Hvað myndir þú vilja gera við 76 milljónir á ári?

Þetta er skandall.

Þarna er vaðið út í milljarða samninga til 25 ára án þess að efnt sé til útboðs. Svona vinnubrögð hljóta að vekja grunsemdir um spillingu. Hvaða ástæður eru fyrir því að meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanns að vilja henda 76 milljónum út um gluggann á hverju ári?

Ég gæti hugsað mér að nota þessa peninga í ýmislegt annað en dýrari húsaleigu. T.d. að bæta hjólastíga borgarinnar, gera útivistarsvæði borgarinnar notendavænni, fjölga strætóferðum aftur - nú eða bara hækka húsaleigubætur svo eitthvað sé nefnt.

Hvað myndir þú vilja gera við 76 milljónir á ári?


mbl.is Gagnrýna leigusamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það sem mér líkar vel við innleggið er að það talar ekki um heimtingu á skattalækkun heldur í hvað verið er að eyða peningunum.

Spurningin er að líka hver græðir mest á þessum 25 ára leigusamningi? Veistu það?

Ólafur Þórðarson, 2.8.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hlaut að koma að því að ég yrði sammála þér um eitthvað.

Kveðja

Tryggvi L. Skjaldarson, 3.8.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband