Áfram upp!

Þó nokkuð flökt sé á fylgi flokkana eftir skoðanakönnunum þá er ljóst hvert stefnir. Samfylkingin er á leiðinni upp og ríkisstjórnin er á leiðinni niður.

Þetta er skiljanlegt - fólk vill breytingar og það er ekki skrýtið eftir 12 ár af Framsókn og 16 ár af Sjálfstæðisflokki. Stjórnarflokkarnir eru orðnir lúnir, Framsókn farlama af spillingarmálum og Sjálfstæðisflokkurinn búinn að tapa öllum tengslum við grasrótina.

Fólk vill sjá nýja hugsun í atvinnumálum, fjárfestingarátak í menntamálum, jöfn laun karla og kvenna, endurreisn velferðarþjónustunnar, stórátak í samgöngumálum og Rammaáætlun um náttúruvernd þar sem verðmæt náttúrusvæði verða kortlögð og verndun þeirra tryggð.

Höldum áfram upp - og breytum til hins betra!


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engu við þetta að bæta hjá þér Dofri..  29,1 % á landsvísu

Aukningin samkvæmt skoðanakönnunum er 2- 3% /dag og 3 dagar þar til kosið verður. 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Hlynur Kristjánsson

Alltaf gaman að sjá Samfylkingarmenn og konur tala um stórátak í samgöngumálum, ekki er minnst einu orði á samgöngumál í kosningastefnu Samfylkingarinnar.  Hvað varð um umræðuna um flugvöllinn í Vatnsmýrinni á landsfundinum ykkar um daginn?

Og hverju viltu breyta hvað er það sem er svona slæmt er það:  lækkaðir skattar, minnsta atvinnuleysi í Evrópu, stöðugur hagvöxtur, minni erlendar skuldir eða allir þessir Háskólar og Háskólasetur víða um land?  Hverning verður þetta ef þið vinstri menn fáið að breyta.

Hlynur Kristjánsson, 9.5.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fara út í vorið með tilbreytingu í huga ....

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.5.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Hlynur Kristjánsson

Svo var meirihluti könnunarinnar gerður fyrir viku síðan og það er nú svolítið langur tími og sýnir könnunin á mbl í dag að þetta er kanski ekki alveg það sem er að gerast þessa stundina en það verður bara að bíða fram á laugardagskvöld með að fagna sigri.

Hlynur Kristjánsson, 10.5.2007 kl. 00:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Upp upp mín sál og allt mitt geð.  Við munum taka þetta á síðustu metrunum Stjórnarandstaðan Dofri minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:58

6 Smámynd: Presturinn

Þið hafið engin svör bara frasa og misvelheppnuð slagorð

í auglýsingum nýverið segir ISG að til þess að afnema kynbundin launamun þurfi tvennt:

1. vilja til að gera það

2. úrræði sem virka

hvers konar vitleysa er þetta eiginlega?? eru þetta rök stjórnmálamanns sem vill láta taka sig alvarlega? afhverju að stoppa þarna?

til þess að lækna krabbamein þarf bara tvennt:

1. vilja til að gera það

2. lyf sem lækna krabbamein

til þess að láta vaxa á sig vængi þarf bara tvennt

1. vilja til að gera það

2. úrræði sem leiða til vængjavaxtar

 til þess að losna við samfylkinguna þarf bara tvennt

1. vilja til að losna við hana

2. að kjósa eitthvað annað

Presturinn, 10.5.2007 kl. 11:08

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég tek undir það ... við erum með byr í seglin (einsog afi hefði sagt).

Gísli Hjálmar , 10.5.2007 kl. 11:12

8 identicon

Presturinn (mikið skil ég ekki menn sem að þora ekki að skrifa undir nafni, en hvað þá að nota svona asnaleg viðurnefni í staðinn): Vilji er til allra verka fyrstur.

ISG og R-listanum tókst að minnka launamun kynjanna í reykjavík all hressilega, er það ekki, þar eru úrræðin sem þú ert að leita að. Það er bara þannig að það er búið að finna lækningu við launamun kynjanna. Það sem hefur vantað uppá er vilji meðal valdhafa í ríkisgeiranum.

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 12:15

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við horfum bara á það sem þessi ríkisstjórn hefur verið að gera s.l. 12 ár og hvernig ástandið er í dag, biðlistar allsststaðar meðal aldraðra, sjúkra og í allskonar aðgerðir, lokanir á sjúkrastofnunum, sumarlokanir ef ekki vill betur til, stéttarskipting og ánauð sjómanna og bænda.  Svei því bara.  Ég óska þess heitt og innilega að við fáum velferðarstjórn í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 15:24

10 Smámynd: Presturinn

Það ætti ekki að vera neitt mál. Það sem þarf til að eyða biðlistum er tvennt og bara tvennt. 1. það þarf vilja til að eyða þeim og 2. það þarf eitthvað sem eyðir þeim.

kv ISG

Presturinn, 10.5.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband