"Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn..."

Í þessum orðum Stuðmanna felst mikill sannleikur, það sýnir t.d. þessi frétt á visir.is í dag

GSM-samband verður á helstu vegum landsins eftir tvö og hálft ár, á samtals yfir 1.200 kílómetra vegakafla. Þetta verkefni er tvískipt. Fyrri áfanganum lýkur í janúar á næsta ári þegar allur hringvegurinn verður kominn í GSM-samband ásamt fimm fjölförnum fjallvegum. Seinni áfanginn hefur verið boðinn út og eiga þær framkvæmdir að taka tvö ár.

Hótelhaldarar og aðrir sem vinna að ferðamálum eru orðnir þreyttir á langvarandi GSM-sambandsleysi. Árni Zophaníasson, hótelhaldari á Bjarkalundi í Reykhólahreppi, er einn þeirra.

„Þetta hefur verið alvarlegt ástand hérna síðustu ár og valdið okkur stórtjóni," segir Árni. „Fólk kemur ekki hingað vegna þess að hér er ekki gemsasamband. Það kom hópur af bílum í vor og ætlaði að vera heila helgi. Flestallir flúðu því krakkarnir urðu alveg brjálaðir. Þeir komust ekki inn á netið og komust ekki í gemsann."

Við fjölskyldan gerðum víðreist um norðvesturkjördæmi í sumar og það verður að segjast eins og er að gott gsm samband er vandfundið á svæðinu. Sérstaklega er þetta slæmt í Dölunum, á Ströndum og á Vestfjörðum.

Fyrir okkur var þetta svo sem bara þægilegt - eftir 5 daga í Norðurfirði var maður eiginlega búinn að gleyma að gsm væri til. Nokkuð notaleg tilbreyting.

Fyrir alla aðra en þá sem beinlínis þurfa hvíld frá þessum tækjum er þetta hins vegar óviðunandi ástand. Gsm er ekki bara samskiptatæki heldur gríðarlega mikilvægt öryggistæki.

Það er gott að þetta verkefni skuli vera komið á hraða siglingu eftir mikinn seinagang undanfarin misseri.

Ég vona að það sama verði gert varðandi uppbyggingu háhraða internets á landsbyggðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband