Sterk ríkisstjórn - umhverfismál, velferð og traustur efnahagur aðalmálin

Það er gaman að sjá þennan gríðarlega stuðning við ríkisstjórnina en það er ljóst að samstarf þessara tveggja öflugustu flokka landsins er óskasamstarf mikils meirihluta þjóðarinnar eða rúmlega 60% landsmanna. Einungis 17% líst illa á samstarfið sem er út af fyrir sig merkilegt þegar haft er í huga að fylgi Vg mælist 13%, Framsóknar 10%, Frjálslyndir 5% og Íslandshreyfingin 2%.

Það var ljóst af stefnuræðu forsætisráðherra í gær að umhverfismál, velferðarmál og traustur efnahagur eru aðalmál næsta kjörtímabils. Það líkar jafnaðarmönnum vel því þótt formaður Vg hafi í skammarræðu sinni í gær fjargviðrast yfir því að hugtakið sjálfbær þróun var ekki nefnt sérstaklega þá eru umhverfi, velferð og efnahagur einmitt hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þrónunar. Þetta vita bæði kjósendur Samfylkingar og Vg og eru að vonum glaðir yfir áherslum nýrrar ríkisstjórnar.

Umhverfisráðherra gerði að umtalsefni nauðsyn þess að ná breiðri sátt um náttúru- og umhverfisnefnd og sagði að sinn stærsta sigur myndi náttúra landsins ekki vinna með stríði, upphrópunum og gífuryrðum, heldur með friði, upplýstri umræðu og sátt. Mikið er ég sammála því.

Það verður gaman að fylgjast með sumarþingi þar sem mörg stefnumarkandi mál verða lögð fram en ekki síður verður gaman að fylgjast með fyrstu skrefum ráðherranna og þeim verkefnum sem þeir munu hrinda af stað fyrir sumarfrí. Það þarf víða að bretta upp ermar.


mbl.is Ríkisstjórnarflokkar bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Þarna var ekki farið nákvæmt með prósentutölur. Í kosningunum  fékk VG 14,3 %, Framsókn 11,7, Frjálslyndir 7,3 og Íslandshreyfingin 3,3.

Pétur Þorleifsson , 1.6.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Já, þetta var skoðanakönnun. Auðvitað.

Pétur Þorleifsson , 1.6.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Dofri, að vera í liði með náttúrunni er flott, en vera í liði með þessari ríkisstjórn áður en hún tekur til starfa er ekki skynsamlegt. Fólk er kannski svona hrifið af Birni og öllum köllunum í ríisstjórninni.

María Kristjánsdóttir, 1.6.2007 kl. 12:50

4 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sammála þér Dofri að það verður spennandi að fylgjast með.  Nú veit ég að þú hefur skarpan mann að geyma og við hljóta að verða að vera sammála um að einhvers staðar verður annar hvor flokkurinn að slá af, brjóta af sínu oflæti um einhver málefni.  Með fullri virðingu; hvor heldur þú að slái meir af sínum kröfum?

I.S. Gísladóttir mun ekki leiða okkur í ESB.  Nú er ég ekki mótfallinn því að skoða alla varianta og máta við stöðu okkar að EES.  Það er deginum ljósara að sjálfstæði þjóðar hefur nú þegar verið fargað að hluta með samningnum um EES og er nóg að taka stikkprufu af þeim lögum sem keyrð eru þí gegnum Alþingi sem nk. express þjónustuaðila sem ekkert nær að kynna sér til hlítar.  Margt er þó gott og þarft sem frá Brussel kemur og því bara spurning um að vera með í partíinu í stað þess að hanga fyrir utan og spyrja hvort ekki sé gaman inni.

Spenntastur er ég þó fyrir því þegar kemur að þinum málum - hardcore framþróunarkeyrsla á kostnað náttúru í samstarfi við flokk sem boðar varfærni við móður jörð. 

Vonum það besta og að blessun fylgi, ekki veitir af.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 3.6.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband