh hvað ég vildi óska þess að það yrði af þessum tónleikum..

Björg F (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 00:22

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Live Earth - hafnað af spillingarklíkunni

Það er yndislegt að vita til þess hve tilgerðarlitlir og atgerfissmáir
ráðamenn okkar eru. Þetta er tækifæri til að markaðssetja Ísland og
Íslendinga sem vakthafa náttúruverndar, umhverfisvænnar orku, nýrrar
hugsunar og alheimsvitundar. Sem herlausa, friðelskandi smáþjóð sem
hefur fundið sinn farveg. En nei, það heyrist ekki orð frá möppudýrunum
í stjórnarráðinu. Óttast þeir að þurfa að lifa undir
umhverfisvitundarstimplinum? Erum við virkilega með reglugerðarriddara
og möppudýr í öllum helstu embættum? Fólk sem getur ekki tekið afstöðu
nema það sé ákvæði í handbók um framhaldið?. Það var send beiðni til
ríkisstjórnar álvera á Íslandi um stuðning við alheimstónleika þar sem
Reykjavík yrði í forgrunni ásamt öðrum heimsborgum. Þessum tónleikum
fylgir margra milljarða króna auglýsing. En Framsókn og
Sjálfstæðisflokkur vilja frekar athygli vafasamra auðhringja en
alþjóðar. Þetta er aumara en andskotinn í allri sinni dýrð.

http://aevark.blog.is/blog/aevark/entry/201120/ 

Ævar Rafn Kjartansson, 9.5.2007 kl. 00:24

3 identicon

Hvaðan kemur þessi tala? 1/3 hluti mannkyns muni horfa á þetta? Í heiminum eru 1,4 milljarður sjónvarpstækja. Verður þriðjungur þeirra notaður af minnst fjórum til að horfa á þetta? Bara að velta þessu fyrir mér. Og já mikið vona ég að skattpeningum mínum verði ekki sóað í þetta. Ég er ekki sammála þessari baráttu og finnst fráleitt að íslenska ríkið eigi að kosta þetta. Þeir sem eru í þessari baráttu geta borgað fyrir þetta sjálfir.

Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 05:23

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það hefði vissulega verið gaman af þessum tónleikum.  En af hverju á ríkið að borga?  Ef þetta er svona mikil kynning af hverju gátu aðstaðdendur ekki fengið þá einhver fyrirtæki til þess að styrkja þetta verkefni?  Annars vildi ég gjarnan sjá þessa tónleika hér á landi, ekkert nema gott um það að segja  

Örvar Þór Kristjánsson, 9.5.2007 kl. 11:32

6 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

 Þarf ríkisstyrk til að halda tónleika fyrir heimsbyggðina?  Hvar er allt gáfaða fólkið með sköpunarkraftinn og sprotana? 

Tryggvi L. Skjaldarson, 9.5.2007 kl. 22:21

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þarf útsæði til að rækta kartöflur? Hvaða vitleysa er nú það?

Dofri Hermannsson, 10.5.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband