Lítið gert úr unglingunum í Grafarvoginum

strætó2Í fréttum Stöðvar 2 rétt í þessu kom framkvæmdastjóri Strætó bs fram og fullyrti að unglingar í Grafarvogi hefðu skrökvað upp á Strætó til að forðast skammir foreldra sinna fyrir að koma seint heim.

Forsagan er sú að unglingarnir reyndu að taka síðasta strætó heim, voru skammt frá en ekki nákvæmlega á stoppistöðinni og vagnstjórinn hleypti þeim ekki upp í vagninn. Unglingarnir bentu á þetta hefði verið utan háannatíma svo vagnstjórinn hefði auðveldlega getað hleypt þeim upp í án þess að tefjast og verða á eftir áætlun.

Í stað þess að taka þessari ábendingu fagnandi, biðjast afsökunar á atvikinu og lofa að þetta komi ekki fyrir aftur sá framkvæmdastjórinn hins vegar ástæðu til þess að koma fram í fréttum og segja að unglingarnir skrökvi. Þetta er undarlegt af framkvæmdastjóra fyrirtækis sem nú ætlar að leggja sérstaka áherslu á að þjóna framhaldsskólakrökkum.

Þegar ég ætlaði að taka Leið 6 heim úr vinnunni á föstudaginn varð mér það á að vera ekki nákvæmlega á stoppistöðinni þegar vagninn kom. Ég veifaði vagnstjóranum með áberandi hætti og tók á sprett þessa 20 metra sem ég átti ófarna. Vagnstjórinn sá hins vegar enga ástæðu til að stoppa og ég missti af vagninum.

Framkvæmdastjórinn vill kannski renna aðra ferð upp á Stöð 2 til að segja fólki að ég hafi bara verið að skrökva til að fá ekki skammir fyrir að koma of seint heim að elda matinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þar sem ég bý í Grafarvogi, og veit hvað hér er í gangi tel ég frásögn bílstjóra ekki alröng, hér er leiðinda hópur af villingum í fyrsta skipti í mörg ár, þetta eru krakkar á aldrinum 13 til 17 ára, safnast saman og erum með læti, sumum tilfellum nokkur saman drukkin á virkum dögum,  því miður er árgangur núna sem lætur mikið fyrir sér fara og með viðeigandi látum og ósóma. Þannig að jú, ef þessi strætóstjóri lenti í þessum krökkum þá er alveg pott þétt að það var logið upp á hann. Kannski að krakkar sem segja satt og gera rétt, læri af þessu, maður er sá sem maður umgengst hverju sinni.

 Maður vona að þegar hluti af þessum villingum fer í framhaldsskóla að ró mun færast aftur yfir hverfið, maður verðu jú að vera bjartsýn.

Linda, 19.8.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hef líka lent í þessu. Ég hef líka sent ábendingar og kvartanir til Strætó en hef aldrei fengið svör. Það virðist ekki rísa hátt hjá stjórnendum strætó kvartanir viðskiftavina þess. Margir vagnstjórar líta niður á farþega sína og dónaskapur sumra bílstjóra er ótrúlegur. Það mun ekki lagast meðan stjórnendur neita að líta á það vandamál. Þetta bitnar líka á þeim fjölmörgu bílstjórum sem eru til fyrirmyndar og allir af vilja gerðir til að aðstoða viðskiftavini sína. Einn bílstjóri sem er einn af þeim fjölmörgu fyrirmyndabílstjórum Strætó benti á að bílstjórar þurfa siðareglur og það finnst mér mjög góð hugmynd. Strætó á við ímyndarvanda að stríða og þarf að gera skurk á að fleiri líta á það sem aðlaðandi kost að ferðast með strætó. 

Kristján Kristjánsson, 19.8.2007 kl. 21:02

3 identicon

Ég held að þú ættir að kynna þér verklagsreglur hjá vagnstjórum fyrst áður en þú kastar steini.Ég keyrði strætó í 19 ár og kynntist ýmsu þar,meðal annars hvernig fólk reyndi að komast inn í vagninn hvar sem er,það er nú þannig ef vagn stoppar snögglega þar sem ekki væri stoppustöð gæti það valdið slysum.Það er nú þannig að fólk finnst stundum að það sé alveg við biðstöðina þegar það veifar,en svo kemur í ljós að það vantar nú offt mikið upp á það.Svo er nú búið að breyta leiðarkerfinu,og hver átti nú þátt í því skyldi ekki einhver flokkur sem þú tilheyrir hafa komið þeirri vitleysu á,sem engan vegin er hægt að halda áætlun.Bara vera næst komin tímalega á stoppustöðina Dofri:)

Helgi Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:34

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Mér hefur fundist að opinberar stofnanir vera að þroskast í þá átt að þær þjóni okkur ekki heldur við þeim.Og þar sem embættismenn eru valdir af flokksklíkum þá er ekki við öðru að búast.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.8.2007 kl. 23:58

5 Smámynd: Halla Rut

Þjónustulund ættu er mikilvæg allstaðar, líka í strætó. Eins og hann hefði ekki getað beðið eftir þér í mínútu eða tvær.  Þeim veitir nú ekki af aurunum eða er þetta ekki alltaf á hausnum.

Ég lenti hins vegar í mjög góðri reynslu með strætó á föstudagsnóttina síðustu: http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/289929/

Halla Rut , 20.8.2007 kl. 00:20

6 identicon

Strætóbílstjórar eru misjafnir, ég hef séð svipuð tilfelli áður, einu sinni sat ég fremst í vagni, við vorum að fara Langarima, sé ég þá fullorðin hjón veifa til strætóbílstjórans, þau áttu svona 10 metra ófarna í skýlið, bílstjórinn lét sem hann sægi þau ekki og brunaði framhjá.

Svo er það aksturslagið, sumir af bílstjórunum eru ömulegir bílstjórar, gefa allt í botn og negla síðan á bremsuna, þar undanskil ég Pólverjana, þeir eru mjög þægilegir bílstjórar, keyra á jöfnum hraða. Pólverjarnir rukka aðvísu ekki alla samlanda sína.

Jón Haraldsson (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 05:40

7 identicon

Er ekki allt í lagi? Er fólk í alvöru orðið svona hrokafullt að því finnst sjálfsagt að strætó stoppi bara hvar sem er eins og leigubíll? "varð mér það á að vera ekki nákvæmlega á stoppistöðinni". Hvað þýðir það? 100m 500m 1000m ? Meina come on.. ef farið er að gefa eftir með það hvar strætó stoppar þá fer þetta bara í rugl.
Það er engum öðrum að kenna en þeim  sem bíða eftir strætó  að vera ekki á réttum stað.  Það er nú ekki svo erfitt...

Helgi (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 06:12

8 identicon

Hef enga hugmynd um þetta tiltekna mál, en í þau örfáu skipti sem ég hef tekið strætó heima (er í DK) þá hefur mér ekki þótt votta fyrir þjónustulund hjá þessum blessuðu strætó bílstjórum. Án þess að gagnrýna alla stéttina, þá þorði maður vart að spyrjast fyrir um leið þar sem maður var unglingur. Þetta á við, því miður á alltof mörgum stöðum - aftur, án þess að bera þetta beint við þetta mál.

Ágúst guðbjörnsson (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 07:34

9 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Strætóbílstjórnarnir eru bara mennskir. Sumir þjónusta vel meðan aðrir ekki. Þá skiptir engu máli hver stefna fyrirtækisins er. Ég hef átt allt að 100 m í biðskýlið veifað og bílstjórinn hefur beðið. Ég lenti einu sinni í því að bílstjórinn ætlaði sér að fara yfir á rauðu ljósið á Miklubraut en varð að NEGLA NIÐUR því bíllinn á undan stoppaði. Þá mátti ekki miklu muna að stórslys hefðu orðið. Gamall maður lenti á plexíplastinu við útganginn og mölbraut það.

Ef þið lendið á slæmum bílstjóra hringið og kvartið undan honum þá sér fyrirtækið hvaða bílstjórar það eru sem eru rotnir.

Hallgrímur Egilsson, 20.8.2007 kl. 10:30

10 identicon

...sem segir okkur að gamlir menn eru litlu skárri en þessi grafarvogslýður, brjótandi og bramlandi. Ungt fólk nú til dags er samt latara og latara... reynið að veifa strætóbílstjóra í New York borg og kvartið svo ef hann stoppar ekki þar sem ykkur sýnist.  Mér þykir fólk orðið góðu of vant. 

Funi (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 15:04

11 identicon

Ég by í Grafarvogi og tek strætó í skólann. Ég held ég hafi komið svona 5 sinnum of seint í skólann af því að strætóbílstjórinn keyrir framhjá mér þegar ég sit í strætóskýlinu og svo þarf ég að bíða eftir næsta strætó sem fer í skólann og þá fæ ég skróp í fyrsta tímann eða báða. Ekki gaman að lenda í því þegar strætó keyrir framhjá manni og tekur eftir manni en stoppar ekki.

Svavar (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband