23.5.2007 | 16:24
Grænn af öfund?
Í stjórnarsáttmála Þingvallastjórnarinnar segir m.a.:
- Sérstök áhersla verði lögð að meta verndargildi háhitasvæða landsins og flokka þau með tilliti til verndar og orkunýtingar.
- Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu.
- Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir.
Til loka árs 2009 eru 2 og 1/2 ár. Þær orkurannsóknir sem þegar eru komin leyfi fyrir verða ekki stöðvaðar en ekki farið inn á ný svæði fyrr en þessi vinna hefur fengið formlegt gildi. Einnig var sérstaklega tekið fram að tímasetning stórframkvæmda verði látin ráðast af markmiðum um lága verðbólgu, lágt vaxtastig og almennt jafnvægi í hagkerfinu.
Stóryrði Steingríms J Sigfússonar nú um stjórnarsáttmálann, einkum umhverfisverndarhlutann, eru athyglisverð í ljósi þess að hann sagði á Bylgjunni 7. maí síðastliðinn:
...við getum ekki stöðvað það sem þegar er í gangi en það verði ekki nýjum framkvæmdum hleypt af stað næstu árin og heldur verið gert hlé og við endurmetum þessi mál og náum þar með þessu fram sem við viljum að hagkerfið jafni sig, að náttúran fái nú grið um tíma, við getum þá tekið frá og friðlýst þau háhitasvæði og vatnsföll sem við ætlum ekki að hrófla við og þá eftir kannski 3 ár eða svo verðum við í miklu betri aðstöðu til að taka ákvarðanir um framhaldið. Þá hvar og í hvaða mæli við höldum áfram að beisla orkuna því auðvitað munum við gera það til margvíslegra þarfa...
Held að Steingrímur ætti bara að bíða nokkra stund eftir að málningin á gólfinu þorni og hann komist út úr horninu. Það er ekki við Samfylkinguna að sakast að Vinstri græn eru utan stjórnar og að hrinda í framkvæmd því sem Vinstri græn töldu sig ein fær um að gera. Vinstri grænum væri sæmra að fagna þeim stóru skrefum sem Þingvallastjórnin er að stíga fram á við í þessum hjartans málum allra umhverfissina, hvar í flokki sem þeir eru.
Það er ekki virðingarvert að vera svona grænn af öfund.
Steingrímur: Samfylking virðist hafa gefist upp á umhverfismálunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski þeir ættu að kallast Vinstri Grænir af Öfund?
Hommalega Kvennagullið, 23.5.2007 kl. 16:34
Ég fæ ekki séð en að stjórnarsáttmálinn boði mun harðari stóriðjustefnu en Framsókn boðaði með farvegi sínum til þjóðarsáttar sem Samfylkingin kom í veg fyrir að kæmist í gegn fyrir síðustu þinglok. Ef hún hefði nú verið samkvæm sjálfri sér værum við með meiri grið fyrir íslenska náttúru í dag en með þessum sáttmála.
Gestur Guðjónsson, 23.5.2007 kl. 17:45
Dofri, viltu ekki fræða okkur um hvaða rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggja fyrir ?
Pétur Þorleifsson , 23.5.2007 kl. 19:22
Pétur, þú getur séð það á Íslandskorti Framsóknar, þar eru reyndar Þeistareykir á grænu, en ríkisstjórnin vill halda verkefninu á Húsavík í gíslingu.
Gestur Guðjónsson, 23.5.2007 kl. 20:57
Skal færa ykkur nýuppfærðan lista á morgun en því miður veittu Framsóknarmenn nokkur rannsóknarleyfi í skjóli nætur rétt um það leyti sem þeir kynntu "farveg sáttar" og fína sæta kortið hans Gests. Svona bara til að tryggja vinum sínum árangur áfram og gera næstu ríkisstjórn erfiðara um vik að hægja á ferðinni.
Dálítið siðlaust en kemur ekki á óvart.
Jón Kristófer. Já ég svo sannarlega stoltur af stærstu skrefum í umhverfisvernd sem stigin hafa verið í málefnasamningi ríkisstjórnar á Íslandi. Allt að því montinn, því ég tel mig og annað Samfylkingarfólk sem unnið hefur að þessum málum eiga drjúgan hluta þessarar metnaðarfullu stefnu.
Ég tel stefnu ríkisstjórnarflokkanna falla mjög vel að Fagra Íslandi - enda voru það svo góðar og skynsamlegar tillögur að þið í Vinstri grænum tókuð þá aðferðafræði og gerðuð hana að lokum að ykkar, rétt eins og Íslandshreyfingin og gott ef ekki Framsókn á allra síðustu dögunum (annað gildir um næturnar sbr. athugasemd að ofan).
Til að rifja þetta upp fyrir þér þá gekk Fagra Ísland út á að ná sátt um verndun verðmætrar náttúru landsins. Það verður einungis gert með því að náttúrusvæðin verði rannsökuð m.t.t. verndargildis áður en ákvörðun verður tekin um ráðstöfun þeirra - hvort heldur er til verndunar eða annarrar nýtingar. Nákvæmlega það er verið að gera í stjórnarsáttmálanum.
Þú skammast yfir því að ekki sé auglýst stopp með rauðum kalli. Formaður þinn sagði oft í kosningabaráttunni, t.d. í Bylgjuviðtalinu sem vitnað er í hér að ofan, að það þýddi auðvitað ekki að stoppa allt, auðvitað þyrfti að leyfa áfram rannsóknir á orku en það ætti að stoppa það sem hægt væri að stoppa í ca. 3 ár á meðan væri verið að rannsaka verndargildi umræddra náttúrusvæða.
Hvað sýnist þér svo að sé verið að gera, kæri Jón? Er ekki verið að segja að ekki verði farið inn á óröskuð svæði á meðan klárað sé að rannsaka verndargildi allra háhitasvæða? Að það sé stefnt að því að klára það innan 2,5 ára? Eru ekki nokkur svæði tekin algerlega út fyrir s.s. Langisjór, vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Þjórsárver?
Og útaf hverju ertu þá eiginlega að vola? Er það ekki bara yfir því að hafa með alveg einstökum þvergirðingshætti klúðrað gjörsamlega eigin möguleikum á því að komast í ríkisstjórn og hafa einhver áhrif? Ekki nóg með það heldur beinlínis svikið stóran hluta kjósenda ykkar (og okkar) um möguleikann á vinstri stjórn með 27 þingmenn flokka með skýra stefnu í náttúruverndarmálum.
Jökulárnar í Skagafirði sem þú telur komnar á dauðalistann af því þær eru ekki taldar upp sérstaklega eiga sér skemmtilega sögu sem er dálítið dæmigerð fyrir Vinstri græna. Á síðasta kjörtímabili var einn Vinstri grænn í sveitastjórn og samþykkti að setja þá virkjun sem er umtalsvert verri kostur inn á tillögu að aðalskipulagi. Eftir að flokkurinn fór að gera meira út á grænar áherslur og fulltrúinn var kominn í minnihluta varð hann mótfallinn þessarri tillögu sinni.
Í fyrra var rætt af núverandi meirihluta að setja hina virkjunina inn á aðalskipulag ekki síst til að fá umræðu um hana. Eins og fjölmargir úr öllum flokkum var Vinstri græni sveitastjórnarmaðurinn alfarið á móti þessu. Í vetur flutti hann svo ásamt sjálfstæðismönnum tillögu um að fresta skipulagi á báðum virkjanastöðunum. Þá gerðist það sem hann átti ekki von á - meirihlutinn samþykkti tillöguna og virkjanir þar eru því ekki á dagskrá. Og hvað gerði hann þá? Hann sat hjá!
Það er gott og gilt að vera á móti vondum ákvörðunum en það er slæmt þegar þetta verður nánast að ósjálfráðum viðbrögðum við hverju einu sem fyrir ber. Ég held að þú ættir, eins og skoðanabræður þínir sem svipað er ástatt um, að líta þér nær í staðinn fyrir að skattyrðast við þá sem eru að gera það sem þið sögðust ætla að gera en glutruðuð niður úr höndunum á ykkur með þvermóðsku, fýlu og kjánaskap.
Nær væri að fagna opinberlega þeim stóru skrefum sem núna hafa verið stigin, skipta út formanninum sem klúðraði svo ævintýralega tækifæri ykkar til að hafa áhrif, ná betra sambandi við þá sérfræðinga sem eru að vinna á þessu sviði, hætta að ganga á eftir jarðýtunum með mótmælaspjöldin og slást frekar í lið með okkur um að rannsaka náttúru landsins, uppfræða fólk um verðmæti hennar, vinna að því að ná sátt um málið og nota prikin úr kröfuspjöldunum í skjaldborg um net verndarsvæða og þjóðgarða.
Af því öfugt við stöðugt þras og neikvæðni myndi það skila raunverulegum árangri - og það eiga náttúra landsins og afkomendur okkar skilið.
Dofri Hermannsson, 23.5.2007 kl. 23:24
Ég vona að 500 metra vegakaflinn í Mosfellsbæ verði viðmið Samfylkingarinnar í umhverfismálum næstu fjögur árin.
Þá framkvæmd kallaði Össur Skarp hervirki gegn náttúru landsins í umhvefismálum ásamt fjölda annar félaga úr Samfylkingunni.
Kær kveðja úr Mosó.
Karl Tómasson, 23.5.2007 kl. 23:32
Þú ert með orðhengilshátt Jón Kristófer en það er ekkert nýtt.
Það er margt sem ekki er minnst á í stjórnarsáttmálanum, einfaldlega af því honum er ætlað að vera stutt og stefnumarkandi plagg en ekki tæmandi listi yfir allt sem á að gera eða öll svæði sem á að vernda. Varðandi verndunina þá liggur fyrir að það á að meta verndargildi náttúrusvæða áður en þeim er ráðstafað. Ríkisstjórnin fer með vörslu náttúruverðmæta jafnt sem orkuverðmæta og þar sem þessir hagsmunir skarast þarf að taka upplýstar ákvarðanir og þar skiptir mat á verndargidli mestu en líka mat á nýtingarmöguleikum sem samrýmast verndun s.s. ferðaþjónustu sem nú er sem betur fer komin undir iðnaðarráðuneyti Össurar.
Það eru því barnalegir útúrsnúningar að segja að eitthvað sé komið á dauðalistann bara af því það er ekki í upptalningu stjórnarsáttmálans. Við í Sf höfum sagt að besta náttúruverndin er alvöru byggðastefna. Við komum merku þingmáli í gegn í vor sem heitir Störf án staðsetningar og getur veitt landsbyggðinni fjölbreytt störf fyrir menntað fólk, jafnvel 300-400 á ári. Það er ekki orði vikið að þessu í stjórnarsáttmálanum en það þýðir ekki að við ætlum ekki að ráðast í verkefnið - öðru nær.
Varðandi stóriðjustopp þá hef ég ekki enn fengið svar frá þér eða nokkrum öðrum Vinstri grænum um hver er munurinn á okkar leið og þeirri sem Steingrímur J Sigfússon, hinn laskaði formaður ykkar, boðaði í Bylgjuviðtalinu sem ég birti kafla úr í þessari færslu.
Þú vinnur náttúru landsins ekkert gagn með eintómu rausi og útúrsnúningum Jón.
Dofri Hermannsson, 24.5.2007 kl. 10:24
Til hamingu með nýja ríkisstjórn! Mér líst mjög vel á málefnasamninginn. Og MJÖG vel á nýja umhverfisráðherran. Ég veit að það er erfitt að stoppa þær framkvæmdi sem Framsókn hefur þegar veitt leyfi fyrir, þar sem þið eins og aðrir þurfið að framfylgja lögum þessa lands. En ég trúi því að þið gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að koma í veg fyrir meiri náttúruspjöll en þegar hafa orðið.
Næst er það bara að fá Dofra inn á þing
p.s. ráðherralisti Sjálfstæðismanna er úff.. Hvernig væri nú að flokksfélagar í íhaldinu tækju nú höndum saman og kysu aðeins frískari einstaklinga í fyrstu sætin á þeim lista fyrir næstu kosningar...?
Björg F (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:35
Dofri Hermannsson, 24.5.2007 kl. 11:51
Hvernig er hægt að öfunda einhvern sem hefur selt sálu sína?
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:57
Það getur sjálfsagt dugað í einhverja mánuði að tala um Steingrím J. Sigfússon til þess að draga athyglina frá því að kosningaloforð Samfylkingarinnar eru að fara fyrir lítið - Fagra Ísland og það að afmá okkur af staðfestu listanum vonda - svo eitthvað sé nefnt.
En mikið er þetta aumkunarvert hlutskipti að henda svona ótt og títt prinsippunum út um gluggann, til þess eins að komast að kjötkötlunum.
Var kominn með blýantsoddinn að S-inu þann 12. maí sl. En sá mig um hönd sem betur fer - ég hef nefnilega bærilegt minni.
Þar er ekki hægt að öfunda þann sem selur sál sína Sóley, og heldur ekki hina sem leigja hana út til fjögurra ára á smánarverði sérgæsku og valdasýki.
Guðmundur Br. (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:21
Skúli; Já, já, nei, nei, og já..
Björg F (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 17:34
"Sjaldan hafa svo margir, svo fáum, svo mikið að þakka!"
... haft eftir W. Churchill þegar Bretar náðu að verja sig árásum Þjóverja í seinni heimsstyrjöldinni og var hann þá að þakka þeim sem háðu baráttuna og lögðu allt undir!
Flott ríkisstjórn með flottan málefnasamning!
... og hættið svo þessu væli og látum verkin tala sínu máli!
Gísli Hjálmar , 24.5.2007 kl. 18:40
Dofri, þú segir "en því miður veittu Framsóknarmenn nokkur rannsóknarleyfi í skjóli nætur rétt um það leyti sem þeir kynntu "farveg sáttar" og fína sæta kortið hans Gests. Svona bara til að tryggja vinum sínum árangur áfram og gera næstu ríkisstjórn erfiðara um vik að hægja á ferðinni."
Hver af þessum leyfisveitingum hefðir þú ekki viljað fara í?
http://www.idnadarraduneyti.is/leyfisveitingar/uppl_um_leyfi/nr/2385
Gestur Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 23:29
Til hamingju með nýja ríkisstjórn Íslands, öll sömun.
Þegar stjórnarsáttmálinn er lesinn þá er að finna þar allar þær áherslur sem voru í áberandi vægi hjá öllum þeim sem buðu fram til alþingis. Tekið er mjög mikið tillit til sjónarmiða sem gríðarlegar deilur og ósætti hafa verið um með þjóðinni.
Enginn fær allt ...en allir fá eitthvað . 'Ég hef mikla trú á því að þessi ríkisstjórn verði mjög farsæl fyrir land og lýð... Sem sagt stjórn þjóðarsáttar þegar fram líða stundir.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 23:30
Ja skrambinn Dofri...er ekki félagi minn í umhverfisnefndinni hann Jón Kristófer..farinn að spila 78 snúninga svartagallsraussplötu Gunnarsstaðajarlsins....óstytta
Jón Ingi Cæsarsson, 24.5.2007 kl. 23:35
Gaman að sjá VG og Samfó rífast um umhverfismál. Ég er löngu búinn að fá nóg af slagsmálum við vindmyllur. Veskú Dofri..."take it away"...
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 03:26
Það er að sanna sig aftur og aftur að VG eru ekki hæfir til samstarfs. Skammarlegur stjórnmálaflokkur sem sparkaði í aumingja Framsókn liggjandi og bauð þeim svo í sleik í lokin. Hvílíkir ræflar.
Örvar Þór Kristjánsson, 25.5.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.