14.5.2007 | 10:02
Önnur besta útkoma í sögu vinstri flokkanna
Nú liggja úrslitin fyrir. Samfylkingin náði á sunnudagsmorgni annarri bestu kosningu vinstri flokks í sögunni. Þessi niðurstaða staðfestir að Samfylkingin hefur fest sig í sessi sem stór öflugur jafnaðarmannaflokkur í anda norræna módelsins. Það er mikil þörf fyrir slíkan flokk á Íslandi í dag, sem byggir á hugsjóninni um sameiginlega velferð, virðingu gagnvart náttúrunni, jöfnum tækifærum og frelsis til orða og athafna.
Fréttaskýrendur hafa lýst Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sigurvegara kosninganna og árangur þeirra er góður miðað við síðustu kosningar, sérstaklega Vinstri grænna. Það er þó staðreynd sem ekki verður á móti mælt að útkoma Sjálfstæðisflokksins er slök miðað við meðalfylgi flokksins og þrátt fyrir fylgisaukningu eru sigurvegararnir í Vinstri grænum einungis sjónarmun hærri en Framsókn sem bíður algjöran ósigur.
Samfylkingunni hafði ekki verið spáð glæsilegri útkomu en fyrir um 6 vikum mældist flokkurinn undir 19% í könnunum. Flokkurinn sýndi hins vegar úr hverju hann er gerður og náði að auka fylgi sitt um 8% á þessum stutta tíma. Það var gert með því að leggja fram skýra stefnu og lausnir í öllum málum. Það kunni fólk að meta því fólk vill frekar sjá lausnir en hræðsluáróður.
Stemningin í röðum Samfylkingarfólks var einstök, baráttan var mjög jákvæð og sjálfboðaliðar sem á síðustu vikum baráttunnar dreif að úr öllum áttum höfðu allir sama markmið - að koma stefnumálum flokksins á framfæri við kjósendur með jákvæðum hætti.
Stærsti einstaki liðurinn í baráttunni var án efa rósagangan en mér er til efs að nokkurn tímann áður hafi stjórnmálaflokkur heimsótt fleiri kjósendur í aðdraganda kosninga. Frambjóðendur gengu ásamt sjálfboðaliðum í meira en 30.000 hús um allt land, heilsuðu upp á húsráðendur, spjölluðu um kosningamálin og gáfu rósir.
Þrátt fyrir að það tæki mikinn tíma erum við sannfærð um að þetta skilaði okkur miklu og styrkti mjög samband frambjóðenda við kjósendur. Þetta verður án vafa endurtekið. Þegar að því kemur vona ég að stemningin í okkar röðum verði jafn góð og hún var núna.
Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum sem lásu þessa síðu og skrifuðu athugasemdir inn á hana en skoðanaskipti á síðunni voru með þeim allra líflegustu og yfirleitt afar málefnaleg. Því væri gaman að halda áfram þótt eflaust muni ákefðin eitthvað minnka núna þegar kosningar eru að baki og sumarið framundan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Athugasemdir
„Flokkurinn sýndi hins vegar úr hverju hann er gerður og náði að auka fylgi sitt um 8% á þessum stutta tíma.“
Horfist nú í augu við staðreyndir Samfylkingin tapaði 2 þingmönnum.
Ef ISG hefur byrjað með þessa þvælu um kosningasigur sinn þegar hún hringdi í Sjálfstæðisflokkinn þá skilur maður betur hvað hroka er verið að skrifa um á forsíðu Mbl. í dag.
Grímur Kjartansson, 14.5.2007 kl. 12:34
Bentu mér á eitt orð þar sem ISG segist ætla að gera þetta. Þú finnur það ekki. Sérðu ekki í gegnum þetta plott?
Dofri Hermannsson, 14.5.2007 kl. 14:36
Össur ritaði á sínu bloggsíðu " guð forði bönkunum frá því að hann eða Jóhanna yrðu gerð að fjármálaráðherra". lýst ekki á sf miðað við svona málflutning
Stjórn með framsókn - ef það verður þá verður allir að spila með - hef áhyggjur af Bjarna Harðar. að hann sé nýr Kristinn H. - vona samt ekki
Stjórn með vg - þyrfti ekki að hafa áhyggjur að evrópu&myntmálin yrðu sett á dagskrá - það er jákvætt.
Óðinn Þórisson, 14.5.2007 kl. 15:43
Ef innviðir Sjálfstæðisflokks eru með svipaðan þankagang,illmælgi , óstöðugleika og kemur hér fram úr hugskoti Dharma gagnvart öðru fólki þá finnst mér nú lítið eftisóknavert að binda trúss sitt við Sjálfstæðisflokkinn... en vonandi eru forystufólkið siðað fólk og samstarfshæft...
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 16:42
Kæri Dofri,
Er þetta ekki ástæðan fyrir því að það er soldið brosað að ykkur þessa dagana ? Hér að ofan lýsir þú glæsilegri útkomu SF.......miklum sigrum og flottri stefnuskrá jara jara jara.
Þið fenguð tæplega 20% MEIRA fylgi í seinustu kosningum.
Þið SKIPTUÐ út formanni sem náði yfir 30% múrinn í seinustu kosningum.
Þið TAPIÐ 2 þingmönnum í þessum kosningum.
Þið eruð búinn að vera í STJÓRNARANDSTÖÐU frá upphafi en stjórnarflokkurinn D bætir við sig fylgi og þingmönnum og þú talar um slælegt gengi hans.
Kæri Dofri - mér skilst að spaugstofan sé að leita að nýju blóði...viltu ekki sækja um ? Þetta er eiginlega bara OF fyndið að heyra ykkur í SF opna munninn hvað varðar þessi úrslit.
Þið tapið fylgi.
Þið tapið þingmönnum.
Þið eruð með formann sem fáir vilja vinna með og eruð dæmd AFTUR til áhrifaleysis.
Þið eruð hinsvegar húmorista flokkur landsins - ekki spurning !
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 17:36
Kæri vinstrimaður-Það er eitthvað öðruvísi við ykkur en annað fólk. Hvernig geta menn fengið það út og talið sér og öðrum trú um það að Samfylkingin hafi unnið enhvern kosningasigur. Sjálfsblekkingarferlið er algjört í innantómum heimi ykkar. Flokkur drekhlaðinn af innihaldslausri foringjadýrkun og orðskrúði tapaði þessum kosningum. Foringi ykkar tjáði landsmönnum það að þjóðin hefði hafnað Framsóknarflokknum en Samfylkingin hefði unnið gríðarlegan kosningasigur. Framsókn tapaði 6% og Samfylkingin tapaði 4,2 %, mismunurinn er 1,8% sem virðist skilja að hinn fullkomna heim Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og brotin heim Jóns Sigurðssonar. Hvað sjálfsblekking er þetta. Samfylkingarfólk lítið í spegil og viðurkennið að þið töpuðu þessum kosningum. Flokkurinn getur ekki talist til sigurvegara með brotna sjálfsmynd, 4,2% í mínus og tvo menn fallna. Ingibjörg eins og svo margir aðrir einstaklingar í Samfylkingunni eiga að sjá sóma sinn í því að hætta að reyna telja fólki trú um lygi. Niðurstaða kosninganna eru þessi að Ingibjörgu og Samfylkinguna skortit trúverðugleika, málefnalegan grundvöll og tímarúm til að starfa í.
Andrés (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 20:59
Verð nú að segja að það er virðngarvert þegar framsóknarflokkurinn þykist ekki hafa unnið kosningarnar eftir það afhroð sem hann varð fyrir og að sama skapi gerir samfylkingin sig að fífli með svona yfirlýsingum frændi.
Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn tapar tveimur mönnum, ekki er það mikið skárra heldur en að stjórnarflokkur, í sömu stöðu og framsókn hefur verið, hafi misst fimm.
Ekki þarf maður að láta sér detta í hug þegar fólk lítur á hlutina eins og þið gerið í samfylkingunni að hlutirnir verði bættir, en maður getur verið viss um það í framsóknarflokknum. Það veldur því að framsókn mun koma til baka en þið haldið áfram að tapa í næstu kosningum, því miður.
Skora á ykkur að taka á ykkar málum. Þið eigið fullt af ungu og efnilegu fólki í samfylkingunni sem rétt væri að hleypa í stjórnunnarstöður fljótt til að vera komið með reynslu fyrir næstu kosningar og losið ykkur við fallistana.
Vona að ykkur beri gæfa til þess frændi , en er þó ekki mjög bjartsýnn á það, sérstaklega ekki eftir þessa bloggfærslu hjá þér.
Ágúst Dalkvist, 14.5.2007 kl. 22:32
Samfylkingin beið versta ósigurinn í þessum kosningum! Það liggur nokkuð ljóst fyrir
Það er nú bara þannig að það er auðveldara að auka fylgi sitt ef maður er í stjórnarandstöðu og það er mikill ósigur að tapa svona miklu fylgi í stjórnarandstöðu.
Framsókn gat a.m.k. viðurkennt sinn ósigur enda jarðbundið fólk en ekki uppí skýjunum eins og maður fær stundum á tilfinninguna að samfylking sé. Ósigur ykkar er súr og verður bara súrari eftir því sem þið lýsið yfir hve glæsilegur sigur þetta hafi verið.
Einar Freyr (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:41
Þegar um 200 mans hafa tekið þátt í skoðanakönnun sem ég er með á heimasíður minni þá er meirihluti Sjálfstæðismanna sem vill Stjórn D og S. Athyglisvert.. aðeins 11% af þeim sem hafa tekið þátt vilja sömu ríkisstjórn aftur. Hvet ykkur til þess að taka þátt í könnunni og niðurstöður verða birtar á morgun...
Björg F (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 00:39
hahahah, farðu nú að vakna Dorfri og koma þér útúr draumaveröldinni þinni. Samfylking með sigur í kosningunni og slök útkoma hjá sjálfstæðisflokknum!!!! hahahah, endilega reyndu að útskýra aftur fyrir okkur hvernig þú færð þetta út? Sjálfstæðisflokkurinn fer svo illa í þig að þú ert farinn að trúa ruglinu og vitleysunni sem kemur út úr þér varðandi þá. En annars er frábært og fyndið að reyna að sjá þig skrifa upp þá vitleysu hérna að þið séuð einhversskonar sigurvegarar og þú trúir því virkilega, aldrei vitað til þess að flokkur sem tapar mönnum sé í raun sigurvegari á meðan flokkar sem eru að bæta við sig þingmönnum séu það ekki. En mjög fyndið að lesa pistil eftir pistil hjá ykkur, hvort sem það er núna eða fyrir nokkrum mánuðum að þá getið þið engann veginn horfst í eigin barm og það er kannski bara fínt, þótt þið fengjuð 10% í næstu kosningum þá fengjuð þið það einhvern veginn út að þið væruð sigurvegarar, ágætt að þið haldið að þið séuð á góðri leið þegar þið eruð það ekki. Haldið áfram að tapa þingmönnum og klappa ykkur á bakið.
Steini (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:18
Það er ljóst að fólk er ekki enn komið með nóg af umræðum um pólitík. Það er rétt að við í Samfylkingunni hefðum að sjálfsögðu kosið að halda þingmannafjölda okkar eða bæta við hann. Hins vegar er ekki annað hægt en að túlka það sem góða útkomu þegar flokkur sem hefur þrisvar boðið fram nær næstbesta árangri sem slíkur flokkur hefur náð á Íslandi. Besta skiptið var í síðustu kosningum. En auðvitað hafa andstæðingar í pólitík gaman af að snúa út úr þessu og öllu sér og sínum flokki í hag.
Það má líka skoða þetta svona:
Dofri Hermannsson, 15.5.2007 kl. 13:11
Það er athyglivert að sjá muninn á framsetningu Samfylkingarmanna annars vegar og Sjálfstæðismanna hins vegar á þessari síðu. Dofri, þú ert málefnalegur, leggur staðreyndir á borðið, án þess nokkrun tíma að koma með persónulegar árásir. Þið sjálfstæðismenn sem hér skrifið, eigið það sameiginlegt að virka í senn, öskureiðir og skíthræddir. Reynið að vera aðeins jákvæðari, það er svo miklu skemmtilegra. Og Dharma, verð að hrósa þér fyrir fyrstu athugasemdina..... sú mjúkasta sem ég hef séð frá þér hingað til.
Anna Einarsdóttir, 15.5.2007 kl. 14:21
Einar Freyr. það er ekkert lögmál að stjórnarflokkar tapi fylgi eins og þú segir. Sérstaklega þegar loforð um fjárveitingar til ýmiskonar gæluverkefna var meira en áður hefur sést og það korteri fyrir kosningar.
Tómas Þóroddsson, 15.5.2007 kl. 14:40
....Kæri Dofri,
SF er samkrull margra flokka til vinstri - og því ósköp eðlilegt að margir flokkar sem sameinast í einn flokk nái ágætis tölum í kosningum. Það er hinsvegar mjög dapurlegt að þið skulið ekki einfaldlega viðurkenna það að tilraun ykkar varðandi "turnana tvo" mistókst.
Þið tapið fylgi sem og þingmönnum sem og formanni sem fiskaði vel en var hent út fyrir drottninguna.....
Góða skemmtun á varamannabekknum eina ferðina enn vinur minn.......D listinn mun alltaf rúla hérna - þið eruð ykkur sjálfum verst og dæmt til eilífðar áhrifaleysis.
Kv.
JS
Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:21
Mér finnst nú alveg með ólíkindum Dharma, eins og þú átt erfitt með að höndla tölur, að þú skulir hafa fengið vinnu í banka! En góðar reiknistundir.
Dofri Hermannsson, 15.5.2007 kl. 16:20
Er Dharma að vinna í banka ? Ég sem hélt að hann ynni við að skrifa athugasemdir fyrir sjálfstæðisflokkinn.
Anna Einarsdóttir, 15.5.2007 kl. 17:19
....Kæri Dofri,
Upplýst var í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld að viðræður eru í gangi milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um ríkisstjórnarmyndun.
Samkvæmt heimildum Íslands í dag eru viðræðurnar, sem hafa farið aaaaafar leynt, vel á veg komnar og skýrist á næstu klukkustundum hvort þær halda áfram eða þeim verði slitið.
Heimildarmenn Íslands í dag, sem eru úr röðum beggja stjórnmálaflokka, segja að opinberlega verði þessu neitað, enda setur það stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokk í uppnám.
Mikið verður gaman að sjá andlit ykkar ef VG tekst að komast í stjórn og þið enn að skrifa og blogga um stórsigurinn ykkar.....hahahahah
Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 19:45
Tómas Þóroddsson. Sagði aldrei að það væri lögmál að stjórnin tapaði fylgi. Það er aftur á móti auðveldara að auka fylgi sitt sé maður í stjórnarandstöðu því eins og Dharma sagði hér:
"Stjórnarandstöðuflokkar þurfa aldrei að standa með aðgerðum síðustu 4ja ára, þeir hafa frítt spil til að tala ábyrgðarlaust."
Mér finnst nú líka lélegt af þér Dofri að ráðast svona persónulega á Dhörmu. Eða er ég að misskilja húmor. Ef ég er ekki að misskilja húmor þá hefur þú rangt fyrir þér Anna Einarsdóttir þar sem þú segir:
"Dofri, þú ert málefnalegur, leggur staðreyndir á borðið, án þess nokkrun tíma að koma með persónulegar árásir."
Vertu nú sannur karlmaður og viðurkenndu tapið bara
Einar Freyr (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 20:28
Má ég koma með spurningu til ykkar Skúli S. og Jón S. ? Takk Hvað finnst ykkur um að innan ykkar raða eru tveir menn með meiri útstrikanir en áður hefur sést..... Árni Johnsen, dæmdur fyrir þjófnað og Björn Bjarnason, sem braut lög bara í síðustu viku, sjálfur dómsmálaráðherrann ? Hef áhuga á að heyra ykkar skoðun á þessu.
Anna Einarsdóttir, 15.5.2007 kl. 20:37
Kæra Anna,
Árni stal dúkum og kantsteinum fyrir 5 milljónir og fékk dóm og afplánaði dóminn. Finnur Ingolfs og Óli í Samskip tóku ríkisfyrirtækið Búnaðarbankann og VÍS og græddu nokkra tugi milljarða þegar þeir keyptu á undirverði - með lánum frá ríkinu.
Árni fékk kosningu þar sem lögin í landinu leyfa honum að bjóða sig fram og fólkið kaus hann.......ég get ekki sagt mikið við því.
Nú veit ég ekki hvaða lög Björn Bjarna braut í siðustu viku - nema þú kallir það lögbrot að fresta skipun í embætti.
Bottom line: D listinn fékk mest atkvæði - flestir íslendingar kusu D listann og því er D listinn sigurvegarinn og því mun D listinn leiða næstu stjórn nú sem endranær.
SF er EINI flokkurinn sem sat í stjórnarandstöðu sem missir verulegt fylgi og þingmenn. Það er afrek !
Og ekki batnar ástandið þegar þið setjið markið alltaf lægra og lægra og kallið það stórsigur að hafa náð að rétta úr kútnum eftir kannanir sem sýndu ykkur minni en Framsókn fyrir viku síðan.
Margt gott fólk þarna inná vellinum hjá ykkur...ekki spurning - þið eruð bara með vitlausan þjálfara og leikkerfið á vellinum er þess eðlis að það veit enginn hvort þið séuð að spila fótbolta eða handbolta eða blak.
Þið vinnið aldrei neinn leik og eruð því á botninum - áhrifalaus og valdalaus og það kæmi mér ekki á óvart ef VG færi í stjórn með D listanum ykkar.....við erum allir í fótbolta en þjálfarinn ykkar Ingibjörg er í fimleikum og öðru rugli sem gerir það að verkum að það nennir enginn að vinna með henni.
Annars var mér kennt að vera góður við minnimáttar og því ætla ég að hætta að stríða ykkur.....þið eruð sjálfum ykkur verst vinstri greyin mín.......það var afskaplega fallegt af ykkur að hleypa okkur sjöllum aftur á valdastólana í Reykjavikurborg enda "samheldni" ykkar þess eðlis að unun er að horfa á.
Og mikið verður gaman að sjá ykkur sitja aftur á hliðarlínunni og bera vatn inná leikvöllinn og hrópa og æpa líkt og undanfarin ár og enginn hlustar eða tekur mark á ykkur.
Meira að segja rasistaflokkur íslands - frjálslyndir náðu að halda kjörfylgi sínu nánast frá sl. kosningum......VG doublar fylgið en "turninn" Samfylkingin hrapar..... Þið eigið öll skilið að fá THULE greyin mín......bestu skinn en samt eitthvað svo "öðruvísi".
Bestu kveðjur
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:13
Þér til upplýsinga Jón Sigurðsson, hérna er slóð á frétt sem þú ættir að lesa. Og taktu eftir hver fékk stöðuna
http://visir.is/article/20070509/FRETTIR01/105090127&SearchID=73281177850568
Anna Einarsdóttir, 15.5.2007 kl. 21:40
Ég ætla ekki að rekja hér kosningaúrslit og vera með neinar vangaveltur um hugsanlegar ríkisstjórnir.Aðeins þetta:Samfylkingin er búin að festa sig í sessi sem öflugur flokkur með 27-31 % fylgi í s.l.3.alþingiskosningum,sem er aðeins 4-10% minna fylgi en Sjálfstæðisfl.Samfylkingin er því reynd eina mótvægið við íhaldið og getur því EKKI farið í stjórn með þeim.Þetta verða ráðamenn Samfylkingarinnar að skilja og hætta að tala um samstarf þessa flokka í ríkisstjórn.Samfylkingin á að leiða ríkisstjórnir í framtíðinni,það er hennar hlutverk.Samfylkingarfólk er búið að byggja þennan flokk upp af dugnaði og einurð,við viljum ekki skeppa saman og verða lítill flokkur í fangi íhaldsins eins og varð í Viðreisnarstjórninni,sporin hræða.
Kristján Pétursson, 15.5.2007 kl. 21:43
Það er heilmikið til í þessu, Kristján Pétursson
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 22:33
Þannig að m.ö.o. Skúli. Ég get stolið frá mínu fyrirtæki.......fengið dóm...setið inni......sótt um vinnu aftur hjá sama fyrirtæki.... og það væri þá sjálfsagt mál að ég fengi endurráðningu ? Eða fengi ég kannski ekki hreint sakavottorð eins og hann ?
Þetta er líka spurning um fyrirmyndir í þjóðfélaginu.
Takk Dofri......fyrir að fá að nota síðuna þína
Góðar stundir.
Anna Einarsdóttir, 15.5.2007 kl. 23:22
Dharma minn/mín. Ég er ekki talsmaður Samfylkingarinnar, ég er kjósandi Samfylkingarinnar. Mín skoðun er sú að þeir sem sitja fyrir okkur á Alþingi íslendinga, eigi að vera heiðarlegt fólk sem ekki hefur brotið lög. Alveg á sama hátt og fólk getur ekki fengið vinnu í lögreglunni ef það hefur brotið af sér. Alþingismenn eiga að vera til fyrirmyndar.
Heiðarleiki og traust....... grundvallaratriði !
Anna Einarsdóttir, 16.5.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.