Gengið í málin - aðgerðaáætlun í þágu barna hrundið í framkvæmd

Það er sannarlega ánægjulegt að sjá nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks setja málefni barna í forgang með afgerandi hætti. Með því að leggja aðgerðaráætlun um málefni barna fram sem sitt fyrsta stóra mál á sumarþingi er ríkisstjórnin að lýsa með táknrænum hætti yfir áherslum sínum í velferðarmálum.

Unga Ísland var eitt af helstu baráttumálum Samfylkingarinnar í nýafstaðinni kosningabaráttu en þar var á ferðinni aðgerðaráætlun í 60 liðum um bætta stöðu barna. Á bak við þá áætlun lá mikil vinna með fagfólki og foreldrum við að greina stöðuna og að finna lausnir til úrbóta. Það er ljóst að ný ríkisstjórn býr vel að þeirri góðu vinnu sem þar var unnin.

Brýnast er að ráðast strax í að uppræta biðlista barna eftir greiningu og viðeigandi meðferð eða stuðningi. Það er skelfilegt að börn sem eru 10 ár í grunnskóla missi e.t.v. alveg úr námi sínu 1-3 ár af því það fær ekki greiningu á vanda sínum. Þetta getur skaðað varanlega tækifæri barns til náms og oftar en ekki veldur það einnig erfiðleikum fyrir hin börnin í bekknum að félagi þeirra fær ekki þá þjónustu sem hann eða hún þarf á að halda. Að ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra barna sem bíða.

Það er gott að sjá að þetta baráttumál Samfylkingarinnar er eitt af flaggskipum nýrrar ríkisstjórnar. Það gefur góð fyrirheit um samstarfið.


mbl.is Fækkun á biðlistum forgangsatriði í aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta er frábært, einmitt þar sem átti að byrja og sýnir að Samfylkingin verður ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eins og Framsókn var. 

Tómas Þóroddsson, 5.6.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Nær þetta til úthverfanna líka, þ.e. Kópavogs og kemst þetta úr nefnd?

Annars, bara bestu kveðjur og orð til alls fyrst.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 5.6.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Já það er ánægjulegt að sjá þann þunga sem leggja á í málaflokkinn. Það er heilmikið starf framundan - Einn af þeim þáttum sem við þurfum að styðja við sérstaklega er málefni stjúpfjölskyldna.  Mörg börn upplifa upplifa skilnað oftar en einu sinni á ævi sinni - og því mikilvægur liður í að efla þrótt barna í stjúptengslum að efla færni stjúpfjölskyldna til að takast á við sín sérstöku verkefni. Fram til þessa hefur lítið sem ekkert borið á málefnum stjúpfjölskyldunnar við opinbera stefnumótun - vona ég að nú verði breyting á!

Valgerður Halldórsdóttir, 5.6.2007 kl. 17:16

4 identicon

Eftirfarandi á kannski ekki heima hér undir þessum lið og þó börnin eru framtíðin okkar.

Það er þetta með áherslur á nýsköpun og hátækniðnað sem Samfylkingin hefur sett í fremstu röð á áherslum í nývæðingu atvinnulífsins.  Iðnaðarráðherra hefur nýlega gengið frá skipun í embætti sem lýtur að þessum mikilvæga málaflokki . Hann réð prófessor Þorstein Inga Sigfússon til verksins.

Ekki er hægt annað að segja en að hér hefur Iðnaðarráðherra tekist einstaklega vel til og væntum við mikils af Þorsteini Inga í framtíðinni.

Rússar eru greinilega með á nótunum og nú berast fréttir :

Þorsteini Inga afhent Alheimsorkuverðlaunin

Hafi einhverjir verið í vafa um getu okkar Íslendinga á heimsvísu , þá er þeim vafa nú eytt... Þorsteini Inga Sigfússyni er óskað til hamingju með afrekið. 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 18:45

5 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Ég held að ég sé að breytast í SF mann.  Ef allt gengur eftir; Inga kemur okkur í ESB, viðurkennir Palestínu, Össur kemur valdinu til þess að taka land eignarnámi undir Alþingi og þessi fallega barnastefna kemst á skrið; aldrei að vita minn kæri.  Það besta sem ég hef séð lengi.  Verð að viðurkenna það.

Kv. Bragi

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 10.6.2007 kl. 15:16

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

las bloggið þitt og skrifaði athugasemdir á mína síðu. Kommenteraði þó ekki olíuhreinsunarstöðina og áform þar um, finnst að vestfirðingar þurfi að ákveða slíkt sjálfir, en er sjálf ekki of spennt fyrir aukinni umferð olíuskipa við landið.

bestu kveðjur

Anna Karlsdóttir

Anna Karlsdóttir, 12.6.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband